Tíminn - 14.11.1995, Qupperneq 10

Tíminn - 14.11.1995, Qupperneq 10
10 «srr_ gllWfllll Þri&judagur 14. nóvember 1995 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Breska samveldiö sýndi tennurnar meö því ab reka Nígeríu tíma- bundib úr hópnum: Auckland — Reuter Ákvörðun Breska samveldis- ins, sem er bandalag bæði full- valda og ófullvalda ríkja sem áð- ur tilheyrðu Breska heimsveld- inu, um að vísa Nígeríu tíma- bundið úr Samveldinu vegna mannréttindabrota, markar viss tímamót í sögu þess. Brottvísun Nígeríu hefur verulega aukið trúverðugleika Samveldisins sem samtaka sem eiga að standa vörð um lýðræði og mannrétt- indi í aðildarlöndunum, auk þess sem lífslíkur þess hafa væntanlega aukist allnokkuð. Á hinn bóginn eru einnig líkur á því að með þessu hafi verið sáð fræjum ósamlyndis sem gætu síðarmeir haft erfiðleika í för með sér, því mælikvarði aðildar- ríkjanna á lýðræði og mannrétt- indi er ekki alls staðar sá sami. Leiðtogar Samveldisríkjanna mættu til fundar síns í Auckland á Nýja- Sjálandi, en slíkir fundir eru haldnir reglujega á tveggja ára fresti, með það markmið í huga að gera stjórnarhætti ríkj- anna bæði betri og markvissari, í samræmi viö stefnuyfirlýsingu sem mótuð var á fundinum í Harare fyrir fjómm árum. Margir höfðu litla trú á að neinn verulegur árangur næðist á þessum fundi, en flestir hættu þó að glotta eftir að leiðtogarnir á þessum fundi sýndu óvenju- lega röggsemi og hugdirfsku, sem er sjaldséð í alþjóðlegum stofnunum, þegar þeir tóku þá ákvörbun að vísa Nígeríu úr Samveldinu aðeins nokkrum klukkustundum eftir að níu bar- áttumenn fyrir málefnum minnihlutahópa voru teknir af lífi á föstudaginn. Nígería hefur tveggja ára frest til að bæta ástandið í mannréttindamálum, að öðrum kosti verður brott- reksturinn varanlegur. Enn- fremur var sett á laggirnar ráö- herranefnd átta utanríkisráb- herra sem á að hafa eftirlit með framkvæmd yfirlýsingarinnar frá Harare og láta heyra frá sér ef eitthvert Samveldislandanna er að fara út af brautinni. „Þessi fundur verður, trúi ég, einn helsti áfanginn á þeirri leið sem vib erum ab fara ... Við er- um að marka upphafib ab nýju Samveldi," sagði Jim Bolger, for- sætisráðherra Nýja-Sjálands og gestgjafi leiðtoganna að þessu sinni. Það haföi raunar sín áhrif á ákvörðun leiðtoganna að Níger- ía skyldi taka mennina af lífi á fyrsta degi leiötogafundarins, sem vart er hægt að líta á öðm- vísi en sem beina ögmn, og orð Nelsons Mandela vógu einnig þungt, en hann lagði mikla áherslu á að sýna yrði hörð við- brögð. Engu ab síður lögbu leið- togarnir áherslu á að það hafi ekki verið sársaukalaust ab taka slíka ákvörbun, auk þess sem sumir þeirra töldu að með henni hafi verið gefib fordæmi sem gæti valdið vissum erfiðleikum í framtíbinni. Hvöttu ýmsir þeirra til þess að ráðherranefnd- in sýndi aðgát og varfærni í eft- irlitshlutverki sínu, enda aug- ljóst að abildarlöndin væru mjög misjafnlega á vegi stödd í mannréttindamálum. „Lýöræöið er af- stætt'' Mahathir Mohamad, forsæt- isráðherra Malasíu, hélt því til að mynda blákalt fram að „lýð- ræði eins manns gæti verið ein- ræði annars. Það fer allt eftir sjónarhorninu og stöðu stjórn- málalegrar þróunar." Hann sagðist reyndar fagna því að eft- irlitsnefndin færi ofan í saum- ana á stöðu mannréttindamála í Malasíu, en bætti því við að hann teldi að „flestir okkar hafi eitthvað óhreint í pokahorninu og við megum ekki vera of eftir- gangsharðir um að fá ab skoða í pokahornið hjá öðrum." Goh Chok Tong, forsætisráð- herra í Singapore, var heldur ekkert að skafa ofan af því: „Við eigum ekki að heimila það að þessi áætlun verði notuð til þess ab ráðast gegn fullveldi ríkja nema því aðeins að við séum til- búnir til að taka að okkur ab stjórna því tiltekna ríki." Sam- veldiö þurfi ab sýna því skilning hverju raunhæft sé að hrinda í framkvæmd í tilteknu ríki og hvað sé óframkvæmanlegt. „Það er ekki okkar mál að ráöast á eitthvert ríki og segja því fyrir um hvernig þar eigi að haga stjórn," sagði hann. Utanríkisráðherra Gambíu, B.I. Jagne, tók einnig til máls og vildi minna fulltrúa hinna rík- ari aðildarríkja á að lýðræði og þróun væru tvær hliðar á sama peningi. „Lýðræði getur ekki þrifist á meðan örbirgð ríkir ... Áður en þið farið að tala um lýðræöi ættuð þib að fullvissa ykkur um að þið getib sent börnin ykkar í skóla ... Þab hef- ur ekki verið hægt hjá okkur í Gambíu." Bylting í ljósmyndun í absigi Fögnubur ríkti í borginni Jenín á Vesturbakka jórdanár í gœr eftir ab ísraelski herinn haföi yfirgefiö borgina eins og kveöiö var á um ífriöar- samningum israels og PLO. Öryggissveitum Palestínumanna var m.a. ekiö um borgina á þaki strœtisvagns, en þœr eiga nú aö taka viö löggæslu í borginni. Reuter Ljósmyndir eru eitt það dýr- mætasta sem fólk á, þaö höf- um við séb í gegnum tíðina. Og rétt eins og flestar aðrar vestrænar þjóðir taka íslend- ingar mikiö af myndum. Á þessa venjulega 35mm filmu, sem við skellum í vélina, smellum og smellum og von- umst efir aö fá góðar myndir. En það er ýmislegt sem getur farib úrskeiðis viö notkun hinnar venjulegu filmu: hún þræðist ekki og þ.a.l. koma engar myndir, filmuhraðinn getur verið vitlaust stilltur og myndirnar eru annaðhvort yf- ir eöa undirlýstar, svo tvö al- geng dæmi séu tekin. Nýja APS filman boöar nýja tíma En nú er enn ein byltingin í aðsigi á sviði Ijósmyndunar: meb nýrri filmutegund og einn- ig myndavéla. Kerfið ber heitiö APS(Ádvanced Photo System) og er áætlað að hefja markabs- setningu á næsta ári. Markmib- ið með þessu kerfi er að sjálf- sögðu að bæta myndgæðin og koma í veg fyrir ýmis vandamál sem fylgja gömlu filmunni. Ris- arnir á ljósmyndamarkaðinum, Kodak, Fuji, Nikon, Canon og Minolta hafa þróað þetta kerfi, en APS filmuhylkið er örlítið minna en á venjulegri filmu og þegar hún er sett í APS mynda- vél þræðist hún sjálfkrafa, not- andinn þarf ekkert ab koma viö filmuna. Þetta á algerlega að koma í veg fyrir slys í þræbingu, en rannsókn á vegum Kodak sýndi fram á að um 2 milljarðar filma eru notabir á ári hverju. Af þeim telja sérfræðingar Kodak að um 100 milljónir lendi í þræbingarvandræðum og 50 milljónir komi óáteknar úr vél- inni. Það þýðir marga óánægða notendur og mikil vonbrigði. Einnig verður hægt að skipta APS filmunni út úr vélinni t.d. hálf-átekinni og setja aðra filmu í vélina, en setja síðan gömlu filmuna í. Filman sem var í notkun vindur sig til baka inn í hylkið og síöan aftur út þegar hún er sett í vélina að nýju. Þá verður á nýju filmunni segul- rönd, þar sem hægt verður að geyma ýmsar upplýsingar og m.a. verbur hægt að setja hljóð á filmuna (að vísu mjög stuttan hljóbbút), svo og upplýsingar um stillingu vélarinnar við töku, upplýsingar um birtuskil- yrbi o.s.frv. Með hliðsjón af þessum viö- brögðum má e.t.v. efast um ár- angurinn af því að koma eftir- litsnefnd ráðherranna á laggirn- ar. Mahathir, forsætisráðherra Malasíu, benti hins vegar á að í samtökum, þar sem siðferðileg hvatning og fortölur eru aðal- vopnið, sé slík nefnd samt sem ábur fagnaöarefni. „Jafnvel tannlausir varðhundar geta komið að góöu gagni," sagði hann. ■ Rithöfundurinn Saro-Wiwa, sem tekinn varaflífi ásamt átta félögum sín- um í Nígeríu á föstudaginn. horn (Panorama). Þá hefur Fuji fyrirtækið hannað myndskanna (Scanner) fyrir APS kerfið, sem gerir notandanum, t.d. atvinnu- ljósmyndurum, kleift að senda myndir í gegn um símalínu, eft- ir að hann hefur unnið með þær á tölvutæku formi. Fyrirtækin sem standa að APS kerfinu hafa gert miklar markaðskannanir, m.a. í Evrópu. Af þeim 18.000 einstaklingum sem tóku þátt, sögðust um 90% hafa áhuga á að nota þetta nýja kerfi. Keith Bowyer, markaösstjóri nýjunga hjá Kodak í Evrópu segir að neytendur séu mjög hrifnir af þeim eiginleika APS kerfisins sem komi í veg fyrir þræðingar- vandamál. Og hann bætir við að APS kerfiö komi ekki til með að taka völdin á einum degi, heldur taki það væntanlega mörg ár. Helsti gallinn við APS er hins- vegar sá að ef um mikla stækk- un er að ræða, þá tapast mynd- gæði. Rannsóknir sýna hinsveg- ar ab 90% ljósmyndara halda sig vib myndstærðir undir 18x25 sentimetrum og undir þeim stærðum er APS filman fyllilega sambærileg við filmur sem eru á markabinum í dag. G.H.Á./Byggt á The Sunday Times. Keith Bowyer, markaösstjóri hjá Kodak viröist bjartsýnn á gengi APS filmunnar, en hann heldur hér á einni slíkrí. Þetta kerfi hefur veriö í þróun síöan 1991 og hafa nú þegar 43 framleiöendur fengið leyfi til þess að framleiöa filmu og vélar undir APS merkinu. Vélarnar verða þannig búnar að notand- inn getur valið um 3 mismun- andi sjónarhorn þegar hann undirbýr myndatöku: vítt horn (Wide-angle), venjulegt (Stand- ard) og mjög vítt 180° sjónar- Trúverðugleiki sam- takanna hefur aukist

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.