Tíminn - 31.03.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.03.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 31. mars 1989 Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Framsóknarflokkurinn og _Framsóknarfélögin í Reykjavík Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guömundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og meö 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verö í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Poppmenning Það er nokkuð eftirtektarvert, að í kjölfar fjölmiðlaútþenslu síðustu ára hefur vaxið ótti manna við að íslenskri tungu sé að hraka. Þetta er vel skiljanlegt, því að fjölmiðlaþróunin hefur að mestu orðið á einn veg, að þenja út „poppmenning- una“, sem er borin uppi af stöðluðu, útlendu afþreyingarefni. Samskiptamál þeirra sem lifa og hrærast í poppheiminum er enska, og þar skiptir meira máli að læra poppensku en sitt eigið móðurmál. Poppmenningin hefur að heita má lagt undir sig ljósvakamiðlana, þ.á m. Ríkisútvarpið að stórum hundraðshluta dagskrár þess. Þar ræður popp- menningin og poppenskan auðvitað ríkjum engu síður en í einkastöðvunum. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur að áhrif enskunnar hafa stórvaxið á síðustu árum með hinni miklu út- breiðslu poppmenningarinnar í kjölfar fjölmiðla- byltingarinnar. Úr því að poppmenningunni er gert svo hátt undir höfði í nútímafjölmiðlun, þá er vandasamt að koma í veg fyrir að enskuáhrifin haldist við og vaxi. Þótt bent sé á ofurvald poppmenningar í fjöl- miðlastarfseminni, þá er ekki þar með sagt að það sé einhver einföld leið til þess að losna undan áhrifum hennar. Raunar er það ofætlun að gera ráð fyrir að yfirleitt sé hægt að dauðhreinsa menningar- lífíð, síst af öllu með valdboðum. Ef menn bera kvíðboga fyrir óheillavænlegum áhrifum popp- heimsins, þá verður að beita jákvæðum aðferðum til þess að losna undan þessum áhrifum. Að líkindum er jákvæðasta aðferðin fólgin í því að hefja víðtækar umræður um almenna menning- arstarfsemi í landinu og stöðu þeirra mála yfirleitt. Stjórnmálamenn þurfa að beina áhuga sínum að menningarmálum í miklu ríkari mæli en verið hefur. Alþingismönnum gefst gott tækifæri á næstunni til þess að finna sér tilefni til að ræða menningarmálin, þar sem í hönd fer að fjalla um endurskoðun útvarpslaga. Ný útvarpslög gengu í gildi 1. janúar 1986. Á grundvelli þeirra hefur útvarpsrekstur og útvarps- dagskrá gerbreyst á þremur árum, m.a. í þá stefnu sem fyrr var á minnst, að stórauka hlut popp- menningar í útvarpsstarfsemi. Umræður um endurskoðun útvarpslaga getur ekki snúist um það lengur, hvort útvarpsrekstur eigi að vera frjáls eða ekki. Við endurskoðun útvarpslaga er nærtækara að ræða dagskrárstefnu útvarpsstöðva eins og hún hefur verið að þróast og eins og menn gætu hugsað sér að hún þróaðist. Þótt þá meginreglu tjáningar- frelsis beri að virða, að stjórnendur útvarpsstöðva ráði dagskrárstefnunni, þá snýst mótun dagskrár- stefnu eigi að síður um áherslur í efnisvali og byggist á huglægu mati og menningarviðhorfum dagskrárstjórnenda. Alþingi á ekki að stýra hendi dagskrárstjóra, en alþingismenn eiga ekki síst að gera úttekt á menningarstefnu útvarpsstöðvanna, þegar til stendur að endurskoða útvarpslögin. GARRI Þjóðremban og þágufallssýkin Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, hefur blásið til sóknar gegn afsiðun tungunnar og hyggst skipuleggja sameiginlegt átak fjöl- margra aðila til verndar henni. Ekki verður séð á þessu stigi hver árangur verður, en ástæða er til að fagna þvi að uppi skuli vera áform um að snúast til vamar gegn þeirri þróun á siðustu árum, sem leitt hefur til þess, að ástæða er til að óttast um tungumál okkar í fram- tíðinni. Stóran þátt í afsiðun tung- unnar á það mikla magn skemmti- efnis sem flutt er á ensku i öllum tiltækum miðlum, í sjónvörpum, skemmtistöðum, útvarpi og á invnd- og segulböndum. Að vísu fylgir textun hluta þessa efnis, en poppið er ekki textað. EnskurLaugavegur Almenningi verður seint stýrt til réttrar áttar varðandi tungumál, vilji hann á annað borð gæla við sjálfan sig og slá undan ásókn annarrar tungu. Við höfum dæmi um slíka þróun frá nítjándu öldinni í Reykjavík, þegar talað var um að hún væri danskur bær. Auðvitað er óralangt frá því að Reykjavík sé í áttina að því að vera enskur bær, en óneitanlega þarf ekki að ganga lengi eftir Laugaveginum til að sjá að margvíslegir höndlarar telja æskilegast að skíra búðir sínar á útlensku. Varnarbaráttu til gagnsemdar tungunni þarf fyrst og fremst að heyja í skólum með góðrí lestrar- kennslu. Er ástæða til að benda á, að próf í hraðlestri er varla til að bæta tilfinningu fyrir máli. Aftur á móti hefur Ævar R. Kvaran, leikarí og kennari, lengi haldið því fram að upplestur og skýrmæli væru mun þýðingarmeiri í lestri en hraði, einkum er varðar æskilegt tilfinn- ingasamband við tunguna. En að læra snemma að lesa og kunna með þann lestur að fara er einhver mesti stuðningurínn við tunguna. Æskilegt værí, nú þegar faríð er af stað í ferð til styrktar tungunni, að lesturinn og lestrarkennslan verði tekin með í rcikninginn. Flokkur þágu- fallssýkinnar Svavar Gestsson virðist fara skörulega af stað til hjálpar tung- unni, og má segja að miðað við málgagn menntamálaráðherra komi aðgerðimar sérkennilega fyrir. Þar hefur einhver óskiljanleg alþjóðahyggja riðið húsum, og flest kallað þjóðremba, sem miðar að því að halda óskertum rótum okkar. Fróðlegt væri að fá skýring- ar á því hvort Alþýðubandalagið er klofið í afstöðu tU tungunnar. Svav- ar Gestsson myndi þá vera í þjóð- remhuarminum með björgunarað- gerðir sínará þeirri miklu megasar- tíð sem við lifum. Hinn armurinn heldur væntan- lega áfram að boða. að þágufalls- sýkin sé af hinu góða, vegna þess að fyrír hennar sök gæti engrar stéttaskiptingar innan tungunnar. Af þessu tilefni hefur verið sagt að þágufallssýkin sé fyrst og fremst í Alþýðubandalaginu. Það er ævintýri og hreint heims- undur að geta lesið Heimskrínglu Snorra Sturlusonar svona nokkurn veginn eins og hann skrífaði hana. Þetta virðist þá ekki varða um, sem sífeilt eru að berja í bresti sina gagnvart tungunni og byrja að ijasa um þjóðrembu, eins og þeir séu á augabragöi orðnir alheims- borgarar um leið og reynt er að halda fram því scm islenskt er og við höfum fengið í arf og sem lykil að einstæðum skrífum á tungunni. Auðvitað hefur tungan tekið breyt- ingum, en hún er enn ekki orðin cins og garg í hænum, hvað sem verður eftir að popp- stefnan hefur tekið við af „þjóðrembunni“. Það hefur því alltaf verið nauð- synlegt að standa fast fyrir hvenær sem tungunni er misboðið. Enginn málfræðingur getur vegna sósíal- isma síns boðað frammi fyrír alþjóð, að sjálfsagt sé að leyfa þágufallssýki, vegna þess að slík heimild hindri stéttaskiptingu. Heyr á endemi. Var það ekki bakland alþýðunnar, sem bjargaði okkur frá dönsku? Og verður það ekki bakland „þjóðrembunnar“ sem bjargar okkur frá afsiðun tung- unnar, eins og hún birtist núna í tveimur sjónvörpum þjóðarinnar, í myndbandaflóðinu og á segul- böndum og hljómplötum? Þeir sem eru fljótir að grípa tii þjóðrembunnar í trausti þess að vera álitnir heimsborgarar a.m.k. í Skandinavíu, ættu að gæta þess að stutt getur reynst í þessa óskhyggju þeirra, eftir að föðurland þeirra er orðið að háði vegna skorts á þjóð- tungu. Garri VÍTTOG BREITT llllllllillll Ósamlyndi í þágu útlendinga Eitt af mörgum baráttumálum launþegasamtakanna er að skipu- leggja orlof meðlima sinna, sjá þeim fyrir ferðalögum, frístunda- húsum og dægrastyttingu margs konar. Þar sem flestir íslendingar vilja helst vera eins langt fyrir sunnan ættjörðina og kostur er á, sjá samtök íaunafólks um umfangs- mikinn ferðaskrifstofurekstur og einstök félög skipuleggja ferðir suður á bóginn fyrir meðlimi sína og fjölskyldur þeirra. Nú þegar stefnir í hörð átök um kjörin heima á hólmanum er allt komið í háaloft út af ferðalögum kjarabaráttufólks á suðrænar slóðir. Þótt hér séu rekin tvö millilanda- flugfélög, samkeppninnar vegna, er málum svo komið, að varla þykir fært fyrir stórskipuleggjend- ur ferðamála, eins og launþega- samtökin, að semja við nema ann- að þeirra. Þá er sú staða upp komin að ekki er hægt að semja við Flugleiðir, vegna þess að það fyrirtæki er í málarekstri við verslunarmanna- félag á Suðurnesjum vegna verk- fallsaðgerða. Dýrkeypt slagsmál Verslunarmenn í verkfalli og flugfarþegar slógust fyrir framan sjónvarpsmyndavélar í dýrustu flugstöð í heimi og forstjóri Flug- leiða sat og seldi farseðla í sömu flugstöð og reif af þeim við inn- göngudyr, eins og dyraverðir í bíóum gera. Þetta gerði hann án þess að vera í verslunarmannafé- lagi Suðurnesjamanna og eru nú dómstólar að silast við að skera úr um lögmæti slagsmála og miðasölu forstjórans. Af þessum sökum geta launþeg- ar ekki verið þekktir fyrir að fljúga í fríið með eina íslenska millilanda- flugfélaginu, sem álíta má með nokkurri vissu að ekki verði orðið gjaldþrota þegar orlofsferðir hefjast. Því er búið semja við danskt félag um launþegaflutningana, og er mikil snilld að koma málum svo fyrir að útlendingar séu teknir framyfir þegar flytja á íslenska þegna í stórum stíl frá landinu og til þess aftur. En Danir eru drengir góðir og hafa löngum verið tilbúnir að hlaupa undir bagga með að sjá íslendingum fyrir nauðþurftum gegn þóknun. Nú munu þeir ekki aðeins sjá um að taka á móti mörgum flugvélaförmum af ís- lenskum launþegum gegn vægu gjaldi, heldur einnig að hirða far- gjöldin lfka. Allt er þetta snilldarlega lagt upp í hendur þeirra af Flugleiðum og launþegasamtökum. Island bara fyrir þá ríku Svo kemur babb í bátinn. Flug- málastjóri er búinn að komast að því að Flugleiðir halda uppi áætl- unarflugi milli Keflavíkur, þar sem slegist var, og Kaupmannahafnar. Þetta vissu ferðamálafrömuðir ekki fyrir og er því leiguflug bann- að á þessari leið. En vegir liggja til allra átta í lofti eins og á jörðu niðri og sjálfsagt verður hægt að fara kringum ákvæði um samninga um áætlunarflug. Á meðan verið er að þjarma að íslensku flugfélagi og beina mikil- vægum viðskiptum frá innlendu fyrirtæki til erlends, möndla lög- spekingar og dómarar um kærur um slagsmál og miðasölu í verkfalli á Keflavíkurflugvelli og kemur auðvitað ekki til mála að flýta því máli, fremur en að vona að sá vægi sem vitið hefur meira. Þeir mein- bugir eru á þeirri frómu ósk, að ekki er hægt að koma auga á að einhver hafi meira af neinu því sem ekki er til. Það er annars athyglisvert, að eftir því sem meira er gumað af alls kyns aðstöðu fyrir ferðamenn, sem alltaf á að verða betri og betri hér á landi, flykkist fólk í æ ríkari mæli til útlanda til að eyða þar fríum sínum. Það er meira að segja orðinn mikilvægur þáttur í starfi og stefnu verkalýðshreyfingarinnar að koma meðlimunum sem oftast til útlanda og láta þá dvelja þar sem lengst. A íslandi kærir sig enginn um að dvelja, nema rétt á meðan unnið er hörðum höndum. Frítímanum á að eyða annars staðar. Það er nefnilega ekki nema fyrir vel efnaða menn að eiga frístundir á íslandi. Takið bara eftir hverjir það eru sem dásama náttúruna, jeppaslóð- irnar og veiðistaðina. Aðeins þeir vel stæðu. Hinir verða að láta sér útlöndin nægja til að njóta lífsins. Og svo eru það útlend fyrirtæki sem græða mest á öllu saman. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.