Tíminn - 31.03.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.03.1989, Blaðsíða 16
16 Tíminn llllllllllllllllllllllllllll DAGBÓK lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Hljómsveit Karls Jónatanssonar sem skemmtir á Selfossi á laugardaginn. Nýlega var stofnuð stórhljómsveit (15 manna) undirstjórn Karls Jónatanssonar. Söngkona með hljómsveitinni er Mjöll Hólm. Stórhljómsveit á Selfossi Hljómsveitin heldur stórdansleik laug- ardaginn 1. apríl að Hótel Selfossi, ásamt 3 öðrum hljómsveitum. „Þeir sem hafa gaman af að dansa ættu ekki að láta sig vanta, því að þetta er stórdansleikur, -en ekkert aprilgabb!" segir í fréttatilkynn- ingu frá hljómsveitinni. London City Ballet sýnir í Þjóðleikhúsinu um helgina Þrjár hátíðarsýningar á sígildum ballett verða í Þjóðleikhúsinu, þegar listamenn London City Ballet sýna vinsæla kafla úr sígildum hallcttum á föstudagskvöld, laugardagssíðdegi og á sunnudagskvöld. Á dagskrá verða: 1. Dansar úr Hnotubrjótnum. Höfund- ur tónlistar er Tsjaikovskí, dansskáld: PeterClegg. Búningarogleikmynd: Peter Farmer. 2. Ummynduð nótt / Transfigured Night. Höfundur tónlistar: Arnold Schönberg. Dansskáld: Fran Staff. Sviðs- setning: Veronica Paeper. Búningar og leikmynd: Petcr Farmer. 3. Hátíðahöld - danssvíta / Celebra- tions - a dancc suite. Höfundur tónlistar: Giuseppe Verdi. Dansskáld: Michael Beare. Kvöldsýningar hefjast kl. 20:(K) og á laugardag kl. 14:30. Aðeins verða þessar þrjár sýningar. Enn eru möguleikar á að kaupa ósóttar pantanir á sýningarnar. Aukasýningar á leikitinu BRESTIR eftir Valgeir Skagfjörð Þjóðleikhúsið hefur aukasýningar á leikriti Valgeirs Skagfjörð „BRESTIR“ á Litla sviði Lindargötu 7 kl. 20:30 á föstudags- og laugardagskvöld. Miðasala er í Þjóðleikhúsinu. Frístundahópurinn Hana nú i gönguferð um Kópavog Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi vcrður á morgun 1. apríl. Lagt af stað frá Digra- nesvegi 12 kl. 10:00. „Það er ekki 1. aprílgabb að vorið er nú sannanlega komið í Kópavogi. Við hlaupum ekki 1. apríl heldur röltum um bæinn í skemmtilegum félagsskap og allir eru velkomnir. Nýlagað molakaffi," segir í fréttatilkynningu. Tónleikar á gítar og klavikord Símon H. fvarsson og dr. Orthulf Prunner munu halda nokkra tónleika á næstunni, bæði á Suður- og Norðurlandi. Þeir leika á gítar og klavíkord. Laugard. 1. apríl spila þeir á Hellu á vegum Tónlistarskólans í Rangárvalla- sýslu. Tónleikarnir þar hefjast kl. 15:00. Sunnud. 2. apríl spila þeir í grunn- skólanum á Húsavík kl. 21:00. Daginn eftir spila þeir fyrir nemendur grunnskól- ans og halda einnig námskeið fyrir gft- arnemendurTónlistarskólans á Húsavík. Þriðjudaginn 4. apríl spila þeir félagar á Akureyri og verða tónleikarnir í Gamla Lundi kl. 20:30. Ráðgert að þeirspili fyrir nemendur í Menntaskólanum 5. apríl. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir J.S. Bacn, Beethoven, Boccerini og M. de Falla. Norræna húsið: Víkingafyrirlestur á síðasta degi Víkingasýningarinnar Sunnudaginn 2. apríl kl. 17:00 verður síðasti fyrirlesturinn í röð fyrirlestra sem haldnir hafa verið í tengslum við Víkinga- sýninguna í Norræna húsinu og Þjóð- minjasafninu. Að þcssu sinni er fyrirlesarinn Anthony Faulkes, prófessor við háskólann í Bir- mingham, og nefnir hann fyrirlesturinn „The Viking Mind“. Prófessor Anthony Faulkes er fyrrv. forseti Víkingafélagsins í Bretlandi og gaf nýlega út þýðingu sína á Snorra Eddu, fyrstu heildarþýðingu sem út kemur á ensku. Víkingasýningunni lýkur sunnud. 2. apríl, en hún hefur staðið yfir frá 21. janúar. Aðsókn hcfur verið mjög mikil og hafa margir skólabekkir skoðað sýning- una og unnið að verkefni, sem Bryndís Sverrisdóttir safnkennari við Þjóðminja- safnið útbjó. Sýningin er opin kl. 11:00-18:00 í Norræna húsinu og Þjóðminjasafninu. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur félagsvist laugardaginn 1. apríl í Húna- búð, Skeifunni 17, og hefst hún kl. 14:00. Allir velkomnir. Félagsvist Breiðfirðinga Síðasti spiladagur framhalds-spila- keppni á þessum vetri verður sunnudag- inn 2. apríl og hefst kl. 14:30 í Sóknarsaln- um, Skipholti 50A. Allir velkomnir. Góð verðlaun. Nefndin Aðalfundur Fugla- vemdarfélagsins Aðalfundur Fuglaverndarfélags íslands verður haldinn í Hliðarsal Norræna húss- insföstudaginn 31. mars kl. 17:00. Venju- leg aðalfundarstörf. Sýning Gretars í Nýhöfn Gretar Reynisson opnar myndlistasýn- ingu í Nýhöfn, Hafnarstræti 18, laugar- daginn 18. mars kl. 14:00-16:00. Á sýn- ingunni verða stór olíumálverk og teikn- ingar. Verkin eru unnin á þessu og síðastliðnu ári. Gretar er fæddur árið 1957. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands á árunum 1974-’78 og veturinn þar á eftir dvaldi hann í Amster- dam. Þetta er sjötta einkasýning Gretars, en hann hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum hér hcima og erlendis. Gretar er einnig þekktur fyrir gerð leikmynda, síðast „Stór og smár“ og „Bílaverkstæði Badda” í Þjóðleikhúsinu og á síðasta ári „Hamlet" hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Henni lýkur 5. apríl. BILALEIGA meö utibu allt I knngurri landiö, gera þer mögulegt aö leigja bil á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 PÖJitum bíla erlendi? interRent Bilaleiga Akureyrar Fjölbreytt uppboð á málverkum á Hótel Borg 19. málverkauppboð Gállerí Borgar. sem haldið er í samstarfi við Listmuna- uppboð Sigurðar Benediktssonar, verður haldið á Hótel Borg sunnud. 2. apríl og hefst kl. 16:30. Boðnar verða upp um 70 myndir, - þar af um 20 úr þrotabúi Ávöxtunar s/f, t.d. eftir listamennina Kristján Davíðsson, Valtý Pétursson. Karl Kvaran. Benedikt Gunnarsson, Karólínu Lárusdóttur og Gunnar Örn. Einnig verða boðnar upp nokkrar gamlar, mjög góðar og verðmætar myndir, svo sesm olíumálverk frá Hvammi í Hvammssveit, eftir Þórarin B. Þorláksson, Vestmannaeyjamynd eftir Mugg, tvær stórar myndir eftir Kjarval, nýkomnar frá útlöndum, og tvær vatns- litamyndir eftir Ásgrím Jónsson. tvö verk eftir Þorvald Skúlason, mynd eftir Svavar Guðnason frá 1945 og Trúðurinn eftir Erró frá 1975. Uppboðsmyndirnar eru sýndar í Póst- hússtræti 9fimmtud. 30. mars, föstud. 31. mars kl. 10:00-18:00 og laugard. 1. apríl kl. 14:00-18:00. EINN • yuj^ eftir/^: EINN ( ei aki / Sundlaugarnar í Laugardal eru opnar mán- udaga - föstudaga kl. 7.00-20.00. Laugardaga kl. 7.30-17.30 og sunnudaga kl. 8.00-15.30. Sundlaug Vesturbæjar er opin mánud.-föstud. kl. 07.00-20.00, laugardaga 07:30-17.30 og sunnudaga 08.00-15.30 Sundhöll Reykjavíkur eropi mánud.-föstud. kl. 07.00-19.30, laugardaga 07.30-17.30 og sunnu- daga 08.00-13.30. Sundlaugar Fb. Breiðholti: Opin mánudaga - föstudaga kl. 7.20-09.30 og 16.30-20.30, laugar- daga kl. 7.30-17.30. Sunnudaga kl. 8.00-15.30. Lokunartími er miðaður við þegar sölu er hætt. Pá hafa gestir 30 mín. til umráða. Varmárlaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga- föstudaga kl. 7.00-8.00 og kl. 17.00-19.30. Laugardaga kl. 10.00-17.30. Sunnudaga kl. 10.00-15.30. Sundhöll Keflavíkur er opin mánudaga - fimmtudaga: 7.00-9.00, 12.00-21.00. Föstu- daga kl. 7.00-9.00 og 12.00-19.00. Laugardaga 8.00-10.00 og 13.00-18.00. Sunnudaga 9.00- 12.00. Kvennatimar þriðjudaga og fimmtudaga 19.30-21.00. Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga - föstu- daga kl. 7.00-9.00 og kl. 14.30-19.30. Laugar- daga kl. 8.00-17.00. Sunnudaga kl. 8.00-12.00. Kvennatímar eru þriðjudaga og miðvikudaga kl. 20.00-21.00. Síminn er 41299. Sundlaug Hafnarfjarðar er opin mánudaga - föstudaga kl. 7.00-21.00. Laugardaga frá kl. 8.00-16.00 og sunnudaga frá kl. 9.00-11.30. Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga - föstudaga kl. 7.00-8.00, 12.00-13.00 og 17.00- 21.00. A laugardögum kl. 8.00- 16.00. Sunnu- dögum 8.00-11.00. Sími 23260. Sundlaug Seltjarnarness: Opin mánudaga - föstudaga kl. 7.10-20.30. Laugardaga kl. 7.10- 17.30. Sunnudaga kl. 8-17.30. Föstudagur 31. mars 1989 ÚTVARP/SJÓN VARP Föstudagur 31. mars 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Yrsa Þórðardóttir flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn - „Agnarögnu eftir Pál H. Jónsson. Heimir Pálsson, Hildur Heimisdóttir og höfundur lesa (5). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 Kviksjá - Hvað hafði Platón eiginlega á móti skáldskap? Umsjón: Emil Kjalar Emils- son, heimspekingur. (Endurtekinn þáttur frá þriðjudagskvöldi). 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Maðurinn á bak við borgarfulltrúann. Umsjón: Jóhann Hauksson. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Heimsókn í Konserthúsið í Gautaborg. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. 11.53 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn - Börn og tungumálanám. Umsjón: Ásgeir Friðgeirsson. (Einnig útvarpað nk. miðvikudagskvöld kl. 21.30). 13.35 Miðdegissagan: „í sálarháska“, ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar. Skráð af Þór- bergi Þórðarsyni. Pétur Pétursson les (22). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Ljúflingslög. Svanhildur Jakobsdóttir kynnir. (Einnig útvarpað aðfaranótt miðvikudags að loknum fréttum kl. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 Samantekt um ástand og horfur í íslensk- um skipasmíðaiðnaði. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. (Endurtekinn þáttur frá miðvikudags- kvöldi). 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Simatimi. Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart. - Sónata í a-moll KV 310, fyrir píanó. Mitsyko Uchida leikur á píanó. - Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit nr. 5 i A-dúr, KV 219. Anne-Sophie Mutter leikur á fiðlu með Fílharmoniusveit Berlínar; Herbert von Karajan stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Þingmál. Umsjón: Amar Páll Hauksson. (Einnig útvarpað næsta morgun kl. 9.45). Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.33 Kviksjá. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Hall- dóra Friðjónsdóttir. 20.00 Litli barnatíminn - „Agnarögn“ eftir Pál H. Jónsson. Heimir Pálsson, Hildur Heimisdóttir og höfundur lesa (5). (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Blásaratónlist. - Fantasia fyrir sópransaxó- fón.þrjú horn og strengjasveit eftir Heitor Villa- Lobos. Eugene Rousseau leikur á saxófón með Kammersveit Paul Kuentz; Paul Kuentz stjórnar. - Divertimento fyrir blásara í fjórum jjáttum eftir Leonard Salzedo. Philip Jones blásarasveitin leikur. - Konsert í Es-dúr fyrir altsaxófón og strengjasveit Op. 109 eftir Alex- ander Glasunow. Eugene Rousseau leikur á saxófón með Kammersveit Paul Kuentz; Paul Kuentz stjórnar. - Konsert í f-moll fyrir túbu og hljómsveit í þremur þáttum eftir Vaughan Wil- liams. John Fletcher leikur með sinfóníuhljóm- sveit Lundúna; André Previn stjórnar. £1.00 Kvöldvaka. a. Um nafngiftir ísfirðinga 1703- 1845 Gísli Jónsson flytur fyrra erindi sitt. c. Sunnukórinn á ísafirði og Karlakór ísafjarðar syngja Söngstjóri er Ragnar H. Ragnar og undirleikari Hjálmar H. Ragnarsson. d. Úr sagnasjóði Árnastofnunnar Hallfreður Örn Ei- ríksson flytur þáttinn. Umsjón: Gunnar Stefáns- son. (Áður útvarpað 3. mars sl.). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Danslög. 23.00 í kvöldkyrru. Þáttur í umsjá Jónasar Jónas- sonar. 24.00 Fréttir. D0.10 Samhljomur - Tónlistarmaður vikunnar, Rut Ingólfsdóttir. Umsjón: Leifur Þórarinsson. (Endurtekinn frá fimmtudagsmorgni). )1.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 01.10 Vökulögin. 7.03 Morgunútvarpið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustend- um. Jón Öm Marinósson segir Ódáinsvallasög- ur kl. 7.45. Fréttir kl. 8.00, veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar dagblaðanna kl. 8.30. 9.03 Stúlkan sem bræðir ishjörtun, Eva Ásrún kl. 9. Morgunsyrpa Evu Ásrúnar AJbertsdóttur. Afmæliskveðjur kl. 10.30. 11.03 Stefnumót. Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það sem neytendur varðar. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.15 Heimsblöðin. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatiu.’Gestur Einar Jónasson leikur þrautreynda gullaldartónlist. 14.05 Milli mála, Óskar Páll á útkíkki. og leikur ný og fin lög. - Útkíkkið upp úr kl. 14 og Arthúr Björgvin Bollason talar frá Bæheimi. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp fyrir þá sem vilja vita og vera með. Stefán Jón Hafstein, Ævar Kjartansson og Sigríður Einarsdóttir. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00, hlustenda- þjónustan kl. 16.45. - lllugi Jökulsson spjallar við bændur á sjötta tímanum. - Stórmál dagsins milli kl. 17 og 18. 18.03 Þjóðarsálin. Þjóðfundur í beinni útsendingu. Málin eins og þau horfa við landslýð. - Hug- myndir um helgarmatinn og Ódáinsvallasögur eftir kl. 18.30. 19.00 Kvöldfréttir. 19.33Áfram ísland. Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Vinsældalisti Rásar 2. Áslaug Dóra Eyjólfs- dóttir kynnirtíu vinsælustu lögin. (Einnig útvarp- að á sunnudag kl. 15.00). 21.30 FRÆÐSLUVARP: Lærum þýsku. Þýsku- kennsla fyrir byrjendur á vegum Fjarkennslu- nefndar og Bréfaskólans. (Endurtekinn þáttur frá 20. mars sl.). 22.07 Snúningur. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.05 Rokk og nýbylgja . Skúli Helgason kynnir. (Endurtekinn þáttur frá mánudagskvöldi). 03.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Austurlands. SJÓNVARPIÐ Föstudagur 31. mars 18.00 Gosi (14). (Pinocchio). Teiknimyndaflokkur um ævintýri Gosa. Leikraddir Örn Árnason. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.25 Kátir krakkar (6). (The Vid Kids). Kanadísk- ur myndaflokkur í þrettán þáttum. Þýðandi Reynir Harðarson. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Austurbæingar (Eastenders). Breskur myndaflokkur í léttum dúr. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 19.25 Leðurblökumaðurinn. (Batman). Banda- rískur framhaldsmyndaflokkur. Þýðandi Trausti Júlíusson. 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Barnamál. i þessum þætti verður fjallað um nýliðna barna- og unglingaviku. Umsjón Sjón. 21.05 Þingsjá. Umsjón Ingimar Ingimarsson. 21.30 Derrick. Þýskur sakamálaflokkur með Derr- ick lögregluforingja sem Horst Tappert leikur. 22.30 Týnda flugvélin (The Riddle of the Stinson). Áströlsk kvikmynd frá 1987. Leikstjóri Chris Noonan. Aðalhlutverk Jack Thompson, Helen O’Connor, Norman Kaye og Richard Roxburgh. Þann 19. febrúar árið 1937 lagði þriggja hreyfla flugvél af Stinson gerð í sína hinstu flugferð. Hún hvarf á leið sinni til Sidney í Ástralíu og hófst strax víðtæk leit sem stóð yfir í sex daga. Ekki fannst tangur né tetur af flugvélinni og voru þeir sem í henni voru, tveir flugmenn og fimm farþegar, taldir af. Einn maður, Bernard O’Reilly, neitaði að gefast upp og var sannfærður að hann gæti fundið flugvélarflakið, svo hann lagði einn síns liðs út í auðnir Ástralíu til leitar. Myndin er byggö á sannsögulegum atburöum. Þýðandi Gunnar Þorsteinsson. 00.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. 15.45 Santa Barbara. Bandarískur framhalds- myndaflokkur. 16.30 í blíðu og stríðu. Made for Each Other. Myndin fjallar um tvo einstaklinga, karl og konu, sem hittast á námskeiði fyrir fólk sem þjáist af minnimáttarkennd. Þau verða ástfangin og lýsir myndin tilhugalífi þeirra sem var uppfullt af skemmtilegum uppákomum. Aðalhlutverk: Ren- ee Taylor, Joseph Bologna, Paul Sorvino og Olympia Dukakis. Leikstjóri: Roberl B. Bean. Framleiðandi: Roy Townshend. 20th Century Fox. Sýningartimi 105 min. 18.25 Pepsí popp. íslenskur tónlistarþáttur þar sem sýnd verða nýjustu myndböndin, fluttar ferskar fréttir úr tónlistarheiminum; viðtöl, get- raunir, leikir og alls kyns uppákomur. Þátturinn er unninn í samvinnu við Sanitas hf. sem kostar gerð hans. Umsjón: Helgi Rúnar Oskarsson. Kynnar: Hafsteinn Hafsteinsson og Nadia K. Banine. Dagskrárgerð: Hilmar Oddsson. Stöð2. 19.19 19:19. Frétta- og fréttaskýringaþáttur ásamt umfjöllun um þau málefni sem ofarlega eru á baugi. 20.30 Klassapiur. Golden Girls. Gamanmynda- flokkur um hressar miðaldra konur sem búa saman á Flórída. Walt Disney Productions. 21.05 Ohara. Spennumyndaflokkur um litla, snarpa lögregluþjóninn og sérkennilegar starfs- aðferðir hans. Aðalhlutverk: Pat Morita, Kevin Conroy, Jack Wallace, Catherine Keener og Richard Yniguez. Wamer. 21.50 Útlagablús. Outlaw Blues. Tugthúslimurinn Bobby ver tíma sinum innan fangelsismúranna við að læra að spila á gítar og semja sveitatón- list. Dag nokkurn sækir einn helsti snillingur sveitatónlistarinnar, Dupree, fangelsið heim og verður við langþráðri bón Bobbys um að hlusta á nokkur laga hans. Nokkru siðar eða skömmu áður en Bobby yfirgeíur fangelsið kemst hann að því að Dupree hefur slegið í gegn með einu lagi hans en kynnir það hins vegar sem sitt eigið. Aðalhlutverk: Peter Fonda, Susan Saint James, John Crawford og James Callahan. Leikstjóri: Richard T. Heffron. Warner 1977. Sýningartími 100 mín. Aukasýning 14. maí. 23.30 Blóðug sviðsetning. Theatre of Blood. Hrollvekja með gamansömum undirtón. Aðal- hlutverk: Vincent Price, Diana Rigg, lan Hendry og Harry Andrews. Leikstjóri: Douglas Hickox. MGM 1973. Sýningartimi 105 mín. Alls ekki við hæfi barna. Aukasýning 16. maí. 01.15 Anastasia. Rakin er saga Anastasíu sem talin var vera eftirlifandi dóttir Rússlandskeisara. Aðalhlutverk: Ingrid Bergman. Yul Brynner, Helen Hayes og Akim Tamiroff. Leikstjóri. Anatole Litvak. 20th Century Fox 1956. Sýning- artími 115 mín. 03.10 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.