Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 14. ágúst 1996 9 Ribib yfir Kjöl: Ferbalangar á leib yfir Kjöl. Gömul þjoöleiö aftur oröin aö alfararleiö Skipulagbar hópferbir meb ferbalanga á hestbaki um Kjöl verba alltaf vinsælli meb hverju árinu. íshestar hafa boðið upp á slíkar ferbir und- anfarin 15 ár. „Kjölurinn er vinsælastur," segir Bryndís Einarsdóttir hjá ís- hestum. Þetta er vikuferð, úr uppsveitum Árnessýslu upp á Kjöl, þ.e. skarbib milli Hofsjök- uls og Langjökuls sem nær frá Hvítá og jökulfalli í suðri ab Seyðisá og Svörtukvísl í norðri, niður í Skagafjörö. Þaðan er svo ribið aftur suður Kjöl meb ann- an hóp. Jafnan eru farnar sex slíkar ferðir, fram og til baka, hvert sumar á vegum íshesta en vegna mikilla pantanna í sumar var fjórum ferðum bætt inn. „Þannig að við vorum alltaf með tvo hópa í gangi í einu sem krossuðu á Kili, þ.e. mættust." Bryndís segir útlendinga vera í miklum meirihluta í þessum ferðum og ab Þjóðverjarnir séu langfjölmennastir en að íslend- ingum sé þó alltaf að fjölga. „Það sem heillar útlendinginn svo mikið er þessi fjallasýn, þú sérð þarna yfir á alla jökla og fjöll, sérð liggur við allt landið með því ab fara upp á næsta hól." Aðspurð segir Bryndís að þau taki einungis fólk sem kann Þemadagur á ráöstefnu Norrœna Vatnfrœöafélagsins: V atnfræöistofnan- ir; starfsemi þeirra og samfélagslegt hlutverk Meginþema norrænu vatna- fræbirábstefnunnar sem hald- in er þessa daganna á Akur- eyri er starfsemi og samfélags- legt hlutverk vatnafræbistofn- ana í nútíma samfélagi. Þetta þema var tekiö fyrir á ráðstefnunni í gær, þ.e. á fyrsta degi af þremur, til þess ab þeir sem sérstakan áhuga hafa á efn- inu gætu setiö þennan eina dag ráöstefnunar. Gestafyrirlesarar frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Nýjasjálandi fluttu erindi sem lúta ab þessu þema og í dagskrárlok var boðið upp um- ræður sem m.a. gestafyrirlesarn- ir ásamt forstöðumönnum nor- rænu vatnafræðistofnanna tóku þátt í. Norræna Vatnafræðifélagið heldur ráðstefnur annab hvert ár og er þetta í 19da sinn sem hún er haldin. Fjórar slíkar ráð- stefnur hafa verð haldnar á ís- landi en þetta er í fyrsta skiptið sem það er gert utan Reykajvík- ur. Norðanmenn hafa, ab sögn framkvæmdarstjórans, Kristins Einarssonar, sýnt ráðstefnunni mikinn áhuga og velvilja. Ráð- stefnuna sitja rúmlega 200 vatnafræðingar frá Norðurlönd- unum ásamt allmörgum frá Balkanskaga en þátttaka þeirra er m.a. tilkomin fyrir stuðnig norrænu ráðherranefndarinnar. Norrænir vatnafræðingar hafa mikinn áhuga á ab taka upp víð- tækt. samstarf við baltneska starfsfélaga sína, „enda þekkir vatnið ekki þau landamæri sem maburinn hefur komið sér upp." -gos eitthvað á hesta í þessar ferðir um Kjöl og aðrar hálendisferðir og hún benti viðmælanda sín- um á reiðklúbb sem íshestar starfrækja á veturnar, þar sé hægt að verða sér úti um æf- ingu. Þá sé upplagt að fara í dagsferðir og aðrar styttri ferðir áður en lagt sé á Kjöl. -gos Sími 800 70 80 GRÆNT NUMER Dagur-Tíminn hefur opnað grænt númer 800 70 80, sem er gjaldfrítt númer fyrir lesendur um allt land. Þjónustusími Dags-Tímans er opinn alla virka daga kl. 9-17. Hringdu núna ef þú ert með ábendingar, skoðanir eða vilt gerast áskrifandi að hinu nýja blaði. Nýjung á íslandi! Eitt númer um allt land 800 70 80 ekkert gjald, hvar sem þú ert á landinu! llagitr-©mtmt -besti tími dagsins!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.