Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 3
Laugardagur 21. október 1995
ffitwfww FJÁRMÁL HEIMILANNA
wl gflTWlT i n —■
3
Frumvarp um skuldaaölögun vœntanlega lagt fram á haustþingi:
Urræði til að bjarga
fólki frá gjaldþroti
Frumvarp til laga um skulda-
ablögun verður væntanlega
lagt fyrir Alþingi í haust.
Markmiö skuldaaðlögunar er
að aðstoöa einstaklinga, sem
eru í alvarlegum og viðvar-
andi greiðsluerfiöleikum, og
forba þeim frá gjaldþroti. í fé-
lagsmálarábuneytinu er einn-
ig verið að vinna ab úrræbum
til ab leysa vanda þeirra sem
eru í vanskilum með afborg-
anir af húsnæöislánum.
Skuldaablögun er eins konar
nauöungarsamningur skuldara
og lánardrottna. Ekki verður
gripið til hennar nema það sé al-
veg ljóst að viðkomandi geti
ekki ráðið við skuldir sínar á
annan hátt.
Skuldaaðlögun felst í því að
gerður er samningur um að
skuldarinn greiði hluta af skuld-
um sínum á ákveðnum tíma,
t.d. fimm árum. Páll Pétursson
félagsmálaráðherra segir að
samningurinn þýði ab þær eign-
ir skuldarans, sem hann geti
verið án, gangi til lánardrottna
og sömuleiðis megnið af hans
vinnutekjum. Miðað verði við
að skuldarinn haldi eftir því sem
hann þarf til lífsviðurværis.
Standi skuldarinn við samning-
inn, fær hann umbun aö samn-
ingstímanum loknum, sem felst
í því ab eftirstöðvar lánanna eru
felldar niður.
Skuldaaðlögunin þýöir ekki
að ábyrgð ábyrgðarmanna falli
niður. Hins vegar verða eignir
skuldarans látnar borga hluta af
ábyrgðinni, en það sem eftir
stendur fellur á ábyrgðarmann-
inn. Skuldaaðlögunin nær ekki
til húsnæðislána.
Skuldaaðlögunin getur ýmist
verið frjáls eða þvinguð. Ef
skuldaeigendur fást ekki til að
samþykkja skuldaaðlögun, er
hægt að fara fyrir hérabsdóm og
fá úrskurð dómara um að
skuldaaðlögun sé heimil.
Páll á þó von á að til þess þurfi
ekki að koma í mörgum tilfell-
um.
„Gjaldþrot einstaklinga skila í
99% tilfella engu upp í kröfur,
samkvæmt tölum sem við höf-
um fengiö frá Héraðsdómi
Reykjavíkur. Það eru fyrst og
fremst Gjaldheimtan og Toll-
stjóri, sem fara fram á gjaldþrot
og þurfa að borga lögfræðingi
150 þúsund krónur fyrir í hvert
skipti. Þannig ab ríkissjóður er á
þennan hátt að gefa lögfræð-
ingastéttinni marga tugi millj-
óna á ári."
Páll segist eiga von á að
skuldaaðlögun geti hjálpað
mörgum og sé mun betri leið en
gjaldþrot.
Eins og áður segir, nær skulda-
aðlögunin ekki til húsnæðis-
lána, en Páll segir að verið sé að
vinna ab lausnum fyrir þá sem
eru í vandræðum með þau.
„Það stendur til ab heimila
Húsnæðisstofnun að fresta af-
borgunum þeirra, sem eru í
vandræðum með húsbréfin.
Annars vegar að fresta þeim í
tvö ár og leggja þær þá við höf-
uöstólinn. Hins vegar ef veö-
möguleikar eru fyrir hendi, mið-
að við 65% veð, að fresta
greiðslum í allt að fimm ár.
Greiðslurnar kæmu þá á nýtt
húsbréf til 15, 25 eða 40 ára,
sem fólkið færi strax að borga af.
Húsnæðisþáttur skuldamálanna
eiga að leysast með þessu, en
skuldir, sem er stofnað til á ann-
an hátt, geta farið í skuldaaðlög-
unina." -GBK
Páll Pétursson félagsmálarábherra.
Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Crafarvogi:
Fjárhagsáhyggjur í auknum mæli
áhrifavaldar í hjónaskilnubum
Versnandi staða heimilanna
og einstaklinga hefur verið í
brennidepli upp á síðkastið,
og nú þykir orðið brýnt að
hjálpa fólki að rétta sinn
hlut. í því skyni hefur félags-
málarábherra m.a. lagt þab
til í ríkisstjórn, að komib
verbi á fót sérstakri leibbein-
ingastöð um fjármál heimil-
anna, sem ætlað er að hjálpa
fólki aö hjálpa sér sjálft.
Þjóðkirkjan hefur ásamt
fleiri aðilum unnið að undir-
búningi þessa verkefnis,
enda eru starfsmenn hennar,
sóknarprestarnir, í nánu
sambandi vib fólk um land
allt. Þeir finna svo sannar-
lega fyrir versnandi hag
fólksins og heimilanna og
einn þeirra er Vigfús Þór
Árnason, sóknarprestur í
Grafarvogi. Hann segist
finna fyrir því í auknum
mæli nb vandamál í hjóna-
böndum megi rekja til fjár-
hagsvanda, sem er oftast
tengdur húsbyggingum.
Vigfús segir ab kirkjan verði
mikið var viö þessi mál frá degi
til dags í samtölum við fólk.
„Fjármálin eru gríðarlega oft
inni í myndinni, þegar vanda-
mál koma upp í hjónabandi
sem leiða oft til skilnabar,"
segir Vigfús. Hann segir þetta
vandamál gjarnan tengjast
uppbyggingu nýrra hverfa, þar
sem fólk væri búib ab steypa
sér í húsbréfaskuldir.
Vigfús segir þróunina vera á
þann veg, að á síöustu misser-
um hafi hagur heimilanna
greinilega versnað og hann
ásamt fleiri sóknarprestum
hafi greinilega fundið fyrir því.
Vigfús segir ab versnandi
staða heimilanna sé í auknum
mæli áhrifavaldur þess að hjón
taki þá ákvörðun að slíta sam-
vistum og skilja. Hann segir
þab oft vera ab fólk hreinlega
átti sig ekki á því hvab það er
sem er vandamálib í hjóna-
bandinu, sem oft á tíðum séu
fjárhagsáhyggjur. Þær síðan
brjótist út í reiði, deilum á
milli einstaklinganna og jafn-
vel í aukinni neyslu áfengis.
„Það sem félagsmálaráðherra
er að gera með lengingu hús-
bréfalánanna, á eftir að hjálpa.
Það er alveg ljóst að það mun-
ar miklu ef greiðslubyrði hús-
bréfalána minnkar um 17-
19%, þó margir vilji meina að
svo sé ekki. Þetta væri stórt
skref framávið."
Vigfús segir að í mjög mörg-
um tilfellum sé vandamálið
þab, að fólk hafi farib út í hús-
byggingar. Þab hafi fengið til
þess lán miðað við ákvebnar
forsendur. Síðan hafi þær for-
sendur brugðist með einhverj-
um hætti og það reynist erfitt
að standa við skuldbindingar.
„Það er mjög algengt að fólk
hafi tekið lán fyrir nokkrum
árum, en síðan þá hafi vinnan
minnkað. Hér áður fyrr leysti
fólk þessi mál með því aö bæta
viö sig vinnu. Ef reikningarnir
vom hærri en áður, þá vann
það frameftir á kvöldin eöa um
helgar. Nú er aukavinna hins
vegar vandfengin og það þekk-
Séra Vigfús ÞórÁrnason.
ist ekki eins og áður að fólk
vinni t.d. í tveimur störfum.
Þetta gerir það að verkum að
fólk festist í skuldasúpunni.
Þaö þyrfti að byggja kerfið
þannig upp, að hægt væri að
lifa á föstum launum, en ég
veit að það er hægara sagt en
gert."
Vigfús segir að með lengingu
húsbréfalána, tilkomu leið-
beiningastöðvar um fjármál
heimilanna og með fleiri að-
gerðum verði hægt að hjálpa
verulega til í þessum málum
og hjálpa því til að finna lang-
tímalausnir. „Það tapa allir á
því þegar einhver missir sitt,
ekki einungis einstaklingurinn
og fjölskyldan, heldur þjóðfé-
lagið í heild einnig."
En þaö er ekki aðeins fólk
sem á í vandamálum í hjóna-
bandi sem leitar til sóknar-
presta, heldur einnig fólk sem
er í fjárhagsvandræðum og á
jafnvel ekki fyrir nauðsynjum
þann daginn. Vigfús segir að
því fólki reyni kirkjan að sjálf-
sögðu að hjálpa. „Við höfum
líknarsjóði, sem eru reyndar
ekki digrir, en með þeim reyn-
um við að hjálpa."
Vigfús segir að það, sem
kirkjan geti gert til aö hjálpa
fólki í greiðsluerfiðleikum, sé
aðeins í raun nokkurs konar
„fyrsta hjálp", þ.e.a.s. að
hjálpa fólki sem á ekki í mat-
inn þann daginn og að benda
þeim á aðra aðila sem geta
hjálpað, s.s. Félagsmálastofn-
un, fjármálaráðgjöf og fleira.