Tíminn - 04.04.1996, Page 7
Fimmtudagur 4. apríl 1996
Wmmu
7
um allan bæ ab það fengist
ekki svar við þessu síðasta
tóndæmi."
Um það að læra spurning-
arnar í Trivial Pursuit sem í ár-
daga keppninnar var vinsælt
hjá keppendum, segir Arnór
að þær séu einkum notaðar til
æfinga, til að kanna við-
bragðsflýtinn. „Ekki vegna
vitneskjunnar sjálfrar í þeim."
Eyþór og Kjartan segjast
hafa vitað í raun öll svör sem
þeir komu með rétt, það hafi
ekki verið giskab í neinum til-
fellum. Þó segir Kjartan
skemmtilega tilviljun hafa
komið upp sama dag og úr-
slitakeppnin var haldin þegar
þjálfarar gerðu hinstu stikk-
prufu á kunnáttu keppend-
anna. „Stefán sagðist vera
með skemmtilega spurningu,
hvert heimsmetið væri í að
rugga sér í ruggustól. Ég skaut
á 444 klukkustundir og það
reyndist rétt! Það er „gisk" í
lagi og mér þótti þetta góður
fyrirboði um að viö myndum
vinna úrslitakeppnina."
-En hvað með taugaóstyrk,
voru menn stressaðir?
Arnór: „Viö vorum ekki
stressaðir en spenntir. Um
leið og við vorum komnir í
26-13 nábum við að slaka á."
Kjartan segir mikla gleði
hafa gripiö sig er hann sá að
Flensborgarskólinn fékk að-
eins 13 stig í hraðaspurning-
unum en MR- ingarnir svör-
uðu 22 hraðaspurningum
sjálfir sem er það besta sem
náðist í ár. „Við bjuggumst
við svona 15-16 stigum hjá
hinum. Fram að þessu höfðu
allir andstæðingarnir okkar
fengið 13 stig í hraðaspurn-
ingunum nema Húsvíkingar."
Sá í stuöinu fékk aö
svara
Um ágreining um svör, segir
Kjartan að hann hafi senni-
lega oftast tekið af skarið en
aðallega hafi því verið þannig
farið að „sá sem var í stuðinu
hann svaraði." Fyrirliðinn
Guðmundur hafi í raun ekki
haft meiri völd en aðrir. Ef við
fáum hugmynd er hún borin
upp við félagana og sá sem er
til í að gera sig að fífli fyrir
framan alþjóð lætur vaða, ef
svarið er umdeilt."
Helgi Ólafsson stórsmeistari
samdi spurningarnar í keppn-
inni og segja Arnór og Kjartan
að þær hafi veriö „skemmti-
lega ófyrirsjáanlegar". „Þær
voru góðar að því leyti að það
var ekki hægt að lesa ákveðið
efni upp til að svara þeim."
Um þyngdarstig eru þeir
sanimála um að hraðaspurn-
ingarnar hafi veriö þyngri en
áður og það hafi komið fram í
skorinu.
Stjórnendur þessa þáttar
hafa löngum verið umdeildir.
Hvað fannst þeim, um Davíð
Þór? „Ef vib skiptum þeim
upp í þá sem hafa leikið
„Bondarann" er Stefán Jón
Connery og Davíð Þór Pierce
Brosnan. Við látum Ómar
liggja á milli hluta," segir
Kjartan.
Kampavín og
Strandakaka
Nú gengur Guðmundur fyr-
irliöi inn og sest viö borðið.
Hann skiptist á nokkrum orð-
um við Kjartan og Arnór þar
sem veislugleði næturinnar er
rifjuð upp. Haldiö var upp á
sigurinn með tilheyrandi
hætti, kampavíni og „Stranda-
köku" sem Guðmundur á
heiðurinn af. Aðspurður um
ættfræðina segir Guðmundur
að Tíminn ætti að kannast vel
við afa sinn, Torfa Guð-
brandsson, þar sem hann hafi
skrifað mikið í Tímann. „Ég er
fæddur á Blönduósi 1. janúar
1977 og hef ekki enn flust til
Reykjavíkur. Ég á lögheimili á
Melum 1 í Strandasýslu og
foreldrar mínir eru Björn Guð-
mundur Torfason og Bjarney
Júlía Fossdal, báðir bændur."
Guðmundur segir bekkjar-
kerfið í MR hafa verið aðal-
ástæðu þess að hann sló til og
fór þangað. „Félagslífið er allt
öðruvísi í skóla sem hefur
bekkjarkerfi. Maður kynnist
krökkunum miklu betur. í
áfangakerfinu eignast maður
frekar kunningja en vini."
Allir af fornmála-
braut
-Ein klisjuspurning. Snobb og
hroki í MR?
Guðmundur: „Nei, hrokinn
er bara gríma sem vib setjum
upp til að pirra aðra fram-
haldsskólanemendur. Hér eru
menn almennt mjög venju-
legir og jarðbundnir nema í
„extreme" deildum eins og
fornmáladeild 1 og eðlisfræði-
braut."
í ljós kemur að þremenn-
ingarnir eru allir við nám í
Fornmáladeild 1 sem jafn-
framt er fámennasta deildin í
skólanum. Af 8 siguvegurum
úr MR hafa sigurvegarar 5
sinnum verið úr Forn 1 að
sögn Kjartans.
Fyrirlestur Guðmundar um
ferðir á Norður- og Suðurpól
vakti nokkra athygli í úrslita-
þættinum. í fyrsta skipti voru
staðreyndavillur „kaffihúsa-
kallanna" leiðdréttar og gerði
Guðmundur reyndar gott bet-
ur, þar sem hann leiðrétti þá
fjórðu, þegar frumstæðir vél-
slebar hefðu verið notaðir í
einni ferðinni.
-Hvernig í ósköpunum gat
hann vitað þetta?
„Ég fékk mikinn áhuga á
þessu á sínum tíma, ég les
margt skrýtið. Ég kynnti mér
kapphlaupið um pólinn og
flest sem hægt er ab lesa um
Amundsen. Einu sinni var ég
kominn í tímahrak með rit-
gerð í grunnskóla og bjargabi
mér fyrir horn með því að
halda 15 mínútna óundirbú-
inn fyrirlestur um heimskaut-
ið. Þetta rifjaðist svo upp í
þættinum."
Aupair í Japan og
aukin kvenhylli
-En hvað ber svo framtíðin í
skauti sér. Eru menn ekki stór-
huga eftir viðurkenningu sem
þessa?
Guðmundur: „Það sem nú
tekur við eru stúdentspróf og
utanlandsferð í sumar. Ég er
að gera það upp við mig hvort
ég verði Au-pair í Japan næsta
vetur eða fari í sagnfræði í Há-
skóla íslands."
Kjartan: „Ég er að spá í að
fara erlendis í „eitthvert rólegt
fag en ef HÍ verður fyrir val-
inu gæti ég hugsað mér að
kíkja á lagakrókana." Arnór er
enn ekki farinn að hugsa um
framtíðarstarfið.
Hinsta spurning blaðmanns
er hvort sigurinn í keppninni
muni koma til meb að breyta
einhverju í lífi sigurvegar-
anna. Þeir eru sammála um að
sjálfstraustið hafi aukist og
hégómagirndin e.t.v. kitluð
lítillega. Um kvenhylli sögðu
þeir sannað aö hún myndi
stóraukast. „Nú er rétti tíminn
að vera á lausu," og þar með
voru Guðmundur, Kjartan og
Arnór roknir.
Björn Þorláksson
Hin hliöin á forseta-
framb j óðendunum
Fjórir íslendingar hafa tilkynnt aö þeir gefi kost á sér til forsetafram-
boös þann 29. júní nœstkomandi. Tíminn lagöi fimm laufléttar
spurningar fyrir frambjóöendurna. í Ólaf Ragnar Grímsson náöist
ekki aö þessu sinni. En hér koma svör hinna þriggja.
Spurt var:
1. Hver er uppáhalds rithöfundurinn þinn, tónlistarmaðurinn og mynd-
listarmaðurinn?
2. Er einhver matur í sérstöku uppáhaldi hjá þér?
3. Ef þú fengir óvæntan frídag, hvernig mundir þú verja honum?
4. Með hvaða íþróttafélagi heldur þú?
5. Hver er fallegasti staður sem þú hefur komið á?
Gubrún Agnarsdóttir, lœknir og for-
stjóri Krabbameinsfélags íslands:
LISTIN
Ég á svo marga eftirlætishöfunda,
eftirlætistónskáld og eftirlætis-
myndlistarmenn. Það er sannast
sagna ógerningur ab gera upp á
milli þeirra. Ég les mikiö og hlusta
mikið á tónlist og hef líka mikla
ánægju af myndlist. Fjölmargir
listamenn hafa gefið mér svo ótrú-
lega mikið, og það er ógerningur
að einskorða sig vib eina mann-
eskju.
MATURINN
Það er nú með matinn. Ég hef svo
gaman af að borða og borða yfir-
leitt það sem boriö er fyrir mig. Ég
hef gaman af fjölbreytilegum mat,
líka einhverju óvæntu og óvana-
legu. En íslenskur fiskur er kannski
þab sem maður mundi velja sér í
daglegan kost, ég hef dálæti á hon-
um.
FRÍDAGURINN
Ég held ég mundi verja óvæntum
frídegi með mínum nánustu úti í
náttúrunni.
ÍÞRÓTTIRNAR
Ég hef mikla trú á íþróttum, þær
eru mikilvægar, ekki síst það að
sem flestir ibki einhverja íþrótt eða
hafi einhverja reglubundna hreyf-
ingu og holla útivist. Keppnis-
íþróttir eru auðvitað spennandi og
skemmtilegar út af fyrir sig og laða
áreiðanlega abra iðkendur að. En
ég hef ekki haldið með einu félagi
umfram annað fram til þessa.
FEGURÐIN
Feguröin er margbreytileg og stað-
irnir margir sem eru fagrir. Eg hef
víða farið um heiminn, en þaö er
erfitt að benda á einn stað. Jafnvel
í hrjóstrugasta landslagi býr mikil
fegurð.
Gubrún Pétursdóttir, líffrcebingur og
forstöbumabur Sjávarútvegsdeildar
Háskóla íslands:
LISTIN
Ég les mest ljóð, núna síðast Kóð
eftir Þórð Magnússon, sem er
löngu látinn, yndislega bók, útgáfu
sem ég fékk að vera meö í að kosta.
Ég hlusta mjög mikið á tónlist og
hef svolitla menntun í klassískri
tónlist og hef sungið í kórum og er
í stjóm óperunnar. Ég er myndlist-
arunnandi ofan á allt, líklega er ég
listafíkill, og sæki myndlistarsýn-
ingar. Ég er ekki síður hrifin af ný-
listinni sem nú er áberandi en eldri
formum myndlistar.
MATURINN
Mér finnst gott að borða góðan
mat, en ekki mikið af honum. Um
páskana ætla ég ab hafa fisk í ofni
á föstudaginn langa, og skinku á
páskadag. Maöurinn minn var
kokkur á síldarbát og býr til heims-
ins bestu fiskibollur et'tir uppskrift
móður sinnar.
FRÍDAGURINN
Þá mundi ég setja nesti í bakpok-
ann minn, fara í regnkápu, því ég
er forsjál, og síðan mundi ég fara í
gönguferð eftir öllum nýja stígnum
sem liggur frá Ægisíðu og upp í
Heiðmörk. í lokin mundi ég fara í
Árbæjarlaug með steipurnar mínar
— og taka strætó til baka.
ÍÞRÓTTIRNAR
Ég held ekki með neinu íþróttafé-
lagi, ég held með íslendingum þeg-
ar þeir keppa vib útlendinga, lands-
liðinu. Ég hef ekki stundaö íþróttir
sjálf, en var í ballett þegar ég var
lítil.
FEGURÐIN
Það er óhemjufallegt víba á Vest-
fjörðum. En ab nefna einn stað er
nánast útilokað. Ég á alltaf erfitt
með „uppáhalds"-spurningar. Mað-
ur þrengir svo sviðib ef eitthvaö er
„uppáhalds" hjá manni.
Cubmundur Rafn Geirdal, nudd-
frœbingur og skólastjóri:
LISTIN
Uppáhaldsrithöfundurinn minn
er Albert Einstein. Ég hlusta lítið
á tónlist, og sama er að segja um
myndlist að þar á ég engan uppá-
halds myndlistarmann. En ég les
ákaflega mikib.
MATURINN
Hrísgrjón eru minn eftirlætisrétt-
ur. Eg hef stundum verið á græn-
metisfæði, og legg mikib upp úr
því að borða eins holla fæðu og
kostur er hverju sinni.
FRÍDAGURINN
Fengi ég óvæntan frídag, þá
mundi ég áreiðanlega nota hann
til að hugleiða.
ÍÞRÓTTIRNAR
Ég á ekkert uppáhalds íþróttafé-
lag. Ég hef trú á almennings-
íþróttum, en er lítið fyrir keppn-
isíþróttir, sérstaklega barna sem
er att út í keppni allt of snemma,
áður en þau eru tilbúin. Ég var
sjálfur hlaupari í Breiðabliki, og á
enn met í millivegalengdum.
FEGURÐIN
Fallegasti staður sem ég hef séð
er líklega Boulder í Colorado þar
sem ég var við nám. Klettafjöllin
eru afskaplega falleg.