Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 2
2 CtfflÍHtt F|ÁWMÁL HEIMILANNA Laugardagur 21. október 1995 Edda Svavarsdóttir, markaösstjóri Búnaöarbanka íslands: Vilja auðvelda fólki y firsýn y fir fj ármálin Aöstob vi& einstaklinga sem eiga vi& grei&sluör&ugleika a& strí&a hefur veriö vaxandi þáttur í starfsemi bankanna hér á landi á unanförnum ár- um. Búna&arbankinn hefur á undanförnum árum veriö a& bæta þjónustu sína á þessu svi&i, vi& vi&skiptamenn sína. Tíminn ræddi viö Eddu Svav- arsdóttur, marka&stjóra Bún- a&arbankans um þessi mál og um a&rar nýjungar í starfsem- inni og þjónustu vi& vi&skipta- vini sína. Hvaða valkosti býður Búnaðar- bankinn einstaklingum og fjöl- skyldum varðandi fjánnálaráðgjöf og/eða lausnir á greiðsluvanda þeirra? „í Búnaðarbankanum em starfandi þjónusturáðgjafar, sem hafa m.a. því hlutverki að gegna aö veita einstaklingum ráðgjöf í fjármálum. Einstaklingum stendur til boöa að ganga í Heimilislínu Búnaöarbankans sem er alhliða fjármálaþjónusta, sniðin að þörfum einstaklinga til að auðvelda þeim yfirsýn fjár- mála, skipulagningu, markmiða- setningu og tryggja sér þannig fjárhagslegt öryggi. l>að er rétt að taka það fram að Búnaðarbank- inn var brautryðjandi á þessu sviði á meðal íslenskra banka. Reynslan af þessari þjónustu hef- ur verið mjög góð, en hún hefur nú staðið viðskiptavinum okkar til boða í um tvö ár og er skemmst frá því aö segja að þeir em mjög ánægðir og tala jafnvel um „lífið fyrir og eftir Heimilis- línu"." / hverju felst sú þjónusta sem boðið er upp á með Heimilislín- unni? „Þaö má segja að þjónusta Heimilislínunnar skiptist í tvennt, greiðsluþjónustu og spariþjonustu. Greiösluþjónust- an býður upp á greiðslujöfnun og greiðsluumsjón. í samvinnu við þjónusturáðgjafa er gerð raunhæf greiðsluáætlun fyrir ár- iö og útgjöldum ársins er dreift á jafnar mánaðargreiðslur, sem millifæröar em af launareikningi mánaðarlega. Með því að láta bankann greiða fyrir sig föst út- gjöld er tryggt að reikningarnir séu greiddir á réttum tíma og út- gjaldasveiflur heyra því sögunni til." Þekkir fólk almennt þá mögu- leika sem þeim standa til boða, t.d. hjá Búnaðarbankanum? „Þjónusta Heimilislínunnar er orðin mjög þekkt. Við þökkum það ánægðum viöskiptavinum sem tala um reynsla sína af þjón- ustunni við vini og vandamenn. Þaö eru því viöskiptavinir okkar sem í rauninni selja Heimilislín- una." Nú hefur Búnaðarbankinn gefið út frœðslurit, sem œtluð eru al- menningi til ftóðleiks. Hver eru þessi rit og hver er reynslan af þeim? „Já, það er rétt. Undanfarin ár hefur Búnaöarbankinn lagt mikla áherslu á fjármálafræðslu fyrir einstaklinga. Við emm nú að gefa út nýja fjármálahand- bók, „Fjármál unga fólksins", en hún er ætluð ungu fólki á aldrin- um 16-26 ára. Þetta er þriðja fjár- málahandbókin sem bankinn gefur út. Hinar tvær eru „Fjár- málahandbók Vaxtalínu" og „Fjármál heimilisins". Allar bæk- urnar eru notaðar við kennslu á fjármálanámskeiðum bankans en á fjórða þúsund einstaklingar hafa sótt slík námskeið hjá bank- anum." Hvert er efhi þessa nýja rits og hvemig er það uppbyggt? „Aðalefni nýju bókarinnar er tilbúið dæmi um Gunnar sem er 16 ára í upphafi bókar og nýbyrj- aður í framhaldsskóla. Honum er síðan fylgt eftir í námi og starfi og er m.a. farið yfir hvern- ig gert er yfirlit yfir útgjöld og fjárhagsáætlun yfir eyðslu, rekstrarkostnað bifreiðar og ým- is atriði sem hafa ber í huga við bifreiðakaup, kostnaður við að búa á eigin vegum, útreikningar launaseðils, reglur LÍN, áætlanir vegna heimilisreksturs, heimilis- bókhald og skipulagning fjár- mála, ávöxtun sparifjár, lána- möguleikar og fjárhagslegar skuldbindingar. Loks er þar að finna upplýsingar um húsnæðis- lánakerfið og hvemig íbúðakaup fara fram. Bókin er 170 síður að stærð. Samhliöa þessu bjóðum við upp á sérstök námskeið, sem eru tvískipt, þ.e.a.s. fyrir 16-18 ára og annað fyrir 18 ára og eldri. I vetur veröur einnig boðið upp á fleiri „Vaxtalínunám- skeiö" og námskeiðið „Fjármál heimilanna", sem góð reynsla er af. Vaxtalínunámskeiðin eru unglingum aö kostnaðarlausu, en verði annarra námskeiö verð- ur stillt í hóf." Hvað með nýjungar í samskipt- um bankanna og heimilanna? ' Já, það má segja að þær séu tví- þættar. Búnaðarbankinn hefur fyrstur íslenskra banka gefið út fjáramálahugbúnað til notkunar Edda Svavarsdóttir á heimilum. Hómer er fjármála- hugbúnaður ætlaður til að auð- velda viðskiptavinum áætlana- gerð og yfirsýn fjármála. í Hóm- er er hægt að færa heimilisbók- hald, gera fjárhagsáætlanir fram í tímann, reikna út greiðslubyrði mismunandi lána og færa yfir í fjárhagsáætlunina og reikna út ávöxtun mismunandi spari- reikninga. Hægt er að vinna fjár- hagsáætlunina heima og koma meö hana til þjónusturáðgjafa í bankanum sem aðstoðar við að fullgera áætlunina eða fá útfyllta fjárhagsáætlun í bankanum og opna í eigin tölvu. Hómer er til sölu í öllum útibúum Búnaðar- bankans og kostar disklingurinn aðeins 900 kr. og 45o kr. til Heimilislínufélaga." Það em fleiri nýjungar i starf- 100 KRÓNA MYNT Tvöþúsundkall og 100 króna hlunkur Innan skamms kemur á pen- ingamarkað 2000 króna bankaseöill meö Jóhannesi Sveinssyni Kjarval á forhli&- inni ásamt verki hans, Úti og inni, stílfæröur hluti þess. Þá kemur á marka&inn 100 króna mynt, 8,5 gramma hlunkur. Flugþrá, eða Leda og svanur- inn eru aftan á seðlinum og að- almyndefniö en þar er líka teikningin Kona og blóm. Tvöþúsundkallinn er meö blindramerki sem er opinn þrí- hyrningur og öryggisþræði um þveran seðilinn. Vatnsmerkið er með mynd af Jóni Sigurðssyni forseta. Sama dag og seðillinn góði fer að sjást kemur út 100 króna mynt. Þetta er peningur sem er 2,55 sentimetrar í þvermál, 2,25 millimetrar á þykkt og rúm 8 grömm á þyngd. Á framhlið hans er mynd af landvættunum eins og á 50 króna myntinni. Á bakhliö er myund af hrognkelsi. Myndirnar eru af seölinum sem Seðlabanki íslands lætur á markað 9. nóvember og nýju 100 krónu myntinni. -JBP 2000 KRÓNA SEÐILL St.nt'i 150 x 70 mm 1'kAMHI.Ii) AtXilhtur hninn IIAKIII.il) AiSalhtir hfár <>i> rauAgutur r seminni? „Já nýlega höfum viö bætt þjónustu okkar enn frekar, því nú hefur bæst við þjónustuna hugbúnaður sem gerir viðskipta- vinum okkar kleift að sinna öll- um almenrtum bankaviðskipt- um hvenær sólarhringsins sem er frá sinni eigin tölvu. í Heimil- isbankanum er hægt að milli- færa af eigin reikningi inn á t reikninga í hvaða banka sem er, skoða hreyfipgar og stöðu reikn- inga, greiða gíróseðla og greiðsluseðla, fá yfirlit yfir greiöslu í Heimilisbankanum og fá yfirlit yfir innistæðulausa tékka. Þá er hægt að fá þar yfirlit yfir heildarviðskipti við bank- ann, upplýsingar úr nafnaskrá og upplýsingar um gengi gjald- miðla í Búnaðarbankanum. Einnig er hægt að senda skilaboö til starfsmanna í viðskiptaútibúi bankans, en þeir sem tengjast Heimilisbankanum fá Hómer af- hentan með í kaupbæti." Búwaðarbankinn hefúr tekið þátt í satneiginlegu átaki undir foiystu Félagsmálaráðuneytisins, sem œtl- að er að leysa greiðsluvanda heim- ilanna og hjálpa einstaklingnum að hjálpa sér sjálfiir. Hvert hefur verið hlutverk bankans í þeirri vinnu? „Búnaðarbankinn tók virkan þátt í átaki undir stjórn Félags- málaráðuneytisins í vor. Auk þess að veita viðskiptavinum sér- staka ráðgjöf og úrlausn varð- andi greiðsluvanda heimilanna var boðið upp á ókeypis fjár- málanámskeið, „Fjármál heimil- anna". Á námskeiðunum var m.a. leiðbeint um heimilisbók- hald, leiðir til að lækka útgjöld heimilanna og hvemig fólk get- ur komið skipulagi á fjármál sín." ■ Frumvarp um greiösluaölögun ein- staklinga: Lagt fram í nóvem- ber Fyrir síðustu kosningar var það á meðal tillagna Fram- sóknarmanna í kosninga- baráttunni að koma þyrfti á nokkurs konar greiðslu- stöðvun fyrir einstaklinga í greiðsluörðugleikum. Skip- uð hefur verið nefnd til að setja saman tillögur um greiðsluaðlögun og aö sögn formanns hennar, ísólfs Gylfa Pálmasonar, verður frumvarp þess efnis líklega lagt fram í nóvember næst- komandi. Þetta væri hins vegar nokkuö flókiö lög- fræðilega séð, en textinn væri hins vegar nokkurn veginn tilbúinn og á næst- unni yröi farið yfir hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.