Tíminn - 04.04.1996, Síða 17
jsméœsaS®
Fimmtudagur 4. apríl 1996
17
\\\ .V
-' H Jtf
— r\ v
Umsjón:
Birgir
Cu&mundsson
IVI cí) sín u nefl
I þættinum í dag verður gamalt lag meb Hauki Morthens, en
hann geröi það vinsælt upp úr miðjum sjötta áratugnum. Lag-
ið heitir Hæ Mambó (Mambó Ítalíanó) og er erlent, eftir B.
Merrill, en þaö var Loftur Guðmundsson sem gerði textann.
Lag þetta gekk í endurnýjun lífdaganna, þegar Bogomil Font
söng það fyrir tveimur eöa þremur árum og gerði vinsælt í ann-
ab sinn. Rétt er að benda á ab kaflinn sem hefst á „Hæ Mambó
... „ og til enda er tvítekinn.
Góða söngskemmtun!
HÆ MAMBO
Am Dm
Sem unglamb heim ég aftur sný
E Am
úr orlofsferð til Napolí.
F E
Fríðari þar leit hvergi kvennafans,
E7
þótt kynni ég hvorki þeirra dans,
né sönginn:
Am Dm
Hæ Mambó, Mambó Ítalíanó,
Am Dm
hæ Mambó, Mambó Ítalíanó,
Am Dm
sí, sí, sí, sí þú ert síglíendó
Am
gettu betur góða, gamall bóndi úr Þingó,
Am Dm
hæ Mambó, þar er nú líf í landi,
Am Dm
hæ Mambó og skáldin óteljandi
Am Dm
hæ Mambó yrkja ótalvísó,
Am
ástarlof og prísó til okkar dal og dísó,
A7
svo ást þar er dó,
Dm
er ekki nein í Mývatnssveitó
Am
og heyrðu, mig vantar kaupakonó,
kannski hef ég vonó,
F
og ef þú heldur heim með mér,
E
þá heila drápu kveð ég þér.
Am Dm
Hæ Mambó, Mambó Ítalíanó.
Am Dm
Hæ Mambó, Mambó Ítalíanó,
Am Dm
hó, hó, hó, í haust þeir hætta í sláttó,
Am
dátt og kátt í réttó,
dans við stígum sæl og þétt
E E7 Am
já, Mambó Ítalíanó.
Am
Dm
X 0 2 3 1 0
E
X 0 0 2 3
©
0 2 3 1 0 0 4
E7
1 >
1 1 ( >
< >
0 2 3 1 4 0
a7
( > 1 > ( >
<
X 0 1 1 13
TÖKUM AFENGIÐ
ERÐ
MFERÐAR
RAÐ
Á hæsta tindi jaröar, Everest, er loftþrýstingur aöeins þriöjungur af loftþrýstingi á láglendi.
Loftþrýstingur
i.
Á undanfömum árum hefur
meðaltalsloftþrýstingur á ís-
landi verið óvenju lágur. Hug-
takið loftþrýstingur heyrist oft
í tali um veður og veburkerfi.
Hæð er stór loftmassi, kaldari
en umhverfið og með háum
loftþrýstingi. Lægð er eins
konar stór loftsveipur (bylgja)
úr köldu og heitu lofti. Þar er
lágur loftþrýstingur. Hér er
„hár" og „lágur" afstæð hug-
tök; miðast oftast viö tölur yf-
ir eða undir ca. 1000 millibör.
II.
Lofttegundablandan í loft-
hjúpi jarðar hefur massa
(þyngd í daglegu tali). í heild
vegur hann 5 milljón milljón-
ir tonna.
Loftþrýstingur er skilgreind-
ur sem þungi loftsúlu (nær
upp um allan hjúpinn), sem
hvílir á ákveðnum fleti. Á ein-
um fersentimetra (einn flötur
á litlum sykurmola) hvílir
rúmlega eitt kílógramm af
lofti. Sé þessum tölum (1 fer-
sentimetra og rúmlega einu
kílógrammi) breytt í þrýstings-
tölu, fæst meðaltalið 1,013 bar
fyrir loftþrýsting við yfirborð
jarðar. Eins og einum metra er
breytt í þúsund millimetra er
1,013 bari breytt í 1013 milli-
bör.
UM-
HVERFI
Ari Trausti
Cuðmundsson
jar&eblisfræbingur
Til eru aðrar þrýstingsein-
ingar og með þeim eru þá
hafðar aðrar tölur fyrir meðal-
þrýstinginn.
III.
Þrýstingur í lægðarmibjum
er oftast á bilinu 940-990
millibör, en í hæbum gjarnan
á bilinu 1010-1050 millibör.
Er það sammerkt því ab loftið í
lægbarmibju sé létt og þar
með hlýtt og loft í hæbar-
miðju þungt og þar með kalt.
Auðvitað er það svo ab þungi
loftsins ræðst af hitastigi þess,
sbr. þegar loft er hitað inni í
loftbelg og hann lyftist. Segj-
um sem svo að á tilteknum
stað og á gefnum tíma sé loft-
þrýstingur stöðugur um stund,
1013 mb við yfirborð jaröar.
Hvernig breytist hann með
hæð? Hin almenna regla er
þessi: Loftþrýstingurinn
minnkar með hæð um einn
þrítugasta (3,33%) fýrir hverja
275 m sem við hækkum okk-
ur. Þetta merkir að í 5500
metra hæð er hann orðinn
500 mb, um 100 mb í 16.500
metra hæð og aðeins 1 mb í 50
kílómetra hæð. Þar úti er loft-
hjúpurinn þúsundfalt þynnri
en við yfirborð jarðar.
IV.
Á hæstu fjöllum jarðar
(8000-8848 m) er loftþrýsting-
ur um einn þribji af meðalloft-
þrýstingi viö yfirborðið. Einn-
ig er súrefnisinnihald loftsins
auðvitað allt annað en menn
venjast heima fyrir. Ganga á
umrædd fjöll er á mörkum
mannlegrar getu, þó ekki væri
nema fyrir þetta. Líkami
manna ablagast lágum loft-
þrýstingi og súrefnisskorti að
vissu, einstaklingsbundnu
marki. Þaö gerðist m.a. með
því að rauðum blóðkornum
fjölgar í blóðinu. Sumir fjalla-
menn hafa því náð aö klífa öll
hæstu fjöllin án súrefnis í far-
teskinu, en þaö tíbkast líka að
nota súrefnisflöskur, a.m.k. á
þeim allra hæstu.
Flugmenn á herþotum,
einkum orrustuþotum, eru all-
ir búnir út meö súrefni til þess
að þola álagið betur, enda fara
þeir auðveldlega yfir 8848
metrana.
Kraftaverkin í Kaplakrika
Sá sem þetta skráir stjórnar all-
stórum framhaldsskóla í Reykja-
vík. Kemur vitanlega fyrir að að-
standendur ungmenna leita til
hans og óska endurskoðunar á
brottvísun úr skóla, falli á prófi
og fleiru. Allar óskir af þessu
tagi eru skoðaðar og við þeim
brugðist á einn veg eða annan,
þótt ekki náist ævinlega sátt um
útkomuna.
Ég hef að undanförnu nokkr-
um sinnum leitt hugann ab því
hvernig því yrbi tekið, ef ég
gengi gegn velgrunduðum
ákvörðunum samstarfsmanna
minna vegna ágengni aðstand-
enda, lyfti einum nemanda upp
á prófi fyrir þrábeibni foreldra
(og gæfi þeim í leiðinni kost á
LESENDUR
að láta fé af hendi rakna í skóla-
sjóð), en léti annan falla, sem
staðið hefði sig síst lakar á sama
prófi en ætti engan að sem tal-
aði máli hans.
Varla Iéti Björn Bjarnason
mig lengi halda embætti ef ég
yrbi uppvís að svoddan hátt-
erni.
Því nefni ég þetta að sumir
kristnir menn ætla Drottni það
hugarfar sem ég hef hér lýst. Ef
ekki fellur einn spör til jarðar án
vilja föður vors, eins og Matteus
greinir frá, sýnist mér ab hann
hljóti ab taka ákvörðun um
heilt bein eða brotið, heilbrigði
eba vanheilsu, líf eba dauða,
með ólíkt traustari rökum en
við kennarar getum beitt þegar
við vegum og metum prófgengi
nemenda okkar. Samt hópuðust
menn nýlega saman í stórum
sal — og komust víst færri að en
vildu — til að njóta milligöngu
manns, sem taldi sig þess um-
kominn að hafa áhrif á ígrund-
uð áform almættisins og gaf
mönnum um leið færi á aö
leggja fram fé til styrktar milli-
göngunni. Raunar benda fréttir
til þess að Herrann hafi leitt
kvabb mannsins hjá sér, eins og
vænta mátti.
Örnólfu
r Thorlacius