Tíminn - 04.04.1996, Page 24
Fimmtudagur 4. apríl 1996
Vebrib (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær)
• Horfur í dag: Vaxandi austlæg átt, ví&ast kaldi e&a stinningskaldi
er líöur á daginn. Lengst af veröur þurrt vestan- og nor&vestantil á
landinu en slydda eöa snjókoma sunnanlands og austan. Hiti 0 til 5 stig
suöaustanlands en frost 0 til 5 stig annars sta&ar, kaldast norvestantil.
• Horfur á föstudag: Norðaustan kaldi eða stinningskaldi. Þurrt á
Vesturlandi en snjókoma eða él víðast annars staöar. Hiti 0 til 4 stig
sunnanlands yfir daginn en annars 0 til 7 stiga frost.
• Horfur á laugardag: Austan og noröaustan gola eöa kaldi. Snjó-
koma, eöa él við'suöur- og austurströndina en þurrt í öörum landshlut-
um. Áfram frostlaust syðst á landinu yfir daginn en annars 0 til 8 stiga
frost.
• Horfur á sunnudaq og mánudag: Austan kaldi og dálítil él viö
suöausturströndina en víöa Tettskýjað annars staöar. Hiti nálægt frost-
marki allra syöst yfir daginn en annars yfirleitt 0 till 0 stiga frost, kald-
ast yfir nóttina í innsveitum noröanlands og vestan.
Apótekarinn í Borgarapóteki segir heilbrigöisráöu-
neytiö brjóta lög meö veitingu nýrra lyfsöluleyfa:
Mun útkljá máliö
fyrir dómstólum
Þeir Arnar Víbir Jónsson og Tryggvi Valur Sæmundsson höfbu greinilega gaman af þvíab handleika páskalambib
sem kom í heiminn ígœrmorgun og móbirin fylgist vel meb. Tímamynd: tþ
Ær ber óvenju snemma:
Sannkallað páskalamb
Þa& er ekki hægt aö segja annaö
en þah hafi verib sannkallah
páskalamb sem leit dagsins ljós
á bænum Hálsum í Skorradal í
Borgarfirði í gærmorgun þegar
ein ærin á bænum bar hrút-
lambi.
„Mamma kom sko aftan að því,
þá sá hún kindina liggja. Ég var að
sópa garöann og var ekki búinn að
fatta þetta. Þá sagöi hún: „Er Iamb
þarna?" Ég sagði: „Já, það er lamb
þarna." Síðan tók hún lambið og
við fórum með það fram," sagði
Tryggvi Valur Sæmundsson á Háls-
um í samtali við Tímann en hann
var einn af þeim fyrstu til að sjá
páskalambið.
Tryggvi Valur sagði að ærin hefði
nú ekki átt að bera strax og vildi
meina að þetta væri eiginlega hrút-
unum að kenna, ekki henni.
Þess má geta að bróðir Tryggva,
Arnar Víðir Jónsson, fermist nú í
apríl, þannig að þetta er óneitan-
lega skemmtileg fermingargjöf.
-TÞ, Borgamesi
Ný könnun lœkna á vélsleöaslysum sýnir aö þau œtti aö vera hœgt aö fyrirbyggja:
Vélsleðaslys verða
oftast í góðu veðri
Vigfús Guömundsson, apó-
tekari í Borgarapóteki, er
ákvebinn í ab höfba mál
gegn ríkinu vegna stabfest-
ingar heilbrigðisrábuneytis-
ins á lyfsöluleyfum þriggja
nýrra lyfjaverslana. Vigfús
segir stabsetningu nýju lyfja-
verslananna vera brot á
lyfjalögum en þær verba all-
ar í næsta nágrenni vib Borg-
arapótek.
Borgarráb samþykkti á fundi
sínum sl. þribjudag aö mæla
ekki gegn lyfsöluleyfum
þriggja nýrra lyfjaverslana.
Verslanirnar verba í Lágmúla
5, Lágmúla 7 og Skipholti 50C
en fyrir er Borgarapótek í
Álftamýri 1-3. Heilbrigöisrábu-
neytib gaf í gær út lyfsöluleyfi
til verslunarinnar Lyfju í Lág-
múla 5 og einnig til Iðunnar
Apóteks í Dómus Medica en
borgarráb haföi áður gefið
leyfi sitt til flutnings þess. Lyf-
söluleyfi hinna verslananna
verða gefin út um leið og þær
hafa hlotið verslunarleyfi.
Vigfús Guðmundsson, apó-
tekari í Borgarapóteki, segir að
með því að staðfesta lyfsölu-
leyfi þessara þriggja verslana
sé heilbrigðisráðuneytið að
brjóta lög.
„Það stendur í nýju lyfjalög-
unum að við veitingu nýrra
lyfsöluleyfa skuli taka mið af
fjarlægð í næsta apótek og
íbúafjölda á svæðinu. Ég tel að
það hafi ekki verið farið eftir
þessu og mun að sjálfsögöu
fara í mál viö ríkið verði þéssi
leyfi veitt."
Borgarráð byggir samþykkt
sína á umsögn borgarlög-
manns. í henni styðst hann
m.a. við svar heilbrigðisráöu-
neytisins við fyrirspurnum
borgarstjóra um framkvæmd
nýrra lyfjalaga.
í svarbréfi ráöuneytisins seg-
ir m.a. að samkvæmt lyfjalög-
um sé gert ráð fyrir að ráðherra
veiti öllum sem uppfylla til-
tekin skilyröi lyfsöluleyfi.
Einnig aö í ljósi þeirra grund-
vallarsjónarmiða sem lögin
byggjast á, sé ekki eðlilegt að
binda hendur sveitarstjórna
varðandi mat þeirra á umsókn-
um um lyfsöluleyfi umfram
það sem fram komi í lyfjalög-
um. Ráðuneytið hyggist því
ekki setja reglugerð um frekari
skilyrði, s.s. ákveönar fjarlægö-
ar- og fjöldatakmarkanir.
Vigfús Guðntundsson telur
að meö þessu sé ráðuneytið aö
brjóta lögin og um leið að
skjóta sér undan ábyrgð.
„Það veröur einhver að taka
á þessu máli, hvort sem rábu-
neytið gerir þaö eba þab verð-
ur gert fyrir dómstólum," segir
hann.
Niðurstaba borgarlögmanns,
byggð á bréfi ráðuneytisins,
var sú ab borgaryfirvöld skuli
ekki skipta sér af hvar lyfja-
verslanir eru staðsettar, svo
framarlega sem staðsetningin
samræmist landnotkun aðal-
skipulags. í lok umsagnar
sinnar segir hann. „Ljóst er að
þessar lyfjabúbir og abrar sem
síöar kunna ab hefja starfsemi
munu hafa áhrif á rekstur
þeirra sem fyrir eru. Það er ekki
hlutverk borgaryfirvalda að
vernda þá starfsemi sem fyrir
er þegar ekki er leitt í ljós að
fjölgun lyfjabúða leiði til lak-
ari þjónustu við neytendur."
-GBK
Unnt er aö koma í veg fyrir vél-
slebaslys meb vibeigandi forvörn-
um en vélslebaslys eru algeng á
Islandi og mörg þeirra mjög al-
varlegs eblis. Þetta er niburstaba
könnunar sem þeir Andri K.
Karlsson og Jón Baldursson, hjá
Læknadeild H.í. og slysadeils
Sjúkrahúss Reykavíkur, hafa gert
og kynnt verbur formlega á
Skurblæknaþingi á Hótel Loft-
leibum þann 19.-20. apríl nk.
I kynningu erinda í nýju Lækna-
blabi (4. tbl. 1996), kemur fram ab
rannsóknin fólst í því ab kanna or-
sakir og afleiðingar vélsleðaslysa
sem komu til kasta slysadeildar
Borgarspítalans á eins árs tímabili
frá 1. desember 1994 til 30. nóvem-
ber 1995. í ljós kom að á þessu
tímabili urbu 33 vélslebaslys, þar af
tvö banaslys. Yfirgnæfandi meiri-
hluti þeirra sem slösuðust voru karl-
ar eba 73% og var meðalaldurinn
34 ár. Sá elsti var 65 ára en sá yngsti
14 ára.
Langflest slysin eða 85% þeirra
urðu á fimm mánaba tímabili frá
janúar til maí og þau gerðust í
óbyggöum (90%) og á frídegi
(70%).
Bjart var þegar 85% slysanna áttu
sér stab og í 73% tilvika varð veðrið
gott en þungbúið í 18% tilfella.
Ökumenn sleðanna voru í 27 til-
fellum þeir sem slösuðust en fimm
voru farþegar.
Greinilegt er af þeim upplýsing-
um sem koma fram í þessari könn-
un læknanna að vélsleðaslysin hafa
haft talsverö útgjöld í för með sér
fyrir heilbrigðiskerfið. Sex sjúkling-
ar voru fluttir með þyrlu á Borgar-
spítalann, tveir meb sjúkrabíl. Tveir
sjúklingar dvöldu á gjörgæslu í einn
dag eftir aðgerð en legudagar á al-
mennum deildum voru 50, flestir
13 og minnst einn dagur. Einn sjúk-
lingur var á endurhæfingardeild í
31 dag.
Niðustaða þeirra Andra og Jóns er
að með réttu forvarnarstarfi ætti að
vera hægt ab koma í veg fyrir mörg
þessara slysa. ■
Áhyggjur vegna norsku- og
sœnskukennslu þegar grunn-
skólar flytjast til sveitarfélaga.
Menntamálarábherra:
Ekki bara
danska
Foreldrar barna á íslandi sem
grunn hafa í norsku eba sænsku
hafa af því áhyggjur a& vib
flutning grunnskólans til sveit-
arfélaga verbi kennslu í þessum
tungumálum ekki sinnt, heldur
aöeins dönsku.
Wenche A. Antonsen er for-
maður Foreldrafélags nemenda í
norsku og sænsku, en félagið var
endurvakiö í nóvember á síöasta
ári. Tilgangur félagsins er einmitt
aö standa vörö um rétt nemenda
sem eiga sér grunn í norsku eða
sænsku þannig að við hann verði
bætt í staö þess að þurfa að læra
dönsku.
Stjórn félagsins fór á fund
Björns Bjarnasonar menntamála-
ráöherra fljótlega eftir aö þaö var
endurvakið. Sýndi ráðherra mál-
inu fullan skilning að sögn Wenc-
he A. Antonsen. I bréfi sem ráö-
herra sendi félaginu í janúar síð-
astliönum tekur hann undir sjón-
armið foreldra og kennara í
norsku og sænsku um mikilvægi
tungumálakunnáttu. Segir hann
aö við undirbúning aö flutningi
grunnskólans til sveitarfélaga hafi
veriö gengiö út frá því aö kennslu
veröi haldið áfram í norsku og
sænsku í grunnskólum. Kveöst
ráðherrann munu senda öllum
sveitarstjórnum og skólastjórum
bréf til að fylgja málinu eftir.
-JBP
Borgarstjóri um starfsmenn Skólaskrifstofu Reykjavíkur:
Allir fá starf á eigi
lakari kjörum
Öllum starfsmönnum Skóla-
skrifstofu Reykjavíkur verður
bobib nýtt starf á eigi lakari
launakjörum en þeir búa vib
núna. Borgarstjóri gaf þessa yf-
irlýsingu á fundi sínum meb
formönnum BSRII og Starfs-
mannafélags Reykjavíkur í gær.
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, segir þessa yfirlýsingu mjög
mikilvæga, þar sem með henni sé
starfsöryggi allra starfsmanna
tryggt, sem sé höfuðatriði. Eftir
standi þó að BSRB telji ekki rétt
hafa verib staðib að uppsögnun-
um en kröfu um að þær verbi
dregnar til baka hafi verið synjaö.
Ögmundur ítrekar jafnframt
áhyggjur BSRB af starfsöryggi
starfsfólks fræbsluskrifstofa.
Hann segir BSRB hafa sent verk-
efnisstjóm um flutning grunn-
skólans bréf þar sem þess var kraf-
ist að starfsöryggi þessa fólks yrði
tryggt en ekki fengib svör við því
bréfi.
-GBK