Tíminn - 28.04.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.04.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 28. apríl 1993 Tíminn 5 Sigurður Sigurðarson: Er smithætta af skriffæðinu í Brussel og EES-samningnum? Hinn raunverulegi EES-samningur í endanlegri gerö bíöur loka- afgreiðslu Alþingis í utanríkismálanefnd. Senn fer hann til 2. umræðu á þingi, síðan aftur í nefndina, þá til 3ju umræðu á þingi og afgreiðslu. Breytingar á lögunum frá 13. jan. s.l. með tilheyr- andi bókunum er bæklingur upp á rúmar 38 síður. Lögin, sem voru staðfest 13. janúar, eru ónothæf án þessara breytinga. Ýmislegt hefur breyst og skýrst um samninginn og framkvæmd hans síðan lögin voru staðfest í vetur; annað er mjög óljóst, einkum áhrif hans þegar frá líður. Allt of margir eru í óvissu með það hvort samn- ingurinn verður til góðs eða ills fyr- ir atvinnugrein þeirra. Þess vegna eru margir sem ekki vita hvort þeir eiga að vera með eða á móti samn- ingnum. Vantað hefur hlutlausa fræðslu um kosti og galla hans fyrir þjóðarbúið í heild og áhrif hans á einstakar atvinnugreinar, sem beint væri til almennings þannig að menn skilji. Betri fræðslu þurfa menn að fá um samning, sem lag- færir stöðuna hjá sumum, en gæti jafnvel lagt aðrar atvinnugreinar í rúst. Ég hefi fundið Ijótan blett á samn- ingnum eða framkvæmd hans, sem snertir mitt sérsvið, smitsjúkdóma- vamir í búfé, en við þær hef ég unn- ið í u.þ.b. 25 ár. Því hefi ég talið skyldu mína að skrifa utanríkis- málanefnd og landbúnaðamefnd Al- þingis hinn 25. þ.m. til að biðja þá um að kanna málið betur og út- skýra það fyrir almenningi. Ég hef beðið þá að bíða með að fullgilda samninginn þar til meiri upplýsing- ar liggja fyrir og málið hefur verið útskýrt. Þetta ætti að vera hægt, þar sem samningurinn tekur í fyrsta lagi gildi um n.k. áramót. Eg var fyrir skömmu í Lettiandi á ráðstefnu um dýrasjúkdóma. Ráð- stefnan var fyrir Eystrasaltslöndin öll og dýralæknar frá Norðurlönd- um veittu þær fræðslu. Ég flutti þar erindi um sauðfjársjúkdóma og 50 ára baráttu íslendinga við að upp- ræta smitsjúkdóma í sauðfé, sem hingað bámst vegna þess að slakað var á varúðarreglum. Eftir ráðstefn- una átti ég tal við kollega mína frá hinum Norðurlöndunum til þess að fræðast um það hvemig þeir væru búnir undir inngöngu í Evrópskt efnahagssvæði og hvemig fram- kvæmdar yrðu nauðsynlegar varúð- arreglur. Danir em í EB, eins og kunnugt er. Fyrst talaði ég við þá. Ég varð strax var við gremju þeirra út í skrifræðið sem þeir yrðu að glíma við í þessum málum. í Danmörku er betra heilsufar búfjár en f flestum öðmm EB-löndum. Danir vilja eðlilega verjast smitsjúkdómum sem þeir hafa ekki. Þeir sóttu því um leyfi til að mega verjast ýmsum fleiri sjúk- dómum en þeim allra alvarlegustu, eins og gin- og klaufaveiki. Eftir langt samningsþóf um marga sjúk- dóma fengu Danir samþykkta 2 sem þeir mættu nota til að banna vömr frá þeim löndum sem hafa þá, þ.e. sjúkdóm sem leggst á öndunar- og kynfæri nautgripa (IBR/IPV) og veimkláða í svínum (Aujezkys dise- ase). Mér fannst það furðulegt ef semja þyrfti með eftirgangsmunum um hvaða smitsjúkdómum mætti verjast. Ég ræddi næst við Svía, sem em í sömu samningum og við. Þeir höfðu sett í sína umsókn um 20 sjúkdóma í ýmsum tegundum dýra. Eftir mikið samningsþóf var Svíum sagt að þeir yrðu að láta sér duga það sem Danir hefðu fengið. Nú var komið að Norðmönnum. Þeir hafa harðari afstöðu gagnvart innflutningi á afúrðum og dýmm en hin löndin tvö og höfðu sett um 30 sjúkdóma í ýmsum dýrategund- um í sína umsókn. Éftir langt samningsþóf verða þeir líklega að gera sér það að góðu, sem Danir hafa fengið samþykkt. Ég vildi ekki trúa þessu enn og ræddi við samn- ingafulltrúa í norska landbúnaðar- ráðuneytinu og dýralæknastofnun- inni í Osló og fékk þessa sögu stað- festa. Vegna einangmnar landsins okkar og harðrar afstöðu til innflutnings búvara um langan aldur emm við enn betur settir en Norðmenn í þessum sökum og jafnframt hefur komið í ljós að búfjárstofnar okkar em viðkvæmari fyrir aðfluttum smitefnum en algengt er erlendis. Mér finnst skuggalegt, svo ekki sé meira sagt, ef við verðum að stefna í hættu góðum árangri okkar og eiga það undir náð og miskunn aðila í Brussel eða öðmm samningsmið- stöðvum hvaða sjúkdómum við megum verjast og hvort það má gera á þann hátt sem við teljum ör- uggastan. lmarsbyrjun kom gin- og klaufa- veiki upp í nautgripum í héraðinu Pontenza á Ítalíu. Þúsundir gripa hafa verið felldir. Þó hefur ekki ver- ið komist fyrir veikina. Strax og þetta vitnaðist var bannaður inn- flutningur á ýmsum afurðum búfjár frá Ítalíu til landa í Evrópu. Nú er komið upp, að vottorð um gripina sem bám sjúkdóminn til Ítalíu vom fölsuð af viðskiptaaðila. Ætla má að byggt verði að miklu leyti á vottorð- um embættismanna um sjúkdóms- ástand í viðskiptum með búfjáraf- urðir, þegar frá líður. Þetta dæmi sýnir að hæpið er að treysta um of á slíka pappfra. íslendingar hafa bitra reynslu af ósönnum vottorðum í þessum efnum frá fyrri tíð. Að okkur mun koma árið 1995, en þá eiga samningar að hefjast hér um þetta svið. Þá mun allt verða undir, hrátt kjöt og lifandi dýr, hvað þá annað. Sumir ala í brjósti von um að allt muni fara vel og samn- ingar takast vel. En ætli það verði ekki erfiðara að semja, ef við verð- um bundnir í báða skó og höfum enga tryggingu í höndum. Við erum að mínum dómi vanbúnir að mæta þessari hættu hvað varðar tæki, uppbyggingu á aðstöðu og þjálfaðan mannafla. Ekki liggur fyrir að við fáum nóg fé til að verja okkur, ef það verður þá leyft. Svo mikið er víst, að eftirlit — samanber fyrmefnt dæmi frá Ítalíu — verður aldrei nógu traust, og gagnvart smitsjúkdóm- um sem ekki koma fram erlendis, vegna þess að þeir eru landlægir og lítt eða alls ekki greinanlegir, höf- um við engar vamir fyrir okkar við- kvæmu búfjárstofna. Sama gildir um sjúkdóma sem enn em óþekkt- ir, en alltaf að koma upp erlendis. Þar emm við vamarlaus. Höfundur er rannsóknalæknir f hús- dýrasjúkdómum í Tilraunastöðinnl á Keldum. Fj árhagslegar þrengingar breska ríkisins Frá þröngum fjárhag breska rödsins sagði Financial Tim- es 10. febrúar 1993: (rÁ næsta fjárlagaári mun breska ríkið þurfa að taka að láni um 1.000 milljarð £ á viku... Bölsýnismenn segja árlega lántöku ríkisins eftir fímm ár muni nema umfram 10% af vergri landsframleiðslu ... og hinar vaxandi skuldir þess verði þá umfram 70% þeirra.“ „Stjómvöld kenna atvinnulegu bakfalli um þennan vanda, því að af honum hafi hlotist minnkandi skatttekjur og vaxandi útgjöld, svo sem vegna atvinnuleysisbóta og annarra félagslegra framlaga og tekjubóta. En ýmsir glöggir athugendur, svo sem Efnahags- og framfarastofnunin í París og Institute for Financial Studies og að auki fjársýslufyrirtæki í Lond- on, á meðal þeirra Goldman Sachs og UBS Phillips & Drew, rekja hallann að nokkru til grundvallarbreytinga í atvinnu- lífinu, þannig að úr honum muni ekki rakna af sjálfu sér. Hvað sem þeirri greiningu líður, er staðið frammi fyrir þvf, að fyrstu níu mánuði fjárhagsársins (1992-93) varð 25,7 milljarða £ halli á almannageira ríkissjóðs, þótt 1988-89 yrði á honum 14,7 milljarða £ afgangur. Haust- skýrslan um stöðu ríkissjóðs í nóvember (1992) (verður höfð til marks um), hvemig fjármál rfkis- ins gjalda afturkippsins í at- vinnulífinu. í skýrslunni var lánaþörf ríkisins á fjárhagsárinu 1992-93 hækkuð upp í 37 millj- arða £, en var sögð 28 milljarðar £ (við afgreiðslu fjárlaga). Þeirri 9 milljarða £ aukningu lánaþarfar ríkissjóðs veldur einkum 6,7 milljarða £ lækkun áætlaðra skatttekna og uppfærsla útgjalda um 2,3 milljarða £.‘‘ „En sakir umbóta í skattamálum á níunda áratugnum, — og þá einkum á sköttun stórfyrirtækja, — sem hafnar voru með fjárlög- um Nigels Lawson 1984, gætir áhrifa hagsveiflna meira í skatt- tekjum en áður. Þess naut ríkið á uppgangsskeiði níunda áratugar- ins, þegar auknir skattar á stór- fyrirtækjum lögðu til um þriðj- ung uppsveiflu í ríkisfjármálum úr halla í afgang frá 1984-85 til 1988-89. Á fimm ára skeiði frá 1984- 85 jukust skatttekjur af stórfyrirtækjum um 25% á ári og urðu umfram 4% vergrar lands- framleiðslu eða 21,5 milljarðar£, er mestar urðu, 1989-90. — En afturkippurinn í atvinnulífi hefur leitt til tilsvarandi snarprar hjöðnunar skatttekna af stórfyr- irtækjum. Þær lækkuðu ofan í 18,26 milljarða £ 1991-92 og á fjárhagsárinu 1992-93 (fram til ?) hafa þær lækkað um 18,3% og urðu 9,97 milljarðar £ f stað 12,2 milljarða£ 1991-92.“ „ígrundun ríkisstjórnarinnar á hinum 260 milljarða £ árlegu út- gjöldum ríkisins vitnar um, að útgjaldahliðin er örðug viðfangs. Til athugunar fyrst í stað hefur ritari fjármálaráðuneytisins, Mi- chael Portillo, valið félagslegar tryggingar, heilsugæslu, skóla- mál og innanríkisráðuneytið, og er það ábending um, hvar ríkis- stjórnin telji að kreppa. — Þegar frú Margaret Thatcher myndaði ríkisstjórn 1979 var hún staðráð- in f að draga úr umsvifum ríkis- ins og opinberum útgjöldum... Samt sem áður benda áætlunar- tölur fjármálaráðuneytisins til, að almenn útgjöld ríkisins (gen- eral govemment expenditure), þ.e. útgjöld ríkissjóðs og bæjar- og sveitarfélaga, að undanskild- um tekjum af einkavæðingu, á fjárlagaárinu 1992-93, sem lýkur 31. mars, muni nema um 44,7% af vergri landsframleiðslu — eða hærri hundraðstölu en 1979-80, 44,0%.“ „Sakir bakfallsins í atvinnulífinu hefur atvinnuleysingjum fjölgað úr 1,6% milljónum í apríl 1990 upp í nálega 3 milljónir nú. Af fjölgun þeirra um 100.000 hljót- ast árlega 345 milljóna £ útgjöld til félagslegra trygginga, 45 millj- óna £ útgjöld vegna atvinnuleys- isbóta og 300 milljóna £ útgjöld vegna tekjubóta, húsnæðis- styrkja og samfélagslegrar fyrir- greiðslu (community charge benefit), að síðustu áætlunartöl- ur benda til. Þá hefur aukið á út- gjöld ríkisins, að miðstéttarfólk í hinum fyrrum velmegandi suð- austurhluta landsins hefur goldið hins atvinnulega afturkipps. Samkvæmt síðustu tölum hljóta 411.000 viðtakendur tekjubóta aðstoð til greiðslu á vöxtum á veðskuldum, sem nemur árlega 949 milljónum £. — Útgjöld til félagsmála 1992-93 verða að raunvirði 65% hærri en 1978-79, en aðeins fjórðungur þeirrar aukningar er af völdum aftur- kippsins í atvinnulífinu. — Frá 1978-79 til 1992-93 hefur hlutur félagslegra útgjalda í vergri landsframleiðslu vaxið úr 10,0% í 13,2%. Að upphæð hafa útgjöld til félagsmála nálega tvöfaldast frá 1984-85 til 1992-93, úr 40,0 milljörðum £ í 79,9 milljarða £.“ „í þessari framvindu endur- speglast þjóðfélagslegar breyting- ar auk vaxandi atvinnuleysis. Fólki eldri en 75 ára hefur fjölgað um 22% frá 1981; einstæðir for- eldrar eru fleiri en áður; og fram- lög til fatlaðra og langlegusjúk- linga hafa aukist. örðugt er að sporna við aukningu slíkra út- gjalda. — Aðrar breytingar á op- inberum útgjöldum endurspegla breytta afstöðu til félagslegra þarfa eða almannaóska. Árleg út- gjöld til (félagslegra íbúðarbygg- inga, housing) lækkuðu að raun- virði um 52,4% frá 1978-79 til 1992-93. Opinber framlög til verslunar, iðnaðar og orkumála lækkuðu að raunvirði um 37,5% vegna einkavæðingar og niður- fellingar styrkja til hnignandi at- vinnugreina." „Aftur á móti hafa árleg útgjöld ríkisins til heilbrigðismála aukist um 56% að raunvirði frá 1978-79 og nema væntanlega 5,8% vergr- ar landsframleiðslu 1992-93, en námu 4,6% þeirra fyrir 14 árum. Og framlög ríkisins til löggæslu, samgangna og skólamála hafa öll hækkað, um 96%, 28% og 26% frá 1978- 79.“ „í síðasta yfirliti sínu yfir efna- hag Bretlands telur Efnahags- og framfarastofnunin hina versn- andi afkomu ríkissjóðs frá 1990 verða að 30 hundraðshlutum rakta til þjóðfélagslegra breyt- inga fremur en framgangs hag- sveiflunnar. Að áhrifum hag- sveiflunnar slepptum telur hún halla ríkissjóðs hafa aukist um 1,5% vergrar landsframleiðslu frá 1990 til 1992, í senn sakir aukinna útgjalda og skertra tekna... En hvemig skal við brugðist? Um það eru skiptar skoðanir. Efnahags- og framfara- stofnunin telur að auka beri skatttekjur um 10 milljarða £ til að draga úr hallanum. Goldman Sachs og IFS telja þörf á að taka fyrir hallann með (árlegri) aukn- ingu skatttekna um 20 milljarða £ á næstu árum.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.