Tíminn - 26.08.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.08.1989, Blaðsíða 13
Laugardagur 26. ágúst 1989 Tíminn 25 llllllllllll MINNING llllllllllllllllllllllllllM ÁsgeirS. Björnsson frá Ytra-Hóli Fæddur 12. desember 1943 Dáinn 20. ágúst 1989 Pó þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót, frænka eldfjalls og íshafs, sifji árfoss og hvers, dóttir langholts og lyngmós, sonur landvers og skers. Ofanskráð Ijóð eftir Stephan G. Stephansson er eitt hið fegursta sem ort hefur verið á íslenska tungu. Ljóðið hefur sungið mér fyrir eyrum síðan ég fregnaði andlát vinar míns og samstarfsmanns, Ásgeirs S. Björnssonar. Kynni okkar voru í raun ekki löng. Þau hófust fyrir nokkrum árum þegar hann tók að sér að vinna ákveðið verk fyrir bókaútgáfu mína. Hér var um auka- verkefni að ræða sem hann leysti af hendi með mikilli vandvirkni. Eitt verkefni leiddi svo af öðru og mér varð brátt ljóst að Ásgeir bjó yfir öllum þeim bestu eiginleikum og þekkingu sem prýða þyrftu útgáfu- stjórfa metnaðarfulls íslensks út- gáfufyrirtækis. Ég var svo iánsamur að Ásgeir var tilbúinn að takast á við þetta verkefni. í kjölfar þess hófst tímabil þar sem hrundið var í fram- kvæmd verkum sem unnið hafði verið að árum saman, stöðugt til þeirra safnað, en sjálft Iokaátakið var eftir. Yfirburða þekking Ásgeirs á þjóð- Iegum fróðleik, öguð og hávísinda- leg vinnubrögð, lyftu daglegum störfum í æðra veldi og ósérhlífni hans, atorka og síðast en ekki síst smitandi glaðværð og æðruleysi hreif alla með. Við lyftum Grettistökum. Ég mun aldrei horfa svo á loka- bindi bókaflokksins Landið þitt fsland, íslandsmyndir Mayers, ís- lenskt þjóðlíf í þúsund ár, Fegurð fslands og fornir sögustaðir í Reykjavík - Sögustaður við sund - að ég minnist ekki Ásgeirs og hans mikilsverða þáttar í útgáfu þessara verka. Spor hans í fyrirtæki mínu munu halda áfram að marka stefn- una. Við munum leitast við að vinna áfram í sama anda. Ásgeir var einhver mesti íslend- ingur sem ég hefi kynnst. Hann var samofinn landinu og sögunni. Ann- að erindið í kvæði Stephans G. hljóðar svo: Yfir heim eða himin þar sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðarlönd. Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: nóttlaus vor-aldar veröld, þar sem víðsýnið skín. fsland og íslensk þjóðmenning skreyttu öll framtíðarlönd Ásgeirs. Par tvinnuðust saman uppeldi, upp- lag og menntun. Glæsilegur kennslu- ferill og árangursrík útgáfustjórn komu saman í einum ósi. Ásgeir var sem nýútsprungið blóm sem átti eftir að miðla þjóð sinni svo miklu og er það óbætanlegur skaði að honum skyldi ekki skapað að ráðast í þau verk er hefðu skipað honum varan- lega á fremsta bekk meðal fræði- manna. Það er óskaland íslenskt, sem að yfir þú býr - segir skáldið í lokaerindi síns fagra ljóðs. Ásgeir bjó yfir slíku óskalandi og þótt hann hafi fallið frá langt um aldur fram, áður en hann gat skilað þjóð sinni öllu því sem efni stóðu til, þá hefur hann samt í verkum sínum gefið okkur mikið og skilið eftir minningu sem varir. í lokaerindinu heldur skáldið áfram og segir: aðeins blómgróin björgin, sérhver bald-jökull hlýr, frænka eldfjalls og íshafs, sifji árfoss og hvers, dóttir langholts og lyngmós, sonur landvers og skers. í dag kveðjum við son landvers og skers. Við þökkum honum sam- fylgdina og vitum að hann vakir yfir eylendunni sinni fjarst í eilífðar útsæ, vakir yfir ástkærum foreldrum, svni, systkinum, ástvinum og vinum. Eg veit að hann biður þeim öllum blessunar og sjálfur bið ég og fjöl- skylda mín Guð að blessa minningu þessa góða drengs. Örlygur Hálfdanarson. „Dáinn, horfinn-harmafregn..“. J.H. Það líður að hausti. Blóm vallarins missa smám saman lit og drúpa brátt „höfði hrygg að moldu..“. Senn fýkur lauf og sterkir stofnar svigna í éljum hausts og standast ekki ávallt stormbylji vetrar. En þeir fellibyljir, sem fara um mannlífs- mörkina lúta lítt Iögmálum árstíða og hrífa jafn auðveldlega brott rót- sterkar eikur sem stráið veika í fátækri fokjörð heiða og sanda. Horfinn er af jarðlífssviðinu vinur minn Ásgeir S. Björnsson. Hann var fæddur að Ytra-Hóli á Skagaströnd 12. des. 1943. Bernskuheimilið var honum ávallt mjög kært. Þar dvaldi hann oftast í fríum og einnig nú í sumar í erfiðum veikindum nær því til hinstu stundar. í nótt dreymdi mig bók ásamt fallegu jólakerti. í morgun barst mér andlátsfregn Ásgeirs. Draumur næturinnar var fagur. Á svipaðan veg voru samskipti okkar öll. Par féll aldrei gróm á. Yfir þeim var jafnan glaðværð og heiðríkja. Fundum okkar bar fyrst saman fyrir 12-14 árum að tilstuðlan dr. Brodda Jóhannessonar, sem réð mér að fara til hans með handrit að bók. Ekki varð ég þar fyrir vonbrigðum. Ásgeir var með fjölhæfustu og best gerðu mönnum, sem ég hef kynnst og varð að hefð, að ég fór til hans með nær allt, sem ég skrifaði. Ásgeir hafði næman bókmenntasmekk og var glöggur jafnt á smátt sem stórt. Mér fannst hann jafnvígur á hvaða greinar bókmennta sem var. Þó mun fræði- mennskan hafa skipað öndvegið, enda stóð hann að ritun og útgáfu stórmerkra fræðirita. Ennfremur gaf hann út kennsluefni ásamt fleiru. Allt virtist leika honum í höndum. Hann var smiður góður, þótt ólærð- ur væri í þeirri grein, karlmenni til sálar og líkama og hamhleypa til vinnu, gat lagt nótt við dag, ef því var að skipta. Hann var ákaflega samvinnuþýður og aldrei reyndi ég hann að öðru en drengskap og heiðarleika. Með okkur tókst vinátta nær því við fyrstu kynni. Hann hvatti mig og leiðbeindi mér á marga grein. Þrátt fyrir ærnar annir sagði hann jafna, að aldrei mætti ég fara úr bænum án þess að líta inn og virtist þá ekki skorta tíma. Ásgeir var kennari við Kennara- háskólann og vann jafnframt við bókaútgáfu Öriygs Hálfdánarsonar nú síðustu árin. Með Ásgeiri S. Björnssyni er fallinn merkur maður og litríkur. Sæti hans verður vandfyllt. Mikill harmur er kveðinn að öldruðum foreldrum, vandamönnum og vinum. “..En ég veit, að látinn lifir. Pað er huggun harmi gegn..“. Heitar bænir munu svífa til þín frá jörðinni nú sem fyrr. Ég þakka þér allt og fel þig Ijósinu eilífa, tryggi og góði vinur minn, Ásgeir. Egilsá 21. ágúst 1989 Guðmundur L. Friðfinnsson. Fæddur 12. desember 1943 Dáinn 20. ágúst 1989 Ilm vorsins finn ég og heyri óm frá glöðum árum æskunnar þegar litið er aftur til skólaáranna, kafald á götum Akureyrar, vorkvöld í Lysti- garðinum, umræður um skáldverk, heimsmál, fólk og drauma. Að hinni fjölmennu heimavist MA streymdi fjöldi ungmenna hvert haust í þeirri tilhlökkun að hitta gamla vini og nýja, taka þátt í þeirri stórfjölskyldu sem þar skapaðist á hverju nýju misseri. Þama kynntist ég Ásgeiri frá Ytra-Hóli og þar eignaðist ég vin, sem dýrmætt var að leita ráða hjá og gott að eyða með dagsstund. Hann var veitull að eð- lisfari, vinur vina sinna, en gaf sig Iítt að þeim sem honum voru ekki að skapi. Það var sterkur í honum Húnvetningurinn, kappsfullur, leit- andi og hetjumenni þegar á reyndi. Á menntaskólaárum okkar höfðu fáir sveitapiltar bíl til umráða, en Ásgeir hafði stundum með sér gamla Hólsjeppann H-333 og þar fór vin- sæll fararskjóti. Á honum var mikið ferðast og mörgu kvabbi leystu þeir félagar úr, sumu kannski ekki ýkja nauðsynlegu. Það var undrunarefni hvað honum nýttist tíminn til ein- hvers, sem hann tók sér fyrir hendur. Á þessum árum hneigðist hugur hans til íslenskunnar, skáldskapar og fræða. Sú grein varð honum dýrmæt öðru fremur. Þar tók hann upp þráðinn er suður kom í HÍ með nám og síðar kennslu í KHl. Hann hafði jafnan mörg járn í eldinum auk þess að geyma samband viðfjölmennankunningjahóp. Hann skaust af og til norður í föðurgarð sinn á Hóli til að aðstoða við túna- sláttinn eða skreppa í göngurnar. Þegar kvaddur er góður vinur, finnur maður nú sér á bak kapitula úr lífshlaupinu með ilm úr bjarkar- götum og morgunsólstöfum. Ég þakka hlýjar og góðar stundir á heimili þeirra Veigu, þar sem við Starri sonur minn nutum gestrisni þeirra í Reykjavíkurferðum okkar. Bjarka syni þeirra, foreldrum Ásgeirs og venslamönnum bið ég blessunar Guðs. Heiðmar Jónsson t Útför Guðrúnar Jóhannsdóttur kennara, Hamrahlíð 7 sem lést 21. ágúst sl. verður gerð frá Áskirkju miðvikudaginn 30. ágúst kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Borgarspítalann. Kolbeinn Kolbeinsson Guðrún Guðmundsdóttir Unnur Kolbeinsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir Guðmundur Tryggvason Barnabörn og barnabarnabörn. RÍKISSPÍTALAR Dagheimilið Sunnuhlíð Áhugasamar fóstrur óskast til starfa nú þegar á Sunnuhlíð við Kleppspítala. Einnig vantar starfsmenn sem áhuga hafa á uppeldisstarfi undir handleiðslu fóstra. Upplýsingar í síma 60 2600(95) og hjá Kolbrúnu Vigfúsdóttur í síma 31519, utan vinnutíma. Dagheimilið Stubbasel Deildarfóstra óskast í fullt starf frá 1. september n.k. við Stubbasel, Kópavogsbraut 19, Stubbasel er einnar deildar heimili með 14 rýmum. Upplýsingar gefur Ásdís Reynisdóttir í síma 44024. Dagheimilið Sólhlíð Áhugasamar fóstrur og starfsmenn óskast til starfa strax í Sólhlíð við Engihíð. Vinnutími og starfshlutfall samkomulagsatriði. Upplýsingar gef- ur Elín María Ingólfsdóttir í sirha 60 1594 og 611589 (á kvöldin) Dagheimilið Sólbakki Okkur vantar áhugasama fóstru og starfsmenn til starfa frá 1. september n.k. í fullt starf á Sólbakka við Vatnsmýrarveg. Upplýsingar gefur Kristín P. Birgisdóttir, yfirfóstra í síma 22725. Barnadeild Hringsins Tvær stöður deildarfóstra eru lausar nú þegar eða síðar. Gefandi starf með börnum að 16 ára aldri. Upplýsingar gefur Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrun- arframkvæmdastjóri í síma 60 1033. Reykjavík 27. ágúst 1989 RÍKISSPÍTALAR t Eiginmaður minn Guðjón P. Valdason fyrrv. skipstjóri, Hásteinsvegi 15, Vestmannaeyjum sem lést 17. ágúst sl. verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 26. ágúst. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim er vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda. Guðbjörg Þorsteinsdóttir. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför Guðlaugs Jónssonar, Bakkabraut 5, Vík, Mýrdal María Guðmundsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og bróðir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Guðbjargar Magnúsdóttur Silfurgötu 9, Stykkishólmi Sérstakar þakkir til alls starfsfólks Sjúkrahússins í Stykkishólmi Kristinn Sigurvinsson Magnús Kristinsson Elínborg Kristinsdóttir Hildur Guðnadóttir ArnarGuðnason Hóimfrfður Einarsdóttir Guðni Sigurjónsson Friðrik Sturlaugsson Hafdfs Hafsteinsdóttir Sigurjón Guðnason Sigmundur Svansson langömmubörnin Ragnheiður og Þórhildur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.