Tíminn - 22.11.1995, Side 5

Tíminn - 22.11.1995, Side 5
Mibvikudagur 22. nóvember 1995 5 Halldór Kristjánsson: Vímuefni og forvarnir Fram er komiö á Alþingi frum- varp um aö lækka áfengis- kaupaaldur úr 20 í 18 ár. Um þá hugmynd og sitthvaö sem fylgir henni í greinargerð má ýmis- legt segja og verður eflaust gert. Hér verður málið rætt frá einni hlið. Flutningsmenn tjá áhuga sinn um meðferð áfengis og afleiðingar þeirrar reynslu. Þeir halda t.d. að það eitt og út af fyrir sig að lækka áfengiskaupaaldur kunni að vekja ábyrgðartilfinningu unglinga svo að þeir geri sér fremur Ijósa þá hættu sem áfenginu fylgir. „Slík viðhorfsbreyting löggjafans til unga fólksins gæti þýtt breytt við- horf þeirra til umgengni við áfeng- ið." Síðan segja flutningsmenn: „Móta þarf opinbera stefnu á áfengismálum þar sem markvisst verði unnið að því að fólk umgang- ist áfengi með öðru hugarfari en verið hefur og að fólk sé vel meðvit- að um hættur samfara áfengisneysl- unni þannig að það finni til meiri ábyrgðar á eigin gjörðum. Það er ekki nægilegt að leggja fram þá stefnumörkun í áfengismálum að draga eigi svo og svo mikið úr áfengisneyslu, heldur þarf að byggja upp markvissa og faglega baráttu gegn áfengisbölinu. í því efni þarf einnig að efla allar for- vamir, en samhliða þessu frum- varpi verður lögð fram á Alþingi til- laga um að efla forvarnir í áfengis- málum og auka framlag til forvam- armála í því skyni." Það skilar sér til Iesenda að frum- varpið er flutt í góðri meiningu. En því er ekki vitnað til ábyrgðar þeirra sem hafa aldur til áfengiskaupa og heilbrigt viðhorf þeirra og venjur? VETTVANGUR s> O: ^YLD Þessi greinargerð, sem flutnings- menn vona að leggi grundvöll aö breyttu hugarfari og betri drykkju- siðum, minnir á annan áfanga í áfengismálum. Þegar bjórsalan var gerð lögleg á íslandi, fylgdu þeirri löggjöf ákvæði til bráðabirgða. Þar segir svo: „Ráðherra skal skipa fimm manna nefnd til að gera tillögur er stuðlað gætu að því að draga úr heildarneyslu áfengis. Meðal ann- ars ber nefndinni að fjalla um verð- lagningu áfengis og leiðir til að vara við hættum sem fylgja neyslu þess, t.d. meö áprentuðum upplýsingum um áfengishlutfall og ákvæði um- ferðarlaga. Einnig skal nefndin gera tillögu um sérstaka fræðsluherferð um áfengismál, einkum meðal skólafólks, er hefjist eigi síðar en mánuði áður en lög þessi koma til framkvæmda." Sagan endurtekur sig. Samhliða meira framboði og greiðara aðgengi að áfengi er talað um úrræði til að vinna gegn neyslunni. Væntanlega er enginn ágreining- ur um það að áfengisneysla bama og unglinga hér á landi hefur aukist verulega frá því að bjórinn var leyfður. Fögur fyrirheit og góð meining eru ekki einhlít. Boðaðri tillögu um að efla for- varnir í áfengismálum hefur aðeins seinkað, svo að hún er ekki sam- hliða frumvarpinu. Vonandi birtist hún bráðum og þar með aukin fjár- veiting til varnanna. Og nú þykir mér hæfa að minna á gamla og góða tiliögu. Á Alþingi árið 1963 var lögð fram tillaga til þingsályktunar um stuðn- ing við bindindisfélög unglinga. Flutningsmenn voru Halldór Krist- jánsson og Páll Þorsteinsson. Tillag- an var á þessa leið: „Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að undirbúa og leggja fyr- ir næsta þing frumvarp til laga, sem veiti félagasamtökum unglinga, sem hafa bindindi um nautn áfeng- is og tóbaks, rétt til að ráða sér leið- toga á opinberan kostnað." I greinargerð með tillögunni seg- ir: „Ekki þarf að fjölyrða um þær áhyggjur, sem menn hafa nú al- mennt hér á landi vegna áfengis- neyslu ungu kynslóðarinnar, né heldur um álit vísindamanna um áhrif þess að fólk venjist á tóbaks- nautn á æskuskeiði eða jafnvel bernskuárum. Eru allar ástæður til þess að ríkisvaldið snúíst gegn þeim voða með fjölþættum aðgerðum og mun svo væntanlega verða. Þar sem útbreiðsluhættir og venj- ur tóbaksnautnar og drykkjuskapar barna og unglinga hefur verið ítar- lega rannsakað, svo sem í Noregi og Svíþjóð, hefur komið í ljós að fé- lagsskapurinn ræður miklu. í sum- um bekkjum skólanna eru reyking- ar t.d. næstum því óþekktar eða al- veg, þar sem aðrir mega heita und- irlagðir þeirri venju. Félagshópur- urinn mótar venjur barns og ung- lings. Það virðist því augljóst að þrótt- mikið og heilbrigt félagslíf meðal unglinga geti valdið miklu um að vernda vaxandi kynslóð frá þeirri spillingu sem hér er um að ræða. Tillaga þessi miðar að því aö slík umbótafélög unga fólksins geti ráð- ið sér menn, sem þurfi ekki öðru að sinna en störfum fyrir þau. Hver einn heppilegur maður, sem gæti algerlega helgað sig slíku starfi, mundi hafa mikil áhrif. Hann mundi vera meb unglingunum á fundum þeirra og skemmtunum og í ferðalögum með þeim. Hann mundi vera með þeim í rábum að velja sér verkefni og laða krafta þeirra til þroskandi starfa. Þab yrbi góbur þáttur í heilbrigðu þjóbar- uppeldi. Þróttmikil og fjörug starfsemi bindindisfélaga æskufólksins getur valdið og á ab valda straumhvörf- um í skemmtanalífi þjóðarinnar og afstöbu vaxandi kynslóða á íslandi til tóbaks og áfengis yfirleitt." Þessi tillaga varö ekki afgreidd áð- ur en þingi var slitið. En nú er tæki- færi. Hverja afgreiðslu sem framkomið frumvarp um áfengiskaupaaldur kann ab fá á þingi, vil ég vænta þess ab boðuð tillaga um auknar for- vamir og fjárframlag þeirra vegna fái góða afgreiöslu. í því sambandi minni ég aðeins á það að til er stofnun sem lögum samkvæmt á að vera stjórnvöldum til leiðbeiningar í þeim efnum. Sú stofnun er Áfeng- isvamaráö. Alþingismenn þurfa ekki að eyðj! tíma sínum í umræðu um skiptingu fjár sem lagt er til áfengisvarna. Það hlýtur að mega trúa Áfengisvarna- ráði fyrir því. Áhugamenn um áfengisvarnir munu almennt telja eðlilegt að Alþingi noti þá stofnun, sem það hefur kosið til þessara verka, og láti Áfengisvarnaráð meta þab sem vel er gert á sviði forvarn- anna. Höfundur er skáld og gó&templari. Breiðfiröingur ber á dyr Nýlega barst mér i hendur 53. árg. Breiöfirðings, tímarits Breiðfirö- ingafélagsins í Reykjavík, en rit- stjórar þess eru þeir Árni Björnsson og Einar G. Pétursson. Þarf ekki að efa að þar sem þeir félagar sitja undir árum er vel fyrir öllu séð. Forystugreinin í ritinu nefnist „Árnaðarmenn biskupsdóttur" eft- ir Elsu E. Guðjónsson. Er greinin ritub til árnaðar Áma Björnssyni, en í henni er greint „örlítið frá árnaðarmönnum þeim, sem skört- Uöu á útsaumuðu klæöi i kirkjunni á Skarði á Skarðsströnd ...". Gefur Elsa glögga lýsingu á gerð klæðis- ins, en um uppruna þess verður ekkert fullyrt. Matthías Þórðarson, fyrrum þjóðminjavörður, hefur getið þess til, að það hafi verið saumað í Reynistaöarklaustri og e.t.v. af Þuríði dóttur Jóns biskups Arasonar og borist með henni vestur að Skarði á Skarðsströnd. Með greininni fylgir mynd af klæöinu, tekin af Gísla Gestssyni. Ólafur Elimundarson segir frá fyrstu alþingiskosningunum á Snæfellsnesi 1844. Kosningarétt og kjörgengi höföu 32, en 27 kusu. Kosningu hlaut Árni 'Fhorlacius, kaupmaður í Stykkishólmi, með 17 atkv., en Kristján Magnussen, kammerráð á Skarði, hlaut 14 atkv. Er til kom neitaöi Árni að fara til þings og bar við önnum. Tók þá varamaðurinn, Kristján kammerráð, sæti hans. — Land- nám minksins í Breiðafjarðareyj- um hafði, eins og nærri má geta, hrikalegar afleiðingar fyrir fuglalíf- ið þar, eins og Kristinn B. Gíslason greinir frá. Kristinn segir einnig frá Eyfa Bjarna (Eyjólfi Bjarnasyni), einstökum hagleiksmanni bæði á tré og jám, þótt sjálfmenntaður væri. Nefnir Kristinn nokkur dæmi um þaö. í grein sinni „Gljúfrá — Stangá" færir Kristján Guðbrandsson rök fyrir því, ab nöfnin á þessum ám hafi víxlast þannig, að Stangá sé Gljúfrá og öfugt, en ár þessar eru í landi Gunnarsstaða á mörkum Dala- og Snæfellsnessýslna. Magnús Þorleifsson á Þórólfs- stöðum í lyíiödölum var „afkasta- mikill hagyrðingur", en ekki „að sama skapi listfengur", segir Árni Björnsson. Birtar eru 84 bæjarvís- ur, sem Magnús orti um Miðdæla- hrepp, og ritar Árni Björnsson skýringar með þeim. Benedikt Gabríel Jónsson hét maður er átti sér sérkennilega sögu, sem hlaut sviplegan endi. Hann lenti í Pereatinu í Lærða skólanum, var meinað að taka stúdentspróf, nam verslunarfræði í Kaupmannahöfn, stundaði barna- kennslu, verslunarstörf og smá- skammtalækningar. Fyrirfór sér 9. maí 1881 og var jarðsettur ab Dag- verðarnesi á Fellsströnd. Þessa sögu rekja þeir vel og skilmerkilega Sveinn Einarsson og Einar G. Pét- ursson, jafnframt því sem birt eru bréf, sem Benedikt skrifaöi dóttur sinni Benediktu Gabríellu Kristj- önu á árunum 1877-1881. Sigurður Markússon segir frá merkiskonunni Guöríöi Jónsdótt- ur á Spákelsstöðum í Laxárdal í Dölum, seinni konu Jóns Markús- sonar á Spákelsstöðum, en 16 ár- um yngri en hann. Hún ól upp 5 börn Jóns af fyrra hjónabandi hans og auk þess 7 börn sem hún átti með bónda sínum. — Guð- mundi Gunnarssyni frá Tindum á Skarösströnd var ýmislegt til lista lagt, svo sem fram kemur í grein Brynjólfs Haraldssonar í Hvalgröf- um. Finnbogi G. Lárusson og Jó- hannes Kjarval listmálari voru miklir mátar, en fundum þeirra bar fyrst saman 1942. Eftir það hittust þeir oftsinnis bæði vestur á Snæfellsnesi hjá Finnboga, þar sem Kjarval var ab mála, og hjá Kjarval í Reykjavík og skrifuðust á þess á milli. „Þær eru margar sög- urnar, sem eg gæti sagt af Kjarval. Gaman var að vera meb honum," segir Finnbogi. Undir það geta víst allir tekið, sem kynni höfðu af Kjarval. „Ljósar eru næturnar í Laxárdal" nefnist grein Auðunnar Braga Sveinssonar um átthagaljóð hins ástsæla skálds Jóhannesar úr Kötl- um. Sumarið 1945 fór Breibfirðinga- kórinn í Reykjavík í söngför um Dali og Breiðafjörð og söng á sex stöðum. Frá þessari söngför segir Jón Sigtryggsson frá Hrappsstöð- um í grein sinni: „Sumardægrin sólskinsheiö seint úr minni líða".— Birtir eru kaflar úr stór- fróðlegri ritgerð Kristins Kristjáns- sonar um upphaf skólahalds á Hellissandi og fyrstu ár þess, én það mun hafa byrjaö 1883. TIMARIT MAGNÚS H. GÍSLASON Breiðfirðingafélagið í Reykjavík var stofnað 17. nóv. 1938. Meðal frumherja þess var Óskar Bjart- mars. Friðjón Þórðarson minnist Óskars og Guörúnar Björnsdóttur konu hans, en þau voru alla stund meðal traustustu máttarviða Breið- firðingafélagsins. Loks greinir Sveinn Sigurjóns- son, formaður Breiðfirðingafélags- ins, frá starfsemi þess á sl. ári. Fjölmargar myndir er að finna í þessu ágæta riti þeirra Breibfirð- inga. ■ „Ég kyssi fótspor þín" Á síðastliðnu ári kom út fyrra bindi ljóðsögu Þorsteins Stefánssonar,. „Þú, sem komst". Nú er seinna bind- ið komið út, „Ég kyssi fótspor þín". Þorsteinn hefur lengi verið búsett- ur í Danmörku. Þorsteinn er þekktur rithöfundur og hefur hlotið verð- laun og viðurkenningar fyrir verk sín. Bækur hans hafa verið þýddar og gefnar út í mörgum löndum. Á áttunda áralugnum stofnaði Þorsteinn, ásamt sambýliskonu sinni Rigmor Birgitte Hövring bóka-. safnsfræðingi, bókaútgáfuna Birg- itte Hövrings Biblioteksforlag, sem eingöngu gefur út bækur eftir ís- lenska höfunda. Forlagið hefur unn- ið ómetanlegt gagn í kynningu ís- lenskra bókmennta erlendis. Fram ab þessu hefur forlagib gefið út á þriöja tug bóka í þýðingum. Birgitte Hövring lést langt um aldur fram. Efnið í hið mikla verk Þorsteinn Stefánsson. ljóbsöguna, „Þú, sem komst" og „Ég kyssi fótspor þín", túlkar skáldið Fréttir af bókum sína eigin lífsreynslu, ástir karls og konu, brothætta og Ijúfsára ham- ingju, sem er þó svo sterk að hún lyftir Grettistökum. Danskir gagn- rýnendur luku miklu lofsorbi á bók- ina, skrifubu m.a.: „Ljóðsaga fjallar um mannlegar tilfinningar í gleði og sorg, og er svo raunveruleg, að ekki er annað hægt en hrífast og finna til með persónum bókarinnar. Þorsteinn Stefánsson hefur hér hreyft við því grundvallarhugtaki, að ástin er eilíf og getur ekki dáið." „Eg kyssi fótspor þín" er gefin út af _ Birgitte Hövrings Biblioteksfor- lag. Prentun og band er unnið í Prentsmiðjunni Odda. Bókin er gef- in út í mjög takmörkuðu upplagi. „Ég kyssi fótspor þín" er 239 bls. og kostar 2.380 krónur. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.