Tíminn - 21.11.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.11.1995, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 21. nóvember 1995 5 Ögmundur Jónasson: Finnur Framsóknarflokkurinn sannfæringuna? Hinn 17. mars síöastliöinn boöaöi Landssamband lögreglumanna til opins fundar meö fulltrúum stjórn- málaflokka til aö kynna viöhorf til löggæslumála fyrir alþingis- kosningar sem þá voru framundan. Á þeim fundi bar á góma fyrirhugaða samræmingu á símsvörun neyðarþjónustu í landinu. Um þessa þjónustu og fyrirkomulag hennar gáfu full- trúar flokkanna afdráttarlausar yfirlýsingar. Fulltrúi Framsókn- arflokksins á fundinum var Finnur Ingólfsson. Samræmd neyöarþjónusta er mikiö framfaramál. Ráögert er aö á annað hundrað neyðarlín: ur í landinu veröi samræmdar þannig aö almenningur geti hringt í eitt númer, til einnar vaktstöövar, en þaðan veröi gef- iö samband viö þá þjónustu sem óskað er eftir hvar sem er í landinu. Viðtakendur boðunar verði lögregla, slökkviliö, slysa- varnafélög og hjálparsveitir. í löggjöf, sem sett var í febrúar síðastliðnum, er búiö í haginn fyrir þessa samræmingu, auk þess sem gert er ráð fyrir því að vaktstöö, sem á aö koma á fót til þess aö annast þessa starfsemi, þjónusti öryggisfyrirtæki gegn gjaldi. Samræming jákvæb Allt þetta er af hinu góöa og VETTVANGUR tvímælalaust skref fram á viö. Síðan gerist það nú fyrir skömmu, að fram kemur í frétt- um að fyrirtæki í öryggisþjón- ustu hefur skotiö til Samkeppn- isráðs kæru um aö Neyðarlínan hf., sem stofnuö hafi verið um samræmda neyöarþjónustu, kunni aö stríða gegn samkeppn- islögum. í kærunni er bent á aö nokkur öryggisfyrirtæki — Securitas, Vari og Sívaki — hafi auk Slysavamafélags íslands og nokkurra opinberra stofnana öölast eignarhald á þessari neyöarþjónustu. Þessir aðilar sitji nú beggja vegna borðsins, sem seljendur og kaupendur þjónustunnar, og sú hætta sé fyrir hendi aö samkeppnisaðil- um þeirra á markaði verði mis- munað. Nú hefur Samkeppnis- ráð kveöiö upp úr um að þessi kæra sé á rökum reist. Ney&arlínan hf. Brá mörgum manninum ó- neitanlega í brún við að þessi neyðarþjónusta landsmanna — aðgangur að lögreglu og slökkviliði í landinu — skyldi hafa verið gerð að markaðsvöru og orðið að bitbeini fyrirtækja í samkeppni. Víkur nú aftur að fyrrnefnd- um fundi stjórnmálamanna fyr- ir síðustu alþingiskosningar. Þegar fundurinn var haldinn, hafði kvisast út að öryggisfyrir- tækin ásældust þessa þjónustu, sem að meira og minna leyti kemur til með að veröa greidd af skattborgaranum, og voru full- trúar stjórnmálaflokkanna innt- ir eftir afstöðu þeirra til málsins. Suma þurfti ekki að hvetja. Finnur Ingólfsson, núverandi ráðherra í ríkisstjórn íslands, gerði það að sérstöku umræðu- efni í framsögu sinni að ekki kæmi til mála að „einkavina- væða" þessa þjónustu, eins og hann orðaði það. Ég er sann- færöur um að Finnur mælti af sannfæringu og að sú sannfær- ing sé enn til staðar. Nú er hins vegar komið að því að standa við þessi orð, að vera sannfæringu sinni trúr. Reyndar voru allir stjórnmálamennirnir, sem töluöu á þessum fundi, sammála Finni í grundvallarat- riðum. Þess vegna eiga kjósend- ur þeirra nú kröfu til þeirra, að þeir svíki ekki þau fyrirheit sem þeir gáfu á þessum sem öðrum fundum með kjósendum fyrir kosningar. Bibrabir eftir hjartabílum? Auðvitað eru til þeir stjórn- málamenn, sem hafa aðra sann- færingu, og við því er að sjálf- sögðu ekkert að gera. Þannig segir Pétur Blöndal þingmaður í Tímanum á fimmtudag að sér sýnist „rétt að einkavæða Neyð- arlínuna". Pétur telur að hún „sé skilvirkasta leiðin til að fá góða og skjóta þjónustu. Það sýnir sig að opinber þjónusta er yfirleitt ekki eins skilvirk, það koma upp biðraðir og annað slíkt sem fyrirfinnast ekki í einkarekstri". Hér er væntanlega verið að tala um slökkviliðið í Reykjavík, eða er ef til vill verið að tala um sjúkraflutninga eða lögregluna? Eöa er þetta ef til vill bara ein af þessum skrúfum sem eru á sál- inni á bókstafstrúarmönnum? Telur þingmaðurinn virkilega þörf á því að fá öryggisfyrirtæk- ið Securitas sem millilið fyrir lögregluna, þegar við viljum ná neyðarsambandi eða þegar við þurfum á sjúkraflutningum að halda? Hvers konar rugl er þetta eiginlega? Auglýst eftir sannfæringu Og nú er spurt af mikilli al- vöru hvort Framsóknarflokkur- inn ætli virkilega að láta þetta yfir sig ganga? Eða er ef til vill ekkert að marka hvað fulltrúar flokksins segja við kjósendur fyrir kosningar? í þjóðfélaginu er það viðhorf almennt ríkjandi, að enda þótt það sé rétt að sam- ræma þessa þjónustu og það komi landsmönnum mjög til góða, þá sé það allt annað mál hver öðlist eignarhald yfir þess- ari þjónustu. Eðlilegt sé, að hún sé í almannaeign og hafin yfir viðskiptahagsmuni eða arihan ágreining. Það sé grundvallarat- riði og spurning um mannrétt- indi að þessi viðkvæmasta neyðarþjónusta landsmanna sé ekki söluvara á markaði, heldur heyri undir aðila sem lúti al- mannastjórn og heyri undir stjórnsýslulög. Finn Ingólfsson og þá stjórn- málamenn aðra í ríkisstjórn, sem 'voru á fundi Landssam- bands lögreglumanna í mars- mánuði og gáfu þar afdráttar- lausar yfirlýsingar um neyðar- línuna, langar mig til að spyrja hvort þeir telji ekki að Fram- sóknarflokkurinn skuldi kjós- endum sínum skýringu á þeim sinnaskiptum sem virðast hafa orðið hjá talsmönnum flokksins í þessu máli? Vonandi finnur Framsóknarflokkurinn að nýju sannfæringuna. Höfundur er forma&ur BSRB og alþingismabur. Ávarp bindindisdags fjölskyldunnar 1995 Ákveðið hefur verið að gera laugardaginn 25. nóv. að Bind- indisdegi fjölskyldunnar ársins 1995. Við mælumst mjög ein- dregið til þess við alla góða ís- lendinga, að þeir láti allt áfengi lönd og leið þennan dag, geri hann að áfengislausum degi. Hvers vegna? spyr kannski einhver. Tilganguritin er fjölþcettur: Áfengislaus dagur á að undir- strika þann vilja að dregið sé úr áfengisneyslu á íslandi. Hann á að minna á öll þau vandamál, slys og dauðsföll sem orðið hafa vegna áfengisneyslu. Hann á að minna á, hvernig fjöldi þeirra, sem missa tök á áfengisneyslu sinni, hefur auk- ist ár frá ári. Hann á að minna á, að sífellt fleiri ungmenni gera áfengis- drykkju að leik og að aldur þeirra, sem áfengis neyta, fer sí- fellt lækkandi. Bindindisdagurinn á að und- irstrika vilja til að minnka ung- lingadrykkju, vilja til að koma í veg fyrir áfengisneyslu barna, vilja til að halda í heiðri þau lög sem í landinu gilda. Áfengislaus dagur fjölskyld- unnar á að sýna í verki að heill hennar og hamingja skipar fyr- irrúmið. Við leggjum áherslu á breytta lífshætti, betra umhverfi og c* QS á^yld ,ve««J3 bættan hag fjölskyldunnar. Það gerum við með því að draga úr áfengisdrykkju og forða þannig ýmsum frá því að verða fórnarlömb á altari Bakk- usar. Þess vegna heitum við á þig að taka þátt í Bindindisdegi fjöl- skyldunnar 1995. Gerum hann að áfengislaus- um degi. Vertu með. Það munar utn þig. Gefum Bakkusi frí. Laugardagur til lukku. Þingstúka Reykjavíkur Halldór Kristjánsson Sumarheimili templara Katrín Eyjólfsdóttir Stöbvum unglingadrykkjuna Valdimar Jóhannesson Áfengisvarnaráð Ólafur Haukur Árnason Umdæmisstúka Suðurlands Jón K. Guðbergsson Landssambandið gegn áfengisbölinu Hörður Zóphaníasson Stórstúka íslands I.O.G.T. Björn Jónsson Hjálparstofnun kirkjunnar Jónas Þórisson Lögreglustjóraembættib í Reykjavík Böðvar Bragason Unglingareglan Lilja Harðardóttir Kvenfélagasamband íslands Drífa Hjartardóttir Guöný Júlía Gústafsdóttir: Bindindisdagur fjölskyldunnar Þegar barn fæbist í heiminn, er það saklaust. Það kemur í hlut foreldr- anna að kcnna jrví hvaö sc rétt og hvað sé rangt. Miklu máli skiptir að ala barnið vel upp og vera því góð fyrirmynd. Barnið lærir lifnaðarhætti for- eldra sinna og jrar hefur áfengi mik- ið að segja. Barni foreldra, sem drekka mikiö, Iíður illa og mikil hætta er á aö það lendi í sömu spor- um þegar það eldist, þó svo að frá því séu undantekningar. Fólk sem drekkur breytist í hegð- un, eins og við vitum öll. Vín fer misjafnlega í fólk og verða sumir gjörsamlega ruglaðir og hegða sér á annan hátt en barnið á að venjast. Hvernig haldið þið að barninu líði að sjá foreldra sína svo drukkna aö jreir geta ekki sinnt því? Ef barnið elst upp á góðu heimili og foreldjarnir gefa því góða fyrir- mynd og láta áfengi lönd og leið, eru mjög miklar líkur á því að barn- ið temji sér slíka lifnaðarhætti þegar það sjálft eldist. Áfengi hefur einungis slæmar af- leiðingar í för með sér og því ekki þess virði að neyta þess. Það er lítið mál að skemmta sér án þess. Ég tel að það eigi ekki við rök að styðjast að áfengi sé nauðsynlegt þegar skemmtun á sér stað. Lærum að segja NEI við áfengi. Temjum okkur góba lifnaðar- hætti og verum börnum okkar og öðrum jafnöldrum góð fyrirmynd. Höfundur er húsmó&ir og mó&ir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.