Tíminn - 28.04.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.04.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 28. apríl 1993 Tíminrt MÁLSVARI FRJÁLSLYHDIS, SAMVINNU 00 FÉLAGSHYCGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrfmsson Auglýsingasfjóri: Steingrimur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavfk Sfmi: 686300. Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritsfjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Berskjaldaðir launamenn Þess sjást nú fleiri merki með hverjum deginum sem líður að launamenn eru berskjaldaðir vegna versnandi atvinnuástands. í skjóli þess hafa kjara- samningar verið dregnir á langinn, og áreiðanlega hafa margir verið ófúsir að gefa heimild fyrir verk- fallsvopninu eins og allt er í pottinn búið. Nú berast fréttir af nýjum hliðum þessa máls, en þær eru þess efnis að fjölmargir atvinnurekendur notfæri sér ástandið til þess að ráða til sín fólk sem verktaka á lágum launum. Verktakaráðning þýðir að atvinnurekandinn kemur sér hjá því að greiða launatengd gjöld eða sinna öðrum réttindamálum launþega, sem verkalýðshreyfingin hefur knúið fram í gegnum tíðina. Það er ekki að undra þó að forsvarsmenn verka- lýðshreyfingarinnar séu ekki hrifnir af þessari þró- un. Launþegi, sem er neyddur inn í slík starfskjör, getur staðið uppi berskjaldaður geri hann ekki ráð- stafanir til þess sjálfur að slysatryggja sig, greiða í lífeyrissjóði, sjúkrasjóði o.s.frv. Ef þessi þróun fær að halda áfram, er allt eins lík- legt að það flæði undan áralangri baráttu verka- lýðshreyfingarinnar fyrir réttindamálum sinna skjólstæðinga. í gær birtist frétt þess efnis hér í blaðinu að vinnumiðlunarskrifstofur og jafnvel Ráðningar- stofa Reykjavíkurborgar vísuðu atvinnulausu fólki á slíka samningagerð. Ef brögð eru að slíku, tekur fyrst steininn úr. Þetta er aðeins ein af þeim félagslegu skuggahlið- um sem versnandi atvinnuástand hefur í för með sér. Þess sjást ekki merki að nokkur stefnubreyting stjórnvalda í atvinnumálum sé í nánd, né nokkur marktæk tilraun til að snúa þróuninni við. Kjara- samningar eru í hnút og það fréttist ekki af nein- um tilraunum stjórnvalda til að leysa hann. Þó er fullvíst að lausir kjarasamningar hafa sitt að segja til þess að auka á óvissu í efnahagsmálum, samdrátt og þar með atvinnuleysi. Það er fullvíst að tvístígandi og ósammála ráðherrar í afstöðu sinni til samninga eru ein stærsta orsök þess að samningar hafa ekki náðst. í þessu óvenjulega ástandi versnar staða launþega stöðugt. Örvænting hinna atvinnulausu vex, og möguleikarnir með á því að launþeginn láti bjóða sér allt til þess að fá atvinnu. Þetta er ekki sú framtíðarsýn sem við íslendingar viljum hafa. Samningar við verkalýðshreyfinguna, félagsleg réttindi og ákveðnar samskiptareglur eru hluti af velferðarþjóðfélaginu. Þetta öryggisnet eigum við að kosta kapps um að varðveita, en ekki kasta því út í horn þótt á móti blási um sinn. Það er skýlaust hlutverk Vinnuveitendasambands- ins að taka saman höndum við verkalýðshreyfing- una um að stuðla að því að fyrirtæki sjái um rétt- indamál sinna starfsmanna. Það á að vera eitt af markmiðunum í samskiptum aðila vinnumarkað- arins. Dagskrárstjórn^aí Ákvörðun tekin á hrein um faglegum forsend") uramæli Davðs Oddssonar uin Ris 2 MORGUNBLAÐINU hefur boris* frá Sigurði G. Tómassyni, á? y' „Forsætisráðherra htíb-s' _ undanfarna daga viki's nefðu ve hálfu stjórnei „SIÐLEYSI", og er þaó orb raunar raöandi þegar litíft er á síöuna í bcild. utvarpa e iunblæstri við opntm Pcriunnar í berrann WííM isráðherrans að ótvagðvar írá umræðum á Al- G. Tómasson kemur hins vegar að orðum um starfscmi þinghcims. Nú þetta með pistiahötundana, því aJþjjúð þegar hann seghr í yhriýsingu sinni heist vi^a fela þingið fyrir þjóðinni, vdt að þar koma fram hinar ýmsu eftir að haia bent á að umræðunum þegar hann lýsir því yhr að NÁ sá víte- að forsætisráðherra landsins skuii TVúir því cmliv'erað ráðbemnn sé að Hannes Hóhnstein eða í hann aðeins viðhína? sigar þeim, og þvt styttra sem er í Oleysanleg vandamál Þegar Viðeyjarfarar púkkuðu undir ríkisstjóm íýrir tveim árum til- kynntu þeir að á miðju kjörtímabili mundu þeir skipta ráðherrum út. Ekkert var ákveðið hvemig ráð- herraskiptin ættu að vera, hvort skipti yrði um stóla eða hvort ein- hverjir ráðherranna yrðu sendir út úr stjómarráðinu og nýir skipaði í þeirra stað eða hvort stjómarflokk- amir mundu skipta ráðuneytum upp á milli sín á nýjan leik. Nú í fyllingu tímans tímir enginn að láta sitt ráðherraembætti eftir, ekki einu sinni að skipta á sínu og einhverju öðm. Forystusauðir stjómarflokkanna halla undir flatt og humma og jæja þegar innt er eft- ir hvort ekki eigi að standa við ráð- herraskiptin, sem var eitt af gmnd- vallaratriðum stjómarsamstarfins áður en það hófst yfir alvöm. Þeir vilja ekkert segja um málin og hvorki neita né játa og er allt málið í sjálfheldu, eins og öll önnur megin- mál ríkisstjómarinnar. Samningamálin em í ólestri. EES- samkomulagið úti í hafsauga eins og önnur Evrópumál, sjávarútvegs- stefnan í ösku og tvíhöfðanefnd rústar hana enn frekar með hverri nýrri ákvörðun og hverjum kynn- ingarfundi og atvinnu- og efnahags- málin í msli. Það em helst menningarmálin og einkavinavæðingin sem einhver veigur er að þessa dagana. Skák og patt Eins stólaskipti em samt klár og kvitt. Viðskipta- og iðnaðarráðherra mun yfirgefa táradal afskrifta við- skiptabankanna og brostna stóriðju- drauma og gagnslausa orkufram- leiðslu og færa sig alla leið upp í set drottnara Seðlabankans, þar sem peningamir og völdin verða til. Æf- ingasalir og sánaböðin em líka svo miklu flottari þar en í sjómarráðinu. En þar sem aðeins einn ráðherra- stóll losnar í stað átta eða svo, ef n IÉ Davfö Jón Baldvin Jón Ólafur Garöar ráðagerðir hefðu gengið upp, er mikill vandi að fylla í skarðið svo sæmilega fari. Heilafrumur stjómarherranna em á fleygiferð að skáka mönnum út og inn og er æsispennandi að fylgjast með hvemig eitmðum peðum er teflt fram og út á hlið til að mátuleg- ur sitjandi lendi á mjúkri sessu ráð- herramublunnar. En allt lendir í pattstöðu. Vitt og breitt Til greina kemur að Karl Steinar, krati úr Keflavík, taki bankafárið að sér og verði ráðherra. En hann lang- ar meira til að verða forstjóri Trygg- ingastofnunar, sem flokkur hans á, en það þýðir að stórbyggingafröm- uðurinn Guðmundur Ámi, krati úr Hafnarfirði, setjist á Alþingi Jóni Baldvin til hrellingar, og hann gerir þá kröfu til ráðherradóms Jóni Bald- vin til enn meiri hrellingar. Til að koma í veg fyrir það er reynt að semja við íhaldið um að sá embætta- veituli Ólafur Garðar fái frí og Rann- veig verði menntamálaráðherra, eða þá Össur, sem er orðinn svo mglað- ur að hann veit ekki lengur í hvaða flokki hann er og skrifar dag eftir dag í Alþýðublaðið að kratar og alla- ballar séu flokksbræður og að ekki sé marktækur munur á hugsjónum Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars. Þegar svona órar og geðslag hefur náð undirtökunum í heilabúi for- manns þingflokks er sýnt að hann er kominn á það stig að vera vel hæfur sem menntamálaráðherra. Skipað gæti ég... Hjá íhaldinu stendur allt fast og fæst ekki nokkur ráðherra til svo lít- ils sem að láta lofta á milli sitjanda og setu og vill enginn hreyfa sig úr stóli, hvorki með illu né góðu. Sendiherraembættum er veifað framan í strákana, en þeir segjast ekki vera neinir déskotans afdankað- ir pólitíkusar og fara hvergi. Þá er reynt að lokka fleiri krata upp úr stólum sínum með sama agni, en allt kemur fyrir ekki. Það dugir ekki minna en eitt stykki Seðlabanki með sánabaði og tilbehör sem skiptimynt fyrir ráðherrastól. Þar sem skipsfélagamir á Viðeyjar- ferjunni hafa ekki krafta til að beita handafli og kippa þaulsætnum flokksmönnum sínum upp úr ráð- herrastólum eiga þeir eitt ráð sem dugar til ráðherraskipta. Það er að fara sjálfír úr ríkisstjóm- inni. Davíð hlýtur að ráða því hvort hann kýs að vera forsætisráðherra í lítt breyttri ríkisstjóm eða ekki. Skipað gæti ég væri mér hlýtt, sagði karlinn, sem ekki réði við mannaforráð. Þetta getur Davíð líka sagt þegar þegar hann ræður ekki lengur yfir eigin ríkisstjóm og sagt af sér. Spumingin er þá aðeins hvort hann skipti aðeins sjálfum sér út eða biðjist lausnar fyrir alla ódælu ráð- herranna sína, sem hvort sem er vita ekkert um hvaða erindi þeir eigi í ríkisstjóm, annað en að skipa í emb- ætti og gefa eigur ríkisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.