Tíminn - 04.04.1996, Side 5
Fimmtudagur 4. apríl 1996
'5f»»WÍWW
5
Jón Kristjánsson:
Endimörk vaxtarins
Þótt ekki sé hetjulegt aö horfa ætíð um
öxl þegar sótt er fram á veginn, er ætíö
nauðsynlegt að meta framtíðarhorfur og
líðandi stund í ljósi sögunnar. Hún er sá
grunnur sem byggt er á.
Fyrir um það bil 25 árum fór ég að
fylgjast með þjóðfélagsumræðu hér á
landi aö marki. Þaö er afar athyglisvert
að líta um öxl til umræðunnar um ís-
lenskar auðlindir og íslensk atvinnumál
sem þá var uppi. Menn hugleiddu það þá
eins og nú hvernig atvinnu yrði haldiö
uppi liér á landi og þjóðartekjum og
hvað framtíðin bæri í skauti sínu í þeim
efnum.
Eg man þá tíma sem uppi voru umræð-
ur um erlenda fjárfestingu og stóriðju
hér á landi, sem enduðu með samningn-
um um álveriö í Straumsvík og virkjun
Búrfells. Andstaðan gegn þessum fram-
kvæmdum var hörð á þeim forsendum
að útlendingar væru að troða upp á okk-
ur óþverrastarfsemi, sem þeir vildu ekki
hafa heima hjá sér. Umræður um það að
rétt væri að opna landið fyrir erlendri
fjárfestingu voru víðs fjarri. Ég man
einnig að þeir, sem börðust fyrir þessari
framkvæmd, héldu því fram að vatns-
orkan væri á síðasta snúningi með að
vera samkeppnishæfur orkugjafi. Kjarn-
orkan myndi taka yfir innan tíðar.
í dag er ástandiö þannig að allar þróað-
ar þjóðir hafa opnað sitt hagkerfi fyrir er-
lendri fjárfestingu og spurningin er
miklu fremur um umhverfismál þegar
stóriðju ber á góma og hvaða kröfur á að
gera í þeim efnum. Nú þykir ekki tiltöku-
mál að sækjast eftir erlendu fjármagni,
að því undanskildu að skiptar skoðanir
eru um fjárfestingu í útgerð og vinnslu í
sjávarútvegi hérlendis og yfirráð yfir tak-
mörkuðum fiskveiðiheimildum.
Vatnsorkan er enn vel samkeppnis-
hæf, en kjarnorkan á undanhaldi. Miklu
fremur veröur það gas, sem keppir við
vatnsorkuna á næstunni, en ekki má
gleyma því að vatnsorkan er endurnýj-
anleg auðlind.
Möguleikar okkar liggja því tvímæla-
laust enn í nýtingu orkulinda, en það eru
umhverfismál sem deilum valda í kring-
unr þá nýtingu. A næstu árum mun sú
umræöa verða viðvarandi og það er við-
búið að þjóðin standi frammi fyrir erfið-
um ákvörðunum í þeim efnum innan
skamms tíma.
Sjávarútvegur og iðnaður
Svo enn sé vikið aldarfjórðung aftur í
tímann, þá voru ekki fáir fyrirlesarar á
þeim tíma sem staðhæfðu að sjávarút-
vegur væri kominn að endimörkum
vaxtarins og iðnaður yrði að standa und-
ir fjölgun atvinnutækifæra á íslandi á
næstu árum. Staðhæfingar um endimörk
vaxtarins í sjávarútvegi komu frá fjöl-
mörgum aðilum sem stóðu í fararbroddi
á þeirri tíð. Það er athyglisvert að velta
fyrir sér þessum málum í dag.
Verkfræðingafélag íslands og Sjávarút-
vegsstofnun Háskóla íslands héldu ráð-
stefnu þann 29. mars
síðastliðinn um lífríki
hafsins og fiskveiðar ís-
lendinga. Þar rifjar
Þórður Friöjónsson,
forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar, upp þessa um-
ræðu í erindi og bregð-
ur upp nokkrum mjög
athyglisverðum stað-
reyndum um þróun
síðustu áratuga í sjávar-
útveginum.
Þar kemur meðal annars fram að allt
frá árinu 1970 hefur útflutningsfram-
leiðsla í sjávarútvegi aukist meira en afl-
inn, sem þýöir einfaldlega það að at-
vinnugreinin hefur verið í stöðugri þró-
un allan þennan tíma og nýting aflans
hefur batnað. Verölag á erlendum mörk-
uðum hefur auðvitað einnig áhrif í þessu
efni.
Það er alveg ljóst öllum, sem fjalla um
málefni sjávarútvegsins, aö það er langt í
frá að þeir möguleikar sem í honum fel-
ast séu tæmdir. Möguleikar í fullvinnslu
sjávarafurða em miklir og mikil þróun
hefur verið í þessum efnum á síðustu ár-
um. Útgeröarmynstrið hefur einnig
breyst og útgeröin er oröin blanda af út-
gerð strandríkis og úthafsveiðum. Sér-
hæfing hefur aukist og fiskmarkaðir hafa
fest sig í sessi hérlendis á síöari árum.
Nýsköpun í sjávarútvegi
og fiskeldi
Margt af því, sem gerst hefur í sjávarút-
veginum, má flokka undir nýsköpun.
Vinnsluaðferðir hafa breyst. í kringum
sjávarútveginn hefur vaxið upp þróaður
iönaður bæöi í veiðarfærum og vélbún-
aði. Það hefur hjálpað til við þessa þróun
að ef tala má um heimamarkað sem
munar um, þá er það í þessum greinum.
Útflutningur hefur vaxið mjög í þessari
framleiðslu og það stafar af þeirri þekk-
ingu, sem hér er fyrir hendi á veiðum og
vinnslu.
Fiskeldi er almennt talið munu ryðja
sér enn frekar til rúms í framleiðslu sjáv-
arfangs á næstu áratugum. Mikiö til-
hlaup íslenskra athafnamanna í þessari
grein tókst ekki sem skyldi og töpuðust
miklir fjármunir,
einkum í stórum
strandeldisstöðvum
síðasta áratuginn.
Það skyldi þó varast
hina einhæfu um-
ræðu um þessi mál,
þegar talað er um
loðdýrarækt og fisk-
eldi sem samnefnara
yfir rangar ákvarðan-
ir og allt sem miður
hefur farið síðustu
áratugina. Nú horfir
betur í loðdýraræktinni, og það er ljóst
að sú reynsla, sem aflað hefur verið í fisk-
eldi, getur komið þjóðinni til góða á
komandi árum. Athyglisverðar tilraunir
eru í gangi í þessum efnum og það má
ekki missa niöur þráðinn í þessari starf-
semi né láta þær glamurkenndu umræð-
ur, sem áföll liðinna ára hafa kallaö fram,
villa sér sýn.
Ibnaöur
Þó að umræðan fyrir aldarfjórðungi
hafi verið nokkuð misvísandi hvað varð-
aði þróun sjávarútvegsins, þá var það rétt
að mikil þörf er fyrir fleiri atvinnutæki-
færi í iðnaði og þjónustu. Reynslan varð
sú að þjónustugreinum fjölgaði mikið,
einkum í opinberri þjónustu. í öllum
þessum atvinnugreinum, sem nefndar
hafa verið, hefur orðið mikil tækniþróun
sem leysir mannshöndina af hólmi. Þó
er í mörgum greinum þjónustu þörf fyrir
persónulega þjónustu, sem vélar geta
ekki leyst af hendi.
Þau ánægjulegu tíðindi eru að gerast
nú að iðnaður er á uppleið í landinu. Út-
flutningsiðnaöi í greinum sem byggja á
tækniþekkingu og hugviti hefur vaxiö
fiskur um hrygg. Sumar af þeim hafa
bakhjarl í sjávarútvegi, eins og áður er
vikið að, aðrar ekki. Það er til dæmis
ánægjulegt að sjá tölur um að útflutn-
ingur steinullar hefur farið mjög vaxandi
á árinu 1995. Það var þó ekki alls staðar
spáð vel fyrir þeirri starfsemi, þegar
henni var komið á fót, og Steinullarverk-
smiðjan á Sauðárkróki var talin dæmi
um heimskulega fjárfestingu, unna fyrir
tilstilli stjórnmálamanna.
Ég hef áöur komið inn á það, m.a. í
helgargrein um síðustu helgi, hve nauð-
synlegt þaö er að skapa iðnaöinum gott
starfsumhverfi. Hins vegar er góð vísa
ekki of oft kveöin. Það er best gert með
því að halda stööugleika í efnahagslífinu
og lágri verðbólgu. Iðnaður hreinlega
þrífst ekki á eðlilegan hátt í öðru um-
hverfi. Engin atvinnugrein stenst alþjóð-
lega samkeppni í óðaverðbólgu.
Hins vegar getum við sem best tamið
okkur að láta íslenskar iðnaðarvörur hafa
meiri forgang í innkaupum en raun er á.
Hve róöurinn er þungur í þessum efn-
um sést best á nýlegu dæmi um innkaup
á byggingarefni fyrir Borgarholtsskóla.
Þar stefnir í að innflutt byggingarefni
verði tekið fram yfir innlent í stórinn-
kaupum. Þetta er síður en svo eina dæm-
ið. Ég er ekki að mæla með neinum boð-
um eða bönnum í þessu efni, enda brjóta
þau í bága við þá samninga sem við er-
um aðilar að um viðskipti. Þetta mál
snýst um hugarfar fyrst og fremst.
Komandi ár
Það hefur veriö rakið hér á undan að
fyrir aldarfjórðungi var hugur manna
bundinn við endimörk vaxtarins í sjáv-
arútvegi. Þessir menn höfðu rétt fyrir sér
að því leyti, að þeir tímar komu að auð-
lindin var ekki frjáls fyrir alla. Veiði-
mannaþjóðfélagið hefur runnib sitt
skeið, og sú breyting er gífurleg fyrir okk-
ur Islendinga. Hins vegar mun okkur
nýtast sú reynsla og þekking, sem það
skapaði, til þess að sækja inn á ný svið,
og sú sókn er hafin. Komandi ár munu
miklu fremur einkennast af því ab þab
veröur að nýta auölindir í sem mestri
sátt við náttúruna. Það er vandrataður
vegur. ■
Menn
málefni