Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 4
4 Mi&vikudagur 14. ágúst 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mána&aráskrift 1700 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Viövarandi barátta Það eru gömul sannindi og ný að ekki sé nóg að afla auðs og auðlinda heldur verði einnig að varð- veita og verja eigurnar. Það er eins og með frelsið og sjálfstæðið, sem ekki vinnst í eitt skipti fyrir öll, því baráttan við að viðhalda því sem áunnist hef- ur tekur engan enda. íslendingar hafa þurft að berjast fyrir rétti sín- um til að ná eignarhaldi á auðlindum sjávarins umhverfis landið og var sú barátta löng og ströng. En fullnaðarsigur vinnst ekki vegna þess að svo lengi sem aðrar þjóðir ásælast rétt til veiða innan fiskveiðilögsögunar eða véfengja mörk íslenskrar lögsögu heldur baráttan áfram. Sá ágreiningur sem nú er uppi milli Dana og Grænlendinga annars vegar og íslendinga hins vegar um mörk miðlínunnar milli Grænlands og íslands er gott dæmi um að ávallt þarf að halda vöku sinni til að verja íslenska hagsmuni gagnvart erlendri ásælni. Líka þegar ágætar vinaþjóðir eiga í hlut, eins og í þessu máli. Eins og sakir standa er erfitt að leggja dóm á hvaða þýðingu bókun frá 1988 eða embættis- mannasamkomulag um „gráa svæðið" hefur um framtíðarskipan auðlindalögsögunar norður af Kolbeinsey. Hitt kann að vera meira áhyggjuefni hvort skerið fær staðist sem viðmiðunarpunktur þegar lína auðlindalögsögunnar er dregin. í hug- um íslendinga leikur enginn vafi á að svo sé. En Danir halda því fram fyrir hönd Grænlend- inga að þeir hafi aldrei viðurkennt Kolbeinsey sem grunnlínupunkt. Tvennum sögum fer af því hvaða pappírar kunna að vera því til staðfestingar. En hitt er ljóst að eyjan er að hverfa í hafið og sæta Danir lagi að véfengja hana sem viðmiðun og telja sjálfsagt að eftirleikurinn verði þeim auðveldur. Þeir ganga á lagið þegar náttúruöflin eru þeim svona hliðholl og eiga lærðir menn eftir að velta vöngum yfir hvaða þýðingu hvarf Kolbeinseyjar í hafið hefur á réttarstöðu íslendinga á alþjóðavett- vangi. Um umráðarétt Reykjaneshryggjar utan 200 mílnanna er lítið rætt, en þar eru gjöful fiskimið á íslensku landgrunni sem vissulega koma hags- munum okkar mikið við. í Síldarsmugunni er hlutur íslands heldur smár og þar er einnig mikilla hagsmuna að gæta af augljósum ástæðum. Islensk skip eru einnig að veiðum á umdeildum hafssvæðum eins í og Smugunni norður af Noregi og á Flæmska hattinum á kanadíska landgrunn- inu. Útgerðarmenn eru hvattir til að afla sér sem mestrar „veiðireynslu" á þeim miðum til að standa betur að vígi í samningum síðar meir. Vel má það vera rétt stefna. En nú gera Danir sér lítið fyrir að heimta veiði- rétt fyrir norðan Kolbeinsey og flotar frá fjölda þjóða geta sýnt fram á mikla veiðireynslu á Reykjaneshrygg ef til þess kemur að sú auðlind falli Islendingum í skaut síðar meir. Baráttan um auðlindir hafsins er viðvarandi og hvorki uppgjöf né lokasigrar eru til í því stríði. íþróttaibnaður vill fé Þá eru Ólympíuleikarnir afsta&n- ir og Garri getur rólegur komið sér fyrir í sófanum og kveikt á sjónvarpinu sínu án þess aö eiga á hættu að horfa á maraþon út- sendingu frá kúlu- eða kringlu- kasti og komast svo að því að hinir vörpulegu kastarar eru hreint ekki karlmenn, þó svo að þeir væru að kasta miklu lengra en íslensku karlarnir sem tóku þátt, heldur nýkyngreindir kvenmenn, sem fullyrt er að gangi í pilsum utan vallar! En þó svo að nú geti talist sæmilega óhætt að kveikja á sjónvarpi virðist ekkert lát vera á yfirgangi íþróttaiðnaðarins í dagblöðun- um. Nú virðast íþróttaforstjórarnir telja brýnt að fá meira fé í rekstur iðngreinarinnar og ryðjast hver á fætur öðrum fram á ritvöllinn til að dásama stórfengleg afrek íslensku íþrótta- mannanna í Atlanta og að nú verði hreinlega að fá fé frá ríki og sveitarfélögum til atvinnuskap- andi verkefna — til þess að gera atvinnumenn úr afreksíþróttafólkinu. Sumir ganga nú raunar svo langt að tala um nokkurs konar kynbótaræktun iþróttafólks. Forseti ÍSÍ, sjálfur stjórnarformaður íþróttaiðnaðarins, Ellert B. Schram segir t.d. í Morgunblaðsgrein í gær: „Það sem vantar er að skapa íþróttahreyfingunni og félögunum mögu- leika á að leita skipulega að efnilegu íþróttafólki og rækta það með fyrsta flokks þjálfun og aðbún- aði." Þessi fyrrum ritstjóri DV er augljóslega ekki síður mikill kynbótaáhugamaður en Jónas Krist- jánsson núverandi ritstjóri þess blaðs og Garri getur sér til að þeir kollegar hafi á sínum tíma get- að skeggrætt vel og lengi um ræktunar- og kyn- bótastarf, Jónas um hrossaræktina en Ellert um íþróttamannaræktina. Ríkib hefur hlutverk Og stjórnarformaður íþróttaiðnaðarins er áfjáð- ur í að ríkisvaldið skapi greininni sem hagstæðast efnahagsumhverfi þannig að starfsstéttir, s.s. íþróttaræktar- ráðunautar, hin fjölmenna at- vinnuíþróttaforysta, bygginga- og verktakafyrirtæki, íþróttafé- lög og ýmis konar önnur fyrir- tæki, geti náö sem mestum efna- hagslegum ávinningi af því sem Ellert kallar að „leggja því góða máli lið að efla ungt íþróttafólk til afreka." Kröfurnar nú um frekari fjár- framlög inn í íþróttakerfið koma einmitt á þeim tímapunkti að verið er að hleypa af stokkunum niðurstöðu síðasta stórsigurs íþrótttarekendanna í Reykjavík. Tvö hundruð milljón króna stúka á Laugardalsvelli er nokkuð sem í fljótu bragði hefði virst frá- leitt að ætla að fengist samþykkt í ljósi þess að árum saman koma ekki það margir að horfa á kappleiki að núverandi aðstaða dugi ekki. En með því að muldra eitthvað um að völlurinn væri ólöglegur og gæti hugsan- lega kannski einhverntíma jafnvel ekki verið sam- þykktur til landsleikjahalds vannst málib. íþróttalistinn í Reykjavík Meirihluti Reykjavíkurlistans í borginni óttaðist óskaplega að vera stimplaður and-íþróttalegt afl í kosningabaráttu sinni og veöur nú eld og brenni- stein til að undirstrika að hann sé einmitt svo hlynntur íþróttum og vilji allt fyrir þær gera. Því samþykkir hann nánast hvab svo sem íþróttaiön- aburinn leggur til á sama tíma og endurskoðandi borgarinnar hrópar að nú verði menn að fara að grynnka á skuldunum sem íhaldið skildi eftir sig. Það mætti því ætla að ráðlegast væri fyrir Ellert Schram stjórnarformann íþróttaibnabarins og aðra íþróttarekendur að leita hófanna hjá hinni íþróttavænu Reykajvíkurborg þar sem nú er stund milli stríða í ákvörðunartöku borgarinnar um nýj- ar fjárveitingar til íþróttamála. Garri Frelsi stjórnleysisins Langt er liðið síðan ökufantar unnu fulinaðarsigur á lögregl- unni. Þær kynslóbir sem koma undir og hrærast um í bílum hafa aldrei þurft að lúta umferðarstjórn þvi upp úr því ab bílaeign varð almenn og ökutækin hrað- skreiðari lagbist umferbarstjórn og eftirlit niöur. Lögreglan gafst einfaldlega upp fyir ofureflinu og mistækir verkfræðingar tóku stjórnina að sér. Enda er segin saga að broguðum umferðarmannvirkjum er undantekningarlaust kennt um slys og fjárhags- tjón. Bílstjórar eru stikkfrí. Heimtuð eru meiri og betri mannvirki til að taka við meiri og verri umferð. Eftir ab borgir og bæir fylltust af bílum voru fundnir upp stöðumælar til að halda umferð á ein- hverri hreyfingu. Fyrst í stað voru stæltir lögreglu- þjónar látnir látnir annast gjaldmælavörslu, en þab gafst illa því þá var kerfib vel virkt. Algjör forgangur Pólitíin voru því fríuö af þeirri lögæslu og stétt stöðumælavarða varb til. En nú hafa ökumenn sagt henni stríð á hendur, eins og öllu því sem takmark- ar frelsi bíla þeirra til að hegða sér á eigin forsend- um, akandi eða standandi. Þegar stöðumælaverðir fara að sinna starfi sínu af alúð og skyldurækni er þrælum bílanna nóg boðið og er nú farið ab leggja til atlögu við þá. Þeir em barðir og brotnir og yfirleitt mis- þyrmt og smánaðir fyrir þær sakir einar ab virða ekki skilyrðislausan forgang bílanna, sem tekið hefur völdin í mannlífinu. H e r - s k á i r bílaeig- endur e r u f r a m - varðar- s v e i t þ e s s s t ó r a m e i r i - hluta sem veit að lífs- gildin mið- ast við þarf- ir bílsins og að honum ber að þjóna hvað sem það kostar í fjárútlátum og um- stangi. Og ef einhverjir eru að káss- ast upp á rétt bílsins til að standa þar sem honum sýnist og eins lengi og talin er þörf á er sjálfsagt að lúberja þá og smána. Það þarf að lemja stöðumælaverði til hlýbni eins og að búið er að kenna lögreglunni góða siði í umgengni vib bíla fyrir langalöngu. Abbast upp á bíla Þeir sem reka fyrirtæki við stöðumælagötur hafa löngum kvartað vegna ofríkis stöðumælavarða og vilja bæði þá og gjaldskylduna burt. Þeir fagna að sjálfsögðu því frumkvæði framvarðanna að sýna stöðumælavörðum í tvo heimana þegar þeir eru að abbast upp á bíla þeirra. Auðvitab á að rífa alla stöbumæla upp með rót- um og leyfa bílum frjálsan aðgang að verslunargöt- um og gangstéttum. Þab myndi efla mjög viðskipt- in t.d. við Laugaveg og Austurstræti ef sömu bílarn- ir fengju ab standa þar allan liblangan daginn á meðan eigendurnir sinna vinnu sinni í fyrirtækj- unum. Þab er algjör óþarfi að taka gjald af bílum fyrir það eitt að standa við gangstétt. Eins og allir sjá er enginn vandi að koma fyrir nokkur þúsund bílum í miðborg Reykjavíkur og aka samt á eins miklum hraba og þarfasti þjónn bíls- ins, sem er ökumað- urinn, getur þanið húsbónda sinn. Góbu heilli er bú- ið að útrýma lög- gæslunni úr um- feröinni og nú er ekki annað eftir en ab ganga á milli bols og höfuðs á stöðumælavörð- unum. Krafan er frelsi og kaos öllum bíl- um til handa. OÓ Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.