Tíminn - 04.04.1996, Síða 14
14
©iílil$9$il
Fimmtudagur 4. april 1996
ípatjevhús í jekaterínbúrg. Þab var rifib 1977 samkvœmt skipun frá Borís Jeltsín, þáverandi abalritara kommúnistaflokksins í Sverdlovsk- umdcemi. Hann fór íþví ab skipun frá Bresnjev, þáver-
andi abalvaldhafa Sovétríkjanna. Þá þegar óttubust Kremlarbcendur ab hollustan vib Rómanovœtt vœri á uppleib. jeltsín segist nú ibrast „þessarar villimennsku."
Bein Rómanova
Höfubkúpur Nikulásar 2. og Alexöndru drottningar.
Talið er nú víst ab bein
Nikulásar 2. Rússakeis-
ara, drottningar hans og
þriggja dætra séu fundin. Þau,
daubdagi fjölskyldunnar og
minningin um keisaradóm-
inn eru vibkvæmt mál í
stjórnmálum Kússlands
16. júlí 1918 voru Nikulás 2.
af ættinni Rómanov (og dóttur-
sonur Kristjáns 9. Danakon-
ungs), síðasti sar (keisari) Rússa-
veldis (f. 1868), drottning hans
Alexandra (f. 1872), dætur
þeirra Olga, Tatjana, María og
Anastasía (22, 21, 19 og 17 ára),
sonur þeirra Aleksej (13 ára), líf-
læknir þeirra og þrír þjónar
drepin í kjallara Ipatjevhúss (er
var kennt vib verkfræðing
nokkurn, fyrrverandi eiganda
þess) í Jekaterínbúrg í Úralhér-
ubum. Voru keisari, sem sviptur
hafbi verið völdum í mars
1917, og fjölskylda hans þar
fangar bolsévíka.
Skipunin um dráp þessi kom
frá Lenín, abalvaldhafa bolsé-
víkastjórnarinnar, gegnum sov-
ét Úralhéraba, er hafbi absetur í
Perm og fór meb völd á því
svæði í umboði stjórnar Leníns.
Drápin framdi ellefu manna
hópur undir stjórn Jakovs
Júrovskíj, úrsmiðs og ljósmynd-
ara og æðsta manns öryggis-
mála fyrir bolsévíka hönd í Jek-
aterínbúrg.
Imre Nagy
í meirihluta í hópi þessum
voru Ungverjar og Lettar, þeir
fyrrnefndu líklega stríðsfangar
úr austurrísk- ungverska hern-
um. Einn þeirra hét Imre Nagy.
Ekki er loku fyrir það skotið að
hann hafi verið sá Imre Nagy,
er síðar varð einn helstu for-
ingja ungverskra kommúnista
og forsætisráðherra Ungverja-
lands tvisvar. Flokksfélagar
hans tóku hann af lífi eftir Ung-
verjalandsuppreisnina 1956.
Líkunum var þegar eftir
morðin, sem framin voru að
næturlagi með ýtrustu leynd,
fleygt í gryfju um 20 km norð-
vestur af Jekaterínbúrg. En al-
gerri leynd til frekari tryggingar
lét Júrovskíj þegar fáeinum dög-
um síðar grafa líkin upp og urða
þau á öðrum stað þar skammt
frá. Á bak viö leyndina m.a. var
aö bolsévíkastjórnin hélt því
fram fyrst í stað að aðeins keis-
arinn hefði verið tekinn af lífi.
Alexandra var dótturdóttir Vikt-
oríu Bretadrottningar og dóttir
Lúðvíks 4., stórhertoga af Hes-
sen. Vera kann því að bolsé-
víkaforystan hafi óttast að dráp-
in á henni og börnum hennar
myndu magna mjög fjandskap í
Bretlandi og Þýskalandi gegn
bolsévíkum.
Viðvíkjandi endalokum rúss-
nesku keisarafjölskyldunnar var
lengi margt í óvissu og spunn-
ust út frá því margar sögur.
Ýmsum spurningum um þetta
er ósvarað enn, en margt hefur
verið upplýst um það síðustu
ár, eftir að rannsóknamenn
fengu aðgang að áður lokuðum
deildum skjalasafna í Moskvu.
Mor&ingjar ærbust
Rússneskir áhugamenn um
keisaradóm fundu gröf keisara-
fjölskyldunnar þegar 1979, að
tilvísan sonar Júrovskíjs, sem þá
var vísiaðmíráll í sovéska her-
flotanum. Af ótta við KGB
þorðu finnendurnir ekki að gera
neitt uppskátt um þennan fund
sinn fyrr en 1989, þegar tímarn-
ir höfðu breyst mjög þar eystra.
Bein keisarafjölskyldunnar og
þjóna hennar voru þá grafin
upp og eru nú varðveitt í lík-
húsi í Jekaterínbúrg (er á sov-
éska tímanum hét Sverdlovsk,
en hefur nú aftur fengiö sitt
fyrra nafn, eftir Katrínu 1.,
drottningu og eftirmanni Péturs
mikla).
Rússneskir, bandarískir og
BAKSVIÐ
DAGUR ÞORLEIFSSON
breskir vísindamenn á sviðum
erfðafræöi, mannfræði, sam-
eindalíffræði, sérfræðingar um
bein og tennur o.s.frv. hafa að
undangengnum víðtækum
rannsóknum með nýjustu
tækni og uppgötvanir á téðum
vettvöngum sér til fulltingis
komist að þeirri niðurstöðu, að
enginn vafi sé á því að beinin
sem hér um ræöir séu af keis-
arafjölskyldunni og þjónum
hennar. Rannsóknirnar voru
talsverðum erfiðleikum bundn-
ar, m.a. vegna þess að beinin
voru mjög illa leikin. Þegar
fólkið var skotiö í kjallaranum
hrukku margar kúlurnar af sér-
staklega keisaradætrunum, eins
og væru þær brynjaöar. (Það
stafaði af því að þær höfðu
saumað mikið af demöntum í
lífstykki sín.) Við það ærðust
morðingjarnir, sem sumir særð-
ust af kúlunum er af stúlkunum
hrukku, og margstungu fórnar-
lömb sín meö byssustingjum.
Beinagrind keisaradrottningar-
innar var sérlega illa leikin eftir
byssustingi.
Auk þess hafði verið reynt ab
gera líkin óþekkjanleg með
brennisteinssýru og hand-
sprengjum og með því mola
andlitsbeinin með byssuskeft-
um.
Keisaradýrkun á ný
Beinagrindurnar sem fundust
eru aðeins níu, tvær vantar. Víst
þykir að önnur þeirra sé af Al-
eksej, keisarasyni og ríkiserf-
ingja (hann var veikur morð-
nóttina og faðir hans bar hann
eða studdi niður í kjallarann),