Tíminn - 02.12.1995, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.12.1995, Blaðsíða 15
Laugardagur 2. desember 1995 ®piitti|®$Jí Áslaug Þorsteinsdóttir frá Dýrastöbum Fœdd í Reykjavík 12. febrúar 1919. Lést á Sjúkrahúsi Akraness 28. nóv- ember 1995. Foreldrar: Gubrún Hermannsdóttir frá Fremstuhúsum í Dýrafirði, f. 23.1. 1891, d. 4.2. 1972, og Þorsteinn Ág- ústsson smiður frá Torfufelli í Eyja- firði, f. 8.10.1874, d. 24.6. 1938. Systkini: Torfi, f. 18.7. 1915, d. 1975; Guðrún, f. 13.6. 1917; Her- mann Valdimar, f. 7.10. 1921; Ágúst Marinó, f. 18.10. 1925; Erla, f. 11.7. 1927. Fyrri maður: Guðbergur Jónsson, d. 1951. Seinni maður: Halldór Finnur Klemensson bóndi, f. 9.10. 1910. Böm af fyrra hjónabandi: Þor- steinn, f. 22.9. 1938, kv. Þuríði Ingi- mundardóttur, einn sonur; Sigurjón Gunnar, f. 10.4.1940, tvö böm. Böm afseinna hjónabandi: Kristín, f. 6.5. 1948, g. Guðmundi Lind Egils- syni, 4 böm; Haukur, f. 26.9. 1950, kv. Ástríði Björk Steingrímsdóttur, 2 böm; Klemenz, f. 12.4. 1953, kv. Ragnheiði Steinunni Hjörleifsdóttur, tveirsynir; Guðrún, f. 5.11.1955, d. í maí 1956; Guðrím, f. 19.7. 1958, g. Óðni Sigurgeirssyni, tvœr dœtur. Útfórgerð frá Borgameskirkju laug- ardag 2. des. 1995 kl. 13,00. Jarðsett í heirnagrafreit að Dýrastóðum. Þegar œviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hrœðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, — Drottinn vakir daga' og nœtur yfu þér. (S.Kr. Pétursson) Elskuleg móðir mín er látin. Hún fékk lausn frá þessu lífi og lang- vinnu heilsuleysi árla morguns 28. nóvember sí. Þeirri líkn getum við ástvinir hennar fagnað nú, meðan sorg og eftirsjá blandast öllum kæru minningunum sem við eigum um hana. Sorgin og gleðin eru systur og enginn getur glaðst af hjarta nema sá sem hef- ur kynnst sorginni, stendur ein- hvers staðar. Og er það ekki ein- kennilegt að aðeins góðu minn- ingarnar lifa? Ef eitthvað er til af öðrum toga, þá er eins og mis- kunnsamri blæju gleymskunnar sé sveipað um þær, svo þær hverfa sjónum. Það er líka þannig að þegar þessi gestur kveður dyra, sem alla heimsækir að lokum og enginn fær umflúið, þá er eins og allt annað verði léttvægt og ekk- ert skipti máli nema þetta sem var og við áttum sameiginlegt með þeim ástvini, sem horfinn er yfir á land eilífðarinnar „meira að starfa Guðs um geim". Það er sárt að skiljast við móð- ur, manneskjuna sem gaf mér líf- ið, sem ól mig í þennan heim, næröi á eigin líkama, kenndi bænirnar og faðirvorið, kom mér á legg og til nokkurs þroska. Síöan tók lífið og tilveran við að slípa og móta manngerðina. En alltaf fylgdist hún meb og var reiðubú- in ab rétta hjálpandi hönd, ef hún var þess megnug. Helst vildi hún halda alla tíð utan um hóp- inn sinn og gleði hennar var mik- il þegar a.llir voru heima saman, eins og í skólafríum og á hátíð- um. Þá kom stundum fyrir að við fengum kakó í rúmið, sérstaklega á rauðu dögunum eins og þeir hétu hjá henni, sunnudagarnir og aðrir frídagar. En svo lét hún okk- ur ekki liggja of lengi í rúminu, því þaö var alltaf nóg að gera á sveitaheimili á þeim tímum þegar við vorum að alast upp. t MINNING Hún mamma var fædd og upp- alin Reykvíkingur og var það lengi í hjarta sínu. Þar gifti hún sig fyrra sinni og byrjaði búskap við erfið skilyrði á erfibum tím- um, átti tvo syni, skildi við mann- inn sinn og var um tíma ein með drengina sína tvo. Svo kom að því að hann faðir minn var að taka við búi á fööurleifð sinni. Hann vantaði ráðskonu og auglýsti. Og mamma sá auglýsinguna og sló til að fara í Borgarfjörðinn, að Dýra- stöðum í Norðurárdal. Þar bjuggu þau allan sinn búskap, eignuðust fimm börn og misstu af þeim eina stúlku á fyrsta ári sem þau sökn- uðu sárt og lengi. Hin uxu úr grasi og vöndust við alla þá vinnu sem þurfti ab leggja fram vib sveitabú- skap á þeim tímum. Hennar mikla lífsstarf var í því fólgið að búa okkur öllum gott heimili, ala okkur upp, hugga og hirta eins og gób móðir gerir, elda, baka, þvo og þrífa endalaust. Þetta var og er hlutskipti húsmæðra fyrr og síðar við misjöfn skilyrði. Enginn getur serinilega gert sér í hugarlund nú á tímum tækni og vísinda, við hvaöa skilyrði var unnið á heimil- um án allra þæginda okkar tíma, án rafmagns og á stundum án vatns, því stundum vildi vatnið þrjóta á sumrin og frjósa á vet- urna. Þessa minnist ég vel, t.d. var ég oft að hjálpa til við að skola þvott úti í bæjarlæknum og ann- að ámóta. Ég man líka hversu mikil umskipti uröu í bænum þegar rafmagnið kom, þá var ég sextán eða sautján ára. Allt um þaö, þá undi hún brátt hag sínum svo vel í Norðurár- dalnum að þaban vildi hún sig ekki hreyfa. Þegar á leib ævi hennar þurfti hún oft að berjast við erfiðan sjúkleika, sem lá þó á stundum niðri og þá naut hún sín vel, því í eðli sínu var hún félags- lynd og naut þess að blanda gebi Myndir víxluöust Á bls. 11 í blaöinu í gær víxluð- ust myndir sem fylgdu umsögn- um um tvo geisladiska. Eru þær því birtar hér á ný, en þær eru af kápum diskanna „Spenna" og „Veröld smá og stór". við aðra. Ekki hvað síst var hún afar barngób og blíð við þá, sem af einhverjum ástæðum áttu erfitt uppdráttar í lífinu. Réttlætis- kennd hennar var rík og í raun og veru mátti hún ekkert aumt sjá. Börn voru hennar líf og yndi, enda naut hún þess innilega þeg- ar barnabörnin fóru að koma við sögu í lífinu, og þau elskuðu ab vera í sveitinni hjá afa og ömmu, sofa í „millinu", spjalla við ömmu og spila marías og rússa, fara í fjósið og fjárhúsin með afa, láta afa lesa sögur á kvöldin ábur en Óli Lokbrá lokaði augum þeirra, borða bestu flatkökur í heimi, sem amma bakaði á gashellunni sinni, og fleira og fleira sem þau geyma nú í dýrmætum minn- ingasjóði. En þar kom að þessum þætti lauk. Heilsa hennar bilaði alvar- lega og löng sjúkrahúsvist tók við. Að lokum stóbum við frammi fyr- ir því að vistaskipti urðu ekki um- flúin. Þau fengu inni á Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi, ein- mitt á þeim tíma sem þörfin var mest, og síðan hefur heimili þeirra veriö þar. Hann var löngu tilbúinn ab flytja, vildi raunar fara fyrr þegar kynslóbaskipti urðu á Dýrastöðum og sonur þeirra og tengdadóttir tóku við búi. Henni veittist erfiðara að sætta sig við nýja heimilið, en þegar fram liðu stundir lagaöist það. Þau tæp fimm ár, sem þau hafa átt heima þar, hafa þau og sér í lagi hún notið mikillar og góðrar umönnunar, sem við vilj- um nú þakka af alhug. Síðustu tvö árin hafa reynst þeim allgób og er gott ab minnast þess nú, þegar breyting er á orðin. I haust er leið þurfti hún að fara á sjúkrahús og átti þaðan ekki aft- urkvæmt. Hún fékk hægan og fal- legan viöskilnað, eins og þegar kertalog slokknar. Faðir minn vék ekki frá henni síðustu sólarhring- ana. Fyrir sérstakan velvilja starfs- fólks á A-deild Sjúkrahúss Akra- ness var honum gert kleift að líkna henni í síðasta stríðinu hennar. Við systkinin skiptumst síðan á að vera hjá þeim eftir því sem unnt var. Það kom í mitt hlutskipti ab vera hjá þeim nokkr- ar nætur og nú minnist ég þess með þakklæti að hafa fengið að hlusta á þau sofa. Það var eitthvað sem snerti ákveðinn streng í brjóstinu. Mér veittist líka sú blessun að fá að vera henni nálæg síðustu andartökin og halda í höndina hennar á meðan. í dag verður hún flutt heim í dalinn sinn, að Dýrastöbum sem hjarta hennar var hugfólgnastur staða, og lögð til hinstu hvíldar við hlið litlu dótturinnar sem hún missti. Sofðu rótt, móðir mín góð, vertu Guði falin og hjartans þakk- ir okkar allra fyrir líf þitt og starf. Guð minn, gefðu þeim frið, gleddu og blessaðu þá sem að lögðu mér lið, Ijósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Þín Kristín Ö*karji5on. • í s*0 /Á'/r Fréttir í vikulok Mörbur Árnason íslenskufrœbingur og séra Gunnar Kristjánsson sáu um 15. útgáfu Vídalínspostillu. Vídalínspostilla gefin út Vídalínspostilla, safn húslestra eftir Jón biskup Vídalín, hef- ur verið gefin út í nýrri og veglegri útgáfu. Séra Gunnar Krist- jánsson og Mörður Arnason sáu um útgáfuna, en hún er gefin út hjá Máli og menningu í samvinnu við Bókmenntafræði- stofnun Háskólans. Vídalínspostilla kom síbast út árib 1945 og hefur verið ófáanleg um áratugi í bókaverslunum. Reykhólahreppur: Útsvörin fóru öll í yfirstjórn og vexti Yfirstjórn Reykhólahrepps kostaði um 11,3 milljónir króna á síðasta ári, sem þýðir að 62% allra útsvarstekna hreppsins fóru í það eitt að reka hreppsskrifstofuna sem er eitt hæsta hlutfall sem fyrirfinnst á landinu. Fjármagnskostnaður var síðan 8,4 milljónir, þannig að allar útsvarstekjur hreppsins, 18,3 millj- ónir, hrukku ekki einu sinni fyrir þessum tveim gjaldaliðum, yfirstjórn og vöxtum. Hagstofan: Starfandi fólki fjölgaö um 3.500 frá kosningum Fólk í starfi var um 5.000 fleiar núna ínóvember heldur en á sama tíma í fyrra, samkvæmt nýrri vinnumarkaðskönnun Hag- stofunnar. Þar af hefur fjölgað um 3-.500 manns frá samsvar- andi könhun í apríl. Sérstaka athygli vekur að Hagstofan fann nú sem svarar 1.100 færri atvinnulausa heldur en eru á at- vinnuleysisskrám Félagsmálaráðuneytisins. Meirihluti landbúnaðarnefndar: Sjötugir megi búa Meirihluti landbúnáðarnefndar Alþingis leggur til ab ákvæði í frumvarpi til breytingar á búvörulögum, þess efnis að bænd- ur er náb hafa 70 ára aldri skuli ekki njóta greiðslumarks til framleiðslu sauðfjárafurða, verði fellt niður. Fleiri en 300 „íslensk" fyrirtæki í 63 löndum í nýrri skýrslu frá Aflvaka kemur fram að samkvæmt lauslegu yfirliti hefur íslenskum, eba íslenskt tengdum, fyrirtækjum fjölgað verulega síðasta áratuginn og eru þau nú vel yfir 300 í 63 löndum á öllum heimsálfum. Árið 1983 voru starfsstöðvar erlendis um 60 talsins. Einhleypum körlum „á bænum" fjölgaö um 55% Enn stórfjölgar „piparsveinunum" (einstæöum og barnlaus- um körlum) sem leita eftir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og eru þeir nú orðnir langstærsti skjólstæðingahópur þeirra, hátt í 2.000 manns. Þeim hefur fjölgað um tæplega 700 manns (55%) á aöeins tveimur árum. 80 ára einokun ÁTVR afnumin í dag tekur gildi ný áfengislöggjöf, og veigamesta breytingin er sú að „frá og með deginum í dag er nánast hverjum og ein- um heimilt að flytja inn áfengi til íslands," segir Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR. Aðspurður um hvort verðlagning á áfengi muni breytast í kjölfarið sagði hann að þab gæti þess vegna orðið í byrjun næsta árs. Byggingarframkvæmdir viö nýjan kerskála í Straumsvík hafnar Bygging nýs kerskála og fleiri mannvirkja vegna stækkunar hjá Isal hf. hófst á laugardaginn með óformlegri „skóflu- stungu". Comatsu- jarðvinnslutæki setti tönnina í svörðinn til merkis um að verkið væri hafið. Uppsteypa á sökklum hefst síðan snemma á næsta ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.