Tíminn - 22.11.1995, Blaðsíða 1
4 •> Jt K /
V 8 f MRE WÍW arþega og hjólastóiabílar
5 88 55 22
79. árgangur
STOFNAÐUR 1917
Miðvikudagur 22. nóvember 1995
Póstleggiö
jólcibögglci nci
tímanlega til
fjarlœgra
lancia. posturogsími
220. tölublaö 1995
Frumvarp frá Þjóövaka um forsetakosningar sem fel-
ur í sér stjórnarskrárbreytingu:
Þýddi ab kjörtímabil
þessa þings styttist
Þingmenn Þjó&vaka hafa Iagt
fram á Alþingi frumvarp til
stjórnskipunarlaga um þá
breytingu á stjórnarskránni
ab hreinan meirihluta at-
kvæba þurfi til aí) hljóta kosn-
ingu til embættis forseta ís-
lands. Fái enginn frambjób-
andi hreinan meirihluta
greiddra atkvæða í forseta-
kosningum skal kjósa aö nýju
milli þeirra tveggja sem flest
atkvæbi hafa fengib í fyrstu
Iotu.
Þóröur Ilúason lögfræðingur
hjá Nefndadeild Alþingis segir
ab þab sé alveg ljóst, skv. stjórn-
arskrá, ab sé samþykkt breyting
á stjórnarskrá beri ab rjúfa þing
og boba til kosninga og síðan
beri aö leggja þessa breytingu
aftur fyrir þingib óbreytta. Sam-
kvæmt þessu felur tillaga Þjób-
vaka í sér verulega styttingu á
yfirstandandi kjörtímabili Al-
þingis þar sem rjúfa þyrfti þing-
iö og kjósa, væntanlega í vor.
„Þá fyrst öðlast hún gildi aö
næsta þing á eftir samþykki
hana óbreytta. Þab er alveg
skýrt," segir Þóröur.
Ásta Ragnheiöur Jóhannes-
dóttir er fyrsti flutningsmaður
frumvarpsins, en um tilefniö
segir hún m.a.: „Ástæöan er sú
aö ég tel að þaö þurfi ab styrkja
embættið sem slíkt, og einnig
aö styðja viö þann forseta sem
kjörinn er. Þó svo að hingað til
hafi íslenska þjóöin staðið ein-
huga að baki forseta sínum, þá
hefur gagnrýni á störf þjóðhöfö-
ingja og umfjöllun um embætt-
isverk fariö vaxandi á síðari ár-
um. Nægir í því efni aö vísa til
umræöunnar í öörum löndum
en þetta gerir þaö aö verkum aö
ég tel aö forseti íslands þurfi aö
hafa styrkan meirihluta aö baki
sér." - Á.R.
Félagsmálaráöuneytiö þarf aö geta skorist í leikinn
þegar sveitarfélög tefla djarft í peningamálum. Páll
Pétursson:
Ráðuneytib þarf
ab vera skjól fyrir
skattborgara
„Helst vildi ég sem minnst um
sveitarstjórahneykslin ræða.
Vib fréttum bara af þessu en
getum ekkert gert fyrr' en
sveitarstjórn óskar eftir abstob
okkar. Ég tel að breyta þurfi
sveitarstjórnarlögunum þann-
ig að félagsmálaráðuneytib
geti haft hönd í bagga meb
ábyrgöarveitingar ef okkur
sýnist fjármálastjórnin ab
keyra úr hófi. Þá-þurfum vib
ab geta varað menn vib á
þróttmeiri hátt en vib getum
núna," sagbi Páll Pétursson,
félagsmálaráðherra í gær.
Páll sagöi aö vissulega væri
þaö svo aö ráðuneytið ætti aö
geta veriö og þyrfti aö vera þaö
skjól sem fólk í sveitarfélögum
gæti leitaö til vegna þess hvern-
ig spilað er úr skattpeningum
þess.
„Eins og þetta er núna getur
sveitarstjórn, eöa meirihluti
hennar, skuldbundiö íbúa sveit-
arfélagsins langt úr hófi fram
meö ábyrgöaveitingum eöa
ákvörðunum um eyðslu," sagöi
Páll Pétursson í gær. -JBP
Heilbrigöisráöherra um innlagnir á stofnanir:
Dæmi um ab allt of
dýrum úrræðum sé
Reynsl us veitarfélög in:
I góöum gangi
Páll Pétursson, félagsmálaráð-
herra, segir ab rekstur tólf
reynslusveitarfélaga lofi góðu.
Rábherrann gaf í gær skýrslu
til ríkisstjórnarinnar um
framvindu málsins.
„Mér finnst aö þetta geti orðiö
lærdómsríkt og þetta verkefni er
í góöum gangi. Ég vonast til aö
samningar séu á lokastigi um
allmörg verkefni til nokkurra
sveitarfélaga," sagöi Páll Péturs-
son í gær. -JBP
Heilbrigbisráðherra telur naub-
synlegt ab efla og styrkja
heimahjúkrun. Til stendur ab
taka í notkun kerfi sem tryggir
ab innlagnir á stofnanir aldr-
aðra byggist á faglegu mati.
í máli Ingibjargar Pálmadóttur
á ráöstefnu um nýskipan í ríkis-
rekstri sem haldin var í gær kom
m.a. fram aö töluvert er um ab
sjúklingar og aðrir skjólstæöingar
heilbrigöisþjónustunnar fái þjón-
ustu sem er ekki á lægsta hugsan-
lega þjónustustigi. Þannig séu
þess dæmi aö hjúkrunarsjúkling-
ar liggi á bráðaóeildum sjúkra-
húsa, sjúklingar sem gætu verið á
dvalarheimilum liggi á hjúkrun-
arheimilum en á dvalarheimilum
búi einstaklingar sem allt eins
gætu verið í heimahúsum og
fengið heimahjúkrun.
Ingibjörg sagöi nauðsynlegt aö
efla og styrkja ódýrasta þjónust-
ustigið, þ.e. heimahjúkrun. Þaö sé
einnig sjúklingum ótvírætt í hag
að nota lægsta þjónustustig og fá
þar með þá þjónustu sem best sé
við hæfi hverju sinni.
Ingibjörg sagöi jafnframt aö
verið væri aö undirbúa að taka í
notkun svokallað MDS-kerfi, sem
eigi að tryggja að innlagnir á
stofnanir aldraöra byggist á fag-
legu og samræmdu mati. Kerfiö
feli jafnframt í sér möguleika til
Stjórnarandstaöan:
Pólitík komin
í kjaramálin
„Nei, þetta er ekki flokkspólit-
ískt mál," segir Björn Grétar
Sveinsson formaöur Verka-
mannasambands íslands þegar
hann er spurbur hvort þab sé
rétt ab þeir Svavar Gestsson hafi
setib á löngum fundum og krat-
ar og kommar séu nú ab reyna
ab koma flokksböndum á
verkalýbshreyfinguna í sam-
bandi vib endurskobun kjara-
samninganna frá því í febrúar.
„Ég hef ekki hitt Svavar Gests-
son," segir Björn Grétar, „og ég
hef ekkert aö segja um þetta
eins og er. Þaö er fundur hjá
okkur á morgun, hjá formönn-
um lands- og svæðasambanda.
Þaö er þaö eina sem ég segi
núna."
Tíminn hefur heimildir fyrir
því aö þingmenn úr Alþýöu-
bandalagi, Þjóövaka og Alþýðu-
flokknum hafi tekiö sig saman
um aö koma stjórnarandstöön-
pólitík í máliö og reyna aö
binda verkalýöshreyfinguna í
viöjar flokkanna, aö hætti
komrna og krata fyrr á tíö. Sig-
hvatur Björgvinsson er sagður
eini þingmaður Alþýöuflokks-
ins sem vitaö er meö vissu aö
taki þátt í þessu og fullyrt er aö
Jóhanna Siguröardóttir formaö-
ur Þjóövaka eigi þar einnig hlut
aö máli. -Á.R.
Slökkviliöiö
í Reykjavík
var kallaö aö Breiöhöföa í gœr-
morgun. Þar haföi oröiö þaö
óhapp aö hlass á flutningabíl
rakst upp í brúna og olía fór aö
leka úr spenni sem var á bílnum.
Slökkvilibsmenn hreinsuöu olíuna
upp meö sérstöku efni sem drekk-
ur haría í sig og fengu síöan aö-
stoö frá bifreiö Vélamiöstöövarinn-
ar til aö skola því sem eftir var
niöur, eins og sést á myndinni.
Óhappiö varö kl. 10.14 og var
hreinsistarfinu lokiö rétt fyrir
klukkan hálf eitt. Lögregian vísaöi
umferöinni framhjá meöan á
hreinsistarfinu stóö.
Tímamynd GS
beitt
aö kanna þjónustuþörf sjúklinga
.á öldrunarstofnunum og gefa þar
með glögga mynd af heilsufari
aldraðra íslendinga. Ingibjörg
sagði þetta kerfi, ásamt vistunar-
mati aldraðra, væntanlega verba
notað í vaxandi mæli til aö meta
hver er raunveruleg þörf fyrir
þjónustu, þar meö talib nýbygg-
inga fyrir aldraða í byggðarlögum
landsins.
-GBK