Tíminn - 02.12.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.12.1995, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 2. desember 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf 5210, Setning og umbrot: Mynda-, plötugerb/prentun: Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Tímamót hf. |ón Kristjánsson Oddur Olafsson Birgir Cubmundsson Brautarholti 1, 105 Reykjavík 5631600 55 16270 125 Reykjavík Tæknideild Tímans ísafoldarprentsmibja hf. Hollvinasamtök Háskólans IÞaö var viö hátíölega athöfn /í Háskölabíói \ gaer, fuil- veldisdaginn í. desember, aö Hollvinasamtökum Há- skóla ítlartds vaf biéyþt"-"if stokkunum og vai$'Vig|É* Finnbogadóttir, forseti íslands, fyrst til aö ganga í sam- tökin. Stofnun þessara samtaka er tvímælalaust mikil- vægur viöburöur; Háskólanum veitir svo sannarlega ekki af sérstöku vinafélagi meö áhrifaríkum vinum, því þessi stofnun hefur virst harla vinalaus í efnahagslegu og pólitísku ölduróti undangenginna ára. í stofnskrá Hollvinasamtakanna kemur fram að markmið þeirra er aö efla tengsl H.í. viö fyrrum nemendur sína og aðra þá, sem bera hag skólans fyrir brjósti, og stuöla aö því aö efla uppbyggingu lærdóms og rannsókna viö skólann. Mikilvægi samtaka af þessu tagi, en sambærileg sam- tök eru starfandi mjög víöa við háskóla erlendis, getur veriö gríöarlegt fyrir Háskólann. í fyrsta lagi er fjárhags- legur ávinningur af starfi þeirra, þar sem öllum tekjum samtakanna ber að ráöstafa í þágu Háskólans. í ööru lagi — sem er ekki síður mikilvægt — geta svona samtök orðið aö einskonar virkjun velvilja í garö skólans, gert þennan velvilja markvissari og náð til þeirra sem annars myndu ekki koma fram. Þannig er hægt aö sjá fyrir sér aö Hollvinasamtökin veröi útvöröur Háskólans í þjóöfé- laginu og gagnist honum þannig óbeint í gegnum hags- munagæslu og frumkvæöi, sem ekki hefur endilega fjár- hagslegan undirtón. Við undirbúning og skipulagningu stofnunar Holl- vinasamtakanna hefur þáttur Stúdentaráðs verið mikill og áberandi. Slíku ber aö fagna og sýnir að nemendur viö Háskólann hafa áhuga og dug til að efla hag síns skóla. Þetta jákvæöa og uppbyggilega sjónarmiö stúd- enta kemur einnig fram í þjóöarátaki þeirra fyrir bætt- um bókakosti, sem formlega lauk í gær, en þaö skilaði Þjóöarbókhlöðunni einum 30 milljónum til bóka- og tímaritakaupa. Friður á vinnumarkabi Ljóst er aö meiningarmunur er innan verkalýöshreyf- ingarinnar um þaö hvaða stefnu beri að taka í kjarabar- áttunni. VMSÍ-félög eru óhress meö niðurstöðu launa- nefndarinnar og vilja halda uppsögn samninga til streitu. Aöildarfélög BSRB önnur en SFR hafa ekki sagt upp samningum, þó Ijóst sé aö talsverörar óánægju gæt- ir meðal opinberra starfsmanna með gang mála. Fram- hald kjarabaráttunnar ræðst þó aö mestu af niðurstöðu félagsdóms, sem boöaö hefur úrskurö í næstu viku í máli verkalýðsfélagsins Baldurs. Trúlegast er að niður- staöa dómsins veröi sú aö uppsögn samninga fái ekki staðist. En hver sem niöurstaöan kann að verða, þá gefst nú tími til umhugsunar sem vert væri fyrir verkalýös- hreyfinguna að nota vel. Aö hella sér út í kjarabaráttu- aögeröir getur kostaö sitt og þaö þarf að vega vandlega á móti þeim augljósa ávinningi, sem niðurstaða launa- nefndar þrátt fyrir allt felur í sér. Birgir Guömundsson: • / Ab brjota tunglib Kjaramálaumræðan er að komast á kunnuglegt stig nú eftir að launanefnd aðila vinnumarkaðar hefur skilað niðurstöðu. Saman- burðarfræðin eru að ná hátindi og allir óánægðir vegna þess hversu miklu minna þeir fengu en hinir. Ferlið hófst eins og menn muna með miklum látum, hneykslan og yfirlýsingum um siöleysi vegna þess að þeir, sem mest kaupið heföu fyrir, hefðu nú skammtað sér laun langt umfram það sem hinn almenni launa- maður fékk út úr „jafnlauna- samningunum" í febrúar. Þá voru nánast allir sammála um það, nema auðvitaö Guðrún Helga- dóttir alþingismaður, að þing- menn hefðu verlð í fararbroddi óréthætis meöþví að þíggja kaap- hækkun kjaradóms og sérstákár koshlíðargreiftsiur ékveðftaf él forsætisnefnd þingstns. Alh er þetta nú að falla í gieymskunnar dá, enda mikið búiö aö reikna að undanförnu og því helst verið hampað að opinberir starfsmenn hafi fengiö miklu meiri hækkun en almennir launþegar og því sé brýnt að leiðrétta það óréttlæti með sérstakri kauphækkun til þeirra sem fyrstir gengu af stað. Gangur himin- tungianna Orðalagið, ágreiningsefnin og niðurstöðurnar í þessum saman- burðarfræðum á vinnumarkaði hljóma nú eins og Desjavú fyrir stærstan hluta þjóðarinnar. Það er kominn álíka reglulegur hrynj- andi í þetta eins og gang himin- tunglanna. Nýtt tungl — vaxandi tungl — fullt tungl og minnkandi tungl. Nýir samningar hjá einum launþegahópi leiða til óánægju hjá öðrum, sem nær samningum um meira en sá fýrsti, sem aftur þýðir að þriðji hópurinn fær það sem hinir höfðu krafist og örlítið meira. Þannig gengur þetta koll af kolli þar til þeir fyrstu koma og gera kröfu um að fá allt það sem hinir fengu og meira. Þetta er að verða svo kunnug- legt að menn hlusta ekki á fréttir nema með öðru eyranu, svo vel þekkja þeir söguþráðinn. Sumir finna sér eitthvað til dundurs á meðan og ég greip til dæmis til þess að taka til í skrifborðinu mínu á meðan þessi umræða fór fram í útvarpsfréttum. í einni skúffunni lá gömul stílabók, sem ég hafði einhvern tíma ætlað að nota til að skrifa niður gullkorn sem hrykkju upp úr þá barnung-, um syni mínum, en lítil börn eru jú oft skemmtilega orðheppin. Bókin hafði auðvitað gleymst í skúffunni og aðeins eitt gullkorn verið skráð niöur eftir drengnum, sem þá var 3ja eða 4ra ára. Það var svona: „Pabbi! Það er einhver bú- inn að brjóta tunglið!" Þessi yfirlýsing barns, sem sér hálft tungl, er vitaskuld brosleg. En þegar hún er rifjuð svona upp, undir umkvörtunum síundrandi launþegaforingja á því aö einhver annar hafi fengið meira en þeirra menn í samningum, hljómar yfir- lýsingin í raun eins og „fleyg orð", sem gætu sem hægast átt heima í nýju „fleygra oröa safni" eftir Hannes Hólmstein Gissurar- son. Sannleikurinn er nefnilega sá að verkalýðsforingjamir virð- ast með reglulegu millibili vera að uppgötva að búið sé að brjóta tungliö þeirra — að einhverjir hafi komið og tekiö sér stóra sneið af kökunni. Samningarnir, sem þeir hafi gert, séu gengisfelld- j ir yí^na þess að aðríiJiafi fengið mrtra. ÉftHfeg sðmúb En auðvitað eru kvartanir launamanna byggðar á raunveru- legum erfiðleikum og ekkert í heiminum eðlilegra en aö lág- launahóparnir geri hvað þeir geta til að ná fram einhverjum kjara- bótum sér til handa. Þess vegna á I tímans rás sá málstaöur mikla samúö og eðli- lega samúð. Hins vegar er greini- legt að þær aðferðir, sem notaöar eru nú og hafa verið notaðar að undanförnu, virka einfaldlega ekki fyrir þann stóra hóp launa- manna sem eru í lægri kanti laun- askalans. Sá klofningur og sú óánægja, sem niðurstaða launa- nefndarinnar opinberar, staðfest- ir galla þeirra vinnubragða sem notuð hafa verið. Þó trúlegast sé að fáir valkostir standi uppreisn- arfélögunum til boða í þeirri stöðu sem nú er uppi og félags- dómur eigi eftir að takmarka þessa valkosti enn frekar, þá er áleitið að spyrja sig hvort sú reiði, sem undir niðri kraumar hjá „uppreisnarmönnunum", beinist ekki inn á ófrjósamar brautir. Menn séu að bölva og ragna yfir brotnu tungli í stað þess að setjast niður og skoða gangverkið sem að baki býr — skoða braut tunglsins um jörðina. Nýjar lei&ir Hið brýna verk er því að finna nýjar leiðir til þess að ná fram þeim markmiðum sem að er stefnt. Til þess þarf nýja stefnu í kjaramálum og auk þess breyttar reglur um samskipti á vinnu- markaöi. Varðandi seinna atriðið hefur einmitt verið starfandi nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins, sem skilaði áfangaskýrslu af sér á dögunum. Þar er fyrst og fremst verið að taka á tæknilegum vandamálum varðandi samn- ingaviðræður og samningagerð og þá jafnan miðað við óbreytta vinnulöggjöf og að samningamál- in verði áfram að verulegu leyti í svipuðu fari og veriö hefur. Þó kemur í þessari áfangaskýrslu fram ákveðin efnisleg stefnu- mörkun um að heppilegt sé ab stefna ölium launþegum í land- inu að sama borði á sama eða svipuþum tíma og iáta þá alla semja f einu. Slíkar hugmyndir eyu í raun háþari útfærsia á því, sem vertt> hefur ( gangi á urtdan- förnum árum og gæti auðveldlega þýtt enn meiri miðstýringu og enn meiri aga, en um leið enn minni sveigjanleika í kerfinu. Þessar hugmyndir hafa nú þegar verið úthrópaðar af einstökum forustumönnum og hópum fyrir þaö að verið sé að svipta ólík félög raunverulegum samningsrétti. Það er að sjálfsögðu rétt að vissu leyti, en auk þess felur ósveigjan- leiki svona kerfis í sér þá hættu að þaö beinlínis springi. Halldór og VMS En þessi atriði verður að sjálf- sögðu að ræöa — ekki síst í verka- lýðshreyfingunni — sem hefur haft tilhneigingu til aö vera íhaldssöm í skipulagsmálum sem og varðandi kjarastefnu. Og tal- andi um kjarastefnu þá hefur ákveðið frumkvæbi komiö frá Vinnumálasambandi samvinnu- félaganna og einnig frá Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra í þeim efnum. Bæði VMS og Hall- dór hafa viðraö hugmyndir sem ganga m.a. í þá átt að gera vinnu- tíma sveigjanlegri og að tengja launin með virkari hætti hæfni manna, um leið og einstaklingum er gert kleift að bæta viö starfs- hæfni sína og þar með framleiðni í fyrirtækjunum. Þegar Halldór varpaði fram þeirri hugmynd í eldhúsdagsumræðum í haust að þörf væri á eins konar siðferðis- sáttmála um ákveðnar grundvall- arreglur á vinnumarkaöi, var vel tekið í slíkt af fjölmörgum for- ustumönnum launþega. En slíkur sáttmáli felur það óhjákvæmilega í sér, að ýmsar grundvallarbreyt- ingar verða að koma fram eða í það minnsta vera ræddar. Þar á meðal eru vinnutímamálin og ýmis „tabú" sem mönnum hefur til þessa fundist ómögulegt ab hrófla við. Gagnslaust svekkelsi Hvort sem menn eru sammála hugmyndum vinnumarkaðs- nefndar félagsmálaráðuneytisins eða ekki og hvort sem mönnum finnst hugmyndir Halldórs Ás- grímssonar og Vinnumálasam- bandsins athyglisverðar eða frá- leitar, þá er ljóst að það eru hug- leiðingar af þessu tagi sem hljóta ab taka við núna. Það er einfald- lega ekkert gagn að því að svekkja sig endalaust á því að láglauna- fólkiö beri alltaf skarðan hlut frá borði — þab er ekkert gagn ab því að svekkja sig á því að einhver hafi enn einu sinni brotið tungl- ið. Það er kominn tími til að skilja gang himintunglanna. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.