Tíminn - 28.04.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 28. apríl 1993
Knattspyma:
Guðni til Vals
... Belgfski landsliösmarkvörö-
urinn Michel Preud'homme stend-
ur (samningaviöræðum við jap-
anskt félag, sem leikur (hinni nýju
atvinnumannadeild sem hefst f
maf næstkomandi. Japanska
markaönum er lokaö þann 30.
aprfl, þannig aö tfminn fyrir hinn
34 ára markvörö fer að verða
naumur. Hann neitaði að gefa upp
nafn félagsins, en hann skrifaði á
sfðasta ári undir 10 ára samning
viö belgfska félagið Mechelen.
... Vamarmaóurinn atarfcl
Des Walker, sem leikur með
Sampdoria, hefur nú bæst á lang-
an sjúkralista enska landsliðsins,
sem mætir Hollendingum á Wem-
bley-leikvanginum á morgun.
Hann ásamt þeim Paul Gasco-
igne, Nigel Winterburn, Carlton
Palmer og Trevor Steven gátu ekki
tekið þátt í æfingu á mánudag, en
Graham Taylor var þó bjartsýnn á
að allir yröu þeir klárir í slaginn f
kvöld.
... Forráóamenn ftalska félags-
ins Roma segja að fréttir um að
félagið sé til sölu séu alrangar.
Þetta sagði forseti félagsins, Gius-
eppe Ciarrapico, sem er náinn
vinur Giuliós Andreotti, fyrrum for-
sætisráðherra, þegar hann var lát-
inn laus úr fangelsi á mánudag.
„Ég á Roma-liðið og það er ekki til
sölu," sagði forsetinn. Ciarrapico
var settur f fangelsi (33 daga
vegna fjársvika og falsana á bók-
haldi, en dómari úrskurðaði að
hann þyrfti ekki, rannsóknarinnar
vegna, að vera lengur f fangelsi.
Hann var þess í stað fluttur heim,
þar sem hann er (gæslu. Forset-
inn á við hjartveiki að strfða og
höfðu læknar (trekað krafist þess
að hann yröi látinn laus.
... ítalskl landsiiðsþjálfartnn
f knattspyrnu, Arrigo Sacchi, hefur
kallað á framherja Juventus, Pi-
erluigi Cashiraghi, f landsliðið
sem mætir Svisslendingum f und-
ankeppni HM f dag. Cashiraghi
hefur átt við meiðsli á ökkla að
strföa og kemur hann (staðinn fyr-
ir Parmaleikmanninn Alessandro
Melli.
Guðni Bergsson sem leikið hefur
með Tottenham á fímmta ár hefur
ákveðið að leika með Valsmonnum í
sumar og leggja atvinnumennsk-
una til hliðar, í bili að minnsta
kostL
Guðni hefur tilkynnt Terry Vena-
bles þessa ákvörðun sína, en félagið
var tilbúið að semja áfram við
Guðna, en hann var ekki tilbúinn til
að leika áfram með félaginu þar sem
hann sá ekki fram á að hann fengi
tækifæri með liðinu.
Fram hefur komið að nokkur lið
hafa sýnt áhuga á að fá Guðna til liðs
við sig og nú síðast hafa West Ham
og Celtic verið nefnd til sögunnar. í
samtali við Guðna hér í Tímanum
fyrir nokkru kom fram að ekkert
hefði gerst í því og myndi ekki ger-
ast fyrr en í sumar.
Guðni stefnir að því að koma heim
um miðjan maí næstkomandi og
leika eins og áður sagði með Val. Það
er alveg ljóst að Guðni verður gífur-
Skagamenn hafa ákveðið að fá til
reynslu til sín serbneskan leikmann,
Zivko Osojic, sem hefur leikið með
annarrar deildarliði í Júgóslavnesku
deildinni og er hann framlínumað-
lega góð viðbót við þann leikmanna-
hóp sem Valur hefur yfir að ráða.
Reynsla hans á eftir að nýtast þeim,
en leikmannahópurinn hefur yngst
mikið upp á síðkastið.
ur. Leikmaður þessi kemur fyrir til-
stilli Luka Kostic sem leikur einnig
með Skagamönnum.
ítalska knattspyrnan:
Þjálfari Fior-
entina rekinn
Þjálferi ítalska 1. deildarliðsins
Fiorentina, Aldo Aroppi, hefur
verið látinn fara eftir aðeins
fjóra mánuði í starfi. Forseti fé-
lagsins og kvikmyndahúsa-
kóngurinn, Mario Cecchi Gori,
rak þjálfarann í kjölfar 3-0 taps
gegn Juventus og er liðið nú í
fimmta neðsta sæti deildarinn-
ar, en fjögur lið falla í aðra
deild. Forseti félagsins sagði í
samtali við fjölmiðla að þeir
hefðu beðið þjálfarann um að
hætta, ekki vegna þess að hann
væri óhæfur, heldur að hann
gæti ekki starfað undir þeirri
pressu sem staða liðsins í deild-
inni setur á hann.
í íþRQTTIR 1
[ UMSJÓN: PJETUR SIGURPSSON j
Kókómjólkurmót í körfuknattleik 10 ára og yngri:
350 þátttakend-
ur frá tíu liðum
Frá Margréti Sanders, fréttarttara Tfmans á Suðumesjum:
Um helgina var haldið í Keflavík og Njarðvík óopinbert íslandsmót í körfu-
knattleik fyrir böm 10 ára og yngri. Liðin ÍBK og UMFN héldu mótið í sam-
einingu og hafði það annað markmið en önnur mót, því ekkert lið endaði
sem sigurvegari og aðalatriðið var að taka þátt og hafa gaman af.
Tíu félög sendu þátttakendur og voru þeir 350. Alls voru flokkamir 30 og
leikimir 95. Þátttakendum var gefinn kostur á að reyna við tækniæfingar á
vegum KKÍ og fá þannig tæknimerki sambandsins. Tíu einstaklingar náðu
því takmarki: einn frá Val, einn frá Tindastól og átta Njarðvíkingar. Greinilegt
var að félögin höfðu lagt mismikið í þjálfun á þessum æfingum. í viðtali við
Tímann var það samdóma álit þeirra, sem spurðir vom, að skipulag og stjóm-
un mótsins hafi verið til fyrirmyndar.
Kvöldvaka var haldin. farið var með hópinn í Bláa lónið og margt annað var
gert til skemmtunar. A kvöldvökuna, sem haldin var í íþróttamiðstöð Njarð-
víkur, mættu þeir Pétur Guðmundsson og Jón Kr. Gíslason, tóku stuttan leik
einn á móti einum og gáfu að honum loknum eiginhandaráritanir við mikinn
fögnuð áhangenda. Allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjöl og vom
leystir út með gjöfum.
Mjólkursamsalan var aðalstyrktaraðili mótsins, auk þess sem íslenskur
markaður og íslandsbanki studdu vel við bakið á deildunum og gerðu þetta
mót mögulegt.
Knattspyrna:
Skagamenn fá Serba
Íslandsglíman 1993
Keppt var um Grettisbcltið, elstu
verðlaun þjóðarinnar, í íþróttahúsi
Mosfellsbæjar að Varmá, laugardag-
inn 24. april. Þessi íslandsgh'ma var
sú 83. í röðinni frá 1906. Giímu-
sambandið (GLÍ) sá um mótið. For-
maöur þess, Rögnvaldur Ólafsson,
setti það, stjómaði og sleit Heiðurs-
gestir voru tvein Jón Guðmunds-
son, lengi virkur íþróttamaður umf.
Aftureldingar, forustumaður þess
og oddviti sveitarfélagsins um mörg
ár. f hans tíð, sem oddviti, voru
sundlaug og íþróttahús reist og und-
irbúin lagning hins ágæta leikvangs.
Hinn var Rúnar Guðmundsson,
fyrrverandi lögregluvarðsfjóri og
glímukappi íslands 1950, 1951 og
1953. Hann skyldi afhenda Grettis-
beltið.
Stjóm GLÍ stóð myndarlega að mót-
inu í hinu ágæta íþróttahúsi, sem
hefur punktfjaðrandi gólf (ekki við-
ur), svo að segja má að það sé „mann-
eskjuvænt". Fyrir liði föngulegra og
snyrtilega búinna átta glímumanna
frá sex ungmenna- og íþróttafélögum
þriggja héraðssambanda (ÍBR, HSK
og HSÞ) bar Hjálmur Sigurðsson
þjóðfánann. Hann heilsaði og kvaddi
síðar viðstadda virðulega með fánan-
um. Við íþróttamenn berum oft fram
á mótum okkar þjóðfánann, en með-
an mótið fer fram er hann lagður til
hliðar en ekki komið fyrir á móts-
svæðinu á virðulegum stað. Þetta var
eina forsómun mótsstjómar, nema ef
vera skyldi að ekki fóru viðureignir
fram samkvæmt fyrirframgerðri
númeraskrá, heldur séð til þess
vegna sjónvarpsupptöku að þekkt-
ustu kappamir mættust síðast.
Yfir mótinu var festa en þó léttleiki.
Meiðsli engin og í aðalkeppninni
ekkert jafnglími. Ekki sást litríkt
dómaraspjald á lofti, en yfirdómari
áminnti keppendur nokkrum sinn-
um með handsnúningi að stígandi
væri ábótavant eða engin. í heilda-
reinkunn fyrir allar glímumar myndi
stígandin fá 70%. Of oft stíga glímu-
menn aftur er þeir hefja stígandina.
Glímukappinn Jóhannes hafði la-
kasta stígandi. Hann hörfar undan
viðfangsmanni sínum á ská aftur til
vinstri á hálfgerðu hoppi. Hann fær
við þetta aukið svigrúm til sóknar
klofbragðs og lausamjaðmar hægra
megin. Stígandi í glímu er þetta ekki.
Hið leiða atvik sem skeði var að
Ingibergur J. Sigurðsson sagði sig úr
glímunni að fimm viðureignum
loknum. Hann hlaut óvenjulega
„slysa“-byltu fyrir Orra, sem heyktist
undan honum um leið og Ingibergur
hoppaði til sóknar, svo að hann
steypti stömpum og kom niður á höf-
uðið. Heppni að eigi urðu meiðsli.
Ingibergur kom án efa illa fyrirkall-
aður til þessa móts og beitti mjög
vinstra fæti bognum fyrir sig. Af 5
glímum tapaði hann 4, sem er hon-
um ólíkt
Með glímum Ingibergs urðu viður-
eignir 26. Brögð sem ollu byltum
voru: ristarbragð 3; innanfótar hæl-
krókur hægri á vinstri 2; utanfótar
hælkrókur h.á v. 2; sniðglíma 1;
lausamjöðm vinstra 5; lausamjöðm
hægra 3; klofbragð v. 4; klofbragð h.
5; „slysa“-bylta 1; eða 17 hábrögð og
8 lágbrögð. Átta bragðtegundir af
þeim 22 algengustu. Athyglisvertvar
að sjá að fléttað var saman oftar lág-
bragði við hábragð, en fléttan hófst á
því; — og að sóttur var hælkrókur
fyrir báða með vinstri, en breytt í ut-
anfótarhælkrók með hægri. Bragð-
fléttur færast sýnilega í vöxt og er vel.
Jóhannes Sveinbjömsson frá Hér-
aðssambandinu Skarphéðni vann
Grettisbeltið og nafnbótina við að
sigra alla sex viðfangsmenn sína.
Brögðin sem hann beitti til sigurs
voru: lausamjöðm h. (2) og v. (1);
klofbragð v. (1) og h. (1); utanfótar
hælkrókur með h. (1). Fjölbrögðótt-
ur glímukappi.
Eyþór Pétursson frá HSÞ varð ann-
ar. Lagði fimm. Eyþór er nú 36 ára,
en hefur tvisvaj unnið Grettisbeltið.
Viðureignir hans voru líflegar. Lenti
aðeins í stympingum við Orra. Brögð
sem hann beitti til sigurs: klofbragð
v. (1); ristarbragð (2); Orri stendur
yfirleitt h.h. á v. af sér, en Eyþór fékk
hann til að snúast og gat þá beitt
króknum til sigurs; utanfótar hæl-
krókur h.á v. (1), tekinn í hnésbót
Tryggvi Héðinsson, Mývetningur
sem Eyþór, varð þriðji með þrjá vinn-
inga úr aðalglímunni og þrjá vinn-
inga úr fjórum aukaglímum við Orra
og Amgeir um þriðja sætið. TVyggvi
er orðinn þroskaður glímumaður.
Ekki lengur stífur og að því er virtist
skapþungur. Framferði hans bar með
sér mýkt og hóflega fylgni. Hann er
kominn að hlið Jóhannesar, Eyþórs,
Ingibergs og Amgeirs með frábæra
útfærslu á ákveðnum brögðum. í
þessum 10 viðureignum beitti hann
til sigurs klofbragði með h. (4), hæl-
krók h.á h. (1) og lausamjöðm h. (1).
Hann bar við þrjár aðrar tegundir.
Amgeir Friðriksson frá HSÞ fékk
snemma í glímunni áfall á vinstri
ökkla og leið sýnilega baga af. Hann
hlaut þrjá vinninga sem TVyggvi og
Orri úr aðalglímunni, en úr auka-
glímunum sex hlaut hann 11/2 vinn-
ing. Gerði jafnglími við Orra. Hann
og Orri urðu því í 4.-5. sæti með 3+1
1/2 vinning. Vinningsbrögð Amgeirs
urðu klofbragð v. (2); lausamjöðm h.
(l)ogv.(l).
Orri Bjömsson frá íþróttabandalagi
Reykjavíkur varð jafn þeim TVyggva
og Amgeiri með 3 vinninga úr aðal-
keppninni, en úr viðureignunum
fjómm við Mývetningana hlaut hann
1 1/2, svo að hann varð í 4.-5. sæti
með Amgeiri. Hann veitti viðfangs-
mönnum sínum byltu með lausa-
mjöðm v. (2), klofbragði v. (1), lausa-
mjöðm breytt í klofbragð v. (1). Illt til
þess að vita að Orri, slíkur kunnáttu-
maður á glímubrögð, skuli eigi ná að
þroskast frá tregðu í hreyfingum.
Amgrímur Jónsson frá HSÞ hlaut 1
vinning. Sú tala segir lítið um gh'mu-
manninn. í viðureignum sínum
beitti hann fimm tegundum bragða.
Sótti lausamjöðm v. til sigurs.
Sigurður Nikulásson frá íþrótta-
bandalagi Reykjavíkur er lítt hertur
glímumaður, en mýkt hans og frísk-
leiki beina honum með auknum
burðum og kunnáttu í hóp okkar
bestu glímumanna.
Rúnar Guðmundsson spennti að
lokum Grettisbeltið á Jóhannes
Sveinbjömsson, sýslunga sinn.
Þorsteinn Einarsson
Handknattleiksreglur
árið 1928:
Elleffu í
hvoru liði
Leik þennan kunna nú orðið æði
margir víðsvegar út um allt land. Má
búast við að farið verði almennt að
keppa í honum á íþróttamótum og
samkomum ungmennafélaganna.
Vallarstærð: Sé leikið úti, má völl-
urinn ekki vera minni en 40m á
lengd og 20m á breidd og allt upp f
60x30m. EF leikið er inni, takmark-
ast svæðið af húsinu.
Markastærð skal vera úti, l,70m á
breidd og 2-2,20m á hæð. Inni eru
mörkin venjulega máluð á gaflvegg-
ina og mega vera nokkuð minni, eða
1,50 á hvom veg.
Markteigur heitir svæði það fyrir
framan markið, sem algerlega er
friðhelgað fyrir öllum, nema mark-
manninum. Er það hálfhringur, sem
hefur 3m geisla úr miðju marki,
l,70m, sé leikið inni.
Vítamerkið er lOm úr marki, ef ver-
ið er úti, sé leikið inni, þá á miðju
gólfi.
Leikendur mega vera 22 flestir, 11 í
hvoru liði, og raða þeir sér upp á
svipaðan hátt og f knattspymu. Leik-
ur hefst á þann hátt að dómarinn
kastar knettinum fram á miðjan
völlinn, á milli framherja flokkanna.
Leika þeir svo með knöttinn líkt og í
knattspymu. Þeir mega ekki nota
fætuma, heidur einungis nota hend-
umar. Annars gilda eftirfarandi regl-
ur fyrir leikinn:
1. Enginn má ganga meira en tvö
skref með knöttinn.
2. Enginn má taka knöttinn af mót-
herja, ef hann hefúr á honum báðar
hendur, en skyldur er hver og einn
til þess að kasta knettinum frá sér án
tafar, og hefir dómari heimild til að
taka knöttinn af þeim, er standa
lengi með hann og fá hann einhverj-
um mótheija.
3. Enginn má sparka knettinum, en
heimilt er að stöðva hann bæði með
höndum og fótum.
4. Enginn má stíga inn fyrir mark-
hring nema markmaðurinn og gildir
einu, hvort með- eða mótherji á hlut
að máli.
5. Enginn má hrinda eða stjaka við
keppinaut sínum.
EF þessar reglur eru brotnar, er
þeim flokki, er það gerir, refsað á
þann hátt, að mótflokkurinn fer
leyfi til að láta einn sinn mann kasta
knettinum á mark frá vítamarki, og
má þá enginn verja, nema markmað-
urinn. Ef um litlar eða ógreinilegar
sakir er að ræða, getur dómari látið
nægja að taka knöttinn og kasta
honum niður á þeim sama stað, eða
fá hann einhverjum þeirra er næstur
stendur úr liðinu.
Úr leik er knötturinn, ef hann fer út
af leiksvæðinu. Fari hann út af hlið-
arlínunum, þá á mótherji þess, er
seinast snerti hann, að kasta honum
inn á völlinn aftur. En fari knöttur-
inn út af endamörkum, þá ber mark-
manni að kasta honum inn. Einsog
áður er getið er gangurinn í leiknum
svipaður og í knattspymu. Samherj-
ar kasta knettinum á milli sín og
þokast um leið smátt og smátt að
marki andstæðinganna. Best þykir
leikið, ef leikendur komast alla leið
upp að markteigi og kasta knettin-
um þar nokkrum sinnum á milli sfn,
þar til markmaður er orðinn ruglað-
ur og getur ekki fylgst með, hvaðan
knötturinn muni koma, og gera þá
mark.
Annars ber að forðast högg og
klunnaleg köst, en leggja sig vel eftir
að tempra eða reikna út kastið, að
knötturinn lendi nákvæmlega yfir
mótherja, en ekki það hátt eða langt
að meðherji nái honum ekki.
Leikur þessi gerir ekki sfður en aðr-
ir leikir strangar kröfur til prúð-
mannlegrar framkomu. Sé hann
ruddalega leikinn, er hann lítils
virði, en vel leikinn af ungum piltum
og stúlkum getur hann verið yndis-
legur á að horfa, enda gefur hann
ótal tækiferi til þess að æfa mýkt og
liðleika í framkomu.
Leiktími er venjulega hálf klukku-
stund, en fara þá fram markaskipti,
þegar leikið hefur verið f fjórðung
stundar.
Grelnln er eftlr Valdimar Sveinbjöms-
son og blrtist f Skinfaxa áriö 1928.