Tíminn - 04.04.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.04.1996, Blaðsíða 2
2 wmmn Fimmtudagur 4. apríl 1996 Myn dlis tarklúbbur Hvassaleitis: Sýning áhugafólks um myndlist Skipulagsstjóri fellst á lagningu Þjórsárdals- vegar: Aurburður í Þjórsá verbií lágmarki Skipulagsstjóri ríkisins hefur fall- ist á lagningu I’jórsársdalsvegar frá I’verá, undir Gaukshöfóa, ah Ásólfsstöhum, með skilyrðum. í úrskurði sínum setur skipulags- stjóri eftirfarandi skilyröi: Að jarðraski utan vegsvæðis og aurburði í I’jórsá á verktíma verði haldið í lágmarki. Vinna í farvegi árinnar, efnistaka og fyllingar frá aprílbyrjun til júníloka verði háð samráði við Suðurlandsdeild Veiði- málastofnunar. Aö ekki verði hróflað við basalt- klettum í sunnanverðum Gauks- höfða og að haft veröi samráö við eftirlitsmann Náttúruverndarráös á Suðurlandi, landeigendur og aðra hlutaðeigandi áður en efnistaka og frágangur námusvæða hefst. Kæra má úrskurð skipulagsstjóra til umhverfisráðherra innan fjög- urra vikna. ■ Myndlistaklúbbur Hvassaleitis er hópur áhugafólks um mynd- list, sem kemur saman einu sinni í viku í Hvassaleitisskóla og málar undir leiðsögn kenn- ara, sem undanfarin ár hefur verið Sveinbjörn Þ. Einarsson. Klúbburinn opnar myndlistar- sýningu í íþróttasal Hvassaleitis- skóla laugardaginn 6. apríl og verður hún opin til 8. apríl milli kl. 14 og 19. Klúbburinn hefur starfað síð- an 1978 og haldið margar sýn- ingar á þeim tíma. Á sýning- unni verða myndir unnar með vatnslitum, olíu, akrýl og pastel. Sagt var... Búib ab útbía samtölin „Fólk hefur ekki áhuga á neinu eins og samtölum. En nú er búið aö útbía þaö. Þaö er alltaf veriö aö tala viö fólk sem alltaf er veriö aö tala viö." Matthías Johannessen, ritstjóri Mogg- ans, í Atþýbublabinu abspurbur hvort samtalib njóti ekki sannmælis sem list- form. Fólk upptekib af eigin ágæti „Ég hef einfaldlega veriö í svo náinni snertingu viö fólk, sem alltaf er aö tala um sjálft sig og eigiö ágæti, aö ég er búinn aö fá ofnæmi fyrir því. Ég vil ekki vera í þeirra hópi." Sami Malthías. Vonandi á hann ekki vi6 samstarfsfólk sitt á blaóinu. Kirkjunnar þjónar noti páskana til ibrunar „í staö iörunar hefur kirkjan gripiö til hörkunnar og sverösins, svo notaö sé oröalag séra Kristjáns. Páskarnir eru kjörinn tími fyrir kirkjuna aö hefja iör- un sína og taka fyrstu skrefin í þá átt aö endurnýja tiltrú almennings." Or leibara Alþýbublabs. Ótrúverbugleiki lífeyrissjóbs- manna „Úlfur, úlfur, kallaöi smalinn, en eng- inn trúöi honum í þriöja sinn. Full- komiö, fullkomiö, hrópa lífeyrissjóös- menn í þriöja sinn og eru steinhissa á aö enginn hlusti." lormundur Ingi allsherjargobi er óhress meb lífeyrissjóbsmál í Mogganum. Erfitt ab vera nútímaforeldri „Þaö er alkunna aö þjóöfélagsaö- stæöur hafa gjörbreyst frá því aö 16 ára reglan var innleidd í lög. Meö auknum menntunarkröfum og at- vinnuleysi ungs fólks dveljast ung- menni mun lengur í foreldrahúsum. Þab reynir því meira á skyldur/vald foreldris gagnvart barni sínu en fyrr á tímum." Skrifar Jóhanna Sigurbardóttir þing- mabur, sem vill hækka sjálfræbisaldur- inn í 18 ár. Páskailmurinn í handboltanum „Munurinn var þá oröinn átta mörk, en síban var eins og Valslibib spryngi út eins og túlipani í tilefni páskanna, ilminn lagbi yfir KA-heimilið og skyndilega var munurinn oröinn eitt mark ..." íþróttafréttamenn ættu ab spara vib sig samlíkingar eba halda sig á traust- um mibum í þab minnsta. Ofangreind tilvitnun úr Mogganum er gott dæmi um þab. Tónlistarlaus guösþjónusta í Lang- holtskirkju á föstudaginn langa er í pottinum almennt túlkuö sem liöur í sálfræöistríöi milli jóns organista og sr. Flóka Kristinssonar. Þab hefur vakið athygli kunnugra ab Flóki vísar til þess ab í eina tíö hafi ekki verið sungin messa í kirkjunni á föstudag- inn langa og því sé ekki brotin hefö varbandi þab að enginn sé tónlistar- fiutningurinn. Þetta viröast fáir sem starfa meö söfnubinum kannast vib og minnast menn þess nú ab á dög- unum kom upp misskilningur varð- andi messutíma á föstudaginn langa, en þá héldu margir kórfélagar ab Flóki hygðist messa kl 15:00 en ekki kl 14:00 og veltu ýmsir því fyrir sér hvers vegna, og höfbu áhyggjur af því aö skammur tími myndi líða frá messunni fram til tónleika sem kórinn veröur meb í kirkjunni kl 1 7:00. Nú velta menn því fyrir sér í pottinum hvort söngleysib á föstudaginn langa tengist eitthvab þessum misskilningi • ... Forsetamálin eru nú í mikilli gerjun og greinilegt ab frambob Ólafs Ragnars Grímssonar hefur hleypt fjöri í umræðuna og sett þrýsting á abra hugsanlega frambjóbendur. Margir eru lítt hrifnir af því hvernig Ólafur hefur hrifsaö frumkvæbib í konsingaslagnum og vilja fá einhvern til mótvægis viö hann. Davíb er al- mennt talinn vera orðinn fráhverfur framboöi en eftir aö hann hefur fallið út úr umræöunni eru margir nú aftur famir aö líta til Steingríms Her- mannssonar ... 86 bankamenn án atvinnu og þar af eru 42 sem eru 35 ára og yngri, aballega konur: Bankamönnum fækkar mikið á næstu árum Ásmundur Stefánsson frani- kvæmdastjóri íslandsbanka og fyrrverandi forseti ASÍ gerir ráð fyrir jtví að bankamönnum ntuni fækka hratt á næstu fimm árum. Hann telur að Jteim muni fækka að lágmarki um 20-30 á ári hverju á Jtessu tímabili, eða um 15- 20% frá Jtví sem er í dag. Þetta kemur m.a. fram í síðasta tbl. SÍB-blaðsins, málgagni bankastarfsmanna. í blaðinu kemur einnig fram í viðtali við Önnu Finnbogadóttur, starfs- mann á skrifstofu SÍB, að at- vinnulausir bankamenn séu sam- tals um 86. I>ar af eru 42 sem eru 35 ára og yngri, 42 konur og 2 karlmenn. Af heildarfjöldanum eru alls 51 sem er 40 ára og yngri á atvinnuleysiskrá SÍB. Anna segir aö á atvinnuleysiskránni séu 19 Skólastjóri á Akranesi gefur út Ijóöabók: Sólskin Fyrsta ljóðabók Inga Steinars Gunnlaugssonar skólastjóra á Akranesi er kornin út hjá Hörpu- útgáfunni undir heitinu Sólskin. I frétt frá útgáfunni segir að „þótt hér sé um að ræða fyrstu ljóðabók höfundar er hann enginn nýgræð- ingur á skáidabekk. Hann er kunn- ur í hópi hagyrðinga og hefur um árabil fengist viö ljóðagerð og hvers konar kveðskap, enda bregst hon- um ekki braglistin þegar hann yrkir að hefðbundnum hætti. Ingi Stein- ar hefur líka á valdi sínu margrætt líkingamál módernistans. Hann er orðsnjall og vel heirna í sögu og bókemnntum og tengsl hans við landð og náttúrufar Jress náin." Bókin skiptist í fjóra kafla sem nefnast: Hamingja, Gönguseiði, Foldarskart og Á veiðum. Bókin kostar 1680 kr. ■ konur sem ekki hafa fengið vinnu á ný eftir fæðingarorlof, eða 26% af heildinni. Ails eru 76 konur á atvinnuleysiskrá og 10 karlar. I>ar af eru tveir ellilífeyrisþegar og einn örorkubótaþegi. í blaðinu er einnig að finna harða ádrepu á starfsmanna- stefnu ríkis og annarra atvinnu- rekenda. Friðbert Traustason for- maður SÍB nefnir m.a. að norska ríkið hefði þurft að greiða 500 milljaröa ísl. króna vegna mis- heppnaörar einkavinavæöingar bankakerfisins þar í landi á sínum tíma. Hann undrast afhverju ls- lendingar þurfi einatt að „falla í pyttinn með ríkisvaldið í farar- broddi" þegar vítin eru víöa til varnaðar. Vilhelm Kristinsson fram- kvæmdastjóri SÍB gagnrýnir harb- lega meinta aöför ríkisvalds og at- vinnurekenda ab verkalýðshreyf- ingunni þar sem reynt er að „draga tennurnar úr verkalýðs- hreyfingunni og kippa fótunum undan samstöbunni. Lítið sé gert úr grundvallarréttindum launa- manns, s.s. lágmarkslaunum og ákvæðum um hámarksvinnutíma o.fl. Markmiðið með meintri ab- för sé aö launamaðurinn standi einn gagnvart fyrirtækinu þar sem m.a. er ýtt undir að frama- gjarnt fólk vinni sig í álit meb því t.d. að „vinna yfirvinnu án þess ab krefjast launa fyrir." -grh Ný Ijóöabók eftir Matt- hías johannessen: Vötn þín og vængur Hörpuútgáfan hefur sent frá sér bókina Vötn þín og vængur eftir Matthías Johannessen. Þetta er sautjánda ljóðabók Matthíasar en sú fyrsta, Borgin hló, kom út árið 1958. Eftir hann hefur komið út fjöldi annarra bóka: smásögur, leikrit, ritgeröir, viðtalsbækur og ævisögur. Vötn þín og vængur er sam- kvæmt tilkynningu frá Hörpuútgáf- unni meðal stærstu og veigamestu ljóðabóka Matthíasar og sýni einna best helstu yrkisefni hans og listræn tök. Bókin skiptist í átta flokka sem nefnast Um vindheim víðan, Hug- mynd okkar um jörð, Inní enn einn draum, Vötn þín og vængur, Huld- unnar rísandi dagur, „Hiö eilífa þroskar djúpin sín", í nærveru tím- ans og Kumpánlegt olnbogaskot. Verð bókarinnar er kr. 2980. ■ Sigurður Valgeirsson ráðinn dagskrárstjóri RÚV ,Vil auka leikið efni“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.