Tíminn - 22.11.1995, Side 2

Tíminn - 22.11.1995, Side 2
2 Wímxxm Mi&vikudagur 22. nóvember 1995 Tíminn spyr... Gefur kynningardagskrá Sýnar tilefni til ab ætla a& hún sé komin til a& vera? Hallur Hallsson, framkvæmdastjóri Manna og málefna: Þaö sem ég hef séö af dag- skránni hefur ekki höföaö til mín en ég treysti Páli Magnús- syni manna best til aö vinna markaö fyrir þessa stöö. Þaö er hins vegar ljóst aö þaö eru mörg ljón í veginum, þaö þarf t.d. sífellt aö seilast dýpra og dýpra í vasa kúnnans. Þaö veröur jafnvel erfiöara verk- efni fyrir Pál Magnússon núna aö vinna þesari stöö gengi en hjá Stöö 2 á sínum tíma. Hann er meö erfiöasta verkefniö í ís- lenskri fjölmiölun í dag. Þrýst- ingur á afnám áskriftarskyldu RUV mun aftur mjög fara vax- andi samfara þessum breyting- um. Omar Valdimarsson, Athygli: Já, mér viröist aö svo sé. Þetta er mjög einföld uppbygg- ing: einfaldir framhaldsþættir, einfaldar bíómyndir, músík og íþróttir. Allt þetta er mesta popp á íslandi. Slíkt efni höfö- ar til nokkuö stórs hóps en hvort þetta er mjög frábrugöiö efni Stöövar 2, veit ég ekki. Þaö viröist vera markaöur fyrir þetta. Karl Th. Birgisson, ritstjóri Helgarpóstsins: Mér sýnist dagskráin ekki endilega gefa tilefni til aö ætla aö hún sé komin til aö vera. Mér sýnast þetta vera frekar slappar B bíómyndir og lélegir þættir, nema hvaö ég fagna því aö sjá ameríska fótboltann sem er mér sérstakt áhugamál. En hins vegar sýnist mér aö áskriftarpakkinn frá Stöö 2 og Sýn ætti aö geta trekkt aö. Reykjavík— Menningarborg Evrópu árib 2000. Friörik Sophusson: Engar skuldbinding- ar af hálfu ríkisins Sagt var... Hlýtur ab vera eitthvab gott „Ég hvet alla sem hafa áhuga á skólamálum ab lesa frumvarp til laga um framhaldsskóla. Ég hvet þá til þess aö leita aö kostum þess. Ein- hverjir hljóta kostirnir aö vera, gall- arnir eru bara svo stórir og áber- andi." Már Vilhjálmsson í Mogganum. Friörik Sophusson fjármála- ráöherra segir koma til greina aö taka upp vi&ræöur um byggingu tónlistarhúss, svo fremi sem þa& veröi sam- starfsverkefni ríkisins og Reykjavíkurborgar. Eftir aö tilkynnt var aö Reykjavík yröi ásamt átta öör- um borgum Menningarborg Evrópu áriö 2000 hefur Guörún Ágústsdóttir, forseti borgar- stjórnar, Iýst því yfir aö hún telji eölilegt aö tónlistarhús veröi byggt í borginni fyrir þann tíma. Guörún telur aö bygging tónlistarhúss eigi aö vera hlut- 'verk ríkisins og hefur borgar- stjóri tekiö undir þaö sjónar- miö. Friörik Sophusson segir engar ákvaröanir hafa veriö teknar af hálfu ríkisins um framkvæmdir eöa aögeröir vegna útnefningar borgarinnar. Hann segir fulltrúa Reykjavíkurborgar hafa kynnt sér umsókn borgarinnar á sín- um tíma en ríkisjóöur hafi ekki tekiö á sig neinar skuldbinding- ar í jrví sambandi. „Eg skil þetta svo aö valið grundvallist á því sem viö höf- um en ekki á því aö viö eigum aö fara út í einhverjar fram- kvæmdir. Ég á hins vegar von á að ríkið og Reykjavíkurborg muni á næstunni taka upp viö- ræöur viö ýmsa aöila um þetta mál. Ef tónlistarhús getur oröiö sameiginlegt verkefni ríkisins og Reykjavíkurborgar tel ég koma til greina aö taka upp viö- ræður um byggingu slíks húss." Þær átta borgir sem auk Reykjavíkur veröa Menningar- borgir Evrópu áriö 2000 eru: Afmcelissýning Þóröar frá Dagverbará: „Lífsgleöi njóttu!" „Kerling mó&ir mín fór á ball níræ& og dansa&i eins og hin- ar stelpurnar," segir afmælis- barniö Þór&ur Halldórsson refaskytta frá Dagverbará. „Og ekki vil ég ættleri kallast, svo þab er best ab ég skelli mér á ball á afmælinu og dansi þær allar þreyttar!" Ekki þykir Þóröi vænlegt aö finna nógu margar óþreyttar dansdömur á heimaslóöum noröan heiöa svo hann bregöur sér í höfuðstaðinn á níræöisaf- mælinu með nýpússaða dans- skóna í farteskinu. Auk skónna má einnig finna í töskum Þóröar vel á þriöja tug málverka sem hann hefur fest á léreftiö á þessu ári og hinum síðustu. Hyggst hann nota tæki- færiö og slá upp afmælissýning- unni „Lífsgleði njóttu!" í sal Menningarstofnunar Bandaríkj- anna aö Laugavegi 26 í Reykja- vík. Myndefniö segir Þóröur sækja „frá undirdjúpum og upp yfir himintungl". Þóröur Halldórsson. Sýningin stendur frá mánu- deginum 27. nóvember til laug- ardagsins 9. desember. Hún er opin á skrifstofutíma virka daga, frá kl. 9-17, en frá 14-18 um helgar. Bologna á Ítalíu, I’rag í Tékk- landi, Santiago de Compostela á Spáni, Bergen í Noregi, Brussel í Belgíu, Avignon í Frakklandi, Helsinki í Finnlandi og Kraká í Póllandi. -GBK Félagsmálarábherra vill breytingar á lögum um Húsnœbisstofnun fyrir nœstu jól: Lán verði til 15 og 40 ára Talsverb breyting er framundan á lögum um Húsnæ&isstofnun ríkisins. Páll Pétursson, félags- málará&herra, ætlar a& leggja fram frumvarp á næstu dögum, sem hann segist vilja a& verbi a& lögum fyrir jól. Páll segist ekki sjá neinar hindranir í a& málib fái fljóta afgreibslu. Páll segir ab tæknileg útfærsla á lengingu lána hafi nokkub stab- i& í mönnum viö undirbúning frumvarpsins. Sú vinna væri nú a& baki. „í frumvarpinu felst fyrst og fremst sveigjanlegur lánstími. Fólki veröur gefinn kostur á 40 ára lánum og einnig 15 ára, í staö þess aö nú eru lánin aðeins tii 25 ára. í ööru lagi gengur frumvarpiö út á aö reyna aö aö- stoöa þá sem nú eru í vanskilum eöa óttast að lenda í þeim og skapa svigrúm til aö þeir geti fengið fyrirgreiðslu, enda eigi þeir 65% veömöguleika og standist greiðslumat fyrir nýju 15 ára láni. Loks má geta þess aö í frumvarpinu er gert ráö fyrir aö Húsbréfadeildin veröi undir bankaeftirlitiö komin," sagöi Páll Pétursson í gær. Páll segir að frumvarpið komi í kjölfar fyrirheita sem gefin voru í kosningabaráttunni og í samræmi viö samstarfsyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar. -JBP Dapurlegasta hlutskiptib „Dapurlegasta hlutskiptiö sem ég gæti hugsa& mér væri a& vera ungur ma&ur í starfi hjá Náttúruverndarrá&i eöa Reykjavíkurborg með þá dag- skipun að ganga á milli bols og höf- uðs á lúpínunni, guðsgjöf landbóta- mannsins, me& atvinnuleysisvofuna hangandi yfir höf&inu. Framkvæmdi ég ekki illvirkiö þá?" Spyr Jón Atli játvar&sson í Mogganum, er hann ræbir hina umdeildu lúpínu. Allt of mörg hross „Þaö eru þegar alltof mörg hross í landinu og þau öll til að sinna tóm- stundagamni eingöngu, þó að þau gefi af sér einhverjar tekjur í útflutn- ingi." Segir Ólafur Sturla Lárusson i Mogga. Hvab segja hrossaræktendur vií> þessu? Kristilegt umburbarlyndi vantar hjá Sjálfstæbisflokknum „En fyrst og fremst ber þessi afsta&a Sjálfstæ&isflokksins, bæöi af hálfu menntamálarábherra á Kirkjuþingi og borgarfulltrúa í borgarrá&i Reykja- víkur, vott um þröngsýni og skort á því sem í daglegu máli er kallað „kristilegt umburðarlyndi". Ekki sakar að geta þess að þab ríkir trúfrelsi í landinu." Skrifar ísak Gubmundsson í Mogga, en hann gerir borgaralegar fermingar í Rábhúsinu a& umræ&uefni sínu. Enn af köttum „Veiða ketti í gildrur eða drepa þá á eitri" Þa& vita allir hva&an þessi fyrirsögn kemur. Aö sjálfsög&u úr DV. Lesendur hafa nú um nokkurra vikna skeib fengib fleiri kattafréttir en menn hafa tölu á og sýnist sitt hverjum um mikilvægi bo&skaparins. Þa& segir sína sögu ab á sömu blabsíbu í bla&i gærdagsins þar sem ofangreind 5-dálka fyrirsögn rí&ur húsum, er lítil tveggja dálka frétt undir fyrirsögninni: „400 kindur drápust". Þa& hefur vakib mikla athygli ab þeir sem hyggjast sjá Galdrakarl- inn í Oz hjá Leikfélagi Kópavogs eru spurbir um hva&an þeir séu. Ef menn segjast vera úr Kópa- voginum kostar mi&inn 1.000 kr. Þeir sem hins vegar eru ekki úr Kópavogi eru látnir borga 1.200 kr. Þetta kalla þeir í Kópavogin- um menningarlega bygg&a- stefnu a& því er einn pottverjinn sem nýlega fór til Kópavogs upp- lýsti. • Þaö er altalaö í pottinum aö þingmenn og ráöherrar sem voru að koma af Norðurlanda- rábsþinginu í Finnlandi á dögun- um hafi allir fer&ast á Saga class. Þetta hefur vakiö upp talsver&ar umræ&ur um hvort nauðsynlegt sé a& þessir menn fer&ist á dýr- ara farrými en almúginn. Þab var hins vegar ekki fyrr en eftir lang- ar umræbur a& upplýst var aö tveir þingmenn hafi ekki verib á Saga class, heldur í almennum túristasætum. Þetta voru þeir Hjörleifur Guttormsson og Geir Haarde ...

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.