Tíminn - 31.03.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.03.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 31. mars 1989 Guðni Ágústsson alþingismaður segir vekja furðu hversu lítið sé vitað með vissu um beitarþol á afréttum landsins: Beitarþol Ijóst á f imm af réttum Guóni Ágústsson alþingismaður Guðni Ágústsson alþingismaður lagði frarn fyrirspiirn fyrir nokkru um hversu mörgu sauðfé mætti beita á afrétti landsins miðað við hótlega nýtingu og hvaða rannsóknarað- ferðum væri beitt við mat á beitarþoli. í svari landbúnaðar- ráðherra kemur fram að einungis er vitað með viðunandi öryggi hversu mörgu sauöfé megi beita í fimin alrétti landsins, þar sem ítala hefur verið gerð. Afrcttir þcssir eru Landmanna- afrcttur, afréttur Kolbcinsstaöa- hrcpps, Auðkúluheiði. Eyvindar- staðahciði og afrcttarlönd Háisa- hrepps t S- Þingeyjarsýslu. Eiin- frcmur var gerð ítala á Grínts- tunguheiði og ntvrliggjandi tilrctt- arlöndunt, en þeirri ítölu var hrundið mcð dómi vegna form- gaila. Guðni Ágústsson segir að ntiðað við þær upplýsingar unt beitarþol og ástand beitilanda, scm fcngnar cru frá Rannsóknarstofn- un iandbúnaðarins og Jón Sigurðs- son viðskiptaráðhcrra og flciri hafi vitnað til. veki furðu aðeinungis sc vitaö mcð vissu um hvcrsu mörgu sauðfc mcgi bcita í fimm alrctti landsins. Slikar upplýsingar viröist ckki vera tiltækar fyrir önnur beit- arsvæði, þött mikið hafi vcriö unn- ið og ntiklum fjárrpunum vcrið varið lil gróðurkortagcröar og könnunar á ástandi gróðurlenda víða um land á undanförnum ára- tugum. Guöni vitnaði til ummæla viðskiptaráðherra í nóvcmbcr s.l. um að refsa bæri bændum cr beittu. búfcnaði sínum á viökvæma atrétti og benti á aö grcinilcga gætti misnemis í máiflutningi hans og þeint upplýsingum um beitarþol sem Stcingrímur J. Sigfusson land- búnaöarráðhcrra hcfur lagt fram í svari sínu. 1 framhaldi af því het'ur Guðni Ágústsson lagt fram aðra fyrir- spurn til landbúnaðarráðherra um Itvort hann hyggist bcita scr tyrir því að unnið vcrði bcitarþolsmat, byggt á traustum vísindalegum grundveili, á öilum afrcttum landsins. Ennfrcmur spyr þing- maðurinn hvort Steingrfmur J. Sig- fússon landbúnaðarráöherra ætli að beita sér fyrir könnun óháðra aðila á starfscmi Rannsóknarstofn- unar landbúnaðarins og annarra stofnana á þessu sviöi, þar scm m.a. vcrði leitað umsagna um rannsóknaraðferðir og hagnýtt gildi niöurstaðna. Búnaðarþing 1989 scm haldið var í Rcykjavík fyrir skcmmstu, ályktaði úm beitarþolsmat og taldi það, byggt á traustum visindaleg- um grunni, meðal nauðsynlegustu gagna til heppiicgrar landnýtingar við nútimabúskap. Scgir í ályktun þingsins að það sc mikið áhyggju- cfni að ágreiningur sé verulegur og jafnvel vaxandi á milli scrfræðinga Rannsóknarstofnunar iandbúnað- arins og lciðbeiningaþjönustu Bún- aöarfclagsins, Landgræöslu ríkis- ins og ýmissa bænda, um notagildi þess bcitarþolsmats sem Rala hcfur unniö að undanfarna áratugi og þá aðfcrðafræði sem þaö hcfur byegt á. - ÁG Verksamningar um framkvæmdir viö Blönduvirkjun undirritaöir: Framkvæmdaaðilarnir - Fossvirki og Hagvirki Nýverið voru undirritaöir samn- ingar uni frainkvænidir vcgna- Blönduvirkjunar. Verkið var boðið út í tveini hlutum og hafa nú samn- ingar tekist við þá aðila sem buðu lægst í hvorn hluta um sig. Fossvirki mun byggja Gilsárstíflu sem mynda mun inntakslón Blöndu- virkjunar. Þá gcrir Fossvirki vcitu- virki að stöð og frárennslisskurð í farvegi Blöndu. Tilboð Fossvirkis í þetta verk var upp á 957 milljónir króna. Hagvirki mun hins vegar byggja Blöndustíflu og Kolkustíflu sem mynda munu miðlunarlón fyrir virkjunina. Þá mun Hagvirki gera vcituleið frá miðlunarlóninu í uppi- stöðulón virkjunarinnar. Tilboð Hagvirkis í þetta verk var upp á 885 milljónir. Annað lægsta tilboðið í Gilsár- stíflu var frá Veidekke í Noregi, 996 milljónir króna og hið þriðja var frá Suðurverki, 1080 milljónir. Annað lægsta tilboðið í Blöndu- stíflu var tilboð Fossvirkis, 914 millj- ónir og hið þriðja lægsta var frá Suðurverki, 929 milljónir kr. Tilboðin voru opnuð 27. janúar s.l. og hafa þau verið könnuð og metin af starfsmönnum Landsvirkj- unar og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Við athuganir á tilboð- unum og viðræður við tilboðsgjafa, breyttust endanlegar fjárhæðir sumra tilboðanna verulega og röð lægstu tilboðanna breyttist einnig. Þegar tilboðin voru borin saman þurfti að taka tillit til ýmis konar frávika og fyrirvara í sumurn tilboð- anna. Þá mátu tilboðsgjafar mjög misjafnlega söluskatt og þær breyt- ingar sem verða á verktímanum þegar virðisaukaskattur kemur í stað söluskatts. - sá Útflutningsverðlaun Forseta íslands 1989: Fyrsta afhending á sumardaginn fyrsta íþrótta- og tómstundaráð í grunn- skólum Reykjavíkur hefur undan- farið staðið fyrir reiðnámskeiðum í samvinnu við Hestamannafélagið Fák. Tæplega 200 nemendur tóku þátt að þessu sinni. Kennd voru öll undirstöðuatriði hestamennskunnar og farið í útreiðartúra um Elliðaár- dalinn. Á sumardaginn fyrsta, þann tutt- ugasta apríl næstkomandi, mun Forseti íslands afhenda útflutnings- verðlaun í fyrsta skipti. Verðlaunin verða framvegis vcitt einu sinni á ári til einstaklinga eða fyrirtækja, inn- lendra eða erlendra, sem þykja hafa unnið gott starf til aukningar á sölu á íslenskum vörum eða þjónustu erlendis. Við úthlutunina verður meðal annars tekið tillit til útflutningsaukn- ingar, vægis útflutnings í heildar- veltu fyrirtækis og árangurs á sérlega erfiðum mörkuðum. Verðlaunahafinn fær verðlaunag- rip og skjal, auk lcyfis til að nota sérstakt merki á kynningarefni sitt í fimm ár frá afhendingu verðlaun- anna. Sambærileg verðlaun eru veitt bæði í Danmörku og á Bretlandi. Ekki er ætlast til að fyrirtæki sæki um verðlaunin og hefur úthlutunar- nefnd verið skipuð til að velja verð- launahafana. Formaður liennar er Þorvaldur Gylfason deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Há- skóla íslands. Aðrir nefndarmenn eru Ólafur B. Thors frá Landsnefnd alþjóðaverslunarráðsins, Ragna Bergmann varaforseti Alþýðusam- bands íslands, Kornelíus Sigmunds- son frá embætti Forseta íslands og Ingjaldur Hannibalsson frá Útflutn- ingsráði íslands. jkb Fjðrutíu og tveir þingmenn allra flokka skora á ríkisstjórnina: Auglýsingar í héraðsblöð Steingrímur Hermannsson for- sætisráðhcrra tók fyrir skcmmstu á móti áskorun til ríkisstjórnarinnar frá 42 þingmönnum, úr öllum flokkum, tii stuðnings héraðs- og kjördæmablöðum. Þar cr þess krafist að auglýsingar scm varði íbúa ákveðinna héraða séu ávallt birtar í viðkomandi héraðsblöðum. í áskoruninni segir að héraðs- og kjördæmablöð víðsvegar um land- ið séu nauðsynlegur þáttur í þjóð- lífi okkar og eigi merku hlutverki að gegna, en útgáfa þeirra eigi þó undir högg að sækja í vaxandi mæli. m.a. vegna harðnandi sam- keppni útvarps ’og sjónvarps. Jafn- framt virðist sem þessi blöð séu í eins konar auglýsingabanni af hálfu ráðuneyta og flestra ríkisstofnana. - ÁG Mál 46 mannafyrirsakadómi: Tveir ákærðir Mál 46 fyrrverandi og núverandi skipverja Eimskipafélagsins, vegna umfangsmikilla áfengissmyglmála scm upp komu á árunum 1986 til 1988, eru nú til meðferðar hjá Saka- dómi Reykjavíkur. Tveir mannanna eru ákærðir, en málum hinna er heimilt að Ijúka með dómssátt og hafa þegar nokkur sáttamálanna verið afgrcidd. Hæsta sektin sem ákveðin hefur veriö er 340 þúsund krónur, en algengar sektarfjárhæðir eru 110-140 þúsund krónur. - ABÓ Sigurður Magnússon látinn Sigurður Magnússon. Sigurður Magnússon fyrrver- andi blaðafulltrúi Loftleiða lést á miðvikudaginn í Reykjavík, 77 ára að aldri. Sigurður Magnússon fæddist 6. júní árið 1911 að Miklaholti í Miklaholtshreppi í Hnappadals- sýslu, sonur hjónanna Sigurðar Magnússonar og Ásdísar Magneu Sigurðardóttur. Sigurður útskrif- aðist sem gagnfræðingur frá Flensborgarskóla árið 1929 og lauk kennaraprófi árið 1933. Frá 1929 til 1931 var hann kennari í Eyja- og Miklaholtshreppi, síðan í Breiðuvík á Snæfellsnesi, í Bol- ungarvík og við Austurbæjar- skólann í Reykjavík kenndi Sig- urður frá 1934 til 1954. Þá vann hann sem rannsóknarlögreglu- maður frá 1937 til 1951. Sigurður vann að ýmsum flug- málastörfum, aðallega á vegum Loftleiða hf. og var blaðafulltrúi félagsins frá 1961 til 1973. Hann var formaður starfsmannafélags Loftleiða í mörg ár, var ritstjóri tímaritsins Flug og Newsletter, fréttabréfs Loftleiða frá upphafi til ársins 1973. Sigurður átti sæti í Ferðamálaráði 1964 til 1974 og var forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins frá 1973 til 1974. Hann var skrifstofustjóri Stálhýsis 1975 til 1977, var í Vörusýningarnefnd um árabil og sat í stjórn íslands- deildar Amnesty International frá 1977. Sigurður stjórnaði um árabil útvarpsþættinum Spurt og spjallað, ritaði ferðabókina „Vegur var yfir" sem kom út árið 1957 og skrifaði auk þess greinar um margvísleg efni í blöð og tímarit. Eftirlifandi kona Sigurðar Magnússonar er Dýrleif Ármann kjólameistari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.