Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 6
WWfífálU FJÁRMÁL HEIMILANNA Laugardagur 21. október 1995 Hagfrœöingur Neytendasamtakanna segir fólk líta á fjárhagsráögjof sem neyöarúrrœbi: „Vil sjá unga fólkib ábur en þab fer að búa" Hagfræbingur Neytenda- samtakanna vill sjá ungt fólk, sem er ab stofna heim- ili eba ætlar sér ab hefja bú- skap, leita fjárhagsrábgjafar. Hún segir erfibustu málin, sem koma inn á borb til sín, vera mál fólks sem hefur lent í erfibleikum vegna veikinda barna sinna. Sólrún Halldórsdóttir hag- fræöingur hefur séð um fjár- málaráðgjöf fyrir einstaklinga hjá Neytendasamtökunum. Sólrún er nú í barneignarleyfi, en hefur aftur störf næsta sumar. í fjárhagsráðgjöf Neytenda- samtakanna er farið rækilega ofan í fjármál viðkomandi, bæði lánastöðuna og rekstur heimilisins, Eftir viðtal, serh getur tekið allt upp í þrjár klukkustundir, vinnur Sólrún tillögur um hvað fólk þurfi að gera til að ná tökum á málun- um og semur greiðsluáætlun. Skammtímalán erfib Flestir, sem hafa leitað til Sólrúnar, eiga það sammerkt að vera með mikið af lánum og háa greiðslubyrði miðað við greiðslugetu. Þótt húsnæð- islánin sjálf séu alls ekki það erfiðasta, er fólk oft í vandræð- um með skammtímalán, sem það hefur tekið í tengslum við húsnæðiskaup eða aðrar fjár- festingar, að sögn Sólrúnar. Það er reynsla Sólrúnar að allir hópar þjóðfélagsins þurfi á fjárhagsráðgjöf að halda. Þó segir hún að meðaltekjufólk virðist jafnvel eiga í hvað mestum erfiðleikum. Veikindi barna Um þriðjungur þeirra, sem hafa leitað til Sólrúnar, eru Sólrún Halldórsdóttir hagfræbingur. einstæðir foreldrar, sem hafa margir lent í erfiðleikum eftir skilnað. Sólrún segir að það hafi hins vegar komið sér mest á óvart hversu margir leiti til hennar sem hafa lent í erfiðri stöðu vegna veikinda barna. í flestum tilfellum sé það fólk utan af landi, sem þurfi að leita til Reykjavíkur eftir lækn- isþjónustu fyrir barnið. „Langvinn veikindi barna virðast vera gífurlega erfið f jár- hagslega fyrir foreldrana — og þeir virðast ekki fá úrlausn annars staðar. í þessum tilfell- um hefur annar aðilinn, oftast konan, þurft að hætta að vinna úti. Þá bæði lækka tekj- urnar og útgjöldin aukast. Þetta eru mál sem er mjög erf- itt að leysa í fjárhagsráðgjöf- inni." Annar hópur, sem virðist vera í nokkrum erfiðleikum, er fólk með þrjú börn undir 16 ára aldri. „Þetta geta veriö erf- ið mál, því þaðer oft hæpið að það borgi sig ab bæbi hjónin vinni úti, ef þau þurfa að borga dýra barnapössun. Samt sem áður er kannski alls ekki nóg að hafa eina fyrirvinnu." Mikilvægt að spara Sólrún leggur mikla áherslu á að fólk reyni að leggja fyrir, þótt ekki sé nema lága upp- hæð, mánaðarlega. Hún segist hafa séð mörg dæmi þess að fólk, sem hefur lent í tíma- bundnum erfiðleikum, velti vandanum lengi á undan sér án þess að ná að vinna sig út úr honum. „Þetta er t.d. fólk sem hefur misst vinnuna í. stuttan tíma. Fólk á í mörgum tilfellum eng- an varasjóð og á þess vegna erfitt með að mæta óvæntum útgjöldum, hvort sem það er vegna atvinnuleysis, veikinda eða einhvers annars. Það er al- gert aðalatriði að fólk reyni að leggja fyrir. Þótt það sé lítil upphæð, gerir það fólk færara til að mæta óvæntum útgjöld- um. Oft þarf ekki meira til en að þvottavélin bili til að fólk lendi í vandræðum." Vill sjá unga fólkið Sólrún segir, að í flestum til- fellum sé fjárhagsráðgjöfin neyðarúrræði hjá fólki. Hún vill gjarnan breyta þessu. „Ég vildi gjarnan að fólk kæmi fyrr. Ég vildi sjá unga fólkið koma til mín áður en það fer út í fasteignakaup eða stuttu síðar. Fólk er oft að fara ofan í útgjöld heimilisins í fyrsta skipti í fjárhagsráðgjöf- inni. Best væri auðvitað ef fólk gerði það áður en það fer að búa eða stuttu eftir að það stofnar heimili." Smáu útgjöldin verða stór í rekstri heimilisins segist Sólrún oft benda fólki á smáu útgjöldin, sem verða stór þeg- ar þau safnast saman. Þar nefnir hún t.d. áskriftir og happdrætti og einnig reyking- ar, sem geti verið stór útgjalda- liður. Ferðakostnaður vegur líka þungt hjá mörgum og þá bendir Sólrún þeim gjarnan á að nota strætó meira. „Ég er ekki endilega að tala um sölu á bílnum. Fólk, sem er t.d. með unglinga, er oft að keyra þá á milli staða og þá er bíllinn notaður hugsunar- laust. Eins ef bæði eru útivinn- andi, borgar sig að nota græna kortið frekar en að fara langar ferðir á bílnum. En allt eru þetta hlutir sem verður. að skoða í hverju tilfelli fyrir sig." Sólrún segir að fólk taki til- lögum hennar yfirleitt vel. „Fólk vill leggja mikið á sig til að losna úr vanskilum. Van- sk.il eru það dýr að besta kjara- bótin, sem margir geta fengib, er að koma öllu í skil. Þess vegna ætti fólk að koma í ráð- gjöf um leið og það sér fram á aö ráða ekki við mánaðarleg útgjöld. Fólk er oft búib að kvíða því að koma og hgfur jafnvel dregið það þess vegna. Oft á tíðum kemur síðan í ljós, þegar við förum ofan í málin, að vandinn er ekki jafn mikill og fólk hélt." -GBK Samkeppnisstofnun: Verbá vetrarhjól- böroum Einn af stóm útgjaldaliðum fjölskyldunnar um þetta leyti árs er að skipta þarf yfir á vetr- ardekkin. Samkeppnisstofnun hefur gert könnun á því hvab snjódekk kosta og hvað það kostar að setja þau undir bíl- inn. Könnunin var gerð í byrj- un október og nábi hún bæbi til negldra og ónegldra dekkja hjá 18 hjólbarbaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu. Til við- bótar þeim upplýsingum, sem birtast í töflunni hér til hliðar, má geta þess ab frá því í októ- ber í fyrra hefur mebalverð fyrir skiptingu, umfelgun og jafn- vægisstillingu lækkab um 11,5% eða úr 3.609 kr. í fyrra nibur í 3.194 í ár. Þá hefur einnig heldur lækkab verbið á vetrardekkjum, bæbi negldum og ónegldum, nýjum og notuð- um. ¦ Verð á Skipting, umrelguo og jafavacgisstiUÍDg Efra verð - ónegldir hjólbaröar Neðra verð = negldir hjðlbarðar Fillu- Sendl-bflar rerðabuar vet Stðrir Jeppar rarhj SóluO ilrkk Starð Slarð ISSI ISS/ 13 70/14 ólbörc MichelÍD Starró Slarð ISSI 1851 13 70/14 >um og vinnu við að sl Hankook Gbiaved Kubmo Klcber Starð Slxrð Slarð SUXrð Slarð Slœrð Slarð Slœrð 155/ 1S5/ ISS/ ISSI 1551 IS5I 1551 185/ 13 70/14 13 70/14 13 70/14 13 70/14 dpta um þau Uoiroyal Coopcr Firestooe Slarð Starð Starð Surrð Sttxrð Síxrð 1551 ISSI 155/ 1/5/ 1551 ISSI 13 70114 13 70/14 13 70/14 Ýmsar teguodir Síarð Starð ISSI 1851 13 70/14 BarAlan b.l. Skútuvogi 2, Rvík. 3300 4370 4370 3130 4100 4120 5100 3690 4680 4990 5980 Horgardekk 1) BorfOUTÚIÚ 36, Rvlk. 3200 4194 5346 3464 4474 4564 5574 5618 7894 6718 8997 4590 6566 5690 7666 5252 6922 6352 8022 Barjsrdekk Langatanga la, Mosfellsbse 3330 4320 5310 3137 4092 4199 5154 5056 7107 6118 8169 4355 6163 5417 7225 DekkU 2) Reykiavlkwv. 56. Ilafnarf. 3300 4100 5140 3485 4550 4665 5730 5620 7895 6800 9075 4840 6850 6020 8030 DekkjahuaU 1) Skeirunni ll.Rvík. 3300 4300 6000 3450 4490 4650 5690 5620 7900 6820 9100 5125 7120 6325 8320 GrVD> Buaverkststðið Fosshilsi 27, Rvfk. 2800 2800 3800 3360 4490 4260 5390 Cúromlviiinuilofan Skinlulti 33. Rvlk. 3330 4320 5310 3137 4092 4177 5132 5039 7085 5644 7652 4355 6163 5327 7135 Hjolbarðsbolbu 1) Fellsmúla 24, Rvik. 3060 4034 4898 3080 4080 4140 5140 5615 7906 6670 8965 4390 6050 5450 7110 Hjðlbarðasttoin BlldshðfBa 8. Rvfk. 3060 4300 5400 3060 3670 4120 4730 5600 7250 6650 8340 4370 5660 5440 6720 rHðlbaroav. Sigurjóui Hirúni 2a, Rvlk. 3150 4320 4800 3142 4093 4222 5173 5050 7108 6137 8180 3700 4770 5000 6100 3951 5445 5031 6525 4845 6475 5925 7555 Kelty 4482 6040 5562 7065 lijðlliarðavUg, B.G. 3) Drarutahr. 1, Hafiwf. 3300 4200 5200 3470 4490 4750 5770 5125 7120 6400 8400 HJðlbaraaviogeroir Æ^iiifRi 102. Rvfk. 3168 3960 5292 3136 4090 4618 5152 4350 7100 5413 8167 HJðlbaroaviogerðir 1) Skemmuvefij 6, Kóp. 3150 4140 5130 3350 4450 4630 5630 5560 7830 6740 9010 HJðlbaroaþJðniutan Tryggvagötu 15, Rvfk. 3240 4210 5184 3230 4265 4230 5265 5125 7120 6125 8120 5250 6920 5380 7190 6250 7920 6380 8190 H&(oadekkh.f. TangarMfoal5,Rvík. 3350 4250 5550 3130 4080 4250 5210 5060 7110 6140 8190 Nýb.rðl i.f. 3200 4000 5000 3470 4490 4570 5590 4390 6050 5490 7150 S6lninghf. 1) Smiðiuv. 32-34. Kón. 3360 4840 6040 3475 4490 4755 5770 5125 '7120 6405 8400 Conrinental 5580 7950 6860 9230 Vaka b.f. Eldshðfoa6, Rvik. 2900 4100 5100 3067 4086 4122 4986 4131 5910 5121 6899 Sava 3877 4792 4867 5782 Meðalvert 3194 4094 5159 1) 10% siað&rciðsluafslárrur af hjólbörðum 2) I0V. staðgrciðsluafslátrur af hjólbörðum, eldri borgarar fá auk þcss 20%.ifslátlafvinnu 3) 5% slaðgrciðstuafslártur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.