Tíminn - 18.10.1995, Síða 10
10
Mi&vikudagur 18. október 1995
Stóbhestastöbin í Gunnarsholti.
Verulegar breytingar á rekstri Stóöhestastöövarinnar:
Stöbin tekur til
starfa 1. nóvember
Eins og ábur hefur verib skýrt
frá í HESTAMÓTUM, þá hafa
Bændasamtök íslands tekib
vib rekstri stóbhestastöbvar-
innar í Gunnarsholti um eins
árs skeib.
Lengst af þessu ári hefur ríkt
nokkur óvissa um rekstur
stöðvarinnar, því vitað var að
ríkissjóður vildi losna út úr
þeim rekstri. Láverandi land-
búnaðarráðherra, Halldór
Blöndal, skipaði nefnd til að
gera tillögur um rekstur stööv-
arinnar og nánara fyrirkomu-
lag. Þessi nefnd skilaði af sér
sérstakri skýrslu um framtíð
stöðvarinnar. Það, sem síðan
hefur verið gert, er að mörgu
leyti byggt á tillögum þeirrar
nefndar. I framhaldi af þeim
tillögum varð það að ráði að
Bændasamtökin tækju yfir
rekstur stöðvarinnar og var
henni valin ný stjórn. Formað-
ur er Hrafnkell Karlsson, bóndi
á Hrauni í Ölfusi.
Stjórnin hefur ráðið Pál
Bjarka Pálsson, tamningamann
og bónda á Flugumýri, og Sig-
urð Vigni Matthíasson úr
Reykjavík starfsmenn stöðvar-
innar. Páll Bjarki verður for-
stöðumaður. Hann tekur til
starfa 1. nóvember, en Sigurður
um áramót.
Páll Bjarki er ekki nýliði á
þessu sviði. Hann var starfs-
maður Stóðhestastöðvarinnar
1980 til 1981, þegar stööin var
til húsa á Litla-Hrauni, og síðan
frá 1981 til 1985, þegar stöðin
flutti að Gunnarsholti. Páll
Bjarki hefur síöan unnið við
tamningar og síöustu árin í
Skagafirði, en þar hefur hann
verið búsettur.
Sigurður V. Matthíasson hef-
ur vakið athygli undanfarin ár
fyrir góða frammistöðu á mót-
um, bæði meö sýningu kyn-
bótahrossa og á gæðingasýn-
ingum. Hann vann það afrek í
sumar að verða tvöfaldur
heimsmeistari á Heimsleikun-
um í Sviss. Síðastliðinn vetur
starfaði Sigurður hjá Sigurbirni
Bárðarsyni.
Það er því óhætt að fullyrða
að vel hefur tekist til með val
tamningamanna á stöðina.
Ýmsar breytingar
verba gerbar
Verulegar breytingar verða
gerðar á rekstrinum þegar
Bændasamtökin taka við. Hætt
verður að taka folöld og tryppi
til uppeldis, eins og gert hefur
verið. Eingöngu verða teknir
inn hestar á tamningaaldri, þ.e.
á fjórða vetur og eldri. Stööin
hefur starfsemi 1. nóvember. Þá
er tækifæri að koma með ung-
hesta, sem menn vilja láta at-
huga hvort ástæða sé til að
leggja áherslu á sem framtíðar-
stóðhesta. Faglegt mat fer fram
á hestunum eftir tvo mánuði,
bæði hvað varðar byggingu og
hæfileika. Þorkell Bjarnason
hrossaræktarráðunautur hefur
verið ráðinn faglegur ráðgjafi,
en einnig mun í athugun ab fá
lærða dómara til að meta hæfi-
leika, þó þeir séu ekki ráðunaut-
ar. Það er fagnaðarefni að Þor-
kell, sem hefur meiri reynslu af
ræktunarmálum en flestir abrir,
skuli hafa verið ráðinn í þetta
verkefni. Nafn hans er líka vel
þekkt í þeim löndum, sem rækta
íslenska hestinn, og það hefur
mikið að segja um viðhorf út-
lendinga til stöðvarinnar.
Ef ástæða er til ab halda áfram
með hestana, munu þeir fara í
hvíld og vera þann tíma hjá eig-
endum, koma síöan aftur inn á
stöðina til framhaldstamningar.
Eftir áramótin er reiknað meb
meiri eftirspurn af eldri hestum.
Þá veröur sami háttur á hafður,
að faglegt mat fer fram eftir tvo
mánubi og geta eigendur þá
væntanlega fengiö umsögn,
enda ætlunin að gera þeim
grein fyrir ástandi og horfum
hvab hestinn varðar. Þegar líbur
á veturinn, verður bætt viö
hestum til þjálfunar, hestum
sem menn hafa hug á að sýna,
þó þeir hafi fengið dóm áður.
Þetta verður þó því aðeins gert
að pláss og vinnukraftur leyfi.
Ætlunin er aö bjóba upp á
ýmsa þjónustu fyrir hestaeig-
endurna, svo sem mánabarlegt
eftirlit dýralæknis, tannröspun
og hófhirðu, sæðisrannsóknir
og trúlega töku blóbsýna.
Varbandi rannsóknir, þá virð-
, ............................
Páll Bjarki Pálsson situr hér 1 vetra hryssuna Kolskör.
HEJTA-
MOT
KARI
ARNORS-
SON
ist það tilvalið ab hafa nána
samvinnu við Bændaskólann á
Hólum, en hann hefur nú feng-
ið útnefningu sem aðalrann-
sóknarstofnun varðandi hrossa-
ræktina. Stóbhestastöbin í
Gunnarsholti er kjörinn vett-
vangur fyrir rannsóknir og það
er í sjálfu sér mjög auðvelt að
fella það undir fyrirhugaö starf á
Hólum, enda myndu rannsókn-
irnar að sjálfsögðu tilheyra
þeirra rannsóknum.
Hestaeigendur rába
sjálfir útleigu hest-
anna
Sú breyting verbur nú, að eig-
endur hesta á stöðinni sjá sjálfir
um útleigu á sínum hestum í
girðingar og hafa tekjurnar sem
af því fást. Þeir greiða ákveðið
gjald fyrir hirðingu og tamn-
ingu, sem hefur verib ákveðið
kr. 25.000 fyrir hestinn á mán-
uði, aö viðbættum virðisauka-
skatti. Miðað vib verðlag í dag á
tamningum, þá verður þetta að
teljast sanngjörn greiðsla.
Eins og samningum var hátt-
ab hjá Stóðhestastöbinni, meb-
an hún var rekin af ríkinu, þá
greiddu menn jöfnunargjald
fyrir hestana frá því þeir komu
inn á stöðina sem folöld og þar
til þeir voru útskrifaðir 5 vetra.
Væru þeir sendir heim af stöð-
inni fyrir þann tíma, þá fékkst
ekkert endurgreitt af því sem
greitt hafði verið upp í tamn-
ingu með jafnaðargreiðslunum.
Þeir menn, sem áttu hesta á
þriðja og fjórða vetur á stöðinni
í fyrravetur, voru með slíkan
samning. Nýir rekstraraðilar
hafa boðið þessum eigendum
að hafa hesta sína áfram á stöð-
inni fyrir lægra gjald en aðrir
greiða eða kr. 20.000 plús virðis-
aukaskatt.
Þeir, sem áttu yngri hesta á
stöðinni, voru með samning
sem gerður var meö fyrirvara
um breytirígar, og þeirra tryppi
hverfa því þaðan.
Eins og þeir, sem til þekkja,
vita, þá hefur gestagangur verið
mikið álag á starfsmönnum
Stóðhestastöbvarinnar. í vetur
er stefnt að því að koma til móts
við gestina með því aö hafa
opið hús einu sinni í mánuði og
mönnum gefist þá kostur á ab
ganga um stöðina og líta á
hrossin undir leiðsögn starfs-
manna. Þetta fyrirkomulag á að
verða tii þess að tamningamenn
geti óhindraðir sinnt starfi sínu
í annan tíma.
Þegar líður á vetur og reynsla
kemst á reksturinn, geta fleiri
nýjungar litib dagsins ljós. Að
sjálfsögðu er stefnt að veglegri
sýningu á vordögum, eins og
verið hefur.
Stabur sem nýtur
virbingar alheimsins
Það er mikið fagnaðarefni að
óvissunni skuli létt af með
rekstur Stóðhestastöðvarinnar.
Það er enginn vafi á því að fyrir
framfarir í hrossaræktinni er
rekstur stóðhestastöövar nauð-
syn. Við eigum fjölmargt enn ó-
lært í þessari búgrein og stóð-
hestavalið skiptir gífurlega
miklu máli í því sambandi. Ef
við lítum til annarra búgreina
þá sjáum viö hve miklum ár-
angri hefur verið náð með því
að framrækta út af bestu ein-
staklingunum sem menn hafa
fengið til sæðingastöðvanna.
Ræktun hrossa er auðvitaö á
margan hátt miklu flóknari en
ræktun annars búfjár, en þeim
mun meiri ástæða er til þess að
vel sé til vandað. Rekstur stóð-
hestastöðvar á að hafa það
markmiö ab þar sé bestu ein-
staklingana að fá og þar sé jafn-
framt rekin virk rannsóknar-
starfsemi og ráðgjöf. Því skal
enn lögb áhersla á að gott sam-
starf takist milli Hólaskóla og
stöðvarinnar. Það fjármagn,
sem hverju sinni er til ráðstöf-
unar í rannsóknir, þarf að nýt-
ast vel.
íslenski hesturinn er þjóðar-
gersemi. Honum á að sýna
mikla viröingu og sá metnaður
að vera fyrir hendi ab reka stóð-
hestastöð, sem sé þess umkom-
in að hljóta viðurkenningu og
virðingu allra þeirra sem ís-
lenska hestinn rækta, hvort sem
þeir eru hér á landi eða erlendis.
Við eigum ab halda forystunni,
þó við veröum að kosta nokkru
til, enda er mikill markaður í
húfi. Vinsældir íslenska hestsins
sem keppnishests eru sífellt að
aukast. Þaö sýndu Heimsleik-
arnir í sumar. Það hefur mikið
að segja að hesturinn sé ekki
eingöngu keyptur sem gæludýr
eða í hestaleigur. Við þurfum aö
ná hærri stööu fyrir hestinn.
Þegar hann fer að seljast að ein-
hverju marki sem keppnishest-
ur, þá fer hann að skila veruleg-
um tekjum til þeirra sem fram-
leiða góð hross. Þá eiga þab ab
vera meðmæli með hesti ab
hann hafi verið taminn á Stóð-
hestastöðinni eða sé undan
hesti sem þar hefur hlotið
tamningu og þjálfun. Ab því ber
að stefna að stöðin fái slíka vib-
urkenningu. Til þess ab svo geti
oröiö, þurfa efnilegustu hest-
arnir að koma á stöðina. Það vit-
um við aö getur ekki oröið strax.
í byrjun verður öllum frjálst að
sækja um fyrir sinn hest og þeir
verða teknir inn meöan pláss
leyfir. En með ströngu úrvali
verða bestu hestarnir eftir og
ættu því í raun að fá forskot í
notkun.
En þetta tekur allt sinn tíma.
Það, sem mest ríður á núna, er
að menn standi saman um þetta
mikilvæga verkefni og freisti
þess að koma traustum fótum
undir reksturinn. Takist það, er
miklum áfanga náð í skipulegri
ræktun.