Tíminn - 26.08.1989, Blaðsíða 17

Tíminn - 26.08.1989, Blaðsíða 17
Laugardagur 26. ágúst 1989 GLETTUR - Þarna finn ég þig, Þorvaldur minn. Ég vissi að þú vildir ekki missa af þessari söfnun... - Ég veit að þetta lítur kannski ekki vel út, - en útbúnaðurinn er fyrirtak... - [ dálkinum, þar sem spurt er um foreldra, þurfum við að fá nánari upplýsingar en „Mamma og pabbi“ - Ég þekki hann strax ... það er þessi með hattinn! Tíminn 29 rcuikk Hér sjáum við hvernig Fred Travelina breytist stig af stigi í Bush Bandaríkjaforseta Að búatil forseta Þeir segja í Bandaríkjun- um að allir hafi möguleika á að geta orðið forseti ríkisins. Hér sjáum við hvernig sjón- varps-listamaður sannar það. Fred Travelina, sem er víst leikari og eftirherma við sjónvarpsstöð, sýnir á þess- um myndum hvernig hann tekur á sig gervi Georges Bush Bandaríkjaforseta! Fyrst er sett andlitsgríma á Fred, og unnið í hana með lit og mótaðir drættir og hrukk- ur og eftir 4 langar og erfiðar klukkustundir er viðeigandi hárkolla sett á leikarann og síðan gleraugu, - „og hér er þá George Bush lifandi korninn," eins og förðunar- meistarinn sagði. Eins klæddar Það þykir heldur vand- ræðalegt þegar konur koma í sínu fínasta pússi og mæta annarri - sem er alveg eins klædd. En þessar frægu, sem sí- fellt eru myndir af í blöðun- um, eru í enn meiri hættu hvað það snertir að eiga tví- fara í klæðaburði. Þó það séu dagar eða jafn- vel vikur á milli birtinga mynda, þá tekur fólk eftir því, - að þessi og þessi voru alveg eins klæddar, og það þykir frétt til næsta bæjar. f>á fer nú að skýrast hvers vegna þessar þekktu persón- ur eyða stórfé í sérsaumuð „módel-föt“. Hér sjáum við nokkur dæmi úr amerísku vikuriti, þar sem ljósmyndarar leika sér að því að jafna saman myndum af frægum konum eins klæddum líkt og sam- stæðum í spilinu „Svarta- Pétri“. „Dallas-stjarnan" Linda Gray (t.v.) og Michele Lee sem þekkt er úr sjónvarpsþáttunum „Knots Landing" mættu báðar í samkvæmum í Hollywood - með nokkurra daga millibili - í alveg eins kjólum. Þær eru hér settar inn á eina og sömu myndina, en það var ekki svo slæmt í raunveruleikanum Christie Brinkley (t.v.) er fræg Ijósmyndafyrirsæta í New York. Hún er þarna á frumsýningu í útsaumuð- um svörtum leðurjakka við stuttan svartan kjól, - en Debbie Gibson (hér Jacqueline Kennedy Onassis skiptir aðallega við tísku- fyrir ofan) kemur á aðra hönnuðinn Carolinu Herrera, sem t.d. sá um brúðarkjól frumsýningu i Los Ange- Caroline Kennedy og „móður-brúðarinnar-kjól“ Jackie les nákvæmlega eins O. við sama tækifæri. En hér hefur hönnuðurinn Herrera klædd farið illa að ráði sínu við einn sinn besta kúnna, - því að nokkrum dögum áður en Jackie (t.v.) notaði þennan silkijakka og pils frá Herrera, mætti tískuhönnuðurinn sjálfur í eins dressi á leikhússýningu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.