Tíminn - 31.07.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.07.1996, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 31. júlí 1996 19 Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigöisráöherra í samtali viö Tímann um vandamálin í íslensku heilbrigöiskerfi: Maöur vindur ekki tuskur sem enginn dropi er í „Þetta er kannski í fyrsta skipti sem ég slæ í bor&i& svona harkalega. Ég beini þessu vandamáli a& fjármála- ráöherra í dag. Þaö er nú svo a& ma&ur vindur ekki tuskur sem enginn dropi er í. Þa& er ekki hægt a& taka þátt í svona nokkru," sagöi Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigö- isrá&herra um ástand heil- brigöismála í ljósi afar bágrar stö&u Sjúkrahúss Reykjavík- ur. Stjórn þess sjúkrahúss sér ekki önnur úrræöi út úr fjár- hagsvanda sínum en þau a& fækka starfsfólki stórlega og minnka þjónustu vi& ýmsa þjóöfélagshópa sem minnst mega sín, aldraöa, ge&sjúka og fatla&a. Lokum ekki á þessa hópa Ingibjörg segir að hér sé að- eins verið að ræða um tilfærslu á fjármunum. „Við erum ekki sú þjóð að við lokum á þjón- ustu við þessa hópa, við gemm ekki svona nokkuð og við munum ekki gera slíkt nokkru sinni. Sem betur fer emm við með bestu heilbrigðisþjónustu í heiminum. Við eigum að vera stolt af glæsilegri uppbygg- ingu. En það er kominn tími til að við komum okkur saman um hvaða þjónustu við eigum að veita, og hættum að hræra í henni árlega," sagði Ingibjörg Pálmadóttir. „Við getum ekki lengur haldið áfram þessari samkeppni um takmarkað fjár- magn," sagði Ingibjörg. Sameining hátækni- sjúkrahúsanna „Þessar tillögur stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur leysa auðvitað ekki þann bráða- vanda sem sjúkrahúsin í Reykjavík em í. Hann verður að leysast öðru vísi. En þegar til framtíðar er litið þá hníga öll rök að því að það sé skynsam- legt að hnýta saman endana hjá þessum sjúkrahúsum. Ef hægt er að spara í yfirstjórn, ef hægt er að spara í ýmsum þjónustuþáttum, þar sem slíkt kemur ekki niður á þjónustu við sjúklinga, þá ber okkur skylda til að ganga götuna til enda," sagði Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra í samtali við Tímann í gær. Ráðherrann segir að þær til- lögur sem núna em fram komnar frá stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur sýni þá miklu kreppu sem skollin er á hjá því mikla sjúkrahúsi. Slíkt hljóti að vekja menn til umhugsunar um vandamálin og kannski sýni menn þá líka meiri vilja en áður til að leita lausna ofan frá ef svo megi segja. „Þessar lausnir em engan veginn einfaldar. En þær eru þó einfaldari en að gera það ómögulega sem er verið að gera ráð fyrir í tillögunum. Við munum að sjálfsögðu aldrei minnka þjónustu við aldraða eða geðfatlað fólk. Þessi þjón- Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigöisráöherra, - ný hugsun veröur aö koma til í heilbrigöis- kerfinu, og Ijóst aö hátæknisjúkrahúsin þurfa aö sameinast. usta verður einhvers staðar veitt þannig að við erum að tala um tilfærslu á fjármun- um," sagði Ingibjörg Pálma- dóttir. Tillögur sem ganga ekki upp Utspil stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur undir lok síðustu viku hefur mælst illa fyrir hjá ýmsum hópum í þjóðfélaginu og þá ekki síst aðstandendum þeirra sem eiga um sárt að binda. Sumir vilja álíta sem svo að stjórn sjúkrahússins hafi hér einkum höfðað til fjölmiðla með tillögum sínum. Er það ábyrgðarleysi að vinna á þenn- an hátt? „Ég tel þetta ekkert ábyrgðar- leysi hjá stjórn sjúkrahússins. Stjórnin lýsir vissu ástandi, horfir upp á það að fjárframlag til þess nægir engan veginn til, hún er að lýsa því ástandi sem við blasir þegar endar ná ekki saman. Auðvitað eru þetta þeirra tillögur, sem ganga þó engan veginn upp, þegar dæm- ið er skoðað." Sjúkrahús Reykjavíkur sem stendur svo tæpt fjárhagslega er á sama tíma að kaupa nýtt tölvusneiðmyndatæki fyrir 79,9 milljónir króna. Ráðherr- ann segir þessa endurnýjun tækja bráðnauðsynlega og gert ráð fyrir henni á fjárlögum árs- ins og að tækið verði greitt á tveim árum. „Á bráðasjúkrahúsi verður að vera fyrir hendi sneiðmynda- tæki, það verður að kaupa, og ákvörðun var tekin hér síðast- liðið haust um þessa endurnýj- un, gamla tækið er á síðasta snúningi," sagði Ingibjörg Pálmadóttir. Húsbyggingar — til hvers? Ingibjörg Pálma- dóttir segir í sam- bandi við samein- ingu sjúkrahúsa að þá sé nákvæmlega þetta sama að ger- ast víða um heim. Verið sé að einfalda rekstur og fækka í stjórnunarlegri yf- irbyggingu í heil- brigðiskerfi margra landa, enda sé það lykillinn að ár- angri. Margir hafa furð- að sig á ýmsu því sem er að gerast í heilbrigðiskerfinu. Útgjöld ríkisins vaxa, legudögum á sjúkrahúsum fækk- ar engu að síður, tækni eykst, biðl- istar lengjast, deildum er lokað, og samt eru for- ráðamenn sjúkra- húsa vægast sagt miklir áhugamenn um húsbyggingar, enda þótt ljóst sé að þær muni vart verða reknar af neinu viti. Menn eiga líka erfitt með að skilja ýmsar flóknar skákir í húsamálum, flutn- inga deilda milli húsa og annað af þeim toga. Hvað er að í kerfinu? „Ég tel að sjúkrahúsunum hér í Reykjavík sé ekki illa stjórnað. Ef þau eru borin sam- an við sjúkrahús erlendis kem- ur þetta í ljós. En auðvitað er ekkert vit í því að byggja hús sem þú getur ekki rekið. Það hef ég ítrekað sagt. Það sýnir hversu galnar þessar tillögur eru að á sama tíma og við erum að byggja yfir aldraða í Suður- Mjóddinni með Rauða krossin- um og borginni, þá á að fara að loka rýmum fyrir aldraða sem mest er þörfin á í landinu," sagði Ingibjörg Pálmadóttir. Ingibjörg sagðist hafa gagnrýnt ýmsar tilfærslur deilda, eins og til dæmis hugmyndir um að flytja burtu endurhæfingadeild á Grensási. Auðvitað væri þar um full heilindi að ræða, en engu að síður væri hægt að ef- ast um ágæti slíkra ráðstafana. Vibræbur borgarstjóra og rábherra Þær nöfnur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra, hafa rætt saman um vandamálin í heilbrigðismál- um hátæknisjúkrahúsa sem em í höfuðborginni. „Við ræddum síðast saman í morg- un og höfum farið yfir alla þætti starfseminnar. Ég held að við séum sammála um flest," sagði heilbrigðisráðherra í gær. „í heilbrigðismálum lands- manna þarf að koma til ný hugsun. Ef við ætlum að vera með í tækniundrum heilbrigð- ismálanna, ef við ætlum að taka til okkar öll nýju lyfin, sem við auðvitað viljum og ætlum að gera, þá verðum við einfaldlega að beita þeirri hag- kvæmni sem hægt er. Ég tek til dæmis undir með landlækni að það geta ekki öll sjúkrahús landsins verið að malla í öllu. Þau geta sérhæft sig á sérstöku sviði og einbeitt sér að því. En síðan verðum við að nota sam- göngukerfið sem er orðið svo gott. Við viljum styrkja heil- brigðiskerfið, það verður aldrei samkomulag hjá íslensku þjóð- inni að veikja það kerfi á nokk- urn hátt, en þetta verður að gera á skynsamlegan máta," sagði Ingibjörg Pálmadóttir að lokum. -JBP HEILBRIGÐIS OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing vegna takmarkabrar heimilislækna- þjónustu 1. ágúst nk. Þar sem meirihluti starfandi heilsugæslulækna hefur sagt upp störfum frá 1. ágúst nk., má gera ráb fyrir að veruleg röskun verði á læknisþjónustu. Heilbrigðis- og trygginga- málarábuneytib og landlæknir vekja því athygli á eftirfarandi: Allar heilsugæslustöbvar verba opnar á hefbbundnum opnunartíma. A sumum þeirra verba áfram starfandi læknar, sem ekki hafa sagt upp störfum, eba af- leysingalæknar/læknanemar. Nánari upplýsingar um framangreint svo og hvert fólk get- ur leitab ef læknar eru ekki til stabar á vibkomandi heilsugæslustöb verba gefnar á hverri stöb. Utan opnunartíma verba upplýsingar veittar á símsvara. Upplýsingar um þjónustu verba einnig veittar á Heilsuverndarstöbinni í Reykjavík. Almenningur er hvattur til ab taka tillit til aukins álags á starfandi lækna eftir 1. ágúst nk. og æskilegt er ab einungis verbi leitab til þeirra meb erindi sem ekki þola bib. Heilbrigöis- og tryggingamálaráöuneytiö. Landiœknir. : "t . |.....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.