Tíminn - 26.08.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Laugardagur 26. ágúst 1989
Menn geta safnað milljonaskuldum án þess að hafa nokkru sinni átt neitt:
Skulduðu 1,7 m. kr. að
jafnaði umfram eignir
Kröfur upp á rúmlega 150 milijónir kr., auk allra vaxta og
kostnaöar, voru afskrifaðar með auglýsingum um skiptalok í
Lögbirtingablaðinu 10. og 16. ágúst s.l. Um var að ræða
gjaldþrotaskipti á 70 búum, nær undantekningarlaust alger-
lega eignalausum. Oftast var um einstaklinga að ræða, eða
55 tilfellum, sem skulduðu allt frá frá 35 þús.kr. og upp í
rúmar 17 milljónir króna, þótt skuldir væru algengastar
einhverstaðar á bilinu frá hálfri og upp í fjórar milljónir hjá
hverjum. Hlutafélög voru 15 með allt frá 111 þús. kr. og upp
í nær 24 milljónir króna. í síðast nefnda tilfellinu (24 in.kr.
skuld) höfðu fundist um 800 þús.kr. eignir, þ.e. fyrir 3,3% af
skuldunum.
Varasamt að „skrifa upp á“
Að sögn Brynjars Níelssonar
skiptaráðanda eru lang algengast að
bú séu orðin eignalaus áður en þau
koma til kasta skiptaráðanda. „Sum-
ir hafa líka alla tíð verðir eignalausir,
en samt gjaldþrota. Þeir hafa fengið
lán, með því að fá einhvern til að
skrifa upp á, því lánastofnanir hér
veita eignalausum mönnum lán,
bara ef þeir fá góða menn til að
ganga í ábyrgð fyrir greiðslu. Menn
geta á þessu landi safnað ótrúlegum
skuldum án þess að hafa nokkru
sinni átt neitt, jafnvel fleiri milljón-
um. Aðrir hafa kannski verið í
einhverjum rekstri, en eignirnar þá
horfnar, í flestum tilfellum til veð-
hafanna, áður en til gjaldþrotaskipta
kemur. Þaðerallurganguráþessu".
Ástæða þess að skiptalok eru
auglýst tugum saman í einum og
sama Lögbirtingi segir Brynjar þá að
þessi eignalausu bú séu oft tekin
saman og lokið mörgum í einu. Bú
sem eignir eru í eru hins vegar oftast
auglýst sérstaklega hvert og eitt.
íbúð og bíll famar á uppboði
í þeim tilfellum sem áður hefur
verið um eignir að ræða í búi við-
komandi, t.d. íbúð eða bíl, segir
Brynjar algengast að kröfuhafar
(veðhafar) séu áður búnir að fá
fjárnám eða lögtak í þeim eignum og
láta selja þær á uppboði upp í
veðkröfur áður en til gjaldþrots
kemur. Eignir séu því oftast upp
urnar og menn löngu gjaldþrota í
raun, áður en kemur til skipta.
Aðrir kröfuhafar sem ekki hafa
fengið sitt biðji síðan um gjaldþrot,
þó engar eingir séu þá lengur til
staðar.
Erfitt að finna suma...
Gjaldþrotaskipti í eignalausum
búum taka yfirleitt ekki langan tíma.
Að sögn Brynjars ræðst hann ekki
síst af þeim tíma sem tekur að ná í
viðkomandi fyrir réttinn. Því ekki sé
hægt að ljúka málum án þess að taka
skýrslur af mönnum. Það geti stund-
um tekið langan tíma - jafnvel eitt
til tvö ár. Því oft séu menn út um allt
Texaco oröiö hluthafi í Olís og málaferli úr sögunni:
Sættir milli Olíss
og Landsbanka ísl.
„Samkomulag hefur tekist milli
Landsbankans og Olíss. Olís hefur
stórbætt stöðu sína einkum við það
inn í félagið kemur voldugur aðili.
Okkur hefur tekist að ná viðunan-
legri niðurstöðu og við væntum þess
að eðlileg viðskipti geti héðan af
orðið milli bankans og félagsins,"
sagði Sverrir Hermannsson banka-
stjóri Landsbanka íslands í gær.
Sverrir sagði að fyrir lægi undir-
skrifaður samningur um kaup Tex-
aco á hlutabréfum í Olís. Þá væri í
samkomulagi bankans og fyrirtækis-
Kænim vegna skatta-
álagningar fjölgar
Frestur til að skila inn kærum
vegna skattálagningar fyrir síðasta
ár rennur út að kvöldi næstkom-
andi þriðjudags 29. ágústs. Flest
bendir til að kærur verði með
meira móti í ár. Helsta ástæða þess
er að menn eru ekki búnir að
venjast nýja staðgreiðslukerfinu. j
Margir virðast vera ósáttir við
útreiknaðan skatt því að kærur
hafa verið með meira móti. Ekki
er þó útséð með hvað kærur verða
margar því kærufrestur er ekki
útrunninn og jafnan koma mjög
mikið af kærum síðustu tvo dag-
ana. Skattstofurnar búast því við
að mikið verði að gera hjá þeim
eftir helgina.
Ekki er enn farið að afgreiða
kærurnar nema í litlum mæli því
mikið er um sumarfrí starfsfólks og
nóg að gera við að taka á móti
kærunum. Búast má við því að það
dragist fram eftir vetri að afgreiða
þær allar.
Ástæður þess að fleiri telja sig
þurfa að kæra nú en áður eru
ýmsar en meginástæðan er sú að
þetta er í fyrsta skipti sem stað-
greiðslukerfið er reynt og það tek-
ur tíma fyrir menn að læra á það.
í tveim tilfellum hafa komið fram
villur sem orsakast af því að tölvur
hafa verið vitlaust mataðar. Ann-
ars vegar var um að ræða sjó-
mannafrádrátt og hins vegar at-
vinnuleysingatryggingargjald sem
leggst á vinnuvikna fjölda launa-
greiðanda. Hvort tveggja hefur nú
verið leiðrétt.
Nokkuð hefur færst í vöxt að
fóik skili ekki skattaframtali á
réttum tíma. í fyrra varð veruleg
aukning í þessa átt og sú aukning
hélt áfram á þessu ári. Flestir þeir
einstaklingar sem ekki hirða um að
skila framtali kæra álagningu skatt-
stjóra. Skattstjórar treystu sér ekki
til að skýra af hverju þessi fjölgun
stafar. - EÓ
ins, sem gengið var frá í gærmorgun,
tilgreint hvernig og að hve miklu
leyti kostnaður af málarekstri bank-
ans gagnvart Olís yrði greiddur.
Sverrir var spurður hvort hann
vænti þess að samskipti bankans og
forstjóra Olíss yrðu með öðrum og
vinsamlegri hætti en verið hefur:
„Við treystum því að nú höfum
við náð starfhæfum samkomulags-
grundvelli enda höfum við nú undir-
skrifað nýtt samkomulag um við-
skipti fyrirtækjanna.“ - sá
land og fari þar kannski stað úr stað.
Skipti á búi þar sem einhverjar
eignir eru til staðar eru flóknari og
geta tekið mörg ár.
Lokadómurinn...
Þeir 55 einstaklingar sem skipta-
lok voru auglýst hjá að þessu sinni
skulduðu samtals um 92 millj. kr.
auk vaxta og kostnaðar, sem þýðir
tæplega 1,7 millj.kr. að meðaltali á
mann. Ekki er að efa að aðdragandi
margra þessara gjaldþrota hefur ver-
ið strangur og langur í mörgum
tilfellum. Niðurstaðan, skiptalok, er
um fjögurra dálksentímetra auglýs-
ing í Lögbirtingi:
„Bú... NN... , var tekið til gjald-
þrotaskipta með úrskurði skiptarétt-
ar Reykjavíkur, uppkveðnum þann
16. janúar 1989. Engar eignir fund-
ust í búinu og var skiptameðferð
lokið þann 10. júlí 1989 með vísan
til 120. gr. laga nr. 6/1978 án þess að
nokkur greiðsla fengist upp í Iýstar
kröfur sem samtals voru að fjárhæð
kr. 5.970.281 auk vaxtaogkostnaðar
eftir upphafsdag skipta". - HEI
Aldarafmæli Víði-
dalstungukirkiu
Hinn 3. september næstkomandi
verður fagnað hundrað ára afmæli
Víðidalstungukirkju í Vestur-
Húnavatnssýslu.
Kirkjuhúsið er allstórt úr timbri
og rúmar um hundrað manns í
sæti. Rækileg viðgerð fór fram á
kirkjunni í kringum 1960. Meðal
kirkjugripa er altaristafla sem Ás-
grímur Jónsson málaði árið 1916
en hún sýnir fjallræðuna. Forn
kaleikur og patína eru varðveitt í
Þjóðminjasafninu.
í fyrri tíð var sérstakur prestur í
Vfðidalstungu en Víðidalstungu-
kirkja hefur nú um aldaraðir verið
annexía frá Breiðabólsstað, þar
sem nú er prestur Kristján
Björnsson. SSH
Endanlegar niöurstööur varðandi PCB í Sundahöfn sýna að eiturefnið er í jarðveginum:
Magnið undir mörkum
PCB greindist í öllum sýnunum
utan einu sem tekin voru úr spennum
og úr jarðvegi á athafnasvæði Hring-
rásar hf. í Sundahöfn og send voru
utan til rannsóknar. Magn efnisins
er undir mörkum reglugerðar er
varðar innflutning, notkun og förgun
PCB. Þar sem þau mörk eru mun
hærri en gerist víðast erlendis mun
Hollustuvernd ríkisins fara fram á
að þeim spennum sem innihalda
PCB verði fargað sem hættulegum
úrgangi. Engar reglur eru til hér-
lendis um hámarksinnihald PCB í
jarðvegi.
í fréttatilkynningu frá Hollustu-
vernd ríkisins segir að samkvæmt
endanlegum niðurstöðum dönsku
umhverfisverndarstofnunarinnar i
Kaupmannahöfn greindist PCB i
öllum jarðvegssýnum og öllum
olíusýnum utan einu. Magn PCB í
olíusýnunum er í öllum tilfellum
undir þeim mörkum sem reglugerð
um innflutning, notkun og förgun
PCB efna nær til, en engar reglur eru
um hámarksinnihald í jarðvegi hér á
landi. Síðan segir í tilkynningunni:
„Mengunarvarnir Hollustuverndai
ríkisins telja engu að síður rétt, þai
sem mörk í ofangreindri reglugerð
eru mjög há (mun hærri en víðasl
erlendis), að þeim spennum sem
innihalda PCB verði fargað sem
hættulegum úrgangi."
Tíminn hafði samband við Ólaf
Pétursson forstöðumann Hollustu-
verndar ríkisins og innti hann eftir
því hvað yrði gert vegna mengunar
jarðvegsins. „Það er ekki Ijóst í dag
hvað verður gert. Eins og kemur
fram í tilkynningunni eru engar
reglur um hámarksinnihald í jarð-
vegi, það verður bara að skoðast
hvað nauðsynlegt er að gera í því
sambandi. Við munum væntanlega
gera okkar tillögur en þar sem engar
reglur eru brotnar þá sé ég ekki
möguleika á að gera beina kröfu um
hreinsun jarðvegsins," sagði Ólafur.
Ný mengunarvarnareglugerð tek-
ur gildi um næstu áramót og sagði
Ólafur að ef hún hefði verið í gildi
núna þá hefði hugsanlega verið hægt
að vísa í hana varðandi mengun
jarðvegsins.
Ólafur bætti því við að hann hefði
þá trú að það væri vilji allra aðila að
Ijúka þessu máli eins farsællega og
unnt væri. Enn væri ekki Ijóst hvað
yrði gert við jarðveginn eða hver
bæri kostnaðinn af hreinsun hans ef
ráðist yrði í slíka framkvæmd. SSH