Tíminn - 04.04.1996, Qupperneq 11

Tíminn - 04.04.1996, Qupperneq 11
Fimmtudagur 4. apríl 1996 11 Stefán Lárus Pálsson veiöieftirlitsmaöur meö Sunnu Sl í baksýn. Eftir 88 daga fjarveru frá heimili sínu á Akranesi dreif Stefán sig í aö ganga frá skattskýrsjunni í staö þess aö horfa á leik Skagamanna og Bl sl. sunnu- dag sem Isfiröingar vilja helst gteyma en Skagamenn unnu leikinn meö 14 mörkum gegn engu. Olía tekin úr birgöaskipi úti á rúmsjó. Slangan er dregin milli skipa. einhverjar hremmingar sem að sjálfsögðu varö ekki. Þegar þeir kvöddu þá sögðu þeir við mig að það væri alveg nákvæmlega sama hvað lítið væri að, t.d. að ef ég mætti ekki góðu viðmóti eöa ann- að þá ætti ég bara á láta vita." Hann segir að Kanadamenn hefðu hlegið að því daglega að andstaða útgerða viö því að taka íslensku veiðieftirlitsmennina um borð, skyldi snúast um meintan fæðis- kostnað. Keimlíkt veöurfar Fyrstu daga Stefáns um borð í Sunnu SI var kolvitlaust veður og varla hægt að stunda nokkrar veið- ar eða nánast ekki neitt. Við þessar aðstæður á miðunum barst neyð- arkall frá grísku flutningsskipi á svæðinu og þá hófu skipverjar á Sunnu strax að svipast eftir því. Það var hinsvegar kanadískt varð- skip sem kom skipinu til aðstoðar og bjargaði áhöfninni. Sem betur fer þá sökk flutningsskipið ekki og tókst að koma dráttartaug á milli. Stefán segir aö kanadískur dráttar- bátur hefði síðan komiö með skip- ið í togi til Halifax þann 4. febrúar eftir þriggja vikna ferð. Stefán segir að veðurfar á þess- um slóðum sé svipað því sem ís- lenskir sjómenn þekkja á ísland- smiðum og því á það ekki að koma íslenskum skipstjórnarmönnum neitt á óvart. Hann segir að sama lægðarkerfiö sé þarna og hér og gengur hratt yfir. Þegar veðrið er gott, þá er oftast nær stilla og þoka með sólskinsdögum á milli. Á sumrin getur hitastigið farið hátt í 30 stig en Nýfundnaland er með svipaða hnattstöðu og París í Frakklandi. Hinsvegar getur hann verið ansi kaldur á vetuma og m.a. var um 14 stiga gaddur og níu vindstig þegar Stefán sté á land í St. John í byrjun sl. janúar. Aftur á móti er ekki búist við því að hafís- inn láti sjái sig á rækjumiðunum í vetur, þar sem ísinn er enn við La- brador og farið að vora. Þrátt fyrir það er aldrei á vísan að róa í þess- um efnum ög m.a. var mikið um hafís þarna á miðunum árið 1993. Leið vel um borð í Sunnu Sl Stefán ber áhöfninni á Sunnu og Sunna í höfn eftir góöan túr á rœkjumiöunum meö trolliö á dekki. Hinriki Hringssyni skipstjóra vel söguna, enda skipið aflasælt og vel mannað í áhöfn þótt kvenmanns- laus sé. Sunna er með tvö stór rækjutroll sem dregin eru samsíða og oftast nær í sex tíma í einu áður en híft er, eöa sem nemur einni vakt. En Sunna er með öflugustu skipum í íslenska flotanum með flókin og tölvustýrðan vinnslu- búnað. Sem dæmi þá er suðutím- inn ein mínúta og 27 sekúndur, hvorki meira né minna. Til marks um stærð veiðarfæranna er bilið á milli hleranna um 130 metrar og hæðin undir þaknetið um 10-11 metrar. Hann segir að þeir á Sunnu hefðu verið einna fyrstir til að tileinka sér þessa stærð á veiðar- færum við rækjuveiðar á Flæmska hattinum og náð mjög fljótlega góðum tökum á þeim. Hann segir að rimman um eftir- litsmennina hefði að sjálfsögðu verið mikið rædd um borð í Sunnu. Hann segir að áhöfnin hefði tekið sér mjög vel og eftir smá tíma hefði hann verið eins og einn úr áhöfninni og ekkert fund- ið fyrir því nema síður sé að vera þarna sem opinber starfsmaður. Gögn fyrir kvótann „Dagurinn hjá veiðieftirlits- manni um borð í svona skipi, eins og hann kom mér fyrir sjónir, er að maður tekur prufur af rækjunni og mælir fyrir Hafrannsóknastofn- un ákveðið magn í einu. Tilgang- urinn með því er að afla gagna um vaxtarhraöa og þroskastig, auk þess sem fylgst er með seiðamagni í afla. Þá skila ég skýrslu til Haf- rannsóknastofunar fyrir hvern mælingardag. Það er m.a. gert til að menn hafi einhver gögn í höndunum sem hægt verður að byggja á þegar farið verður takast á um kvótann. Þarna er skylda aö vera með seiðaskiljur og þær skila sínu alveg hreint. Meðal aukaafli sem ég mældi var frá 0,4%. Það mesta sem mældist í einstaka til- felli var 2,6% en venjulega er það í kringum 1%. Meö í rækjuaflanum eru m.a. tegundir eins og steinbít- ur og karfi en einnig allskyns fisk- ar sem ég hef aldrei séö, t.d. ófrýnilegir djúpfiskar. Kandamenn segja þó að þeir hafi stundað ítar- legar rannsóknir þarna á miðun- um en þaö kannast enginn við að hafa orðið var við þær. Það er jafn- vel haldið að rækjan endurnýi sig hraðar en þeir vilja vera láta." Stefán segir að vinnutími veiði- eftirlitsmanna miðist við það að klára það sem þarf að gera hverju sinni við mælingar og sýnatöku. Hann segir að þessi vinna fari að- allega fram á daginn, enda sé mönnum uppálagt að gera það á meðan dregið sé í björtu. Auk þess ber eftirlitsmanni aö fylgjast meö veiðarfærum og útbúnaði þeirra og sjá til þess aö það allt það sem þarf að tilkynna stjórnvöldum sé framkvæmt. Hann segir að það verði varla hægt að hrekja þær niðurstöður sem fram koma í gögnum veiðieftirlitsmanna þegar baráttan um kvótann hefst fyrir al- vöru á þessu gjöfula veiðisvæði. Reiknað er með að innan NAFO verði tekin ákvörðun um heildar- kvóta sem aðildarþjóðirnar út- hluta síðan til sinna útgerða eftir veiðireynslu. Frí í 9 daga af 88 Af þeim 88 dögum sem Stefán var á miðunum við Nýfundnaland fékk hann samtals níu frídaga í landi og stoppaði mest þrjá daga í einu. Þegar skipin landa í Argentíu er vinsælt að keyra til St. John og hafa það gott á hótelum. Hann segir að þessi langi tími taki vissulega á sálina hjá skipverj- um og augljós þreytumerki farin að sjást á sjómönnum þegar líða tekur að lokum í hverjum túr. Þrátt fyrir þaö urðu menn ekki fyr- ir neinum álagsmeiöslum þann tíma sem Stefán var um borð þótt álagið hefði verið mikið þegar vel veiddist. Það er því ekki að undra þótt menn verði glaðir þegar túr- inn er afstaðinn og ekki minnkar gleðin ef túrinn hefur verið góður. Stefán segir að samskipti við ís- land frá Flæmska hattinum geti á stundum verið ansi gloppótt og m.a. hefðu þeir tímar komið þar sem ekki var hægt að ná heim í gegnum talstöð. Sem sem betur fer þá stóð slíkt ástand ekki yfir lengi þann tíma sem Stefán var þar ytra. Þá heyrðist á tíðum oft illa eða ekki neitt í íslenska útvarpinu vegna mikilla truflana. Aftur á móti var fjarskiptabúnaðurinn betri um borð í varðskipinu þar sem hægt var hringja hvert sem maður vildi út í heim þar sem mínútan kostaði 700 krónur. Þar fyrir utan er viðmót fólksins á Nýfundnalandi mjög gott og „frábært" að vera þarna, enda íbú- arnir allir af vilja gerðir til að að- stoöa og hjálpa Islendingum ef svo ber undir. Þá séu þeir með svipaða lund og við en þeir rekja ættir sín- ar til Frakka og íra og eru fámenn þjóð eins og íslendingar. Víti til varnaðar Hann segir að íbúarnir setji allt traust sitt á Brian Tobin forsætis- ráðherra sem var áður sjávarút- vegsráðherra Nýfundnalands. Við- varandi atvinnuleysi er á Ný- fundnalandi, eða allt að 20% sem að mestu má rekja til afleiðinga vegna þorskbrests á fiskimiðum eyjarskeggja. Af þeim sökum er reynsla íbúa á Nýfundnalandi ís- lendingum víti til varnaðar. En víða á eyjunni má sjá vegsumm- erki um þá útgerð sem þar var stunduð hér á árum áður þegar þorskurinn var og hét. í flæðar- málum má t.d. sjá báta sem eru að grotna niður og annaö í þeim dúr sem minnir á betra tíma en nú eru. Á Nýfundnalandi býr um hálf milljón manns og þar af 100 þús- und manns í St. John. Hann hefur það eftir innfæddum að það þurfi að fækka í selastofninum ef ein- hver von á að vera til þess að þorskstofninn braggist á nýjan leik. Til marks um stærö sela- stofnsins bendir Stefán á að menn hafi oftar en einu sinni séð sel á eftir skipunum, allt að 250 sjómíl- um frá landi. Stefán segir að verðlag á Ný- fundnalandi sé með allt öðrum hætti en við eigum að venjast. Hann telur það ekki ofmælt að fullyrða að verðlag sé einatt allt að þriöjungi lægra þar en hér. Því til staðfestingar bendir hann t.d. á að verð á Levi's 501 gallabuxum sé rétt um 2000 þús. krónur þegar sama vara kostar á milli 6-7 þús- und krónur hér á landi. Það er því ekki aö undra þótt fólk notfæri sér leiguflug þangað til innkaupa þeg- ar veriö er að skipta um áhafnir á úthafsveiðirækjuskipunum. -grh

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.