Tíminn - 04.04.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.04.1996, Blaðsíða 4
4 IRWUfltP® FimmtudagUr 4. apríl 1996 iiwitjw STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guómundsson Ritstjórn og auglýsinqar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Nú er þörf íhugunar Nú, þegar páskahátíöin er framundan, ein mesta stórhá- tíö kirkjunnar, væri ástæöa til þess aö fjalla um kirkjuleg málefni. Ekki þarf aö rifja upp aö kirkjan hefur veriö í þjóöfélagsumræöunni í allan vetur, af ástæöum sem er ekki ætlunin aö rekja hér sérstaklega og öllum eru kunnar. Deilur presta og biskups og þau mál, sem upp hafa komiö í kringum biskupsembættiö, valda öllum þeim, sem vilja veg þjóökirkjunnar mikinn, þungum áhyggjum. Þetta er einstaklega alvarlegt mál vegna þess aö vegur kirkjulegs starfs og fjölbreytni hefur fariö vax- andi á undanförnum árum, og fullyröa má aö kirkju- sókn hafi fariö vaxandi þó hún hafi mjög veriö bundin viö stórhátíöir. Þaö er mjög hætt viö því aö dragi úr þeim jákvæöu straumum, sem hafa veriö í kringum kirkjuleg málefni, ef þjóöin fær þaö á tilfinninguna aö kirkjunnar þjónar standi í illdeilum dagana langa. Þaö á vissulega ekki aö vera bannorö aö ræöa kirkjuleg málefni opinberlega. Hins vegar ber sú umræöa aö á einkar leiöinlegan og óviöfelldinn hátt. Umræöur um kristinn boöskap, messuformiö og starf kirkjunnar eru vissulega af því góöa og eiga viö í lifandi samfélagi, en þjóöin hefur vissuiega á tilfinningunni aö umræöur síð- ustu vikna séu ekki af þeim toga. Þegar ástandið er líkt og nú, koma upp ýmsir spá- menn meö einfaldar lausnir. Ein er sú aö segja sig úr þjóðkirkjunni og ganga í samtök fólks sem kalla á aö- skilnað ríkis og kirkju. Þaö sé lausnin. Aörir halda sig viö strangt messuform og „grallarasöng", eins og þaö er orðað, og þriöji hópurinn er sá sem vill breyta messunni í tónleika og hafa altarið á hjólum, svo þaö sé ekki fyrir þegar haldinn er konsert. Þaö er eins meö þessi mál og önnur, aö hinn gullni meðalvegur hlýtur aö vera bestur. Satt aö segja hefur þjóökirkjan ratað hann nokkuð vel á undanförnum ár- um, þótt nú sé að verða breyting á og ekki annað fyrir- sjáanlegt en aö trúmáladeilur og klofningur sé aö koma upp innan kirkjunnar. Þjóðkirkjan hefur veriö umburö- arlynd kirkja, skjól og athvarf fyrir fólkiö í landinu þeg- ar á bjátar. í hörmulegum atburöum liöinna missera hefur fólk leitaö þúsundum saman í kirkjurnar aö hug- svölun og beöiö fyrir þeim sem í hörmungar hafa rataö. Það er sannarlega nauösyn aö þjónar kirkjunnar noti hina miklu hátíð, sem framundan er, til íhugunar ef færi gefst á slíku, um hvernig er hægt að setja niður hinn mikla óróa sem kominn er upp innan hennar. Stórar yfirlýsingar í fjölmiðlum gera enga stoð, þvert á móti breikka þær biliö. Þaö er þörf á því aö lægja öldurn- ar. Allir aðilar þessa máls þurfa aö fá tíma til íhugunar. Þaö væri ekki vel farið ef framtíð kirkjunnar yröi sú að hún mundi verða samansett af einkareknum söfnuðum, sem hver mundi fara sína leið eftir áherslum þeirra sem sjá um fjárhirsluna. Því miður bendir margt til þess aö þróunin sé í þá átt um þessar mundir. Þaö er dálítið merkilegt að ýmsir þeir talsmenn, sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju, eru mjög andsnúnir einkavæöingu á öör- um sviðum. Þaö er því hætta á aö áframhaldandi deilur innan kirkjunnar gætu leitt til klo.fnings hennar eöa hreinnar sundrungar, til ómælanlegs tjóns fyrir trúarlíf- ið í landinu. Tíminn óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páska- hátíðar. Megi helgi hennar veröa lóö á vogarskál friðar og sanngirni í samskiptum manna innan kirkjunnar sem og meðal annarra þjóöfélagsþegna. Jón Birgir Pétursson: Ljótur Bolli er nafn íslendingar hyggja þessa stund- ina að alþjóðasamstarfi og stunda sem aldrei fyrr samvinnu við aörar þjóðir á ótrúlegustu sviðum. Hluti þessarar agnar- smáu þjóöar er á stöðugum þön- urn í útlöndum á fundum og ráöstefnum og skiptir þá litlu máli hvort við eigum þar stórt erindi eða ekkert. En á sama tíma og við veröum evrópskari og alþjóðlegri í hátt, stöndum við lofsamlega vörö um sérís- lensk einkenni og íslenska hags- muni, við viljum varðveita upp- runa okkar og einkenni og við viljum standa vörð um hrein- leika landsins okkar. Landiö verjum viö gegn ýmis konar ásókn, en því miður Ljótur Bolli eöa jafnvel Hreinn Bolli er lögum ekki allri. Stundum leikum við vörnina skynsam- samkvæmt og það er Ljótur Drengur líka. lega, stundum ekki. Ljótur Bolli - rammíslenskt nafn Litlu munaði á dögunum að Þjóðskrá íslend- inga fengi til skráningar mannsnafnið Ljótur Drengur, eða í besta falli nafniö Ljótur Bolli. Nöfn sem leyfilegt er að nota. En af þessu varð sem bet- ur fer ekki. í staöinn kom til skráningar nafnið Eilífur Friður ....... Edgarsson á fulltíða landnema hér á landi. Útlendingur þessi lýsir í blaðagrein hremmingum þeim sem yfir hann dundu, þeg- ar hann gerðist íslendingur og var sviptur hinu raunverulega nafni sínu. íslenskan, þetta hreinasta tungumál allra tungu- mála þolir ekki að íslenskir ríkis- borgarar heiti sínum réttu nöfn- um. Allt verður að íslenskast. Minna er lagt upp úr því að þeir sem undir þess- um rammíslensku nöfnum standa tali sómasam- lega íslensku. Sumir þeirra tala reyndar alls ekki nothæfa íslensku. Brogaba íslensku tala reyndar fleiri, meðal þeirra fjöldi hámenntaðra íslendinga, sem slettir útlensku í annarri hverri setningu til aö gera sig skiljanlega — og trausta og trúveröuga í sjónvarpsviðtölum. Þaö er undarlegur ósiður að skylda ibúa verald- arinnar, þá örfáu sem óska eftir að setjast hér að til frambúöar, að þurfa að kasta nafninu sem þeir hafa gegnt frá frumbernsku. Hvernig þætti íslend- ingum sem setjast að í öðrum löndum að þurfa að sæta slíku? Að vísu eru mörg dæmi um ab íslendingar hafi breytt nöfnum sínum, en það kom þá ekki til af góðu. Þannig varð Sigmundur Guðmundsson að Munda Goodman í henni Ameríku forðum, af fúsum og frjálsum vilja — en ekki fyrr en eftir ab hinir nýju samlandar voru búnir að klæmast lengi á íslenska nafninu. Rúslan heitir Rúnar nú í heimi sem sífellt skríöur saman í alþjóða- hyggju og markaösbandalögum skýtur það nokk- uð skökku við að Ruslan Outchinnikov, fyrrum sovétborgari, skuli skyndilega og öllum að óvör- um koma fram sem fimleikastjarnan Rúnar Alex- andersson. Af hverju má kappinn ekki heita Rúsl- an? Hann fékk flýtimeðferð í kerfinu til ab gerast íslendingur, rétt eins og Vladimir Azhkenasy pí- anósnillingur forðum, og fékk ofan í kaupib splunkunýtt nafn. Píanóleikarinn þurfti hins veg- ar ekki að fórna nafni sínu, enda óljóst hver hefði orðið framtíð hans sem Valdimar Valdimarsson í hörðum heimi píanósnillinga. Paul Pampichler fékk á sínum tíma íslenska nafnið Páll Pálsson. Þannig gilda ekki sömu reglur um alla menn. Mannanöfn hafa verið talsvert til umræðu að undanförnu og um þau deilt á Alþingi og víðar. Mönnum er ekki sama um það hvernig á slíkum málum er haldið. Margar undarlegar reglur eru settar til verndar íslenskum mannanöfnum og flestir viröast týndir í reglugerðarfeninu því. I’rest- um er því vandi á höndum þegar þeir heyra ýmis nöfn sem nota má. Þá er gott aö geta leitaö í hand- bók sem gefin hefur verið út af Mannanafna- nefnd. Þar má sjá hvað er löglegt og hvað ekki. I tímans rás Kúariða og gin- og klaufaveiki Mannanafnafarganiö er ein varnarabgerð ís- lendinga. Önnur aðgerð við landamæri okkar varbar innflutning af ýmsu tagi. Um langt skeið hefur verið deilt á íhaldssemi yfirvalda varðandi innflutning á kjöti frá öðrum löndum og öll sú tregða talin vægast sagt móðursýkisleg. Yfirdýra- læknar hvers tíma hafa þurft að gjalda fyrir þetta. Nú er berlega að koma í ljós að þess er full þörf ab vera á verði. íhaldssemin get- ur gagnast vel eins og í þessu til- viki. Tekist hefur að halda ýms- um skæðum sjúkdómum frá búfé landsmanna. Einmitt vegna þess- arar íhaldssemi hefur kúariða ekki borist hingað, né heldur gin- og klaufaveiki, en aðrir sjúkdóm- ar hafa því miður borist þrátt fyr- ir abhaldið. Kjötvörur sem hér eru framleiddar eru án efa með hreinustu afurðum af því tagi sem fáanlegar eru. Þær eru dýrari en útlendar, en meinhollar og hreinar afuröir. Ómenning knýr dyra Enn fleira en dýrasjúkdóma mætti reyna að stöðva við landamærin. Hingað til lands berst ógrynni af ómenningu sem allt eins mætti stöbva. Þar má nefna eiturlyf og ekki síbur ýmsar óholl- ustuafurðir frá Hollywood, sem koma hingað í miklu magni á myndböndum og í kvikmyndum. Hér í blaðinu sagði frá því í gær að Kvikmynda- skoöun hefði ekki leyft sýningar á tiltekinni kvik- mynd sem einu kvikmyndahúsanna barst í inn- kaupapakka sínum. Limlestingar og morðsenur myndarinnar voru á þann veg að ekki þótti hæft að sýna myndina á almannafæri hér á landi. Kannski var ísland þar eitt á báti meö bannfær- ingu. En það gildir einu. Það er djarft og gott framtak hjá þessu eftirlitsfyrirtæki aö stöðva óþverrann og án efa mætti þetta gerast oftar. Heimilin í landinu ættu líka að viðhafa sitt eigið kvikmyndaeftirlit. Það er ekki sama hvaða efni börn og unglingar eru að koma með frá mynd- bandaleigunum. Sumt efni er hreinlega ekki í hús- um hæft, og ætti að banna að sýna á heimilum. Umræðan um ofbeldið í kvikmyndum er víða heit um þessar mundir. Mörg ofbeldisverk raun- veruleikans eru beinlínis rakin til kvikmynda þar sem fórnarlömb eru leikin grátt. ístöðulitlir menn viröast ekki skynja að kvikmynd er ekki raunveru- leiki. Sýnt hefur veriö fram á aö mörg óhæfuverk- in hafa nánast verið eftiröpun atvika úr tilteknum kvikmyndum. Oft þarf ekki nema eitt högg á höf- uð til aö deyöa manneskju. En í kvikmyndum skipta höggin stundum tugum án þess að þaö komi verulega að sök. Rétt eins og vib reynum ab sporna við sjúkdóm- um frá öörum löndum, ættum við að kappkosta að vera á verði gagnvart ómenningunni sem frá öbrum stafar. En vib skulum halda góðu sam- bandi vib nágranna okkar í öðrum löndum, og bjóða þá velkomna til starfa og búsetu hér sem vilja, — en leyfa þeim jafnframt að hafa þau for- réttindi að gegna sínu eina rétta nafni. Nöfn þeirra, þótt undarleg kunni að virðast, skapa okk- ur enga hættu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.