Tíminn - 28.04.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.04.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miövikudagur 28. apríl 1993 Kj artan Vilbergsson útgerðarmaður Fæddur 6. mars 1921 Dáinn 20. aprfl 1993 Það liðna, það sem var og vartn, er vorum tíma yfir; því aldur deyðir engan marm, sem á það verk, er lifir. (Einar Ben.) Áþessari öld hafa íslendingar unnið mikið þrekvirki. Uppbyggingin hef- ur orðið meiri en nokkur gat trúað fyrir aðeins fáum áratugum. f sér- hverri sveit og þorpi landsins var fólk að berjast áfram með bjargfasta trú á landið og gæði þess. Allir sem vettlingi gátu valdið tóku þátt í starfinu. Menn unnu saman hönd í hönd, fjölskyldur og nágrannar, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Sumir brutust áfram af meiri dugnaði en aðrir, eins og gengur í lífinu. Þeir, sem tóku forustu í sjósókn og nýj- um útgerðarháttum, höfðu meiri áhrif á framfarimar en flestir aðrir, þó hver og einn hafi að sjálfsögðu átt hlut að máli. Kjartan Vilbergsson frá Vinaminni í Stöðvarfirði er einn þeirra manna, sem lengi verður minnst úr forustu- sveit íslenskra sjómanna. Hann var fæddur á Hvalnesi við Stöðvarfjörð 1921. Foreldrar hans voru Vilbergur Magnússon, f. 31.7.1882, d. 26.12.1956, bóndi í Hvalnesi í Fæddur 20. febrúar 1930 Dáinn 18. aprfl 1993 Trúarirmar traust og styrkur tendrar von í döpru hjarta. Eilífðin er ekki myrkur, eilífðin er Ijósið bjarta. (H. Scm.) Við systkinin minnumst elskulegs föðurbróður okkar, Hreins Sigurðs- sonar, sem lést að morgni 18. apríl s.I. Hreinn var fæddur í Fjörunni á Ak- ureyri 20. febrúar 1930, yngstur fimm bama þeirra Ágústu Rósu Jós- efsdóttur og Sigurðar Jónatansson- ar. Foreldrar hans vom verkafólk. Á fyrstu ámm Hreins hneppti kreppa og atvinnuleysi slíkt fólk í fjötra fá- tæktar. í minningum Hreins var samt ljómi yfir þessum æskudögum í Fjömnni. Létt skap og meðfædd bjartsýni hjálpaði honum að sigrast á þeim erfiðleikum, sem honum mættu þar og síðar. Hreinn ólst að nokkm leyti upp á Landamóti í Köldukinn í S-Þingeyj- arsýslu og minntist hann oft með hlýju heimilisfólksins þar og ann- arra vina og sveitunga í Köldukinn. Ungur að ámm dvaldist hann á Húsavík og á Akureyri, en fluttist um tvítugsaldur til Reykjavíkur og bjó þar síðan. Hreinn kvæntist árið 1959 Unni Kristínu Sumarliðadóttur, ættaðri úr Reykjavík. Fóstursonur þeirra er Sigurgeir Emst, f. 1959. Hann er kvæntur Bimu Baldursdóttur. Þau eiga tvær dætur, Viktoríu og Unni Kristínu, sem sannarlega vom sólar- geislar í lífi afa síns. Um nokkurra ára skeið rak Hreinn Stöðvarfirði, og kona hans, Ragn- heiður Þorgrímsdóttir, f. 19.2.1884, d. 26.9.1968. Þar ólst Kjartan upp í stómm systkinahóp. Hvalnesbær- inn er út með firðinum að sunnan- verðu við mynni Súlnadals. Dalur- inn er kenndur við Súlur, sem em tákn Stöðvarfjarðar og forkunnar- fagrar. Þótt ekki séu tún þar mikil, vom náttúmleg skilyrði góð til beit- ar, en nálægðin við sjóinn gerði bú- setu þar mögulega, eins og viða á Austfjörðum. í uppvexti sínum lærði Kjartan að ganga til allra verka, en sjómennska og útgerð átti hug hans allan, enda varði hann æviámm sínum til þeirra starfa. Á árinu 1943 gekk hann í hjónaband með eftirlifandi eigin- konu sinni, Þóm Jónsdóttur frá Hvammi í Fáskrúðsfirði, sem flutti 1930 að Hvalnesi ásamt foreldmm sínum Jóni Jóhannssyni frá Hvammi og Kristínu Sigtryggsdótt- ur frá Ytri-Kleif í Breiðdal. Á fyrstu búskaparámm sínum á Stöðvarfirði byggðu þau Kjartan og Þóra mynd- arlegt heimili á Stöðvarfirði, sem þau kölluðu Vinaminni. Það nafh var vel valið. Þar hefur alltaf verið mikið líf og gestakoma mikil. Þau eignuðust þrjú fósturböm, sem em Kristrún Guðnadóttir, gift Ólafi Guttormssyni og búa þau á Stöðvarfirði. Fóstursonur þeirra bensínstöð á Vitatorgi, sem þá var eina bensínnætursalan í Reykjavík. Nokkur systkinaböm hans unnu þar hjá honum í íhlaupavinnu og kynnt- ust honum líka sem vinnufélaga. Síðustu árin starfaði Hreinn hjá Grjótnámi Reykjavíkurborgar. Faðir okkar og Hreinn vom tengd- ir sterkum bræðraböndum og stóðu saman í blíðu og stríðu. Því hefur Hreinn alla tíð verið náinn fjöl- skyldu okkar. Við litum ekki ein- göngu á hann sem föðurbróður, hann var einnig í hugum okkar eins konar stóri bróðir. Hann sýndi okk- ur óg foreldrum okkar mikla vináttu og það var auðfundið að hann bar hag okkar fyrir brjósti. Hann er ljóslifandi í mörgum Bergþór Hávarðsson hefur búið lengi á Stöðvarfirði, en á síðustu ár- um hefur hann einkum verið er- lendis. Fósturdóttir þeirra Þóra Björk Nikulásdóttir býr ásamt Björgvin Val Guðmundssyni á Stöðvarfirði. Kjartani og Þóm var mjög annt um böm sín, sem hafa notið kærleika þeirra í ríkum mæli. Bamabömin hafa dvalið mikið á heimili þeirra og lært mikið af afa og ömmu í leik og starfi. Kjartan Vilbergsson hefur aldrei verið iðjulaus í sínu lífi. Það var sama að hverju hann gekk á sjó og í landi, að allt lék í höndunum á hon- um. Ekkert verk óx honum í augum. Ef eitthvað þurfti að framkvæma, þá gekk hann í það eins og ekkert væri sjálfsagðara. Fyrsti stóri báturinn sem hann keypti var Stuðlafoss, sem fékk nafnið Vörður. Þann bát keypti hann af mági sínum, Hjalta Gunn- arssyni á Reyðarfirði, ásamt Ara bróður sínum og Friðrik Sólmunds- syni. Þeir félagar ráku umfangs- mikla útgerð upp frá því, en félag þeirra hét Varðarútgerðin h.f. Þeir keyptu síðar stærri bát, sem hlaut nafnið Heimir, en þeir gerðu út þrjá báta með því nafni í gegnum tíðina. Útgerð þeirra var ávallt mjög farsæl og það var eftirsótt að vinna hjá þeim á sjó og í landi. Fyrirtæki þeirra var síðan sameinað Hrað- skemmtilegum minningum frá upp- vaxtarárum okkar. Hann hafði ríka kímnigáfu, var orðheppinn og kom okkur oft til að veltast um af hlátri. Góðsemi og hjálpsemi var Hreini í blóð borin. Hann vildi öllum gott gera og veita aðstoð, ef hann vissi af ættmennum og vinum í erfiðleik- um. Dugnaður hans og harka við sjálfan sig var mikil. Það kom nú síðast fram þegar hann var orðinn alvar- lega veikur, þá var hann ákveðinn í að stunda vinnu sína á meðan stætt væri. Sjúkrahúsvistin var stutt en ströng. Hreinn var staðráðinn í að berjast við sjúkdóminn og ná heilsu á ný. Bjartsýnn var hann og ætíð með glettni og spaugsyrði á vör, þótt hann væri sárþjáður. En eigi má sköpum renna. Skyndi- lega lauk baráttunni við sjúkdóm- inn, sem á hann herjaði, og nú er sál hans horfin yfir móðuna miklu. Fyrir mörgum árum byggðu þau Hreinn og Unnur sumarbústað í ná- grenni Hafravatns. í langan tíma nýtti Hreinn flestar tómstundir sín- ar við að byggja bústaðinn og rækta og fegra landið umhverfis hann. Þar undi hann sér vel. Hann fékk að fara heim af sjúkrahúsi í nokkra daga fyrir páska. Þó hann væri sárþjáður og hefði alls ekki heilsu til slíks ferðalags, vildi hann ákveðið fara og sjá sumarbústaðinn og landið. Vor var í lofti og brumið var farið að þrútna á trjánum sem þau hjónin höfðu plantað. Engan grunaði að þetta yrði síðasta ferð Hreins á þess- ar slóðir. Við vottum Unni, Sigur- geiri og fjölskyldu innilega samúð okkar. Megi góður guð styrkja þau í sorg þeirra. Við kveðjum Hrein með þakklæti. Blessuð sé minning hans. Ágústa, Inga, Þóra, Rúna og Siggi BLÓMIÐ — góð blómaverslun — Blóm - Skreytingar - Gjafavara Kransar - Krossar - Kistuskreytingar Úrval af servfettum OPIÐ FRÁ KL. 10-21 GRENSÁSVEGI16 - SÍMI 811330 frystihúsi Stöðvarfjarðar h.f., þegar fiskverkendur og útgerðarmenn á Stöðvarfirði sameinuðust um að stofna eitt myndarlegt fyrirtæki. Hlutur Varðarútgerðarinnar í því fyrirtæki var stærstur og skipti því sköpum í sambandi við stofnun þessa félags. Kjartan og félagar hans töldu að framtíð staðarins og fólks- ins væri best tryggð með því að sam- eina kraftana. Þegar þær ákvarðanir voru teknar, var framtíð Stöðvar- fjarðar efst í huga Kjartans, eins og reyndar alltaf er mér gafst tækifæri til að ræða við hann. Þegar ég nú kveð Kjartan vin minn, þá er margs að minnast. Efst er mér í huga dugnaður hans og dreng- lyndi. Hann gjörþekkti fiskimið eftir áratuga sjósókn og langa starfs- reynslu sem skipstjóri. Hann var einn af þessum mönnum sem voru alltaf með hugann við sjóinn og hann gat ekki lifað og hugsað án samverunnar við hafið. Eftir að hann veiktist illa af asma togaði sjórinn í reynd meira í hann, því þar leið honum betur en í landi. Hann fór því að gera út trillu til þess að geta notið samverunnar við hafið og tekist á við krafta þess. Bamabömin fengu tækifæri til að fara með hon- um og læra og nema af þekkingu hans. Vinnudagur Kjartans er orðinn langur og það liggur mikið eftir hann. Við, sem vomm svo heppin að kynnast honum, emm þakklát fyrir allt sem við höfum numið af hon- um. Viðmótið var alltaf þægilegt, þótt hann væri ákveðinn og vildi fá hrein svör við spurningum. Hann hlífði aldrei sjálfiim sér og gat því gert miklar kröfur til annarra, enda virtur og sjálfskipaður foringi meðal þeirra sem hann vann með. Hann var ráðagóður og vildi hvers manns vanda leysa. Þeir em margir sem hafa þegið greiða af honum og notið góðs af samskiptunum við hann. Kjartan var mikill gæfumaður í persónulegu lífi. Þóra stóð með honum eins og klettur í gegnum allt lífið og þau vom einstaklega sam- rýmd. Þau byggðu saman húsið sitt Vinaminni og bám grjótið í gmnn- inn upp úr fjömnni fyrir neðan. Þegar húsið var dæmt ónýtt fyrir nokkmm ámm, var ráðist í að byggja nýtt, þótt efnin væm ekki mikil. Heimili þeirra stóð alltaf opið og það var gott að dvelja í návist þeirra. Kjartan og Þóra komu meiru í verk en við flest getum látið okkur dreyma um að gera. í öllu þeirra starfi og lífi var ósérhlífnin og hóg- værðin í fyrirrúmi. Þau em búin að gleðja marga á lífsleiðinni og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tæki- færi til að kynnast þeim. Samvem- stundimar hefðu vissulega mátt vera fleiri, eins og gengur og gerist, og Kjartan er kallaður skyndilega frá okkur. Starfsorkan var ennþá mikil og hann var í óðaönn að útbúa bát sinn til veiða þegar hann lést. Þar var hugurinn þegar kallið kom, þar var hann staddur þegar hann yfirgaf GARÐSLATTUR Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum. og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Upplýsingar í síma 41224, eftir kl. 18.00. Hreinn Sigurðsson þennan heim. Við Sigurjóna vottum Þóm okkar dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja hana og aðra aðstandendur. Minningin um Kjartan er okkur öll- um hvatning í því að takast á við verkefhin, sem við blasa, og gefast aldrei upp. Halldór Ásgrímsson Okkur systkinin langar í fáum orð- um að minnast afa okkar Kjartans Vilbergssonar. Það er erfitt að koma öllu því í orð, sem okkur langar að segja, en enn erfiðara er að hugsa sér lífið án afa. Hann hefur reynst okkur afskaplega vel í gegnum lífið og alltaf höfum við getað reitt okkur á hann. Afi var mjög framtakssamur maður og hreif gjaman alla með sér, ef hon- um datt eitthvað í hug, sem var æði oft Hann var mjög hjálpsamur og greiðvikinn og sá ávallt til þess að enginn ætti neitt inni hjá honum. Hann var líka mjög glaðlyndur og jafnan með spaugsyrði á vömm. Það var mjög ánægjulegt þegar þeir nafnar, nú í seinni tíð, fóm að stunda sjóinn saman. Kjartan Há- varður þroskaðist mikið á þessum tíma og lærði mikið í sjóferðunum með afa sínum. Því að það brást varla að þeir fæm fyrstir frá bryggju og kæmu síðastir að landi. Það skipti ekki máli hvemig fiskiríið var, því eins og afi sagði við nafna sinn: „Þú veist það, nafni minn, að til þess að fá tonn þurfúm við fyrst að fá 100 kíló.“ Afi hefur alltaf verið fengsæll sjó- maður og í reynd gekk allt upp sem hann tók sér fýrir hendur. Afi var mikill fjölskyldumaður og vildi hafa marga í kringum sig, því fleiri því betra. Afi og amma vom nýbúin að eiga gullbrúðkaup, 50 ár í fársælu hjónabandi. Þau héldu stórt og myndarlegt heimili og ætíð gest- kvæmt. En við getum glaðst yfir því að afi fór eins og hann hefði viljað. Hann var að vinna í bátnum sínum, gera hann tilbúinn fyrir sumarið. Og þeir nafnamir vom að verða tilbúnir í fyrsta róður. En nú líður afa vel og trúlega er hann farinn að undirbúa róður handan við móðuna miklu. Um leið og við þökkum afa allt, gleðjumst við yfir því að hafa þekkt og lifað með jafn frábæmm náunga og hann var. Minningin um afa lifir í hugum okkar allra. Elsku amma, guð styrki þig í sorg þinni. Blessuð sé minning hans. Ragnheiður, Björgvin og Kjartan Elsku pabbi. Með fátæklegum orð- um vil ég þakka þér það skjól og þá ást sem þú veittir mér allt frá því ég kom til þín aðeins 6 mánaða gömul og þar til þú lést þann 20. apríl s.l. Fyrir mér ertu ímynd allra þeirra dyggða sem mestu skipta í lífinu: náungakærleika, barngæsku, dugn- aðar og heiðarleika. Faðmur þinn var ætíð opinn og aldrei hafðirðu mörg orð um óknytti mína og ann- arra. Allt það, sem þú tókst þér fyrir hendur, var gert af lífi og sál og engu verki fannst þér lokið nógu fljótt. í kringum þig var alltaf gleði, enda bjóstu yfir mikilli kímnigáfu sem aldrei var djúpt á. Þú veittir öllum birtu og yl og þú hélst alltaf þínu góða skapi, sama hvað á gekk. Alltaf varstu ánægðastur þegar þú hafðir okkur öll fósturbörnin, tengdabörnin, bamabömin og bamabamabömin hjá þér, eins og gjaman var á stórhátíðum. Og ekki fékkstu að njóta þess að róa á bátnum þínum, eins og hann var orðinn góður eftir breytingarnar í vetur, né búa lengi í nýja Vinaminni, sem þú reistir af mikilli elju fyrir 4 ámm síðan. Ekki datt mér í hug að samtal okk- ar í hádeginu þann 20. apríl yrði okkar síðasta þessa heims, þegar þú kvaddir mig á þinn sérstaka hátt. Elsku pabbi, þú varst ekki mikið gefinn fyrir málalengingar og því kveð ég þig nú hinsta sinni. Góðan guð bið ég að geyma þig og styrkja mömmu í sinni miklu sorg. Þóra Björk Nikulásdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.