Tíminn - 31.07.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.07.1996, Blaðsíða 4
4 Mibvikudagur 31. júlí 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Hálendiö, gögn þess og gæði Skipulagsmál á miöhálendinu og forræði yfir landinu, gögnum þess og gæöum hafa verið í brennidepli í þjóð- málaumræðu sumarsins. Nú er sá tími sem ferðamenn innlendir og erlendir leita til fjalla og ferðast um mið- hálendið þvert og endilangt. í þessum efnum hafa orð- ið miklar breytingar í seinni tíð sem á öðrum sviðum. Ört vaxandi umferð og athafnasemi á hálendinu kallar á skýrar reglur um hvers er ábyrgðin á þessum lands- svæðum. í fyrsta lagi hver ber ábyrgö á umgengni um landið, hver eigi að annast þjónustu við ferðafólk, hvers sé að skipuleggja framtíðarnotkun lands og hverj- um beri arður af gögnum þess og gæðum. Nefndir eru starfandi í stjórnkerfinu að þessum mál- um. í fyrsta lagi er unnið að skipulagi miðhálendisins, sem er risavaxið verkefni. Sá háttur er hafður á að lína er dregin um hálendið sem markar það svæði sem unn- ið er með án þess að vera mörk lögsögu. í þennan far- veg setti löggjafinn málið á sínum tíma, en umræður voru uppi um það að hafa sérstaka lögsögu á miðhá- lendinu innan ákveðinnar línu. Langt er í land að þess- ari vinnu ljúki og eftir er að lýsa eftir umsögnum og at- hugasemdum. í öðru lagi vinnur nefnd að því að undirbúa frumvarp um eignarrétt á miðhálendinu. Þar er á ferð hugmynd um svokallaðar „þjóðlendur" eins og skýrt er frá í úttekt í Morgunblaðinu um helgina. í þriðja lagi vinnur nefnd í því að undirbúa frumvarp um nýtingu auðlinda, en þau mál varða mjög auðlind- ir sem er að finna á hálendi landsins. Flest rök hníga að því að miðhálendið, gögn þess og gæði séu sameign þjóðarinnar, hvað sem mörkum lög- sögu líður. Sú stefna hefur verið uppi í reynd að stór- framkvæmdir í virkjunum á hálendinu hafa verið ákveðnar með sérstökum lögum, en virkjanafram- kvæmdir eru einn stærsti þátturinn í nýtingu lands. Það liggur í hlutarins eðli að eign og umhirðu hennar fylgja skyldur. Deilur hafa sprottið um það hver hafi forræði Hveravalla og takast á í því máli Svínavatns- hreppur og Ferðafélag íslands og hefur Umhverfisráðu- neytið uúrskurðað Svínavatnshreppi í vil. Miðað við núverandi skipan mála verður það að teljast eðlilegt. Það viröist nokkuð fjarlægt að frjálsum félagasamtök- um, þótt þau séu jafn merk og ágæt og Ferðafélag ís- lands, beri réttur til skipulags á miðháleiidinu. Það fé- lag hefur vissulega unnið brautryðjendastarf í því að opna hálendið, en það breytir ekki þessu grundvallarat- riði. Hins vegar ber að gera strangar kröfur til þeirra sem reisa mannvirki á þessu viðkvæma landssvæði að tekið sé tillit til verndunar og umhverfissjónarmiða, jafn- framt því sem nauðsynlegri þjónustu er sinnt. Það ber brýna nauðsyn til þess að leiða það starf sem nú er í gangi varðandi þessi stórmál til lykta. Að öðrum kosti verður þróunin sú að árekstrar fara vaxandi, varð- andi umferð og umsvif og lögsögu á miðhálendinu. Slóðir sem áður fyrr voru fáfarnar eru nú aðgengilegar fyrir ferðalög og alls konar umsvif til ills eða góðs. Einn- ig verður að koma í veg fyrir að þessi mál þróist upp í il- lindi milli dreifbýlis og þéttbýlis. Sanngjörn löggjöf og skýrar jeglur geta komið í veg fyrir þá óheillaþróun. Tónaflóð í holtakirkjum? Menn hafa talsvert rætt um vígslu Reykholtskirkju um síbustu helgi og virbast flestir sammála um ab þar hafi svartstakkar þjóbkirkjunnar átt sérstaklega minnisstæban dag, enda var foringi þeirra og leib- togi, sr. Sigurbur Sigurbarson vígslubiskup í abal- hlutverki. Og ekki varb annab séb en ab svartklædd- ur séra Flóki úr Langholti í Reykjavík yndi sér vel þar sem hann sat svartklæddur í kórnum og augljóslega á heimavelli. Op- inberlega er ekki viðurkennt ab það, hvernig að víglsunni var staðið, hafi verib birtingarmynd átaka í kirkjunni, en sr. Geir Waage sóknarprestur og formab- ur prestafélagsins vitnar í ein- hverja gamla reglugerb um vígslubiskupa og segir ab núna sé einmitt rétti tíminn til að láta hana koma til framkvæmda. Satt að segja fannst Garra þetta nú heldur slakur fyrirsláttur hjá Prestafélagsformanninum og ef- laust hefur hann líka átt ab vera þab. En þab sem þó er athyglis- verbast vib þessa kirkjuvígslu alla er ekki ab víglsu- biskupinn í Skálholti vann verkib. Þab merkilega er hin mikla menningar- og tónlistarvakning sem aug- ljóslega er ab verba mebai þjóbkirkjusvartstakka. Tónlistarhöll í Reykholti Svartstakkamir voru nefnilega ab vígja tónleika- höll fyrir Borgarfjarðarhérab á sunnudag, en Reyk- holtskirkja mun vera sérstaklega hönnub sem tón- listarhús. Veggir mibabir vib hljómburb og innra skipulag kirkjunnar er hannab þannig ab koma megi fyrir hljómsveitum og kórum meb góbu móti. Ab vísu er altarið ekki á hjólum eins og í Langholti, en sama sem því ráðstafanir gerbar til ab altarib sé ekki fyrir þegar tónlistarflutningur fer fram, því kórdyrn- ar eru hafðar sérstaklega víbar. Og sr. Geir segir frá því í Tímanum í gær ab „kirkjan hafi alla tíb verib fóstra tónlistarinnar," og ab hún muni leika stórt hlutverk í helgihaldi Reykholtskirkju. Þegar menn rifja upp umræbuna frá því í vetur og þögular mess- ur í Langholtskirkju sem kenndar voru við hug- myndafræbi svartstakkanna kemur þessi söngáhugi Reykholtsklerksins þægilega á óvart. í Tímavibtalinu í gær segir m.a.: „Geir segist reikna meb ab svo verbi búið um hnútana ab öll list eigi greiðan inngang inn í kirkjuna en bætir vib: „En aubvitab er kirkjan fyrst og fremst musteri, helgidómur. Og sem helgidómur reynir hún ab hlúa ab hinum fögru listum." Garri fær nú ekki betur séð en ab Geir Waage sé komin á sömu línu og þeir félagar Jón Stefánsson organisti og Thor rithöfundur Vilhjálmsson sem hafa með áberandi hætti tjáð sig á opinberum vettvangi um að kirkju- tónlistin sé lofgjörb til Drottins sem eigi einmitt heima í húsinu, eins og dæmi Bachs sanni einna best. Holtaklrkjur tónlistar- hús Og ef þab er tilfellib ab tónlista- vakning hafi orbib mebal svartstakkanna þá hlýtur þab ná til annara holta en Reykholts og fribvænlegra verbi milli sóknarpresta og organista bæbi í Skálholti og Langholti en verib hefur um skeib. Þess utan hlýt- ur þab ab vera sérstakt fagnaðarefni ef tónlistarmál- in komast í þennan fribsama farveg, því holtakirkj- urnar þrjár eru allar annálabar fyrir hljómburb og gæbi sem tónlistarhús - enda hafa listamenn sóst eftir ab fá ab flytja tónlist í þeim. Þab er því full ástæba til ab fagna atburbum helg- arinnar í Reykholti sem tímamótum þar sem há- menningin og tónlistarflutningur í holtakirkjum svartstakkanna fær aukinn sess og mikilvægi. Þab hefur því tæplega verib tilviljun ab hvorki Þorsteinn Pálsson rábherra kirkjumála né biskupinn yfir ís- landi voru í Reykholti vib vígsluna, því þetta var kannski ekki nema ab hluta til kirkjulegur vibburb- ur. Stóra málib var menningarlegs eblis, enda var þarna mættur rábherra menningarmála, Björn Bjarnason. Garri GARRI f»y toty /v t V: v 1:.pI’i i jiroiirjjj. >.VI .'i’J’i vr 'iW <x'€i ctMni-Wtiitó iVllvr.'ifiJ. /frtgiiá’i- iitiiiir.i VI Mi.i|iaSff. .VarViuii.rsir’iir .ViuSmaiircUiilS: Reykhollsklrkja uigb sfoaita sunnudag ab vlóstödda fjölmcnnl. Séra Geir Waage sóknarpreslur; Verkiö haft mik- inn mebbyr Hróbur íslands A víbavangi Hróður Íslands berst jafnt og þétt um veröldina. Konur sem karlar halda uppi merki Grettis sterka og Garðars Hólm og þeirra nóta og kynna umheimin- um land og þjób, sem bera af öbrum löndum og þjób- um sem gull af eiri. Verbur þessu fólki aldrei nógsam- lega þökkub ómetanlegt framlag vib ab bera hróbur íslands út og subur og heim aftur. Enda er mála sannast ab hvergi fær hróðurinn betri undirtekt- ir en í landinu sem verib er ab hrósa. í einföldu máli sagt, þab eru einkum ís- lendingar sem kunna vel ab meta allan þann hróbur sem berst um þá hingað og þangab. Eyþjóbin vib dumbshaf er alveg rosalega þakklát þeim sem bera hróburinn fram og til baka. Sérstak- lega standa þeir í óborganlegri þakkarskuld við fyr- irfólkib sem er svo aðdáunarlega duglegt ab bera hróburinn til fyrirfólksins í öbrum veraldarhorn- um. Best af öllu er þegar hróburinn endurómar hér á heimaslóð eins og forbum þegar málgagnib Fold- in fluttir fréttirnar af einstökum afrekum Garðars Hólm sem vöktu ómælda hrifningu í heimsborgum og höllum soldána. ! Berrassaöar í náttúrunni Konur hafa verið gassalega hróðuraukandi um skeib og er land og þjóð orbib margfrægt fyrir- myndarríki fyrir þeirra tilstublan. Og nú eru útlend- ar konur farnar ab auka hróbur íslenskrar náttúru meb óvæntum hætti. Þab sómakæra dreifbýlisblab Tíminn birti for- kunnarvel myndskreytta frétt í gær og var fyrirsög- in undir berrassaðri konu „Stálkonurnar auka hrób- ur íslands". Ekki sveik textinn þær væntingar sem mynd og fyrirsögn vöktu. Útlend vöbvabúnt, kvenkyns, komu hingab og voru teknar myndir af stæltum þjóhnöppum og öðrum líkamspörtum í náttúr- unni. Voru þær birtar í víðlesnustu tímaritum heims, ab sögn Tímans. Var þar um gríðarlega land- kynningu ab ræba og stálkonurnar hrifust svo af landi og þjób ab þær hafa fullan hug á ab koma aft- ur „og auka hróbur íslands enn frekar meb fjöl-: breyttari hætti." í hverju sú fjölbreytni felst er ekki látið uppi en allir þeir sem láta sig hróbur landsins einhverju varba bíba spenntir. Lista- og íþrótta- viöburður Einsýnt er ab þær Ericca Kern og Melissa Cortes hafa aukib hróður íslands meb svo afgerandi hætti ab sjálf- sagt er ab hengja á þær fálka- orðu eins og abra velgjörbar- menn þjóðarinnar. Varast ber þó að sæma þær lágri gráðu með prjóni því hróbur lands- ins bera þær í því ástandi ab ekki er við hæfi að næla í þær. Meistari fálkaorðunar veröur að sjá um ab þær fái stórriddarakross sem hengdur er um hálsinn í bandi. Ætti hann ab fara vel við íslenska náttúru á vöövabúntum, berrössubum ab aftan sem framan eins og fagurkerinn sagöi. En kroppasýningar hinna hróðurberandi kvenna er sérstæður viðburð- ur á lista- og íþróttasviði. Það stób að minnsta kosti í Tímanum í gær og verður ekki véfengt hér. Hróðurinn er eins og orðstírinn; hann gleymist ekki þeim sér góbs getur. Þannig mun íslensk nátt- úra verða ódauðleg sem bakgrunnur stérklegara þjóhnappa og lærvöbva á litmyndum í tímaritinu Muscle Mac. Landkynningin sem felst í þessum myndbirting- um er ótvíræð og munu laða ferðamenn og erlenda fjárfestingu til landsins í stórum stíl. Þó er hún varla eins mikil og þegar íslenskt fyrirfólk og önnur menningarfrík lætur sín skæru ljós skína og fyllir umheiminn aðdáun á landi okkar, menningu og útflutningsvöru. Hróbur íslands rís ávallt hæst þegar skýrt er frá honum á voru landi, enda kunna engir betur aö meta hólib um þjóbina og sumarblíöa náttúru en þeir sem landið byggja. Því er það að íslenskir fjöl- miólar bera hróðurinn oftar og betur tif sinna neyt- enda en gerist og gengur í útlandinu. Undantekn- ingin er þó blaðið Muscle Mac, sem er víðlesnasta tímarit í heimi ab sögn Tímans. Hróðurinn felst í því að sýna hve vöðvamikill gumpur er lekker í ís- lenskri náttúru. , OÓ j .loniomon o . ——-:~b

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.