Tíminn - 31.03.1989, Blaðsíða 15
Föstudagur 31. mars 1989
TímÍRn 15
MINNING
Guðlaugur Jóhannsson
bóndi Litla Bakka, Miöfiröi.
Fæddur 9. nóvember 1897
Dáinn 15. mars 1989
Frændi niinn, Guðlaugur Jó-
hannsson, bóndi á Litla Bakka í
Miðfirði, iést á heimili sínu þann 15.
þessa mánaðar á nítugasta og öðru
aldursári. Guðlaugur var fæddur á
Litla Bakka 9. nóvember 1897. For-
eldrar hans voru hjónin Jóhann
Guðlaugsson, bóndi á Litla Bakka,
og Margrét Jóhannsdóttir.
Guðlaugur ól allan sinn aldur á
Litla Bakka. Eftir lát föður síns tók
hann við búi með móður sinni, en
hún lést háöldruð árið 1970. Eftir
það bjó Guðlaugur einn á Litla
Bakka. Hann var ekki maður mikil-
lætis, sundurgerðar eða undir-
hyggju. Gerði engar kröfur, hvorki
til samfélagsins né samferðamanna.
Hann gerði einvörðungu kröfur til
sjálfs sín. hann vildi engum manni
skulda neitt og standa við öll sín orð.
Þetta var lífsspeki þessa greinda og
hljóðláta einbúa.
Guðlaugur bjó ekki stóru búi,
enda er Litli Bakki lítil jörð en
notadrjúg. Honum þótti vænt um
skepnurnar sínar og sinnti þeim af
alúð og natni. í ársbyrjun 1983 varð
hann fyrir því óhappi að lærbrotna
er hestur sló hann. Það var mikið
fannfcrgi og vonskuveður er þetta
skeði og það tók hann fjórar stundir
að komast heim til bæjar til að
hringja á hjálp. rúmlega 100 metra
leið. Þetta afrek 85 ára gamals
manns vakti athygli er skýrt var frá
í fjölmiðlum. Hann þurfti að vera
nokkra mánuði á sjúkrahúsi eftir
þetta slys, en hugurinn var alltaf
heima á Litla Bakka. Hann sagði við
blaðamann sem heimsótti hann á
spítalann. „Ég sakna æskustöðv-
anna. Þar þekki ég minn Guð og
rnína sál og það er eitthvað sem
dregur mig þangað."
Guðlaugur átti því láni að fagna
að eiga góða nágranna sem liðsinntu
honum hvenær sem hann þurfti með.
Þegar hann lenti í slysinu sem áður
er greint, þá tóku nágrannar á
Bjargshóli og frændfólk á Mýrum í
Hrútafirði skepnurnar hans og hirtu
um á meðan hann ekki gat sinnt
þeim sjálfur. Núna síðustu æviárin,
þá voru það hans góðu nágrannar
sem gerðu honum það kleift að vera
heima á Litla Bakka. Sérstaklega vil
égþargeta um heimilisfólk á Barkar-
stöðurn. auk þeirra sem áður er frá
greint, Ég vil flytja öllu þessu fólki
þakkir fyrir þess vinskap, velvilja og
greiðasemi.
Guðlaugur fylgdist vel með frétt-
urn og þjóðmálum í gegnum útvarp-
ið. Hann mátti ekki missa af fréttun-
um og alls ekki af veðurfréttum.
Ríkisútvarpið var hans fjölmiðill til
síðustu stundar. Þó Guðlaugur
frændi minn hlyti ekki mikla skóla-
göngu í lífinu þá eru mér í barns-
minni sendibréfin sem hálfsystir
hans og móðir mín fékk frá honum.
Hnitmiðaður stíll og falleg rithönd.
Núna síðastliðið sumar fékk ég
scndibréf frá honum og undraðist ég
hve maður kominn á tíræðisaldur
skrifaði enn hnitmiðaðan stíl og
fallega rithönd. Mér er kunnugt um
að daginn áður en hann sofnaði
svefninum langa, einn heima á Litla
Bakka, skrifaði hann bréf til bróður
síns í Reykjavík. Bréf þetta sýnir
greinilega að Guðlaugur hélt sinni
andlegu reisn til síðustu stundar.
Blessuð sé minning hans.
Guðrún Gunnarsdóttir,
Hvanneyri.
Ólafur Njáll Guðmundsson
Fæddur 25. júní 1945
Dáinn 14. febrúar 1989
Miðvikudaginn 15. febr. s.l. barst
mér frétt til Skotlands, að tveir bátar
hefðu farist á ísafjarðardjúpi degin-
um áður. Grunur læddist að mér, að
einhverjir nákomnir hefðu verið þar
innanborðs. Ég hringdi heim til sona
minna, sem sögðu mér að mann-
björg hefði orðið á öðrum bátnum,
þá menn þekkti ég. Með Dóra
ÍS-213 hefðu farist Oli Njáll frændi
minn og eigandi bátsins, ennfremur
skipstjóri hans, Ægir Ólafsson.
Éinhvern veginn fór það svo,
þrátt fyrir sárindin, að ég sætti mig
við lát Óla Njáls undir þessum
kringumstæðum. Hann fórst við
skyldustörf sín með valinkunnum
manni, sem hann hafði fengið til liðs
við sig. Það var frænda mínum
eðlilegra eins og hann var gerður að
fara í Djúpið en deyja á sóttarsæng,
fyrst hann átti að fara svona ungur
frákonunnisinniogbörnum. Veðrin
hafa verið hroðaleg við ísafjarðar-
djúp undanfarin misseri og maður
hefur nánast beðið eftir harmafregn-
um sem þessum. Þetta eru dýrar
fórnir.
Föðurfaðir Ólafs Njáls fórst af bát
við ísafjarðardjúp þann 23. mars
1917. Hann hét Guðmundur Teófíl-
usson og föðurnafn hans grískt að
uppruna. Eiginkona Guðmundar
var Ketilríður Veturliðadóttir. Hún
bar yngsta barn þeirra undir belti er
hún missti mann sinn í hafið. Þetta
síðasta barn þeirra í röð 9 systkina
var skírt Guðmundur Elías og var
hann faðir Ólafs Njáls. - Öskar
Friðbjarnarson í Hnífsdal sagði mér
frá því, er hann lauk barnaskóla-
göngu sinni á Hesteyri veturinn
1940-1941, að hann hefði kynnst
Ketilríði Veturliðadóttur. Óskar var
þá 13 ára gamall. Fyrirvinna Ketil-
ríðar var þá sonur hennar, Ólafur
Helgi Guðmundsson. Óli Njáll var
skírður í höfuðið á honum með fyrra
nafnið. - Unglingurinn Óskar Frið-
bjarnarson kynntist þessu fólki.Ólaf-
ur Helgi var vandaður maður og
öllum góður, hann lést fyrir allmörg-
um árum. Ketilríði lýsir Óskar svo,
að hún hafi verið ein vandaðasta og
einstakasta kona að allri gerð, sem
hann hafi fyrirhitt á ævi sinni. Á
þessum tíma voru 18 heimili til
staðar á Hesteyri í Jökulfjörðum,
þar var verslun og mikil umferð
fólks frá Ströndum og víðar.
Ketilríður bjó þarna með öll sín
börn, kom þeim til manns og hafði
heimili sitt opið upp á gátt öllum
ferðalöngum til fæðis og gistingar.
Móðurfaðir Ólafs Njáls var Hall-
dór Sigurðsson, skipstjóri á ísafirði.
Kona hans var Svanfríður Alberts-
dóttir. Halldór og Svanfríður voru
samhent hjón og stráðu hlýleika og
gæfu til allra sinna samferðamanna.
Hann hlaut riddarakrossinn fyrir
upphaf að togveiðum á minni bátum
á fslandi og Svanfríður var heiðurs-
félagi Slysavarnafélagsins. Þau eign-
uðust 11 börn og ólu upp eitt fóstur-
barn. Svanfríður og Halldór voru í
miklu vinfengi við Ketilríði á Hest-
eyri. Árið 1942 giftu þau Lilju dóttur
sína Guðmundi E. Guðmundssyni,
yngsta syni Ketilríðar á Hesteyri.
Lilja og Guðmundur bjuggu á
Isafirði og eignuðust 4 börn, Hákon
Pétur, sem er giftur og býr á Akur-
eyri, Ólafur Njáll, sem lætur eftir sig
eiginkonu og 4 börn á ísafirði,
Katrín, sem er gift og býr á Eski-
firði, Ketill Guðmundur. sem dó
á sóttarsæng þann 17. júlí 1985.
- Eftir farsælt og ástríkt hjónaband
missti Lilja Halldórsdóttir Guð-
mund E. Guðmundsson eiginmann
sinn þann 15. júní 1985. Óli Njáll
ólst upp í föðurgarði og naut ástríkis
og umhyggju sem best getur verið
frá hendi foreldra og annarra að-
standenda. Meö þessari upprifjun á
forfeðrum Óla Njáls vil ég konia á
framfæri bæði fyrir sjálfan mig og
aðra hve sterkur efniviður var í
þessum góða dreng.
Ég bast föstum böndum við Óla
Njál og systkini hans. Hann var
hláturmildur og hvers manns hug-
Ijúfi. Hann vissi einnig hvað hann
vildi, var vinnusamur og lagði oft á
sig meira ok en þörf var á. Það þótti
honum sjálfsagður hlutur í lífshlaup-
inu og gerði þá helst gaman að
sjálfum sér. Ég minnist þess eitt
skipti er Óli Njáll frændi minn kom
til mín að Hallsstöðum við ísafjarð-
ardjúp. Við gengum þar niður að sjó
og ég tók byssu með, því selur var
fyrir neðan. Ég var kominn á þann
aldur að ég hafði byssuleyfi. Ég
skaut selinn rétt framan við klapp-
irnar, en ég sagði Óla ekki, að ég
ætlaði að synda eftir honum. Sundið
eftir selnum gekk vel, enda veður
gott.
Hins vegar slapp selurinn úr hönd-
um mér í blóðflekknum og ég hafði
ekki annað út úr þessu en að súpa
hveljur. Reyndar náðum við honum
með hrífusköftum á fjörunni. Óli
Njáll hló að þessu atviki í tíma og
ótíma og minnti mig oft á þennan
atburð. Eftir því sem ég man best
fékk hann skinnið af selnum, en
kjötið var borðað heima.
Síðasta skipti sem ég talaði við
Óla Njál var nú s.l. haust, vegna
flutnings á laxi innan úr Djúpi til
ísafjarðar. Hans bátur var ekki til-
tækur en hann benti mér á góða
menn til verksins. Ég var uggandi
um þessa báta, er þeir fóru hlaðnir
laxi út Djúpið í misjöfnum veðrum,
framhjá Æðey og Snæfjallaströnd.
Ekki datt mér í hug þá að hann færi
þarna niður.
Árið 1965 gekk Ólafur Njáll að
eiga unga stúlku frá Árskógsströnd í
Eyjafirði. Hún hafði skólavist í
Húsmæðraskólanum Ósk á ísafirði.
Við hlógum oft saman að því gríni
Óla Njáls, að „Vetrarhjálpin" hefði
greitt götu hans við val á eiginkonu.
Þessi unga stúlka heitir Anna Gunn-
laugsdóttir og eignuðust þau Óli
saman 4 börn, Guðjón Helgi, f. 18.
mars 1966, Freygerður, f. 20. janúar
Aðalfundur
Samvinnubankans
Aöalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður hald-
inn aö Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík, fimmtudag-
inn 6. apríl 1989 og hefst kl. 14.30.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa veröur lögö fram til-
laga um heimild til bankaráös um útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa og tillaga til breytinga á samþykktum bankans.
Aögöngumiöar og atkvæðaseölar til fundarins veröa
afhentir á fundarstaö.
Bankaráð Samvinnubanka íslands hf.
Blaðberar
óskast
í eftirtalin
hverfi
Blöndubakka,
Leirubakka,
Maríubakka,
Núpabakka.
Vesturberg.
Tiniirm DJÚÐVIIJINN
S. 686300 S. 681866 S. 681333
t
Héðinn Maríusson
Túngötu 12, Húsavík
verður jarðsunginn kl. 10.30 frá Húsavíkurkirkju, laugardaginn 1.
apríl.
Helga Jónsdóttir
og börnin.
t
ÞAKKARÁVARP
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu
Ingibjargar Jónsdóttur
Skálanesi.
Sérstakar þakkir færum við Vegagerðinni og öllum öðrum sem veittu
ómetanlega aðstoð.
Jón Einar Jónsson
börn, tengdabörn og barnabörn.
1968, Hanna Mjöll f. 7. nóv. 1972 og
Heiða Björk f. 6. apríl 1976. - Eldri
börnin tvö hafa stofnsett sín heimili,
en tvær yngri dæturnar eru enn
heima að Urðarvegi 53, þar sem Óli
Njáll og Anna stofnsettu sitt heimili.
- Þessi góða stúlka, sem varð Óla
Njáli stoð og stytta gegn um tíðina,
stendur nú í sömu sporum og Ketil-
ríður gamla 1917. - Úr fjarlægð vil
ég þakka foreldrum Önnu og Eyja-
firðinum að gefa okkur hana Önnu
vestur á firði til þess hlutverks, sem
hún hcfur þar á hendi.
Fjölskyldan hér að Stórateigi 22 í
Mosfellssveit sendir Önnu, Lilju,
börnunum, öllum aðstandendum og
velunnurum Ólafs Njáls samúðar-
kveðjur. Jarðarför hans fór fram á
ísafirði laugardaginn 18. mars s.l. -
Ennfremur fylgja hér með kveðjur
og hluttekning til aðstandenda Ægis
Ólafssonar vegna fráfalls hans.
Gylfi Guðjónsson