Tíminn - 26.08.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.08.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 26. ágúst 1989 FRÉTTAYFIRLIT VARSJÁ -Tadeuz Mazow- iecki forsætisráöherra Pól- lands fór fram á bráða efna- hagsaðstoð frá Bandaríkjun- um til að styrkja bágborinn efnahag landsins. Evrópuráðið hefur samþykkt að hjálpa Pól- verjum og reyna nú að fá fleiri til liðs við sig I þeim efnum. Stokkhólmur - nú hafa verið birtar tölur um fjölda inn- flytjenda til Svíþjóðar fvrstu sex mánuði ársins í ár. I Ijós kom að straumur innflytjenda hefur ekki verið meiri síðan árið 1970 og hefur aukist um 50% frá því í sem hann var á fyrri helmingi ársins 1988. Alls komu um 35.000 innflytjendur til Svíþjóðar á tímabilinu frá janúar til júni 1989. Á undan- förnum árum hafa íranir verið hvað fjölmennastir í hópi inn- flytjenda og á fyrri helmingi ársins voru þeir 4.600 talsins. Eru þá um 30.000 Iranir búsett- ir í Svíþjóð og eru þar með þriðji stærsti hópur innflytjenda næstir á eftir Jugóslövum sem eru um 40.000 og Finnum sem eru um 130.000. í ár eru það Chilebúar sem koma næstir Irönum hvað varðar fjölda inn- flytjenda. Fyrstu sex mánuðina komu 4.300 þeirra til Svíðjóðar sem er helmingi meira en á sama tíma í tyrra. Þá hefur orðið auknina innflytjenda sem eru af júgoslavnesku bergi brotnir, og sömuleiðis komu fleiri Tyrkir, Líbanir, Irakar og Eþiópiubúar. lllllllllllllllllllllllll ÚTLÖND llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllilllillllllllllflllllllllllllllllllllllllll VATÍKANIÐ - Embættis- menn í Vatíkaninu eru að reyna að skipuleggja ferð páfa til Líbanon þar sem hann hyggst ræða við stríðandi aðila og beita sér tyrir friði. f Beirút er sovésk sendinefnd sem vinnur að því sama. Frönsku herskipin lóna nú úr skotfæri fallbyssna Sýrlendinga og múslíma í Líbanon, en eru þó fjarri því farin frá Líbanon- ströndum. Ein öfgafyllstu sam- tök Palestínumanna, Fatha byltingarráðið, segjast ætla að drepa 15 „njósnara" til að hefna falls háttsetts félaga þeirra í Suður-Líbanon. TOKYO - Stjórnarflokkurinn í Japan hefur tilnefnt konu, Mayumi Morriayma, í sæti Tokuo Yamashita sem næst- ráðandi Kaifu forsætisráðherra eftir að Tokuo sagði af sér vegna kynlífshneykslis. HAAG - Hollenskir tollverðir eru drjúgir við að þefa upp kókaín og önnur eiturlyf þessa dagana. I gær fundu þeir 29 kg af kókaíni sem falið var í belgískri leigubifreiö sem var á leið yfir landamærin við Haz- eldonk. Verðmæti eitursins er um 30 milljónir íslenskra króna ef miðað er við gangverð á strætum borga í Hollandi. Fyrir rúmri viku komst hollenska lög- reglan í feitt þar sem hún gerði upptæk þúsundir skammta af spítti í bænum Valkenswaard. Söluverðmæti þeirra eiturlyfja skiptu mörgum milljónum. PASADENA - Voyager 2 hóf að kanna leyndardóma Neptúnusar og streyma nú ýmsar upplýsingar til jarðar frá geimfarinu þar sem það er statt í um 5000 km fjarlægð frá þessari dularfullu reikistjörnu. Lögreglan í Suður-Afríku sýnir mótmælendum í tvo heimana: Skotið á litaða menntaskólanema Óeirðalögreglan í Suður-Afríku særði að minnsta kosti þrjá mennta- skólanema þegar lögreglan hóf skothríð á unglinga sem höfðu kveikt í hjólbörðum og götuvígjum í út- hverfi Höfðaborgar í gær. Atvikið átti sér stað í Mitchell Plain hverfinu þar sem einungis litaðir menn búa, þ.e. Indverjar og aðrir slíkir sem í Suður-Afríku teljast hvorki hvitir né svartir. Lögreglan beitti táragasi og síðar skotvopnum gegn menntaskólanem- unum sem voru að sjálfsögðu að mótmæla aðskilnaðarstefnu stjórn- valda. - Við vorum á leið heim úr skólanum þegar lögreglan kom og varpaði táragassprengjum og hóf skothríð á okkur, sagði hin átján ára gamla Eguene Consul sem særðist í andliti og á handlegg í árás Iögregl- unnar. Þetta er fimmti dagurinn í röð sem menntaskólanemar kveikja í götu- vígjum og varpa grjóti að bifreiðum í hverfum litaðra og blökkumanna í Höfðaborg, en mótmælaalda hefur risið að undanfömu samhliða kosn- ingum sem fram fara í landinu. Hafa samtök sem berjast gegn aðskilnað- arstefnunni hvatt hvíta menn og litaða til að nýta ekki kosningarétt sinn, en blökkumenn hafa alls engan kosningarétt í Suður-Afríku. Lögreglan hefur handtekið nokk- Skæruliðar Unifa hafa sagt skilið við fríðardúfuna og blóðið Unitahreyfingin hefur sagt skilið við friðardúfuna: Skæruliðar Unita sem hafa sagt skilið við friðardúfuna um sinn segja að sjötíu og sjö angólskir hermenn og sex skæruliðar hafi fallið í bardög- um við Mavinga og Hetue, en þar fara skæruliðar með ÖU völd. Bar- dagamir bmtust út strax eftir að Unitahreyfingin lýsti því yfir að hún myndi ekki virða vopnahlé það sem staðið hefur í landinu í tvo mánuði. Unitahreyfíngin sagði að hermenn stjómarinnar væri að vígbúast af fullum krafti í Cuanza-Norte hérað- inu og búist væri við bardögum. Báðir aðilar hafa margsinnis sakað hvor annan um að hafa brotið vopna- hléssamkomulagið sem samþykkt var á fundi leiðtoga Afríkuríkja í Zaire 22.júní. Unitahreyfingin lýsti því yfir á fimmtudag að þeir virtu ekki vopna- hléð, en sögðust einungis ætla að verja hendur sínar og að samtökin vonist til þess að friðarviðræður við stjómvöld í' Luanda gætu hafist af fullri alvöru. Borgarastyrjöld hefur ríkt í Ang- óla allt frá því landið hlaut sjálfstæði árið 1975. Fyrir þann tíma var einnig mikið barist í landinu. í»á vom það bæði skæruliðar marxista sem nú fara með völd í landinu og skæmlið- ar hinnar hægri sinnuðu Unitahreyf- ingar sem börðust gegn nýlenduherr- unum frá Portúgal. Lögreglan í Suður-Afríku hefur beitt mótmælendur fádæma hörku urn hóp unglinga, kennara og áber- andi andófsmanna undanfarna daga og hefur lögreglan beitt mikilli hörku gegn mótmælendum. Má geta þess að táragasárás var fyrir stuttu gerð á Tutu erkibiskup og hóp ungmenna sem hann hafði talað um fyrir og fengið til að hætta mótmælaaðgerð- um. Ekkert lát á afsögnum og hneykslismálum í Japan: Ráðherra fallinn vegna kvennamála Þá féll enn einn ráðherra í Japan vegna aðildar að hneykslismáli. Takuo Yamashita sem er næstráð- andi Toshiku Kaifu hinum nýja for- sætisráðherra Japans skýrði frá því í gær að hann hygðist segja af sér í kjölfar frétta um að hann hefði greitt ungri stúlku þrjár milljónir jena fyrir greiðasemi undanfarin þrjú ár. Með þessu fylgir hann í fótspor Sosuke Uno fyrrum forsætisráðherra Japans sem varð að segja af sér er upp komst um kynlífssamband hans við Geishu á meðan eiginkonan sat heima og gætti bús og bama. Sosuke Uno tók hins vegar við af Moburu Takeshita sem varð að segja af sér forsætisráðherraembættinu vegna aðildar að fjármálahneyksli sem áður hafði hoggið stór skörð í ráðherralista ríkisstjómar hans. En nú er það Takuo Yamashita sem hyggst segja af sér þrátt fyrir að flokksbræður hans hafi lagt hart að honum að halda áfram í hinni tveggja vikna gömlu ríkisstjóm og þrátt fyrir það að stjórnarandstaðan hefur ekki lagt áherslu á að hann víki. - Margir háttsettir flokksmenn hafa reynt að sannfæra mig um að halda áfram í ríkisstjóminni en ég hef ákveðið að segja af mér. Það er ekki gott fyrir mig að sitja áfram í ríkisstjóm Kaifus sem stefnir að umbætum í stjórnmálum og að gera stjómmálin hér heiðarleg, sérstak- lega ekki meðan á mikilvægum við- ræðum við Bandaríkjamenn stendur, sagði aumingja Takuo sem í raun gerði ekkert annað en það sem verið hefur lenska hjá stjóm- málamönnum og virðingarmönnum í japönsku þjóðlífi undanfarin ár- hundruð. En slíkt framferði á ekki upp á pallborðið í Japan í dag. Leiðtogi sakað ur um njósnir Kim Dae-jung helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Suður- Kóreu var í gær formlega ákærður fyrir að tengjast njósnum ásamt nokkrum embættismönnum í flokki hans. Flokkur Kims sem er vinstri sinnaður er stærsti stjórnar- andstöðuflokkurinn í Suður-Kór- eu. Ríkissaksóknari sakaði Kim um að hafa brotið gegn hinum ströngu lögum sem í gildi em gegn komm- únisma í Suður-Kóreu með því að tilkynna ekki til stjórnvalda ferð lögfræðingsins Suh Kyung-won sem hélt í ólöglega ferð til Norður- Kóreu. Suh er flokksfélagi Kims. Kim hefur neitað sakargiftum staðfastlega og brugðist reiður við. Hann getur átt yfir höfði sér sjö ára fangelsisvist ef hann er sekur fundinn. Blóðið rennur á ný í Angóla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.