Tíminn - 02.12.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.12.1995, Blaðsíða 8
8 'Laugafdagífr 2. désemBer 1995 íslenskar hversdagshetjur finnast víöa um land og þurfa aö glíma vib ólíkan vanda. Saga barnafólks úr Eyjum staöfestir þetta: Eftir mánuði á vökudeild telja þau sig vera heppin Hjónin Ólafía Ósk Siguröardóttir og Einar Sigþórsson meö börnum sínum. Sonurinn Ágúst Sœvar (viö hliö Ólafíu) heldur á Anítu litlu, en Sigþór á Brynjari. Frá Þorstelnl Cunnarssyni í Vestmannaeyjum: Ýmislegt er á fólk lagt og suma meira en aðra. Hjónin Ólafía Ósk Sigurbardóttir, köllub Lóa, og Einar Sigþórsson frá Vestmanna- eyjum eignubust tvíbura, strák og stelpu, 22. ágúst í fyrra, hátt í þremur mánubum fyrir tímann. Tvíburarnir voru teknir meb keisaraskurbi, því tvísýnt var um líf stelpuúnar vegna þess ab strákurinn tók til sín alla nær- ingu. Stelpan vó ekki meira en 762 grömm eba 3 merkur vib fæbingu og var 34 sm á lengd. Fyrstu vikurnar hékk líf stelp- unnar á bláþræbi og þab var ekki fyrr en hún var orbin hálfs árs ab iæknar voru orbnir sæmilega vongóbir um ab hún myndi ná sér. Batinn hefur verib hægur, en allt virbist á réttri leib. Fjölskyldulífiö er ab færast í eöli- legt horf eftir aö fjölskyldan þurfti aö flytja úr einbýlishúsinu í Eyjum í herbergiskytru í Reykjavík og dvelja þar í rúmt ár viö mikil þrengsli. Einar þurfti aö hætta á sjónum og tekjurnar hrundu niður í ekki neitt. Þau voru sem mest á vökudeild Landspítalans hjá stelp- unni og tóku jrví sem veröa vildi. En samt sem áður hvarflar ekki að Einari og Lóu aö kvarta eða kveina. Þau telja sig vera lánsamt fólk miö- aö viö marga aðra. Lóa og Einar eiga fjögur börn: Ágúst Sævar 11 ára, Sigþór 5 ára og tvíburana Brynjar og Anítu rúm- lega ársgömul. Þegar viötalið hefst er Brynjar ab leika sér í stofunni. Hann er brosmildur og hraustur og þessi ókunnugi maður inni á heim- ilinu vekur mikinn áhuga hans. Elsti bróðirinn, Ágúst Sævar, fær þaö hlutverk ab passa hann á meb- an viðtaliö fer fram. Aníta sefur og Sigþór er á Rauðagerði. Frásögn Lóu og Einars hefst, stundum líta þau hvort á annað og stutt er í brosið. Milli heims og helju Lóa var aöeins komin 25 vikur í dag, laugardag, hefjast tvær sýningar í tilefni af 100 ára afmæli myndasögunnar. Annars vegar sýningin „Myndasögur í myndlist" sem opnar í sýningarsalnum Viö Hamarinn í Hafnarfiröi kl. 14. Sýningunni er ætlaö aö lýsa áhrifum myndasögunnar og frásagnaraöferð hennar á ís- lenska myndlistarmenn. Þar veröa verk eftir 15 myndlistar- menn, sem meö einhverjum hætti hafa nýtt sér myndasög- una í verkum sínum. Má þar nefna Erró, Hring Jóhannesson, Helga Þorgils Friöjónsson, Daða Guöbjörnsson, Omar Stefáns- á leið þegar hún var send til Reykjavíkur í rannsókn, þar sem blóöþrýstingur var óeölilegur. Hún var strax lögð inn og viö rannsókn kom í Ijós að strákur- inn var miklu frekari á næring- una. Stelpan fékk aðeins næga næringu til þess að heilinn starf- aði eðlilega, en ekki nóg til þess að þyngjast eða þroskast. Strákur- inn dafnaði hins vegar vel. Lóa lá á Landspítalanum í tæpar fjórar vikur vegna þess að tvísýnt var um tvíburana. Eftir 29 vikna meögöngu sögðu læknar að um tvennt væri að velja. Annars veg- ar ab gera aögerö strax og reyna son, Steingrím Eyfjörð Krist- mundsson og Þór Vigfússon. Kl. 16 sama dag opnar sýn- ingin „Nýjar myndasögur" í Gallerí Greip. Eins og nafnið ber með sér veröa þar sýndar nýjar myndasögur eftir íslenska höfunda. Þar verba sögur eftir gamalkunna myndasöguhöf- unda svo sem Bjarna Hinriks- son, Halldór Baldursson og Þorra Hringsson, en einnig eftir nokkra sem eru aö stíga sín fyrstu spor á þessu sviöi. Báöar sýningar veröa opnar daglega frá kl. 14-18, nema mánudaga, og standa til sunnu- dagsins 17. des. að bjarga bábum börnunum, eba að láta strákinn stækka meira, en þá myndi stelpan deyja. Hún hefði ekki lifað nema nokkra daga í viðbót og þess vegna bara tímaspursmál hvenær hún færi. Hins vegar að Lóa færi strax í keisaraskurö. Með því væri jafn- vel hægt ab bjarga stelpunni, en hefði ákveðna áhættu í för með sér fyrir strákinn, því fyrirburum væri ávallt einhver hætta búin. Lóa og Einar segjast aldrei hafa veriö í vafa. Þau vildu reyna allt til þess að bjarga stelpunni. Lóa fór svo í keisaraskurðinn 2. ágúst í fyrra á Landspítalanum. „Viö vorum ósköp róleg fram ab keisaraskurðinum, en þá þyrmdi yfir mig, sérstaklega eftir ab skurðlæknirinn sagði að tví- sýnt væri um stúlkuna. Þá skynj- aði ég í sjálfu sér fyrst alvöruna og leið illa. Það er eins og veru- leikinn grípi mann ekki fyrr en komið er að svona alvarlegum hlut. Þegar barnalæknirinn tók tvíburana, voru þeir svo pínulítl- ir að ég ætlaði varla að trúa því. Hann hélt á stelpunni í lófanum, en strákurinn var aðeins stærri. Strákurinn fór strax að gráta og það heyrðist smá stuna í henni, sem læknarnir töldu góbs viti," segir Einar. þegar hann rifjar upp þennan örlagaríka dag. I þessum töluðum orðum kem- ur Lóa með stelpuna inn í stof- una, nývaknaða af værum fegr- unarblundi. Hún er mjúk og við- kvæm, hálf brothætt og viröist frekar vera 5-6 mánaba en rúm- lega ársgömul. Vib fæbinguna vó strákurinn aðeins 1300 grömm eða um 5 merkur og var 40 sm á lengd. Stelpan var næstum því helmingi minni, 762 grömm eöa tæpar 3 merkur, ekkert ósvipað og smjör- líkisstykki. Hún léttist niður í tæp 600 grömm eftir fæbinguna. Systkinin voru strax sett í öndun- arvél og gefiö súrefni. „Læknarnir voru ekkert rosal- ega bjartsýnir, en barnalæknarnir gáfu okkur meiri von. Þeir sögðu okkur að fyrsti sólarhringurinn myndi skera úr um hvert fram- haldið yrði. Þetta var ansi langur sólarhringur, en að honum liðn- um sögðu læknarnir að góbar lík- ur væru á því að strákurinn myndi spjara sig, en þeir voru í meiri vafa meö stelpuna. Ef hún kæmist klakklaust í gegnum fyrstu þrjár vikurnar, væru lík- urnar ágætar," segir Lóa. Strákurinn þyngdist og dafnaði vel og losnaði við öndunarvélina eftir 5 sólarhringa. Hann losnaði úr hitakassa eftir 3 vikur og af sjúkrahúsinu eftir 7 vikur og vó þá 2,3 kg, sem þykir ekki mikið. „Skömmu eftir að við fórum með strákinn heim fórum við með hann í Hagkaup, en þá var hann um 3 kg á þyngd. Fólk rak upp stór augu og talaði um hve hann væri pínulítill," segir Einar og hlær. „Og okkur sem fannst hann svo stór miðað vib systur sína," bætir Lóa viö. Fyrirburabreytingar og hjartagalli Til beggja vona gat brugöib um líf stelpunnar til ab byrja með. Þegar hún var þriggja vikna göm- ul var hún sett á 100 prósent súr- efni og gefin aukapúst. Líf henn- ar hékk á bláþræöi á þessu tíma- bili. í ljós hafði komib ab stelpan var meb krónískan lungnasjúk- dóm, svokallaðar fyrirburabreyt- ingar. Einnig var hún með hjartagalla, en opið var á milli hólfa og þaö háði henni mikið vegna lungnanna, því hjartað dældi of miklu blóði í lungun. Læknarnir voru komnir í þrot og búnir ab reyna allt. í raun og veru voru þeir orðnir úrkula von- ar og undirbjuggu okkur undir það versta. En þá gerðist krafta- verkiö. Stelpan fór hægt og síg- andi að ná sér á strik. Það eru töggur í henni," segir Einar, sem allan tímann hefur verið sann- færður um að þetta ætti allt sam- an eftir að blessast. Lóa er sammála læknunum sem sögðu að stelpan hefði kom- ist þetta langt á skapinu. Lækn- arnir segja að fljótlega sjáist á fyr- irburum hvernig skapi þau séu farin og það hafi úrslitaáhrif á framhaldiö. Sumir gefast upp, en hún var frá byrjun alveg brjáluð í skapinu og þurfti oftar en ekki að vera á róandi lyfjum," segir Lóa og lítur fallegum móöuraugum á dóttur sína. Stelpan var 6 vikur í öndunar- vél og hvorki fleiri né færri en 6 mánuði í hitakassa. Þá var hún orðin of stór fyrir hitakassann og sett á hana svokallað súrefnis- húdd. Síðast fékk hún súrefnis- gleraugu og losnaði vib þau í júní síðastliðnum, þá 10 mánaða gömul. í raun og veru var það fyrst um síðustu áramót sem læknunum var farið að lítast á blikuna. Ekki gátu þeir sagt til um hvenær við gætum fariö með hana heim, en við önduðum léttar. Þetta var allt á réttri leið, en gekk reyndar mjög hægt. Læknarnir höfðu mestar áhyggjur af súrefnisgjöf- inni, sem getur haft áhrif á sjón- ina. Loks þegar stelpan losnaði við húddið, tók hún stórt þroska- skref. Þá fyrst var einnig hægt að sjá hvort hún hefbi beðið eitt- hvert tjón af því að fæðast svona 1 00 ára afmceli myndasögunnar: Myndasögur og myndlist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.