Tíminn - 31.03.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn
r~ i Mnr
Sigrún Magnúsdóttir
Létt spjall á laugardegi
Er sameiginlegt framboö stjórnarandstöðunnar í borgarstjórn Reykja-
víkur vænlegur kostur í næstu borgarstjórnarkosningum sem verða
vorið 1990?
Þetta og margt fleira munum við taka til umræðu á léttum spjallfundi
laugardaginn 1. apríl n.k.
Fundurinn verður haldinn í Nóatúni 21 og hefst kl. 10.30. Stefnt er að
því að fundinum sé lokið kl. 12.00.
Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi mun á fundinum reifa þær hug-
myndir sem uppi hafa verið að undanförnu um hugsanlegt sameigin-
legt framboð stjórnarandstöðuflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur.
Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík.
Konur á Höfn og nágrenni
Fundur um sveitarstjórnarmál verður haldinn
á Höfn Hornafirði föstudaginn 31. mars kl.
20.30.
Gestir fundarins verða:
Guðrún Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og Unnur
Stefánsdóttir formaður LFK. Allar áhugakonur
um sveitastjórnarmál eru velkomnar.
Stjórn LFK
Sunnlendingar
Framsóknarfélögin í Árnessýslu halda sína árlegu árshátíð síðasta
vetrardag 19. apríl i Hótel Selfoss.
Allir velkomnir. Nánar auglýst síðar.
Nefndin.
Suðuriand
FUF í Árnessýslu
og Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu áformar að halda félags-
málanámskeið í lok mars og í apríl. Um er að ræða byrjenda- og
framhaldsnámskeið. Námskeiðin eru öllum opin sem áhuga hafa.
Þátttaka tilkynnist sem fyrst til formanna félaganna.
Sigurðar Eyþórssonar í síma 34691
og Ólafíu Ingólfsdóttur í síma 63388.
FUF og FFÁ.
Páskahappdrætti SUF 1989
Útdráttur í Páskahappdrætti SUF er hafinn.
Vinningsnúmer eru sem hér segir:
20. mars, vinningur nr. 1, 5242
vinningur nr. 2, 3145
21. mars, vinningur nr. 3, 1995
vinningur nr. 4, 144
22. mars, vinningur nr. 5, 538
vinningur nr. 6, 7401
Vegna fjölda áskorana eru númerin fyrir dagana 23. til 26. mars í
innsigli hjá borgarfógeta til 5. apríl 1989.
Vinsamlegast gerið skil fyrir þann tíma.
Enn er tækifæri til að hljóta glæsilega vinninga.
Hvert miðanúmer gildir alla útdráttardagana það er 20. til 26. mars
1989.
Munið, ykkar stuðningur styrkir okkar starf.
SUF
Reykjanes
Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er
opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222.
K.F.R.
Borgnesingar, nærsveitir.
Spilum félagsvist í samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 31. mars
kl. 20.30.
Fyrsta kvöldið í 3 kvölda keppni.
Mætum vel og stundvíslega.
Framsóknarfélag Borgarness.
Vinnuveitendasambandið
reiknar út mismunandi ávöxtunarleiðir:
Bestu vextirnir
hjá ríkissjóði
flynd 3.
ElMSTftKLIMGUR UIMMUR 25 M.KR. 1 HftPPDRflTIl.
Ó 5 H.KR. SKULDLAUSfl EIGM FVRIR. SAMAMBURÐUR fl
ÁUÖXTUM FJflRFESTIMGAR FVRIR 0G EFTIR SKATTft.
A.7
DlSérst. skattur
□ Tckjuskattur
O J* jóðarbókhlaða
□ Stórcignarsk.
S Eignarskattur
I Hrcinar tckjur
RíKISSK.BR UERDBRÉF LEIGUHÚSM. HLUTABRÉF UERSL.HÚSM
Hér er sýnd niðurstaðan ef miðað er við 7,5% ávöxtun (vexti umfram
verðtryggingu, arð af hlutabréfum eða leigu af húsnæði) í dæmunum fimm.
Af ríkisskuldabréfunum heldur eigandinn öllum vöxtunum óskertum. Af
verslunarhúsnæði mundi hann hins vegar aðeins halda eftir 0,5% raunvöxtum
en hin 7 prósentin færu í skatta.
Þessi niynd sýnir hins vegar hver ávöxtunin þyrfti að vera í hverju dæm
til þess að fjármagnseigandinn héldi 7,5% ávöxtun eftir skatt.
Einstaklingur sem ynni 25
millj.kr. í happdrætti og keypti fyrir
þær fjórar fjögurra herbergja íbúðir
til að leigja út þyrfti að krefja
leigjendur sína um 80 þús. króna
leigu á mánuði til þess að hafa jafn
miklar ncttótekjur af leigunni (sem
hann vitanlega teldi að fullu fram til
skatts) eins og hann gæti haft í
ávöxtun af spariskírteinum ríkis-
sjóðs fyrirsömu upphæð, samkvæmt
útreikningum í fréttabréfi Vinnu-
veitendasambands Islands. VSI tek-
ur fram að ekki sé þó reiknað með
viðhaldskostnaði á húsnæðinu og
ekki verður heldur séð að reiknað
hafi verið með fasteignagjöldum.
VSÍ hefur þar reiknað út áhrif
tekju og eignaskatta á mismunandi
form fjárfestingar og sparnaðar:
Ríkisskuldabréf sem eru alveg
skattfrjáls.
Bankabréf og önnur verðbréf sem
eru tekjuskattsfrjáls en eignaskatt-
skyld.
íbúðarhúsnæði til útleigu sem er
bæði tekjuskatts- og eignaskattskylt
(ekki reiknað með viðhaldskostn-
aði).
Hlutabréf, sem eru tckjuskatts-
frjáls af tekjum undir 90.000 kr. og
verðmæti þeirra undir 900 þús. telst
ekki til eignaskattsstofns.
Verslunar- og skrifstofuliúsnæði,
sem auk tekju- og eignaskatta ber
sérstakan skatt sem er 2,2% af
fasteignamati. Heimilt er að afskrifa
eignirnar um 2% á ári.
í dæmum sínum athugar VSÍ
sparnaðar eða fjárfestingarmögu-
leika einstaklings sem á fyrir 5
millj.kr. skuldlausa íbúð og yrði svo
heppinn að vinna stóra vinninginn í
Háskólahappdrættinu. En hlutföllin
gilda vitanlega þótt féð væri tilkomið
á annan hátt, t.d. vegna arfs.
VSI segir fasteignarekstur greini-
lega litinn óhýru auga af löggjafan-
um sem smíðar skattalögin. Eftir
síðustu skattahækkanir sé ólíklegt
að nokkrum einstaklingi detti til
hugar að eiga meiri fasteignir en
brýna nauðsyn beri til, því enginn
leigjandi geti greitt leigu sem sé
sambærileg við ávöxtun þá sem nú
býðst af fjármunum t.d. í ríkis-
skuldabréfum eða öðrum verðbréf-
um.
Af 5 milljóna ríkisskuldabréfum
með 7,5% vöxtum hefði eigandinn
375.000 kr. vaxtatekjur (auk verð-
tryggingar) á ári algerlega skatt-
frjálsar. Til að halda eftir sömu
nettótekjum af 5 milljóna kr.
leiguíbúð þyrfti, samkvæmt útreikn-
ingum VSÍ, að leigja hana fyrir
770.000 kr. á ári (rúm 64.000 kr. á
mán.). Og af 5 milljóna kr. skrifstof-
uhúsnæði þyrfti 940.000 kr. leigu-
tekjur (rúm 78.000 kr. á mán.) til
þess að halda eftir 375.000 kr. nettó-
tekjum eins og af ríkisskuldabréfun-
um.
Hlutabréfaeign segir VSÍ heldur-
ekki vel séða af löggjafanum, nema
þá í mjög litlum mæli. Ekkert fyrir-
tæki geti boðið hluthöfum sínum
þann 16,2% arð, sem þarf til þess að
þeir haldi eftir skatt 7,5% hreinum
tekjum af fjármagninu, eins og ríkið
borgar þcim af bréfum sínum.
Bankabréf og önnur verðbréf
þurfa að skila 2,8% hærri vöxtum en
ríkisskuldabréfin, þ.e. fyrir eiganda
sem á fyrir 5 millj.kr. aðrar skatt-
skyldar eignir.
Tekið skal fram að þar sem ein-
staklingur þarf ekki að greiða eigna-
skatt af eignum undir 2,5 milljónum
(hjón 5 millj.) gilda framangreind
dæmi ekki um þá einstaklinga sem
eru að safna sinni 1. og 2. milljón.
Þeir þurfa t.d. ekki að borga neina
skatta af verðbréfum sínum. Tekju-
skatt af húsaleigu sleppa þeir hins
vegar ekki við.
Samvinnuskólinn aö Bifröst:
Fyrsta konan í
formannsstöðu
Ragnheiður Björk Guðmunds-
dóttir var kjörinn formaður Skóla-
félags Samvinnuháskólans á Bifröst.
16. mars sl. og er hún fyrsta konan
sem gegnir formannsstöðunni í rúm-
lega sjötíu ára sögu skólans.
Samkvæmt nýrri reglugerð er
Samvinnuskólinn sjálfstæð stofnun
með eigin stjórn sem skipuð er
fulltrúum samvinnuhreyfingarinnar
og menntamálaráðuneytisins. Á síð-
asta ári var ákveðið með samþykki
ráðuneytisins að brevta skólanum í
sérskóla á háskólastigi og tók Sam-
vinnuháskólinn til starfa sl. haust.
I tilkynningu frá skólanum segir
að skólastörf á háskólastigi hafi
gengið vonum framar í Samvinnu-
skólanum nú í vetur og sérstæð
kennslufræði skólans mótast mjög
vcl við fyrstu framkvæmd. M.a. hafi
nemendur farið í kynnisferðir í fyrir-
tæki, skoðað tilhögun verslana og
skilað ýtarlegum greinargerðunt eft-
ir úttektir á rekstri fyrirtækja í
atvinnulífi nu. -ABÓ
Ragnheiöur Björk Guömundsdóttir
formaöur Skóiafélags Sanivinnuhá-
skólans á Bifröst.