Tíminn - 09.05.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.05.1996, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 9. maí 1996 Líklegt er ab vopna- hlé Israels og Hiz- bollah komi Clinton og Peres, sem bábir eiga í kosningabar- áttu, ab drjúgum notum í því sam- hengi. Sumir frétta- skýrendur telja þó ab vopnahléssamkomu- lagib sé fyrst og fremst sigur fyrir Sýr- land og Hizbollah Þekktasta setning þekkt- asta hernaöarfræbings sögunnar, Prússans Karls von Clausewitz (1780- 1831), er á þá leið að stríð séu framhald stjórnmála meb öðrum abferðum. Eldflauga- skothríð Hizbollah, líbansks og sjítísks bókstafstrúar- flokks, á ísrael, skothríb og sprengjukast ísraels á Líban- on og vopnahlé ísraels og Hizbollah, sem batt enda á þennan hernab, kunna að hafa minnt einhvem á þetta mat prússneska hemaðar- fræðingsins. Kjarninn í vopnahléssam- komulaginu er að ísrael skuli ekki framar skjóta sprengikúl- um og kasta sprengjum á óbreytta borgara í Líbanon og Hizbollah hætta að skjóta eld- flaugum á ísrael. Líbanon, Sýr- land, Frakkland og Bandaríkin skulu sameiginlega fylgjast með því að ekki sé út af þessu brugð- ið. Blóðug kosninga- barátta í sumum fjölmiðlum kveður við þann tón að eiginlega séu allir hlutaðeigandi nokkuð ánægðir með samkomulag þetta. Kátastur af öllum sé Hafez al-Assad Sýrlandsforseti. Hiz- bollah eiga mikið undir stuðn- ingi frá honum og talið er að þrýstingur frá honum hafi knúð róttæklinga þessa til samkomu- lagsins. Með samkomulaginu, er sagt, fær Assad sig viður- kenndan sem þann ríkisleiðtoga í Austurlöndum nær, sem mestu geti ráðið um hvort þar verði meiri eða minni friður og ófriður á komandi árum. Sýr- land hefur sem kunnugt er her- lið mikið (um 35.000 manns) í Líbanon og stjórn síðarnefnda landsins er mjög háð því fyrr- nefnda. Shimon Peres, forsætisráð- herra ísraels, getur einnig verið nokkuð ánægður, halda sumir fréttaskýrendur áfram. Með því að svara eldflaugaskothríð Hiz- bollah á ísrael með 16 daga stór- skotahríð og loftárásum á Suð- ur-Líbanon, þar sem bækistöðv- ar Hizbollah eru, kann hann að hafa orðið í augum margra landa sinna trúverðugur og harðsnúinn leiðtogi, sem gjaldi óvinum ísraels rauðan belg fyrir gráan. Þá sést því haldiö fram að samkomulagið muni hafa í för meb sér ab Bandaríkin og ísrael þjappi sér fastar saman í stjórn- og hermálum, en sem kunnugt má vera voru sambönd þeirra á þeim svibum og fleirum náin Framhald stjórnmála meö öörum aöferöum" íLíbanon. Hálfgildings frið- arsamkomulag fyrir. Að þessu hvortveggju at- huguðu ættu árásirnar á Líban- on og vopnahléssamkomulagið að geta tryggt Peres og ísraelska Verkamannaflokknum sigur í þingkosningunum, sem fara fram í ísrael í lok þessa mánað- ar. Warren Christopher, hinn sjötugi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gekk af slíkum krafti í það að koma samkomu- lagi þessu á, að undir lok samn- ingaumleitananna varð að skipta um áhöfn í stríðsflugvél þeirri er var farkostur hans þar eystra. Upphaflega áhöfnin var þá orðin steinuppgefin eftir stöðugan þeyting fram og aftur Assad: flestir telja aö hann hafi af öllum leiötogum mesta ástœöu til áncegju meö samkomulagiö. á milli Jerúsalem, Beirút og Damaskus. Af því má marka að Bandaríkjastjórn hafi lagt allfast að ísrael og Sýrlandi að koma á vopnahléi. „Besti vinurinn ..." Haft er fyrir satt að samkomu- lagið komi sér stórvel fyrir Clin- ton Bandaríkjaforseta í yfir- standandi kosningabaráttu þar vestra. Hann geti auglýst það sem drjúgan árangur fyrir Bandaríkin í utanríkismálum. Fullyrt er og að hann hafi með vopnahléssamkomulaginu tryggt sér stuðning gyðinga í Bandaríkjunum, en áhrif þeirra Peres (t.v.) og Christopher: náiö samband Bandaríkjanna og ísraels veröur enn nánara. BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON þar eru ekkert smáræði. Clinton hefur af þessu tilefni meira ab segja verib kallaöur „besti vin- urinn sem ísrael hefur nokkurn- tíma átt í Hvíta húsinu." Fyrir Hizbollah, sem illræmd- ir eru á Vesturlöndum og víðar sem hryðjuverkamenn, er sam- komulagið einnig sagt vera sig- ur, og þar með fyrir íran, sem sér þeim fyrir vopnum og eggjar þá gegn ísrael. Vissir fréttaskýr- endur túlka samkomulagið þannig, að meb því séu Hiz- bollah viðurkenndir sem „lög- mæt andspyrnuhreyfing". Hiz- bollah hafa að vísu lofaö að hætta að skjóta eldflaugum á ísrael, en ekki á stöbvar ísraela á belti því syðst í Líbanon sem þeir halda hersetnu. í sumum fjölmiðlum kveður við nokkuð annan tón um um- rætt samkomulag. Þar er því haldið fram að það sé fyrst og fremst sigur fyrir Sýrland, íran og Hizbollah. Assad geti eftir sem áður þrýst á ísrael gegnum Hizbollah, til ab knýja það til að sleppa Golanhæbum, sem ísra- elar hertóku 1967. ísraelar mega að vísu samkvæmt samkomu- laginu herja á Hizbollah, en ekki láta það koma niður á óbreyttum borgurum. Það getur orðið erfitt í framkvæmd, því að líklegt er að Hizbollah muni hér eftir sem hingað til berjast úr felum meðal óbreyttra líbanskra borgara. Tímamótafribur í vændum? Talsverður líkur eru því á að hálfgildings friðarsamkomulag ísraels og Hizbollah verði ekki til langframa. En ekki er talið óhugsandi að Bandaríkjastjórn, sem með því samkomulagi hef- ur aukið afskipti sín af málefn- um aðila í þeim heimshluta, fylgi því eftir með því að reyna að knýja fram friðarsamning milli ísraels og Sýrlands. Jafn- framt slíkum friðarsamningi myndi og sennilega verða sam- inn friður milli ísraels og Líban- ons, og þar með hefði formlegur friður komist á milli ísraels og allra þeirra ríkja sem það á landamæri að, í fyrsta sinn frá stofnun ísraels fyrir tæplega hálfri öld. Það yrðu tímamót í sögu samskipta ísraels og araba. Til að ná slíkum friði yrðu ísra- elar líklega að sleppa landræmu þeirri af Líbanon, er þeir halda síðan 1982, og Golanhæðum. Líbönsku landræmunni væru þeir trúlega tilleiðanlegir að sleppa, ef tryggt yrði að þeir fengju frið fyrir Hizbollah, en sennilegt er að þeir haldi fastar í Golanhæðir. í friðarviðræðum ísraels og Sýrlands hefur til þessa hvorki gengið né rekið, en skref í átt til formlegs friðar ríkja þessara telja ýmsir að þau eiga bæði fulltrúa í nefnd, sem á að fylgj- ast með því að vopnahlénu sé framfylgt. í árásum Israela á Líb- anon að þessu sinni fórust yfir 200 manns, flest óbreyttir borg- arar, um 400 særðust, hálf millj- ón varð forflótta og eignatjón er metið á sem svarar um 60 millj- örðum íslenskra króna. Með hliðsjón af því, sem gengið hef- ur yfir Líbanon í og út frá átök- um ísraels og araba, má ætla að líbanskir ráðamenn, sem eru að reyna að koma fótunum undir land sitt efnahagslega eftir stríð- ið þar á 8. og 9. áratug, séu frið- arfúsir, en á þeim vettvangi verða þeir líklega að hlíta „ráð- um" einkum frá Damaskus og jafnvel frá íran. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.