Tíminn - 16.04.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.04.1996, Blaðsíða 4
4 Þriöjudagur 16. apríl 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Varfærni er best Eins og fram hefur komið í fréttum að undan- förnu eru þær niðurstöður úr togararalli Haf- rannsóknarstofnunar að þorskstofninn sé á uppleið á ný. Þessi tíðindi eru mikið fagnaðar- efni og í raun þáttaskil hvað varðar stjórnun fiskveiða og fyrirsjáanlegan árangur af henni. í kjölfarið á þessum tíðindum hafa verið gefn- ar vonir um að kvóti verði aukinn á næsta fisk- veiðiári sem hefst fyrsta september. Jafnframt þessu hefur umræðan snúist um hvort eigi að auka kvótann nú þegar. Nokkuð hefur borið á yfirlýsingum einstakra þingmanna um aukningu kvótans. Sama er að segja um afstöðu Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands. Þar er talið rétt að auka kvótann nú þegar um 50 þúsund tonn. Sjómenn og út- gerðarmenn eru hins vegar sammála um að ekki beri að auka kvótann á yfirstandandi fiskveiði- ári. Það er staðreynd sem ekki má gleymast að ár- angur sá sem nú hefur komið í ljós er ekki síst því að þakka að sóknin hefur minnkað á heima- miðum. Stórvirkustu skipin hafa sótt í vaxandi mæli út fyrir fiskveiðilögsöguna á veiðisvæðin á úthafinu. Það er mikið í húfi að gera sem mest úr þeim árangri sem að náðst hefur. Það ber að varast að taka nú kollsteypur og stórauka fiskveiðiheim- ildir nú þegar. Miklu farsælla er í ljósi þess að nú eru góð skilyrði í hafinu að láta sumarið líða áð- ur en ávinningurinn er tekinn út. Ljóst er að fiskvinnslan er í erfiðleikum þar sem vinnsla byggist eingöngu á bolfiski. Það er því mikil freisting í ljósi þessarar stöðu að auka heimildir í bolfiski. Hins vegar má færa rök að því að það geti verið farsælt fyrir landvinnsluna og varanlegri úrbætur að taka út ávinninginn sem nú hillir undir með haustinu. Skynsamleg nýting fiskimiðanna er og hefur verið fjöregg íslensku þjóðarinnar. Hrun þorsk- stofnsins mundi hafa geigvænlegar afleiðingar. Það eru ekki neinar forsendur til að taka of mikla áhættu. Hins vegar er eðlilegt að skoðanir séu skiptar þegar svo miklir hagsmunir eru í húfi. Stutt skeið eða löng skeið Miklir atburðir skekja nú heimsbyggðina. í brunaliði Worcester í Englandi notar konan í liðinu sama búnings- klefa og karlarnir, þannig að þeir verða að fela það allra heilagasta á bak við skáphurð- ir; starf tesmakkara, sem verið hefur til í 99 ár í Bandaríkjun- um, hefur verið lagt niður, og ekkjur 23 landeigenda á Ind- landi aka nú um í rútu og ætla sér að reyna að koma í veg fyr- ir að konan, sem þær halda að hafi komiö mönnunum þeirra fyrir kattarnef, komist á þing. Allt kemur þetta fram í sunnudagsmogganum, en þar ber þó að sjálfsögðu hæst at- hyglisverð ummæli forsætis- ráðherra lýðveldisins íslands um embætti forseta lýðveldis- ins íslands. Sérstaka athygli Garra vakti þó snyrtileg og hógvær opinberun formanns Sjálf- stæðisflokksins á þeim sannleik að hann væri ómissandi, og þó það væri orðað svo að þaö gilti aðeins um stutt skeið, þá er það fremur teygjanlegt hugtak og verður aðeins metið af því sem það er miðað við. Það má t.d. benda á aö í sögu þjóðar er mannsævi fremur stutt, og hálf mannsævi, eða þar um bil, verður aö teljast aðeins stutt skeiö. Þannig að það er hálf erfitt að átta sig á því við hvað formaður Sjálfstæðisflokksins miðar, þegar hann talar um stutt skeið. Huggulega farib meb frambjóbendur Vissulega var þetta hið skemmtilegasta viðtal í sunnudagsmogganum, enda fyrrverandi skemmtikraft- ur og brandarakarl í stól viðmælanda. Það var huggu- lega farið með framtíðarforsetana okkar og morgunljóst að forsætisráðherrann sér ekki í þeim hópi einstaklinga sem standa undir væntingunum um öryggisventil, mann sem geti gripiö inn í á örlagastundu, talið kjark í þjóðina og haldið fullri ró og reisn hvað sem á dynur. Mann sem af stafi öryggi og traust. Neibb, þessir pamfílar sem eru í framboði ýta frekar undir það að embættið sé óþarft. Einn vilji koma landinu á kortið — Garri tekur nú undir það með forsætis- ráðherra að landið er á öllum kortum sem hann hefur séð, þó nafn og útlínur séu stundum ókennilegar. Það náttúrlega gengur heldur ekki að ætla sér að fara að sitja suður á Bessastöðum og hafna lögum sem forsætisráðherra er nýbúinn að hafa fyrir að láta þingið samþykkja. Garri tekur líka undir það með forsætisráðherra að það er alveg sérstaklega vænlegt fyrir forseta- frambjóðanda að hafa þaö sér til ágætis að hafa verið á móti hús- um og ekki efi í hans huga að það er reynsla sem kemur til með að nýtast viðkomandi í embætti. Skarb fyrir skildi Hins vegar eru allir sammála um að það er skarð fyrir skildi í hópi Bessastaðakandídata, fyrst að forsætisráð- herra ákvað aö vera áfram forsætisráðherra og mjög skiljanlegt, í ljósi þess að forsætisráðherra sjái nú engan vænlegan til þess að stýra stórbúinu. Garri skilur þaö bara mjög vel og er fullkomlega sama sinnis eftir að eig- inkonan fékk hann ofan af því að taka að sér forseta- embættið. Nú er ljóst að forsætisráðherra er ómissandi um stutt skeið og segist vera ófáanlegur til að taka að sér að stýra búi á Bessastööum á meðan. í ljósi þess að enginn al- mennilegur frambjóðandi er finnanlegur leggur Garri það því til að ekki verði kosið í embætti forseta íslands, heldur verði það lagt í salt um stutt skeiö og það geymt þar til forsætisráðherra er ekki lengur ómissandi sem forsætisráðherra og getur tekið að sér að verða ómiss- andi sem forseti. Garri FOmm/ETTID ER í EDLISÍHIIPÓLITÍSKT ■: .-I ■ i !•! > M ;:..! .»«; frr-.*t.i 11, . I V n. I..i1n •.•.. .. r.»+ ;■. •'. • tif. ,'••'■ ' ••>.»• ••»•- * rfUr h.lfflu v.-n1 utnþaO I_it.Anu»i »• : j'LTjiýi: I GARRI Evrópuuppgjör á landsfundi Viðtalið, sem stal hinni pólit- ísku senu nú um helgina, var tvímælalaust viðtal Moggans við Davíð Oddsson. Flugelda- sýning Davíðs um forsetafram- bjóðendur og forsetaembættið er það sem flestir hafa tekið eft- ir, en í þessu viðtali er raunar líka að finna ýmsa fyrirboða aðra um það við hverju megi búast í Sjálfstæðisflokknum á næstunni. Viðtalið við Davíð snýst að verulegu leyti um Evrópumálin og sýn hans í þeim efnum, nú þegar ríkjaráðstefnan er hafin og þess vænst að línur fari að skýrast með framhaldið á næstu misserum. Davíð Oddsson boð- ar með óvenjulega skýrum hætti í þessu viðtali að hann er enn staðfastlega mótfallinn umsókn um aðild, og það sem meira er þá virðist andstaða hans hafa styrkst og skýrst frá því sem verið hefur. Davíð er greinilega þeirrar skoöunar, sem raunar hefur komið fram hjá honum áður, að afgerandi og fyrirvaralaus stuðningur Alþýðuflokksins við ESB- aðild fyrir síðustu kosningar sé ein af stóru ástæðunum fyrir kulnun í sambandi sjálfstæðismanna og krata eftir kosningar. Góbir og harbir flokksmenn En formaður Sjálfstæðisflokksins er sér líka meðvitað- ur um að í hans eigin flokki er að finna menn sem eru hlynntir ESB-aðild, og hann boöar í viðtalinu að Evr- ópumálin muni nú verða eitt aðalefni landsfundarins í haust. Davíð talar að vísu mjög kurteislega um þessa að- ila í flokknum og talar um „mjög marga góða flokks- menn, sem eru þeirrar skoðunar, harðir og góðir flokks- menn, og það er sjálfsagt að þeir komi með þá skoðun og ýti henni fram," eins og hann orðar þetta í viðtalinu. En það er líka jafn augljóst að þessir hörðu og góðu flokksmenn eru á sömu villigötum og Jón Baldvin var í sinni kosningabaráttu. Davíö talar opinskátt um að það sé hreinlega „út í hött" að velta umsókn fyrir sér núna, enda vanti öll rök fyrir því. Forsætisráöherra spyr hvort menn vilji virkilega takmarka fullveldi landsins enn frekar en orðið er, með inn- göngu í ESB, og missa yfirráðin yfir sjávarútveginum: „Fyrir hvað? Fyrir tækifæri til að hafa áhrif á hinn mikla samruna? Það er ekki heil brú í því. Þann- ig að við getum bara andað ró- lega. Ég anda að minnsta kosti rólega." Eflaust er það rétt hjá Davíð að hann andi sæmilega rólega gagnvart spurningunni um umSókn íslendinga að ESB — ekki síst meöan hann er í sam- starfi við Framsóknarflokkinn þar sem hann er sjálfur í for- sæti. Hins vegar er óvíst að hann andi jafn rólega gagnvart spurningunni um það hvernig Evrópuumræban þróast í hans eigin flokki. Sannleikurinn er auðvitað sá að í Sjálfstæðis- flokknum eru Evrópuöflin mjög sterk og á meðan ekki hefur farið fram formlegt uppgjör og umræða um Evrópumálin þá vita menn ekki nákvæmlega hversu sterkur þessi armur er og nokkur óvissa ríkir þá jafnframt um hversu öflug tök formaöur- inn hefur á flokknum. Afgerandi lína gefin út Þaö er einmitt þetta uppgjör sem Davíð virðist vera að boöa á landsfundinum í haust. í leiöinni gefur hann út enn ákveðnari harðlínu í málinu en hann hefur áður gert, þannig að fótgönguliðið jafnt sem liðsforingjar flokksins um land allt vita nákvæmlega að með því að hallast að umsókn um ESB-aðild eru þeir að ganga í ber- högg við formann sinn. Og dagskipun formanns Sjálf- stæðisflokksins er einmitt sú að þó hann „telji að þab sé ekki á dagskrá að ganga í Evrópusambandið", þá telur hann „á dagskrá að ræba þab eins og öll mikilvæg mál". Nú, þegar fyrir liggur að Sjálfstæðisflokkurinn hyggst kasta sér út í ESB-umræöuna (sem raunar hefur alltaf veriö í gangi), má búast við að þetta mál muni lita nokkuö samskipti manna í flokknum — líka í forustu- sveitinni, því þar hafa jú verið uppi talsvert ólíkar áherslur í málinu. -BG FORSETAEMD/ETTID EK í EÐLISÍHO PÓLITÍSKT .. •••>:...: ••».; fr.-.*l. , IV'«tl._*-_r./ir tnHwUnn.T. Mnn ’.■•■• >*jn' i:..-' ; .* • ’:*»• : '■•> ••• *'. •"> '":r *■'gcl^5Mr h.ifVi v.T.* mr. ji.ain *l rj irjSu*i j• Jil . I i ■ ' •• ;•'• • •• I ..Hli.r Ilrmiann.a..n ng Kltrl llU.n.lil lutt.i :*l..i.i: .;* r.-.i • n-I . ,1 |.| J.'lf I,-.. |.|. i...*A;njr lm.*. raii tlSrf ntmc^minnr.ir .y Yiu*. n-.uT:. X Á víöavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.