Tíminn - 31.07.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.07.1996, Blaðsíða 10
22 Miðvikudagur 31. júlí 1996 HVAÐ E R Á SEYÐI Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Þeir, sem eiga pantað far í ferðina um Húnaþing 7., 8. og 9. ágúst, greiði ferðina fyrir helgi. Hafnagönguhópurinn: Gengib subur í Skerjafjörb Miðvikudagskvöldið 31. júlí fer Hafnagönguhópurinn frá Hafnarhúsinu kl. 20 eftir einni fjölbreyttustu gönguleið sinni, þ.e. með Tjörninni, um Há- skólahverfið suður að strönd Skerjafjarðar. Síðan með ströndinni að nýju göngu- brúnni yfir Kringlumýrarbraut, en þar lýkur gönguferðinni. Val um að ganga til baka eða fara með SVR. Allir eru velkomnir í ferö meö Hafnagönguhópnum. Akureyri: Selló og píanó í Deiglunni í kvöld, miövikudag, halda Ásdís Arnardóttir sellóleikari og Jón Sigurðsson píanóleikari tónleika í Deiglunni á Akureyri. Á efnisskránni eru verk eftir Jo- hann Sebastian Bach, Ludwig van Beethoven, Jón Nordal, Maurice Ravel og Astor Piazz- ola. Efnisskráin spannar vítt BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELG ARPAKK AN A OKKAR REYKJAVÍK 568-6915 AKUREYRI 461-3000 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar svið frá barokktónlist til argent- ínsks tangós. Jón Sigurðsson lærði píanó- leik hjá Helgu Laxness og Hall- dóri Haraldssyni, en hélt síban til náms hjá Eriku Haase í Þýskalandi og Caio Pagano í Bandaríkjunum. Ásdís Arnar- dóttir nam sellóleik hjá Gunn- ari Kvaran og hjá Richard Talkowsky á Spáni og George Neikrug í Boston. Tónskáldin er flest óþarft ab kynna, en nefna má aö sónö- turnar sem fluttar verða eftir Bach og Beethoven eru meðal öndvegisverka tónbókmennta fyrir selló og píanó. Það er helst að sumir kannist ekki við Piazz- ola, en hann er einn af kon- ungum argentínska tangósins sem sífellt nýtur meiri vin- sælda. Hann var nemandi Nadiu Boulanger og var það hún sem hvatti hann til að semja í anda tónlistar heima- lands síns, Argentínu. Tónleikarnir verba sem áður segir í Deiglunni og hefjast kl. 20.30 í kvöld. Hádegistónleíkar í Hallgrímskirkju Á fimmtudögum og laugar- dögum í júlí og ágúst er leikið á orgelið í Hallgrímskirkju í há- deginu. Hádegistónleikarnir eru haldnir í tengslum við tónleika- röðina Sumarkvöld við orgelið, sem haldin er í fjórða skiptið í sumar og er aðgangur ókeypis á hádegistónleikana. Fimmtudaginn 1. ágúst kl. 12 leikur á orgelið Kjartan Sigur- jónsson, organisti Seljakirkju, tónlist eftir Bach, Pachelbel og César Franck. Kjartan er for- maður Félags íslenskra organ- leikara, en það eru félagar þess sem skipta með sér að leika á fimmtudögum. Laugardaginn 3. ágúst kl. 12 leikur Ragnar Björnsson, orgel- leikari og skólastjóri Nýja tón- listarskólans, en hann leikur einnig sunnudagskvöldið 4. ág- úst kl. 20.30. Þá leikur hann þekkt verk eftir Bach, Boéllmann og Alain, auk þess að leika íslensk og norsk verk og eitt verk eftir Artur Rubin- stein. Norræna húsib Fimmtudagskvöldið 1. ágúst kl. 20 verður dagskrá í sýning- arsölum Norræna hússins í um- sjón tónlistarmannsins Gubna Franzsonar. Guðni hefur fengið til liðs við sig tónskáld og hljóðfæra- Gubni Franzson flytur ásamt fleir- um hljómkvibu sína fyrír leirverk í Norræna húsinu annab kvöld. leikara og munu þeir leika hljómkviðu fyrir leir eftir Gubna á leirverk Kolbrúnar Björgúlfsdóttur og Eddu Jóns- dóttur. Hluti leirverkanna eru leirskúlptúrar sem verða að hljóðfærum í meðförum tón- listarmannanna; önnur verk eru í raun hönnuð sem hljób- færi, en fela í sér breytilegar myndir eins og aðrir skúlptúrar á sýningunni. Hljómkviðan eða spunaverk Guðna Franzsonar tekur um 45 mín. í flutningi og verður flutt í sýningarsölum Norræna húss- ins innan um sýningargripi Kolbrúnar og Eddu. Meðal flytj- enda auk Guðna Franzsonar eru Sveinn Lúðvík Björnsson, Haukur Tómasson, Áskell Más- son, Hilmar Þórðarson, Rík- harður H. Friðriksson, Einar Kristján Einarsson, Eydís Franz- dóttir og Kolbeinn Bjarnason. Allir eru velkomnir og að- gangur er ókeypis. Tónleikum Roskilde musik- skoles harmonieorkester frá tónlistarskóla Hróarskeldu í Danmörku, sem auglýstir hafa verið í Norræna húsinu fimmtudaginn 1. ágúst kl. 16, hefur verið aflýst vegna óvið- ráðanlegra ástæðna. Tónlistarunnendur ættu þó að fá nóg við sitt hæfi, því laug- ardaginn 3. ágúst kl. 18 heldur sönghópurinn Kulturmix frá Arendal í Noregi tónleika í Nor- ræna húsinu. Stjórnandi kórsins er Per Oddvar Hildre, einn af fremstu kórstjórnendum Noregs. Sönghópurinn hefur verið starfræktur í 10 ár. Auk tón- leikahalds í Noregi hefur hóp- urinn komið fram á tónleikum í New York og New Orleans. Á efnisskrá sönghópsins í Nor- ræna húsinu verða m.a. norsk þjóðlög og negrasálmar. Allir eru velkomnir, aðgangur er ókeypis. Sumartónleikar á Norburlandi í fjórðu tónleikaröð Sumar- tónleika á Norðurlandi kemur góbur gestur frá Danmörku, en það er fiðluleikarinn Elisabeth Zeuthen Schneider og mun hún halda tónleika í Reykja- hlíðarkirkju við Mývatn laugar- daginn 3. ágúst kl. 21 og Akur- eyrarkirkju sunnudaginn 4. ág- úst kl. 17. Á efnisskrá hennar verða verk eftir Sergej Prokofjev, Áskel Másson, Anders Nordentoft og J.S. Bach. Elisabeth Zeuthen Schneider leikur á fiðlu sem smíðuð er ár- ið 1701 af Giovanni Crancino í Mílanó. Á þessu tíunda afmælisári verður tvöfaldur fagnaður í Reykjahlíðarkirkju, því tónleik- arnir þar verða hinir fertugustu í tónleikaröðinni í Mývatns- sveit. Aðgangur er ókeypis. Þorsteinn Eggertsson sýnir ■ Eden, Hveragerbi Söngvaskáldið og rithöfund- urinn Þorsteinn Eggertsson verður með málverkasýningu í Eden, Hveragerði, um verslun- armannahelgina. Sýningin, sem haldin er vegna eindreg- inna áskorana, verður formlega opnuð laugardaginn 3. ágúst klukkan 14. Á henni eru 20 málverk, flest unnin í Dublin á írlandi. Þar hefur Þorsteinn dvalið undanfarið ár, meðal annars sem fréttamabur Bylgj- unnar, en hefur nú lokið dvöl sinni. Þetta er sjötta einkasýning Þorsteins, en auk þess hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum hér á landi og er- lendis. Meðal annars tók The Waldock Art Gallery í Dublin nokkrar myndir hans til sýn- ingar síðastliðinn vetur. Sýn- ingu Þorsteins í Eden lýkur 14. ágúst næstkomandi. Ein mynda Þorsteins Eggertssonar: „Ástarljób" frá 1996. Daaskrá útvarps oa siónvarDS Mibvikudagur 31. júlí 6.45 Ve&urfregnir 6.50 Bæn Ifjl 7.00 Fréttir A—" 7.30 Fréttayfirlit 7.31 Fréttir á ensku 8.00 Fréttir 8.10 Hér og nú 8.30 Fréttayfirlit 8.50 Ljó& dagsins 9.00 Fréttir 9.03 Laufskálinn 9.38 Seg&u mér sögu, Cúró 9.50 Morgunleikfimi 10.00 Fréttir 10.03 Ve&urfregnir 10.15 Árdegistónar 11.00 Fréttir 11.03 Samfélagiö í nærmynd 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Ve&urfregnir 12.50 Au&lindin 12.57 Dánarfregnir og auglýsingar 13.05 Hádegisleikrit Utvarpsleikhússins, 13.20 Heimur harmóníkunnar 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan, Kastaníugöngin 14.30 Til allra átta 15.00 Fréttir 15.03 „Me& útúrdúrum til átjándu aldar" 15.53 Dagbók 16.00 Fréttir 16.05 Tónstiginn 17.00 Fréttir 17.03 Þjó&arþel: Úr safni handritadeildar 17.30 Alirahanda 17.52 Umfer&arrá& 18.00 Fréttir 18.03 Ví&sjá 18.45 Ljó& dagsins 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar og ve&Urfregnir 19.40 Morgunsaga barnanna endurflutt 20.00 Tónlist náttúrunnar 21.00 Smámunir 22.00 Fréttir 22.10 Ve&urfregnir 22.15 Orð kvöldsins 22.30 Kvöldsagan, Á vegum úti 23.00 „Spegill, spegill, herm þú mér..." 24.00 Fréttir 00.10 Tónstiginn 01.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Ve&urspá Mibvikudaqur 31. júlí 11.50 Ólympíuleikarnir í Atlanta 12.50 Ólympíuleikarnir í Atlanta 16.35 Ólympíuleikarnir í Atlanta 17.55 Táknmálsfréttir 18.00 Fréttir 18.02 Leiðarljós (444) 18.45 Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan 19.00 Ólympíuleikarnir í Atlanta 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Víkingalottó 20.40 Hvíta tjaldið Kvikmyndaþáttur í umsjón Valger&ar Matthíasdóttur. 21.05 Ólympíuleikarnir í Atlanta Bein útsending frá úrslitakeppni í fimm greinum frjálsra íþrótta og tugþraut. 23.00 Ellefufréttir 23.10 Ólympíuleikarnir í Atlanta Bein útsending frá úrslitakeppni í frjálsum íþróttum og dýfingum. 03.45 Dagskrárlok Mibvikudaqur 31. júlí 12.00 Hádegisfréttir Sjónvarpsmarkaður- ^ 13.00 Sesam opnist þú 13.30 Umhverfis jör&ina í 80 draumum. 14.00 Percy og Þruman 15.35 Handlaginn heimilisfaðir (e) 16.00 Fréttir 16.05 Sumarsport (e) 16.35 Clæstar vonir 17.00 í Vinaskógi 17.25 Mási makalausi 17.45 Doddi 18.00 Fréttir 18.05 Nágrannar 18.30 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.00 19 >20 20.00 Beverly Hills 90210 (6:31) 20.55 Núll 3 21.30 Spor&aköst (e) Vei&ivötn 22.00 Brestir (e) (Cracker)(4:9) 22.55 Percy og Þruman (Percy and Thunder) Lokasýning 00.25 Dagskrárlok Mibvikudagur 31. júlí A 17.00 Spítalalíf (MASH) ^ jSVíl 17.30 Cillette sportpakkinn 18.00 Taumlaus tónlist 20.00 í dulargervi 21.00 Búrið 22.40 Star Trek 23.25 Hver myrti Buddy Blue? 01.00 Dagskrárlok Mibvikudagur 31. júlí stop -y j 18.15 Barnastund fi1 19.00Skuggi 11 . 19.30 Alf 19.55 Ástir og átök 20.20 Eldibrandar (10:13) 21.05 Madson (5:6) 22.00 Næturgagniö 22.45 Tíska 23.15 David Letterman 00.00 Framtíbarsýn (E) 00.45 Dagskrárlok Stö&var 3 liilng. linlfcn*-*'.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.