Tíminn - 04.04.1996, Side 18
18
Wmfom
Fimmtudagur 4. apríl 1996
+ A N D L Á T
Emilía Grönvold
frá Litlu-Skógum, síöast til heimilis á Skúlagötu 40, lést í
Larídspítalanum mánudaginn 1. apríl.
Friöjón Skarphéöinsson,
Furugeröi 4, Reykjavík, lést sunnudaginn 31. mars.
Jón Gubmundur Jónsson
frá Stokkseyri er látinn á Hrafnistu í Reykjavík.
Jóna Gubmundsdóttir,
Vitastíg 4, Hafnarfiröi, lést á Sólvangi, Hafnarfiröi, laugar-
daginn 30. mars.
Kristjana Jónsdóttir Lillý,
Háaleitisbraut 101, lést föstudaginn 29. mars. Útförin fer
fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 10. apríl kl. 13.30.
Olafur Þórir Jónsson,
Grettisgötu 75, er látinn.
Petra Ásmundsdóttir,
Hrafnistu Hafnarfiröi, lést 31. mars.
Torfi L. Torfason,
dvalarheimilinu Höföa, Akranesi, andaöist í Sjúkrahúsi
Akraness 31. mars. Jarösett veröur frá Akraneskirkju 11.
apríl kl. 14.
Þórarinn Alexandersson,
Stigahlíð 20, Reykjavík, er látinn.
Þórir Kárason,
fyrrum bóndi aö Galtarholti, Skilmannahreppi, lést 29.
mars.
IhhjIhiIIk
ÁBURÐARDREIFARAR
Áratuga reynsla á íslandi
• Hefur færanlegan neðri festipinna,
þannig að hægt er að setja hann á
allar gerðir dráttarvéla.
BÆNDUR! PANTIÐ TÍMANLEGA
Hafíö samband viö sölumenn okkar, sem gefa allar
nánari upplýsingar.
Ingvar
Helgason hf. vélasala
Sævartiöföa 2, SÍMI 525-8000
Venjum unga
hestamenn
strax á að
NOTA HJÁLM!
UUMFERÐAR
RÁÐ
Jóhannes Nordal á ráöstefnu Eyþings á Akureyri:
Skilyrði til orkufreks
ibnaðar batnað verulega
Gert er ráö fyrir ab notkun
áls í heiminum vaxi úr um
18 milljónum tonna á þessu
ári í allt ab 24 milljón tonn
áriö 2004. í lok ársins 1986
nam árs notkun áls um 14
milljónum tonna og er því
gert ráö fyrir aukningu um
allt ab 10 milljónir tonna á
tæpum tveimur áratugum
og aö um 6 milljón tonn af
þessari aukningu eigi eftir aö
koma fram á næstu sex ár-
um. Þetta kom meöal annars
fram í erindi sem Jóhannes
Nordal, fyrrum seblabanka-
stjóri og formabur viöræöu-
nefndar um orkufrekan ibn-
aö, hélt á rábstefnu um
menntun, atvinnu og fram-
tíö á vegum Eyþings, sam-
taka sveitarfélaga í Noröur-
landskjördæmi eystra síbast-
liöinn föstudag.
Jóhannes Nordal sagöi að
horfur á álmarkaði færu nú
smám saman batnandi meö
vaxandi eftirspurn er kalla
muni á aukna fjárfestingu í ál-
framleiðslu á næstu árum og
af þeim sökum hafi skilyrði til
uppbyggingar orkufreks iön-
aöar hér á landi batnað veru-
lega. Auk þess geti íslendingar
boöiö samkeppnishæft orku-
verö, hagkerfið verði stööugt
opnara og hér á landi sé al-
menn afstaða til fjárfestinga
erlendra aðila mun jákvæöari
en verið hafi fyrir nokkrum ár-
um. Jóhannes sagði aö sá
vandi sem einkennt hafi ál-
markaðinn aö undanförnu
hafi einkum stafað af efna-
hagslægð er farið hafi aö gæta
upp úr 1990 auk þess sem út-
flutningur á áli frá Rússlandi
og öörum fyrrverandi komm-
únistaríkjum hafi vaxib mjög
mikið eftir hrun kommúnism-
ans og falls járntjaldsins.
Verbsvelfla frá
1300 bandaríkja-
dollurum til 2800
dollara fyrir tonnib
í töflu og spá sem Jóhannes
Nordal sýndi kemur fram aö
aukins útflutnings á áli frá
Austur-Evrópu og Kína fór aö
gæta urn 1992 og náö hámarki
á árunum 1994 til 1996. Eftir
þaö er gert ráö fyrir að um
nokkuð jafnan útflutning
verði aö ræða fram til ársins
2003 en þá muni hann fara
minnkandi. í sömu spá er gert
ráð fyrir verulegum verösveifl-
um á þessu tímabili. Þar kem-
ur fram aö heimsmarkaðsverð
á áli hafi verið um 1300
bandaríkjadollarar fyrir tonn-
iö áriö 1993 en 1997 veröi
verðib komið upp í allt aö
2500 dollara. Þá er gert ráö fyr-
ir aö veröið falli á nýjan leik
og um aldamótin veröi það
komiö niður í um 1500 banda-
ríkj^dollara tonnið en þá hefj-
ist uppsveifla að nýju er nái
hámarki um 2003 og veröi ál-
verö á heimsmarkaði þá kom-
ið í allt aö 2800 bandaríkja-
dollara. Uppsveiflan standi þó
ekki lengi því samkvæmt
spánni er gert ráð fyrir að ál-
verö geti orðið um 2000 doll-
arar fyrir tonniö áriö 2005.
jóhannes Nordal.
Ákvaröarnir um
byggingu álvera
oftast teknar á síb-
ara stigi efnahags-
legrar uppsveiflu
Jóhannes Nordal nefndi
nokkur dæmi um stofnkostn-
að vegna byggingar álvera.
Hann sagöi að stofnkostnaöur
við byggingu nýs 200 til 250
þúsund tonna álvers væri um
5000 bandaríkjadollarar á árs-
tonn. Væri sambærilegt álver
byggt í tveimur áföngum
mætti gera ráö fyrir að stofn-
kostnaöur fyrri áfanga yröi um
6000 dollarar á árstonn en
stofnkostnaður síðari áfanga
um 4000 dollarar. Þegar um
stækkun eldri álvera væri aö
ræöa næmi stofnkostnaður-
inn á hvert árstonn á bilinu
3000 til 4000 dollarar. Jó-
hannes sagöi að nú væri talið
hagkvæmast að byggja um
200 þúsund tonna álver og
stofnkostnaður slíkra verk-
smiðja væri áætlaður um 1000
milljónir dollara. Vegna hins
mikla stofnkostnaðar væru
ákvaröanir um byggingar ál-
vera sjaldnast teknar fyrr en á
síðara stigi efnahagslegra upp-
sveiflna og gera yröi ráð fyrir
aö slíkt efnahagsstig stæöi
jafnan stutt yfir. Þá verði að
taka meö í reikninginn að
byggingatími álvers sé allt að
tvö og hálft til þrjú ár eftir að
ákvarðanatöku er lokið og
byggingartími stórra virkjana
geti verið allt aö fjögur til
fimm ár.
Fækka þarf sérregl-
um en byggja á al-
mennum reglum
Þá ræddi Jóhannes Nordal
nokkuð um leiðir til þess að
greiöa fyrir ákvarðanatöku
hvaö orkufrekan iðnað hér á
landi varðar. Hann sagöi að
fyrsta skilyröi þess væri að
fækka sérreglum um þá starf-
semi sem mest en byggja þess í
stað á almennum reglum.
Skýrar reglur verði að gilda um
orkufrekan iðnaö á vinnu-
markaði er bæði stuöli ab hag-
kvæmni og dragi úr hættu á
verkföllum. Nauðsynlegt sé að
næg orka sé ætíð til staðar inn-
an þriggja ára og takist að
semja um lægra orkuverö
fyrstu þrjú árin en það verð
sem síðan gildi til frambúðar.
Einnig sé nauðsynlegt að
lækka byrjunarkostnað við
framkvæmdir til dæmis með
leigu á hafnaraðstöðu og aö
undirbúa lóbir til fram-
kvæmda þar sem hægt verbi
að bjóða hagkvæma staðsetn-
ingu þar sem gera megi ráð
fyrir jákvæðri afstöðu heima-
manna og ab unnt verði að
leysa þau umhverfisvandamál
sem upp kunna að koma á
sem skemmstum tíma. Þá sé
nauðsynlegt að stofna eignar-
haldsfélag í eigu íslendinga er
geti orðið virkur abili í ákvarð-
anatöku og fjármögnum fram-
kvæmda þegar hagkvæmt
þyki.
Forathuganir á sex
stöbum
Jóhanns Nordal sagbi að
þegar tekið væri tillit til stað-
arvals fyrir orkufrekan iðnað
verði að hafa í huga að nægi-
legt landrými sé til staðar og
góð hafnaraðstaða fyrir hendi.
Stór og fjölbreyttur vinnu-
markaður sé fyrir hendi á fyr-
irhuguðu athafnasvæði álvers
og engin vandleyst umhverfis-
mál að finna. Gera verði ráð
fyrir litlum viðbótarkostnaði
vegna raforkuflutnings og telj-
andi andstöbu megi ekki finna
á meðal heimamanna. Jó-
hannes sagði að þegar hafi
verið gerðar forathuganir
vegna staðsetningu orkufreks
iðnaðar á sex stöðum hér á
landi. Þar sé um að ræba
Helguvík og Keilisnes á
Reykjanesi, Grundartanga í
Hvalfirði, Dysnes í Eyjafirði,
Reyöarfjörö og Þorlákshöfn.
Forathuganir séu komnar
lengst á Keilisnesi og á Grund-
artanga og einnig nokkuö
langt í Helguvík en mun
skemmra á hinum stöðunum.
Við mat á kostum komi Keilis-
nes og Grundartangi best út
en Helguvík og Dysnes sýni
einnig viðunandi útkomu.
Hins vegar sé um lakari kosti
ab ræða í Þorlákshöfn og í
Reyðarfirði. Byggist það meðal
annars á aö hafnarabstaba er
talin slæm í Þorlákshöfn og
landrými og vinnumarkaður
séu lítil í Reyðarfirbi auk þess
sem raforkuflutningur er tal-
inn fremur óhagkvæmur.
Kostnabarsöm
undirbúningsvinna
veikir samkeppnis-
stöbu
í erindi Jóhannesar Nordal
kom fram að ákvarðanir um
orkufrekan iðnað varði það
mikla fjármuni að þær verði
ekki teknar nema þegar öll
skilyrði séu hagstæð. Mikil
samkeppni sé um staðsetn-
ingu slíks iðnaðar og því mik-
ilvægt að ákvarðanir dragist
ekki á langinn af hálfu íslend-
inga ef erlend fyrirtæki sýni
áhuga á að hefja framkvæmd-
ir. Af þeim sökum sé nauösyn-
legt að öll skilyrði liggi sem
ljósast fyrir eftir að samninga-
viðræður hefjist því tímafrekar
athuganir og kostnaðarsöm
undirbúningsvinna auki
óvissu og veiki samkeppnis-
stöðu. ■