Tíminn - 28.04.1993, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 28. apríl 1993
Tíminn 9
B DAGBÓK
Leiöbeiningastöð heimilanna
Kvenfélagasamband íslands rekur Leið-
beiningastöð heimilanna, þar sem gefnar
eru upplýsingar um gæðakannanir á
heimilistækjum og ýmsum þeim áhöld-
um er nota þarf við heimilishald. Enn-
fremur eru gefnar upplýsingar um þrif,
þvotta, hreinsun efna og allt sem lýtur að
manneldi og matargerð.
Leiðbeiningastöðin er til húsa í
Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum og
er opin alla daga frá kl. 09-17.
Leöur, sjávar & sveita
14. apríl opnaði Amdfs Jóhannsdóttir
sína fyrstu einkasýningu í Stöðlakoti við
Bókhlöðustíg 6.
Amdís lærði söðlasmíði f The Cordwa-
iners Technical College í London og fékk
meistararéttindi í iðninni 1982. Hún
hefur tekið þátt í nokkrum samsýning-
um erlendis, t.d. Scandinavian Design í
Japan 1987.
Á þessari sýningu em verk unnin úr
steinbítsroði og leðri. Hún er opin dag-
lega til 2. maí frá kl. 14-18.
Fræðslufundur í Skólabæ:
Sannfræöi íslenskra fomleifa
Félag fslenskra fræða heldur fræðslu-
fund í Skólabæ við Suðurgötu í kvöld,
miðvikudaginn 28. apríl, klukkan 20.30.
Þar segir Adolf Friðriksson fomleifa-
fræðingur frá rannsóknum sínum, undir
titlinum: „Sannfræði íslenskra fom-
leifa".
Adolf lauk M.PhiI.-prófi frá Lundúnahá-
skóla árið 1991 og í haust er lokaritgerð
hans þaðan væntanleg frá Avebury-for-
iaginu í Glasgow undir titlinum: Sagas
and Popular Antiquaríanism in Iceland-
ic Archaeology. Adolf er nú á fömm til
framhaldsnáms við Sorbonne-háskóla f
París. Undanfarin sumur hefur hann
m.a. rannsakað svonefrida dómhringi á
Vesturlandi og kannað meintar hofminj-
ar, t.d. á Hofsstöðum f MývatnssveiL í er-
indi sfnu í kvöld mun hann gefa yfirlit
um árangur þessara rannsókna sinna.
Að loknu erindi Adolfs verða almennar
umræður. Fundurinn er öllum opinn.
Aðgangur er ókeypis.
íslandsmeistaramót í
samkvæmisdönsum 1993
íslandsmeistaramót í samkvæmisdöns-
um verður haldið helgina 1. og 2. maí
n.k. í Laugardalshöllinni. Dansráð ís-
lands sér um framkvæmd keppninnar.
Þetta verður áttunda árið sem þessi
keppni fer fram.
Mótið hefst laugardaginn 1. maí kl. 11,
en kl. 14 verður setningarathöfn með
innmarsi. Keppt verður í suðuramerísk-
um og standard dönsum í grunnsporum.
Riðlar verða 3 (A, B og C) í öllum aldurs-
hópum. Um 500 danspör hafa látið skrá
sig og koma þau frá 10 dansskólum, víðs
vegar af landinu.
Sú nýbreytni verður höfð í ár, að sér-
stakur dömuriðill verður í fjórum ald-
urshópum. Einnig verður keppt í 2 döns-
um með frjálsri aðferð í fjórum aldurs-
hópum.
Dansráð íslands hvetur allt dansáhuga-
fólk, jafnt sem aðra, til að koma og fylgj-
ast með fremstu danspörum landsins
heyja keppni í hollri og skemmtilegri
íþrótt sem dansinn er.
Dómarar verða 5 talsins (2 fslenskir og
3 erlendir).
Forsala miða hefst 30. apríl í anddyri
Laugardalshallar frá kl. 17 til 19. Miða-
sala verður jafnframt báða keppnisdag-
ana frá kl. 09. Húsið opnar kl. 11.
Framsóknarfélögin í Hafnarfirði
Opiö hús aö Hverfisgötu 25 alla þriöjudaga kf. 20.30.
Komið og fáiö ykkur kaffisopa og spjallið.
Framsóknarfétögin
Stjómarfundur SUF
Fundur veröur haldinn I stjóm SUF laugardaginn 8. mal nk. Id. 16:00. Fundar-
staöur er Framsóknarhúsið, Suöurgötu 3 á Sauðárkróki.
Dagskrá:
1. Starf SUF naestu mánuði.
2. Sveitarstjómarkosningamar 1994.
3. Alyktanir.
4. Önnur mál.
Effir fundinn um kl. 20 veröur opiö hús á sama staö. Þá fer ffam 2. riöill undan-
keppni NoNu-keppninnar og eru allir velkomnir þangaö.
Framkvæmdastjóm SUF
Kartöfluinnflutningur
Þar sem birgðir af íslenskum kartöflum fara nú ört minnk-
andi, hefur verið ákveðið að heimila á næstunni innflutn-
ing á takmörkuðu magni af kartöfium til að brúa bilið þar
til ný íslensk kartöfluuppskera kemur á markað.
Þeir aðilar, sem áhuga hafa á að flytja inn kartöfiur, sendi
umsóknir til landbúnaðarráðuneytisins, Rauðarárstíg 25,
fyrir 1. maí n.k. í umsókninni skal taka fram það magn
sem viðkomandi óskar að flytja inn mánuöina maí, júní
og júlí.
Landbúnaðarráðuneytið,
27. apríl 1993
Bændur
Piltur á 16. ári óskar eftir sveitavinnu í sumar. Er vanur öll-
um sveitastörfum.
Upplýsingar í síma 91-72949 eftir kl. 18.00.
Bændur
15 ára stúlka óskar eftir útivinnu í sveit í sumar. Hefur mik-
inn áhuga á hestum og tamningu.
Einnig óskast sveitapláss fyrir 11 ára dreng.
Upplýsingar í síma 91-678533 eftir kl. 17.00.
Robert De Niro neyöist til aö mæta fyrir rétti til aö bera afsér faö-
erni dótturinnar...
Barnavandræði hjá Robert De Niro:
Sum þó
kannski
skárri en
önnur
Eiginlega ætti Robert De Niro
loks að geta um frjálst höfuð
strokið vegna faðernismála, en
málið er ekki alveg svo einfalt.
Nýlega þurfti hann að mæta fyrir
dómstól til að verja réttmæti ný-
legrar blóðprufu, sem færir end-
anlegar sönnur á að hann sé ekki
faðir fallegrar 10 ára stúlku, Ninu
Nadeja De Niro. Móðir stúlkunn-
ar, 31 árs gömul næturklúbba-
söngkona, hafnar niðurstöðu
blóðprufanna, segir þær ekki
óyggjandi og leikarinn eigi að
halda áfram að sjá barninu far-
borða, eins og hann hafi gert und-
anfarin 9 ár, enda kalli Nina hann
„pabba".
Söngkonan, sem kemur fram
undir listamannsnafninu Helena
Springs, segist hafa kynnst Robert
De Niro í veislu árið 1979 og síð-
an átt í þriggja ára ástarsambandi
við hann. Þá hafi Nina komið
undir. Frá upphafi vefengdi Rob-
ert að hann væri faðirinn, en
blóðprufur teknar á þeim tíma
bentu til að svo gæti verið og því
er haldið fram að hann hafi borg-
að 210.000 ísl. kr. með barninu á
mánuði, en hætt því þegar móðir-
in fór fram á næstum 200%
hækkun meðlagsins.
í október sl. fór Robert De Niro
fram á að nýjar blóðprufur yrðu
teknar og varð niðurstaðan þá sú
að hann væri ekki faðir Ninu.
Ekki hefur enn verið úrskurðað
um hvort hann skuli halda áfram
að borga með henni eða ekki.
Móðirin hefur ráðið þekktasta
Iögfræðing Ameríku, Marvin
Mitchelson, til að berjast fyrir
kröfunni um að leikarinn greiði
Næturklúbbasöngkonan Hel-
ena Lisandrello, ööru nafni Hel-
ena Springs, heldur þvl fram aö
leikarinn geti ekki skyndilega
hætt aö borga meö dóttur
hennar, þó afsannaö sé aö
hann geti veriö faöir hennar.
héðan í frá 7.200.000 ísl. kr. í
meðlag á ári og rökstyður kröfuna
með því að þrátt fyrir nýjustu
blóðprufuna geti leikarinn ekki
skyndilega hætt að borga með
barninu eftir allan þennan tíma.
Hún heldur því enn fram að Rob-
ert eigi Ninu, sem „elski hann
eins og pabba“.
En þetta eru ekki einu áhyggj-
umar, sem hinn fimmtugi Robert
De Niro hefur þurft að hafa af
barnamálum að undanförnu. 15
ára sonur hans úr hjónabandinu
með leikkonunni Diahne Abbott,
Raphael, var tekinn fastur í árs-
byrjun og sakaður um skemmdar-
verk á neðanjarðarlestum New
York-borgar. Stráknum var gefið
nafn hótelsins í Róm, sem foreldr-
arnir dvöldust á þegar hann var
getinn. De Niro ættleiddi líka
dóttur Diahne, Drina, sem nú er
23 ára, áður en þau hjón skildu
1979. Síðar ættleiddi hann eyðni-
sjúkt bam ásamt fyrrverandi kær-
ustu, fyrirsætunni og leikkonunni
Toukie Smith.