Tíminn - 22.11.1995, Side 7
Miðvikudagur 22. nóvember 1995
7
Leigjendasamtökin mótmœla stabgreibsiuskatti af
húsaleigubótum:
Leigumiðlanir
ítrekaö kærbar,
en án árangurs
Alls mœttu um 80 börn til ab kynna sér starfsemi Kaupfélags Skagfirbinga á dögunum. Hér eru nokkur þeirra
ásamt Bjarna Brynjólfssyni, framleibslustjóra Mjólkursamlags KS.
Börn kynna sér starfsemi
Kaupfélags Skagfirðinga
Nýuppteknum staðgreiðslu-
skatti af húsaleigubótum er
mótmælt í ályktun aðalfund-
ar Leigjendasamtakanna, sem
telur aö þessi breyting rýri
gildi bótanna og rugli
greiðsluáætlunum leigjenda,
en bæti þó iítið hag ríkissjóðs.
Sömuleiðis er mótmælt þeirri
mismunun, sem í því felst aö
húsaleigubætur til leigjenda
skuli skattlagöar, en vaxta-
bætur til húseigenda ekki.
Skorað er á ráöamenn aö viö-
urkenna aö leiguhúsnæði sé
fullgilt og eðlilegt rekstrar-
form íbúðarhúsnæöis og
koma hér á einu húsnæöis-
bótakerfi þar sem allir eigi
sama rétt.
Leigjendasamtökin hafa hald-
ið áfram rekstri leigumiölunar,
vegna skorts á eðlilegri leigu-
miölun. „Miölunin hefur geng-
iö illa, m.a. vegna þess aö tvær
slíkar hafa komist upp meö aö
brjóta lög með því aö selja um-
sækjendum upplýsingar um
húsnæöi til leigu, en þaö er brot
á 77. grein húsaleigulaga. Þetta
hefur ítrekaö verið kært til ráöu-
neytisins, en án árangurs," segir
í skýrslu stjórnar.
Þar kom sömuleiðis fram að
sökum slælegrar kynningar hins
opinbera á nýjum lögum um
húsaleigubætur, húsaleigulög-
um og fjöleignahúsalögum lenti
sú kynning mjög á skrifstofu
Leigjendasamtakanna. Formað-
ur samtakanna segir nýju húsa-
leigulögin vera leigjendum
óhagstæöari en þau gömlu.
Gagn af störfum Kærunefndar
húsaleigumála hafi heldur ekki
orðið þaö sem til stóö og lítils
viröist af henni aö vænta að
öllu óbreyttu.
Leigjendasamtökin hafa sent
byggingarfulltrúum sveitarfé-
laga ýmis erindi vegna ósam-
þykktra íbúða sem. búiö er í.
„Sýnist loks vera aö vakna skiln-
ingur á þeim málum," segir í
skýrslu stjórnar. Jákvæðar und-
irtektir hafi líka loksins fengist
við margítrekuðum óskum um
fund meö starfsmönnum Hús-
næöisnefndar Reykjavíkur. Til-
raunir til samstarfs eöa samráðs
við verkalýðshreyfinguna hafi á
hinn bóginn borið lítinn árang-
ur eins og áöur. ■
Kaupfélag Skagfirðinga hefur
til nokkurra ára boðið einum
árgangi barna í Skagafirði og á
Sauðárkróki í heimsókn til að
skoða fyrirtæki sín og starf-
semi. A dögunum fór þessi
heimsókn fram og var öllum
börnum, sem fæddust '82,
boðið ásamt kennurum. Tekið
var á móti börnunum viö Skag-
firðingabúð og farið inn á lager
og fræðst um starfsemi og verk-
gang í versluninni. RKS sýndi
nýjustu tölvutækni og vakti
það sérstakan áhuga barnanna.
Einnig var farið í Mjólkur-
samlagið og Fiskiðjuna Skag-
firðing, en endað á léttum veit-
ingum og vörukynningu, auk
þess sem allir fengu vörur frá
KS. Alls mættu um 80 börn og
var ekki að sjá annað en þau
væru ánægð með heimsókn-
ina. í framhaldi af henni er
þeim boðið að taka þátt í KS-
leiknum, sem felst í að skrifa
greinargerð um heimsóknina.
Veitt verða þrenn verðlaun fyr-
ir bestu frásögnina.
-BÞ
Ný áœtlun Eimskips mun engu breyta fyrir Samskip:
Ungir framsóknarmenn fagna
tillögu um lcekkun áfengis-
kaupaaldurs:
Vilja afnám
forsjárhyggju
Stjórn Félags ungra framsókn-
armanna fagnar framkominni
þingsályktunartillögu um
lækkun áfengiskaupaaldurs í
18 ár. Telur FUF í Reykjavík
slíka breytingu vera í sam-
ræmi við réttarstöðu fullvalda
jijóðfélagsjiegna.
FUF telur ennfremur að
lengra verði að ganga í að af-
nema forsjárhyggju áfengismála
íslensku þjóðarinnar. Löngu sé
orðið tímabært að áfengi verði
meðhöndlað sem almenn
neysluvara og þaö sé í hæsta
máta óeðlilegt aö ríkisvaldið
skuli standa að rekstri einokun-
arverslunar með áfengi. -BÞ
Mun auka umsvif 3ja
landsbyggðarhafna
Þær breytingar á siglingakerfi
Eimskips sem standa fyrir dyrum,
fjölgun áætlunarferða milli landa
og beinar ferðir út — frá ísafirði,
Akureyri og Eskifirði — verða til
þess að flutningstími, sem verið
hefur 7-10 dagar styttist í 4-6
daga. Þetta mun auka umsvif og
væntanlega bæta afkomu hafn-
anna á ísafirði, Akureyri og Eski-
firði, að sögn heimamanna, en
engu breyta um rekstur Samskipa
að sögn Ólafs Ólafssonar for-
stjóra, sem vísar til þess að flutn-
ingstími skipafélagsins milli
landa sé nú skemmst tveir og
hálfur sólarhringur, en í mesta
lagi tíu.
Guðmundur Sigurbjörnsson,
hafnarstjóri á Akureyri, segir breyt-
ingarnar hjá Eimskip leiða til þess
að þangað korni tvö skip í viku
hverri í staðinn fyrir eitt.
„Umsvifin við höfnina aukast
sem því nemur, þó ekki þannig að
starfsmönnum fjölgi. Það er ljóst að
þetta nýja fyrirkomulag hjá Eim-
skip verður til þess að sá tími, sem
það tekur að koma afurðum á mark-
að, styttist til muna. Þetta skapar
möguleika fyrir menn hér í ná-
grenninu að koma vörum fyrr á
markað og þá hlýtur bein afleiðing
áð verða sú að flutningamir aukist.
Sem dæmi má nefna aö nú mun
það taka fimm daga í stað tíu að
koma héðan vörum til Imming-
ham. Flutningstími til Rotterdam
styttist úr þrettán dögum í sex og til
Hamborgar úr ellefu í fimm, þannig
að þetta verður verulegur munur
fyrir útflytjendur," segir Guðmund-
Mannsmynd frá 1845 fundin í París
Nýfundin er elsta ljósmynd
af Islendingi sem vitað er
um. Myndin er í Mannfræði-
safninu í París þar sem Æsa
Sigurjónsdóttir sagnfræðing-
ur er nú að störfum á vegum
myndadeildar Þjóðminja-
safnsins. Myndin er af
Bjarna Jónssyni, sem uppi
var 1809-1868 og var rektor
Latínuskólans. Myndin er
tekin 1845, en þá var Bjarni
Jónsson kennari viö
menntaskóla í Álaborg.
Mynd þessi er varðveitt í
Mannfræðisafninu í París þar
sem Æsa Sigurjónsdóttir sagn-
fræðingur er að störfum á veg-
um myndadeildar Þjóðminja-
safnsins.
„Þetta er svokölluð daguerr-
otýpa," segir Inga Lára Bald-
vinsdóttir sem stjórnar
myndadeildinni, „en slíkar
myndir voru teknar á málm-
plötu, þannig að hver mynd
var einstök þar sem ekki var
skilið milli filmu og myndar
við myndatökuna. Hér í Þjóð-
minjasafni eru varðveittar 19
slíkar myndir, en auk þess er
vitað um örfáar slíkar í einka-
eigu hér á landi."
Æsa Sigurjónsdóttir er búsett
í Frakklandi, en hún er dóttir
séra Sigurjóns Einarssonar á
Kirkjubæjarklaustri. Inga Lára
telur horfur á því að þetta starf
Æsu í frönskum söfnum muni
leiða til þess að á næstunni
komi fleiri gamlar ljósmyndir í
leitirnar og sé þess skemmst að
minnast að fyrir nokkrum ár-
um hafi fundist elstu ljós-
myndir sem teknar hafi verið
utandyra hér á landi.
Bjarni lónsson, rektor Latínuskólans.
Myndin er ab öllum líkindum tekin í út-
löndum, en er þó elsta Ijósmynd al ís-
lenskum manni sem unnt er ab tímasetja.
Þær myndir voru teknar árið
1847 og bendir Inga Lára á það
að útlendir ferðamenn hafi
tekið merkilegasta myndefni
sem hér sé til frá síðustu öld.
„Við höfum ástæðu til að
ætla að töluvert af þessu efni
sé að finna í Frakklandi. Þeir
voru snemma hér á ferð og
elstu myndir, sem hér voru
teknar utandyra, eru frá 1847.
Vib höldum reyndar ab þessi*
mynd af Bjarna Jónssyni sé
tekin í útlöndum, annað
hvort í Danmörku eða jafnvel
í Frakklandi. Hvað sem um
það er, þá er þetta elsta ljós-
mynd sem vib getum tímasett
og einnig elsta ljósmyndin af
manni sem varðveitt er, þann-
ig að gildi hennar er ótvírætt,"
segir Inga Lára Baldvinsdóttir.
-Á.R.
ur Sigurbjörnsson.
„ísafjörður verður liður í þessari
tengingu til meginlandsins og ég á
von á því að umsvifin hjá okkur
muni aukast," segir Hermann
Skúlason, hafnarstjóri á ísafirði. „Ég
býst þó ekki við að ísafjarðarhöfn
bæti við mönnum, enda erum við
ekki með neina afgreiðslu á vörum
eða öðru. Við erum bara með mót-
töku á skipunum og nú mun skipa-
komum í Sundahöfn fjölga, þannig
að þaö dregur í raun og veru úr
hafnsöguskyldu hjá okkur, þar sem
færri skip fara nú um hina þröngu
innsiglingu inn á Pollinn. Hins veg-
ar gefur þetta miklu meiri mögu-
leika á því en áður var að koma hér
inn og losa sig við afurðir sem síðan
fara beint til annarra landa. Nú þeg-
ar er mikið um slíka flutninga hing-
að til ísafjarðar, og það á enn eftir
að aukast til muna þegar búið er að
taka jarögöngin í fulla notkun."
Arngrímur Blöndal á Eskifiröi tel-
ur að aukin umsvif við höfnina þar
kunni að hafa í för með sér einhver
ný störf. „Þetta þýðir aukið álag á
höfninni, þannig að afkoman mun
sennilega batna. Til að byrja með
koma skip hálfsmánaðarlega, en
síðan er fyrirhugað að skipakomur
verði vikulega. Ég veit ekki betur en
áð hefðbundnar strandsiglingar
Múlafoss með viðkomu á Reyðar-
firði haldi áfram, en þessi nýi legg-
ur, sem Eimskip er að búa til, lendir
á Eskifirði. Hann er bara viðbót sem
hefði eins getað lent t.d. á Neskaup-
stað, Reyðarfirði eða Fáskrúðsfiröi
eins og hjá okkur," segir Arngrímur
Blöndal. ■