Tíminn - 14.11.1995, Qupperneq 4

Tíminn - 14.11.1995, Qupperneq 4
4 Þriöjudagur 14. nóvember 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. . Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö ílausasölu 150 kr. m/vsk. Tilvistarkreppa Kvennalistans Samtök um kvennalista hafa um árabil haft fót- festu á Alþingi og átt þar öfluga fulltrúa. Það er því ekki sanngjarnt að segja annað en að áhrif þeirra í þjóðfélaginu hafi verið nokkur, ekki síst í því að taka mál til umræðu frá sjónarhóli femínisma og jafnréttisbaráttu. Ekki er vafi á því að tilvist Kvennalistans hefur einnig haft áhrif á innra starf annarra stjórnmálaflokka og aukið hlut kvenna að þeim. Hins vegar eru samtökin nú í slæmri tilvistar- kreppu. Eftir mikið fylgistap í kosningum síðast- liðið vor eru aðeins þrír þingmenn á Alþingi fyrir Kvennalistann, og er þingflokkur hans sá minnsti á Alþingi. Þótt hann sé skipaður ágætlega hæfum einstaklingum, verður róðurinn miklu þyngri heldur en var. Landsfundur Kvennalistans, sem haldinn var um síðustu helgi, bar merki þessarar tilvistar- kreppu. Stjórnmálaflokkur þar sem umræðan sýn- ist fýrst og fremst um það hvort hann eigi tilveru- rétt eða ekki, er í verulegum vanda. Þannig var það á fundi Kvennalistans. Þó vafalaust hafi verið ályktað þar um hin ýmsu mál, sem efst eru á baugi í þjóðfélaginu, snýst umfjöllunin um fundinn fyrst og fremst um deilur um hvort Samtök um kvennalista eigi sér sjálfstæðan tilverurétt í fram- tíðinni. Það er verðug spurning til íhugunar og svara hvers vegna svona er komið. Þar kemur margt til. Flokkurinn er í eðli sínu þrengri en aðrir stjórn- málaflokkar, þar sem hann er byggður upp með kvennabaráttuna eina í huga og leyfir aðeins fram- boð kvenna. Þessi barátta gengur einnig þvert á þá stjórnmálahefð að forustan sé skilgreind og sýni- leg með formanni og varaformanni. Sterkir ein- staklingar innan Kvennalistans, sem vissulega hef- ur verið völ á, hafa ekki notið sín með sama hætti og hjá öðrum stjórnmálaflokkum vegna útskipta og lósaralegs skipulags á toppnum. Sýnt er að gras- rótarfyrirkomulagið er flokknum fjötur um fót. Þar að auki hefur Kvennalistinn tekið nokkuð þrönga afstöðu í ýmsum málum sem ofarlega eru á baugi í þjóðfélaginu. Þar hafa forustumenn hans óneitanlega siglt upp að hlið Alþýðubandalagsins í afstöðu til ýmissa þjóðmála. Þar má nefna af- stöðu til samstarfs við erlend ríki, afstöðu til ör- yggis- og varnarmála og afstöðu til stóriðju. Þegar þetta bætist við þau takmörk, sem femínisminn setur, leiðir það til þess, við núverandi aðstæður að minnsta kosti, að flokkurinn fær ekki fjöldafylgi. Þingmenn Kvennalistans hafa lagt ýmsum góð- um málum lið, en þrátt fyrir það hefur ekki tekist að höfða til fjöldans. Það er sú alvarlega staðreynd, sem við blasir nú og landsfundurinn hefur dregið enn skýrar fram í dagsljósið. Pólitísk endurvinnsla Landsfundur Kvennalistans um helgina hlýtur að teljast til meiriháttar pólitískra tíðinda, því sjaldgæft er aö sjá tilþrif aö hætti japanskra samúræja með- al íslenskra stjórnmálamanna. Pólitískt fjölda-harakiri var framiö á Nesjavöllum á þessum landsfundi þar sem Kvennalist- inn bar á torg tilvistarkreppu sína og tilgangsleysi í stjórn- málum. Efi kvennalistakvenna um pólitíska stööu sína er kom- inn á þaö stig, aö þær telja sér ekki einu sinni fært að halda slíkum umræöum innan hreyf- ingarinnar og því er þetta til- gangsleysi rætt feimnislaust fyr- ir opnum tjöldum. Hafi Kvennalistinn átt erindi og von í íslenskri pólitík, á hann þaö varla lengur, eftir að hafa opin- beraö vanda sinn svo eftir- minnilega. En þaö var þó hik- laust rétt ákvörðun að opna umræðuna með þessum hætti, því augljóst var að Kvennalis- takonur sjálfar gengu til þessa fundar sannfæröar um að tím- arnir væru breyttir og umboö þeirra í pólitík væri ekki það sama og áður. Þær voru því sjálf- ar búnar að komast aö því aö Kvennalistinn í núverandi mynd væri í raun fullnýttur og þaö væri eingöngu spurning um hvernig afgöngunum yröi ráö- stafaö. Hvers konar endur- vinnsla? Kjörorö fundarins var „Kvennapólitík — hvað nú?", en heföi í raun átt aö vera: „Kvennalistinn — hvers konar endurvinnsla?" Landsfundurinn snerist nefnilega upp í þaö aö vera allsherjarum- ræöa um pólit- íska endur- vinnslu á Kvennalistanum, hvort heldur ætti hreinlega að urða hræið, þynna það út og dreifa því á gömlu flokkana, eöa pressa saman einhvern kvenna- pólitískan sorpbagga, þar sem nokkrir feminískir karlar yröu baggaöir með, en sem héldi áfram aö þvælast fyrir í flokka- kerfinu. Þá viröist víðtækari endurvinnsla líka hafa verið GARRI mikið í umræðunni, þar sem kvennalistakonur næöu að draga A-flokkana meö sér inn í endurvinnsluferli sem endaöi í einhvers konar krataflokki eða jafnvel R-lista á landsvísu. Slíkar hugmyndir eru raunar búnar að vera í gangi nokkuð lengi og marga dreymir um aö fá Ingibjörgu Sólrúnu sem leið- toga fyrir slíku afli á landsvísu. Það gerist þó varla á þessu kjör- tímabili borgarstjórnar í Reykja- vík, enda hefur borgarstjórinn hvatvíslega slegið á þessar vangaveltur. Það er líka skyn- samlegt af henni að stofna ekki í voða því samstarfi, sem er í Reykjavík, með ótímabærum yf- irlýsingum, því þrátt fyrir allt er borgarstjórn Reykjavíkur eini vettvangurinn þar sem Kvenna- Bylting á Alþingi Byltingarkennt fmmvarp liggur nú fyrir Alþingi. Inntak þess er í fyrstu grein: 51. gr. stjórnarskrár- innar orðist svo: Ráöherrar mega ekki eiga sæti á Alþingi. Þó eiga þeir rétt á að taka þátt í umræðum eins oft og þeir vilja og svara fyrir- spurnum, en gæta verðá þeir þingskapa. í greinargerðinni nær uppreisn- arandinn hámarki, þegar flutn- ingsmaður stingur upp á að at- huga beri að fækka þingmönn- um. Þetta er lagt fyrir sjálfa þing- mennina og hlýtur hver og einn þeirra að athuga vel hvort hann er í útrýmingarhættu eöa eygi von á endurkjöri. Það er framsóknarkonan Siv Friðleifsdóttir sem freistar þess að umturna stjórnkerfinu og vitnar í greinargerö í frönsku byltingar- hetjurnar og hugmyndir þeirra um þrískiptingu valdsins. Þegar Fransmenn aðgreindu valdið, kostaöi þaö stríð og valda- stéttum var stungiö undir fallöxi. Þríeina valdið Þótt Siv sé hugrökk kona og herská og reibi hátt til höggs, ætl- ast hún sennilega ekki til að ganga þurfi milli bols og höfuðs á ráðastétt íslands, sem fer með hið þrígreinda vald eins og valdhöf- um af guðs náð einum sómir. Hún ætlast til ab þingið taki lög- gjafarvaldiö í sínar hendur og kann ýmsum að sýnast aö það kunni ekki góöri lukku að stýra. Ráðherrar stýra ráöuneytum, stjórnmálaflokkum og kúga þing- flokka til fortakslausrar hlýöni. Þeir halda löggjafarvaldi og fram- kvæmdavaldi í styrkum höndum og fara með hvorutveggja af mis- jafnri stjórnvisku. Sjaldan munu ráðherrar semja lagafmmvörp. Það gera embættis- stjórnardeildum og eru ráðherr- arnir sendir með þau á þing; fyrst í þingflokkana, þar sem samþykkt þeirra fer fram, hvort sem stjórn- arþingmönnum líkar betur eöa verr. Umræður og nefndaálit eru Á víbavangi formsatriði. Þegar löggjafinn hef- ur lagt blessun sína yfir sending- arnar sem embættismennirnir senda ráðherrana með inn á þing, taka þeir við þeim sem lögum og annast framkvæmd þeirra. Á þennan hátt eru löggjafar- og framkvæmdavaldið í höndum embættismannaaðalsins. Umbjóbendur Kjaradóms Dómsvaldið er aðgreint, en dæmir eftir lögum sem oftast eru samin af embættismönnum og jafnvel yfirfarin af dómurum. Sjaldan er hallað á ríkisvaldið í dómum. Samruni hins þríeina valds rennur ljúflega saman, þegar skil- getiö afkvæmi þess, Kjaradómur, metur framlag valdastéttanna. Þar eru háembættismenn í stjórn- arráði best metnir, hádómarar og síöan koll af kolli allt niður í al- þingismenn, sem eru lægstir í valdastrúktúrnum og fá því tíkar- listinn, með samfylkingunni í R-listanum, hefur áþreifanleg völd. Hins vegar er ótrúlegt að A-flokkarnir séu tilbúnir að samþykkja þá tímasetningu að ganga inn í endurvinnslu núna, bara vegna þess að það hentar Kvennalistanum. Þvert á móti hefur samningsstaða gömlu flokkanna batnað verulega um helgina og þeir eru líklegir til að finna ýmis tormerki á því aö rjúka í slíka pólitíska uppstokk- un einmitt núna. í öngum sínum Það horfir því ekki vænlega hjá Kvennalistanum um þessar mundir og hver höndin upp á móti annarri um það hvernig beri að ráðstafa þessum pólit- íska úrgangi. Margir, þar á með- al kvennalistakonur sjálfar, hafa orðið til þess að gagnrýna að ekki hafi fengist niðurstaða í málið á fundinum um helgina, en slík gagnrýni er að sjálfsögðu ekki meö öllu sanngjörn. Það er auðvitað stórt stökk fyrir stjórn- málahreyfingu að koma úr fel- um og viðurkenna að þetta sé búið að vera. Þab á því að sýna Kvennalistanum þá tillitssemi að hann hafi gott ráðrúm til að ákveöa hvernig endurvinnslu hann fer í. Málum þessum var vísað til umræðu úti í hinum ýmsu öng- um Kvennalistans um landið. Slík málsmeðferð er rökrétt, enda undirstrikar hún aö Kvennalistinn er í öngum sín- um þessa dagana. Garri legasta kaupið af þeim sem haldið er að fari með rullu í hinu þríeina valdi. Að losna viö ráðherrana af Al- þingi og úr þingflokkaherbergjum gæti orðið til þess að koma á full- trúalýðræði og ab frelsa samvisku þingmanna frá þeirri kvöð að hlíta fyrirskipunum emþættis- manna í einu og öllu. Alþingi gæti orðið eitthvað annað en af- greiðslustofnun stjórnarfrum- varpa. Ágætur er sá varnagli Sivjar að ráðherrar skuli fara aö þingsköp- um þegar þeir ávarpa þingið, þar sem þeir eiga ab hafa málfrelsi en ekki önnur áhrif. Hitt eru lítil klókindi að blanda fækkun þingmanna inn í greinar- gerð. Þótt sú fækkun sé eins sjálf- sögð og að draga bust úr nefi há- embættismanna og fram- kvæmdavalds, er hætt við aö hrollur fari um þingheim þegar svo váleg tillaga er nefnd á þing- skjali. Þetta er nærri því eins slæmt og að fara að stinga upp á fækkun ráðherra. Þab er ekki nema bylt- ingarþjóð eins og Frakkar sem leyfir sér slíka ósvífni, en þar eru nú 16 ráðherrar síðan stjórnin var endurskipulögö í síðustu viku. 10 hér og komast færri aö en vilja. Sú skipan, sem Siv stingur upp á, krefst breytingar á stjórnarskrá og slíkt er ekki gert á íslandi nema þegar kjördæmaskipan er breytt annaö slagið og er þá þingmönn- um fjölgað í hvert sinn og svo bætt í ráðherraskarann í kjölfarið. Kannski er best aö láta stjórnar- skrána eiga sig, því breytingar hlaða ávallt á báknib. En þab má reyna, Siv. Passa bara aö viö sitjum ekki uppi meb helmingi fleiri ráðherra en Frakk- ar, ef farið verður að krukka í lög um umbjóöendur Kjaradóms. OO

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.