Tíminn - 31.03.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.03.1989, Blaðsíða 9
Föstudagur 31. mars 1989 :; Tíminh 9 VETTVANGUR Þorsteinn Ólafsson: Ræðan sem ekki var haldin Hvaðan kemur mjólkin? Ég minnist þess, að í einum af mínum fyrstu kennslustundum hér í Reykjavík fyrir ca. 40 árum spurði ég sjö ára börn að því, hvaðan mjólkin kæmi. „Úr mjólk- urbúðinni", svaraði að bragði eitt barnanna. „Nei" sagði annað barn, „mjólkin kernur úr Mjólkurstöð- inni." Flest börnin í bekknum tóku undir það, að mjólkin kæmi frá Mjólkurstöðinni. Að sjálfsögðu voru bæði þessi svör rétt að vissu leyti. En ekki voru öll börnin ánægð með þessa niðurstöðu. Þrjú réttu upp hönd og vildu leggja orð í belg. „Mjólkin kemur úr kúnum". sagði eitt þessara barna og undir það tók állur bekkurinn. Vextir Mér hefur stundum dottið þetta í hug þegar rætt er um vexti af sparifé okkar. Hvaðan koma vext- irnir? „Frá bönkum og öðrum innlánsstofnunum". munusjálfsagt einhverjir segja. Þetta er álíka fullgilt svar og þegar börnin sögðu að mjólkin kæmi frá mjólkurbúð- inni og Mjólkurstöðinni. Nei, við þurfum að kafa dýpra. Tekjur af sparifé okkar (vextir) koma að sjálfsögðu frá þeim sem fá fé okkar aðláni. Hverjireru þar stórtækast- ir? Jú, það eru atvinnuvegir þjóð- arinnar. undirstaða þjóðarbúsins, sem öll okkar velferð byggist á, og ungt fólk sem er að byggja, koma sér upp skjóli fyrir kulda og trekki og koma undir sig fótunum á annan hátt til að búa í haginn fyrir sig og fjölskylduna. Um nærri tveggja ára skeið hafa lántakendur þurft að greiða allt of hátt gjald (okurvexti) fyrir þá peninga sem þeir hafa fengið að láni. Þetta hefur skapað mikla eignatilfærslu. Stórir fjámagnseigendur hafa rak- að saman miklu fé á kostnað fyrir- tækja og einstaklinga, sem hafa fengið peninga þeirra að láni. Skammt er öfganna á milli, því fyrir nokkrum árum voru vextir ncikvæðir. Það er eins og margt þurfi að vera hjá okkur íslending- unt annaðhvort í ökkla eða eyra. Ef þessu heldur fram sem horfir með hina háu vexti. þá munu ekki líða mörg ár þar til við förum yfir á hinn kantinn og vextir verða neikvæðir á ný. Mikið er talað um. að atvinnu- rekstur og fyrirtæki almennt þurfi að bæta sína eiginfjárstöðu, til þess að þurfa ekki í eins ríkum mæli að vera háðir hinu dýra lánsfé. Það er greinilegt að öll fyrirtæki, sem stefna að löngum lífdögum, munu kappkosta að taka sem allra minnst af lánum. Það geta því komið þeir dagar, fyrr en okkur grunar. að bankar og aðrar peningastofnaoir hrópi: „Lán- takendur komið til mín, ég veiti bestu kjörin, lægstu vextina" í stað þess að í dag segja hinir sömu aðilar: „Sparifjáreigendur komið til mín ég ávaxta fé ykkar best." Hvað haldið þið gott fólk, að verði um ávöxtun eða réttara sagt varðveislu sparifjár okkar, þegar þessi staða kemur upp? Ég held því að það sé hagsmunamál okkar sparifjáreigenda, þegar til lengri tíma er litið, að vextir verði lækk- aðir. Hóflegir raunvextir (vextir umfram verðbólgu) eru að mínu mati 4-5%. Allt fyrir ofan 5% raunvexti verði óheimilt, taldirok- urvextir og refsivert. Við skulum því fagna þeirri stefnu stjórnvalda að vextir verði lækkaðir, en um leið skulum við krefjast þess að þeir verði ekki Ef viö hugsum aöeins um líðandi stund, horfum ekkert fram á veginn og búumst viö aö veröa fljót- lega kallaöir yfir á annaö tilverustig og geta þátek- ið meö okkur bankabæk- ur, verð- og skuldabréf og aðraslíka pappíra, þá skulum viö streitast af öllu afli gegn vaxtalækk- unum. neikvæðir. Ég er sannfærður urn að sú hætta er vissulega fyrir hendi. Tvær leiðir Ef við hugsum aðeins um líðandi stund, horfum ekkert fram á veg- inn og búumst við að verða fljót- lega kallaðir yfir á annað tilverustig og geta þá tekið með okkur banka- bækur, verð- og skuldabréf og aðra slíka pappíra. þá skulum við strcit- ast af öllu afli gegn vaxtalækkun- um. Gallinn við þetta er sá, að ég cr sjálfur svo tortrygginn, að ég held, svo vægt sé til orða tekið, að þeir pappírar sem við höfum hcr við- víkjandi okkar fjármunum, verði lítils metnir hinum rnegin grafar. Það gctur vel verið að þarna skjátl- ist ntér en hver verður að hafa sína skoðun. Ef við hins vegar horfum langt frant á veginn og viljum njóta lífsins gæða í ríkum mæli, um mörg Ókomin ár, þá skulum við stuðla að því, að vextir vcrði strax lækkaðir all verulega. Annars er sú hætta fyrir hendi, að sparifé okkar brenni upp í verðbólgubáli og vandræða- ástandi í efnahagsmálum þjöðar- innar. Háir vextir eru rnjög mikil orsök verðbólgu. Stöðugleiki í efnahagsmálum og sanngjarnir vcxtir er besta trygging okkar sparifjáreigenda þegar til lengri tíma er litið. Ég óttast að þctta uppboð á sparifé, seni vcrið hefur um skeið, muni hefna sín og leiða til ófarnaðar. Við skulum vera framsýn og gera allt, sem í okkar valdi stendur, til að skikkan komist á í vaxta- og peningamálum þjóðarinnar. Svo er önnur hlið Daglega er verið að segja okkur frá gjaldþrotum og slæmri stöðu atvinnuvega og þá er jafnan sagt, að mikill fjármagnskostnaður, háir vextir sé aðalorsökin. Gjaldþrot er alvarlegt mál - margir missa atvinnu og aðrir eign- ir, já stundum hvort tveggja. Þetta skapar oft mikla röskun á högum fólks með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Hvaða sparifjáreigandi vill hafa það á samviskunni, aö hægt sé að segja, að hans sparifé sé orsök þess ófremdarástands sem nú ríkir í efnahagsmálum? Áreiðanlcga eng- inn sem hugsar um þessi mál. Viö sparifjáreigendur viljum að fé okk- ar sé notað til að stuðla að upp- byggingu og betra mannlífi. Það gerir það líka ef rétt er að málurn staöiö. Við viljum ekki að sparifé okkar sé meðhöndlað þannig, að það valdi ómældum erfiðlcikum. Að vera sáttur við guð og menn - sálarfriður, er það sem við öll þurfum að keppa að. En það er hætt við að okkur „illa dreymi" á meðan þetta hávaxtastig er við lýði. Það er sama hvernig maður veltir þessu fyrir sér. Ekkert kemur sér betur fyrir okkur sparifjáreig- endur en að þessir háu vextir veröi allagðir og fcsta komist á í þessum efnum. Eftirmáli Þetta vildi ég sagt hafa á stofn- fundi félags sparifjáreigenda að Hótel íslandi í haust. En eins og oft áður gróf ég mitt pund í jörð og fór ekki á fundinn. Þorsteinn Ólafsson BÓKMENNTIR „Ymsum hleypti hann brúnunum“ Egils saga Skalla-Grímssonar, mvndirnar gerði Einar Hákonarson, Almenna bókafélagið 1989. Eftir að Þórólfur Skalla-Grímsson er fallinn á Vinheiði og Egill bróðir hans hefur hefnt hans og síðan haugsett líkið lýsir sagan honum þannig í borg Aðalsteins Englakon- ungs: „Egill settist þar niður og skaut skildinum fyrir fætur sér; hann hafði hjálm á höfði og lagði sverðið um kné sér og dró annað skeið til hálfs, en þá skellti hann aftur í slíðrin; hann sat uppréttur og var gneyptur mjög. Egill var mikilleitur, enni- breiður, brúnamikill, nefið ekki langt en ákaflega digurt. granstæðið vítt og langt. hakan breið furðulega og svo allt um kjálkana. hálsdigur og herðimikill, svo að það bar frá því sem aðrir menn voru. harðleitur og grimmlegur þá er hann var reiður; hann var vel í vexti og hverjum manni hærri, úlfgrátt hárið og þykkt og varð snemma sköllóttur; en er hann sat, sem fyrr var ritað, þá hleypti hann annarri brúninni ofan á kinnina, en annarri upp t hárrætur; Egill var svarteygur og skolbrúnn. Ekki vildi hann drekka, þó að hon- um væri borið, en ýmsum hleypti hann brúnunum ofan eða upp." Það er þessi margfræga lýsing sögunnar sem Einar Hákonarson listmálari gerir hér að efni einnar myndar sinnar, og prýðir sú reyndar forsíðu bókarinnar. í þessari lýsingu er vitaskuld fantasía á ferðinni, söguhöfundur teygir ímyndunarafl okkar út fyrir mörk þess sem er líffræðilega mögulegt, en tekur sér þetta skáidaleyfi þó í ákveðnum og vafalaust meðvituðum tilgangi; hann vill með þessari snilldarlegu öfgalýs- ingu sýna lesendum annars vegar djúpa og einlæga sorg Egils eftir bróður sinn og hins vegar skerta sómatilfinningu hans, sem ekki verð- ur bætt nema með því að komið sé til móts við fræga og einstæða fé- græðgi hans. Með fullri virðingu fyrir Einari Hákonarsyni - sem ég virði vissulega mikils sem listmálara og þá meðal annars fyrir myndir hans hér - þá er ég á því að hann hafi reist sér hurðarás um öxl með þessari mynd. Hún eróneitanlega raunsæ, en auga- brúnahnykkir Egils eru svo lítilvægir hér að þeir ná alls ekki fantasíu sögunnar. Það er vandi að færa listrænar snillimyndir á milli list- forma svo að vel sé, og hér sýnist mér að fantasía sögunnar, sem undirstrikar einstæðan hetjuskap Egils, skili sér ekki. Hann er hér einungis bardagakappinn, sem vinn- ur á vtgvelli líkt og skriðdreki í nútímahernaði. Hins vegar vantar hér í myndina hið margslungna, djúpa og margskipta tilfinningalíf þessarar hetju, sem saga hans fæst einmitt aðstærstum hluta við að lýsa. En aftur á móti má þetta heita eina aðfinnslan sem ég hef við þessa nýju útgáfu Egils sögu frá Almenna bókafélaginu. Eiríkur Hreinn Finn- bogason cand. mag. hefur séð um frágang textans og gerð skýringa, bæði við lausamál og kveðskap. Hefur það verk tekist með ágætum, að því er ég fæ best séð, enda í góðum höndum. Þetta er fyrst og fremst lestrarútgáfa, og af þeim sökum er formáli í styttra laginu, og kort yfir söguslóðir eða ættatöflur eru hér ekki. Verða menn þvf að leita til annarra rita ef þeir vilja fræðast um það helsta sem fræði- menn hafa um söguna fjallað. En skýringar neðanmáls eru rækilegar og ættu að duga flestum lesendum. Þá eru vísnaskýringar hér ýtarlegar og greinagóðar, enda er þess full þörf, svo snar þáttur sem kveð- skapurinn er í sögunni. Bókinni lýkur svo með greinargóðri nafna- skrá, sem vafalaust á eftir að notast mörgum lesendum vel. Teikningar Einars Hákonarsonar eru tíu talsins, á víð og dreif um bókina. Að því er ég fæ best séð mega þær teljast falla vel að efninu og heita góð bókarprýði. Aftur á móti eru þær það fáar að þrátt fyrir þær hlýtur textinn áfram að vera það sem ber hér uppi bókina. Þetta er fremur saga Egils heldur en safn mynda úr ævi hans, að þeim þó alls ólöstuðum. Og svo vill til að þessi meir en sjö alda gamla saga stendur enn þann dag í dag fyrir sínu. Þeir eru víst ófáir á öllum tímum sem svo hafa hrifist af henni að Egill á Borg hafi orðið góðvinur þeirra allar götur síðan. Hér er þess enn' á ný kostur að fylgjast með vonlausri baráttu þeirra Kveldúlfs og sona hans við konung- svaldið í Noregi. Og síðan að sjá Bókarkápa Egils sögu. Egil í uppvexti hér uppi í Borgarfirði og enn síðan hverja hetjudáðina af annarri sem hann drýgir erlendis. Meðal annars að lifa sig inn í hita bardagans á Vinheiði og svo seinna að sjá Egil í konungsgarði í Jórvík, er höfundur lætur hann bjarga höfði sínu með hinum einstæða hætti sög- unnar. Skiptir þar kannski minnstu þó að fræðimenn hafi s(ðarsýnt fram á að þar sé nokkuð örugglega um skáldskap að ræða í kringum skáld- skapinn í Höfuðlausn; Arinbjörn hafi verið búinn að undirbúa þessar sættir og allt hafi síðan farið þar fram eftir fyrirfram gerðri áætlun. En það sem mestu skiptir þó er að hér eiga menn þess kost að kynnast manni með einstaka og mjög sérk- ennilega tvískipta skapgerð. Hann er hinn mesti beljaki og harður bardagamaður, sem oft nýtist hon- unt vel. Þá er hann fégráðugur með afbrigðum, sem oftar en ekki verður kátlegt hjá manni á borð við hann. Jafnframt kann hann líka að stilla skap sitt, sem best kemur í Ijós er hann situr á friðstóli hér heima á Borg. En jafnframt þessu öllu er maður- inn líka einstakiega tilfinningaríkur að eðlisfari. Kærleikur hans til Þór- ólfs bróður síns er ósvikinn. Hann ber mjög heita ást til Ásgerðar konu sinnar, þótt hann sé á sarna tíma svo feiminn að hann þori ekki að bera upp við hana bónorðið. Vinátta hans við Arinbjörn er aukheldur með eindæmum innileg og heil. Og að bókarlokum kemur kærleikur hans í garð sona sinna einnig fram á ákaflega svipmikinn hátt. Að ógleymdri þeirri baráttu sem hann á í með trú sína á Óðin í Sonatorreki, sem honum tekst þó í lokin að róast yfir. Öllu þessu er hægt að kynnast í Eglu, og reyndar mörgu fleiru. í stuttu máli sagt er sagan listaverk sem hvern mann gerir meiri að lesa. Af þeim ástæðum verður að fagna hverri nýrri og vandaðri útgáfu af hcnni sem hér kemur út á hinn almenna lesendamarkað. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.