Réttur


Réttur - 01.11.1968, Page 31

Réttur - 01.11.1968, Page 31
NEISTAR Erlendir auðmenn ..Þessar vífilengjur, um að sór- leyfislög eigi ekki að samþykkja nú, eru því til þess eins framþorn- ar, að fossafélögin geti grætt sem mest á þralli því, sem þau hafa haft hér i frammi, með því að senda hingað leynilega sendimenn til þess að ginna þessa hluti út úr fáfróðum mönnum fyrir smámuni. Það er þvi til góðs þjónum þessara félaga, sem eiga hér bæði heil blöð og venzlamenn, og nú er að sjá, að eigi suma þingmenn lika. Þetta er það, sem orsakar allt hatrið og allar skammirnar, sem dynja á okkur, meirihluta fossa- nefndar í blöðum þessara þjóna erlendra auðkýfinga". Bjarni frá Vogi 18. sept. 1919, i ræðu á Alþingi um fossamálið. Hjáleiga ,,Þau bönd, er tengja skuldug lönd við fjármálamiðstöðvar heims eru svipuð hinu eilífa ósjálfstæði hjáleigubóndans gagnvart stórjarð- eigendanum eða okraranum". Harry Magdoff. Hræsni „Það er ekki um tvær þjóðir að ræða. Óháð þjóð Suður-Vietnani er hugarfóstur bandaríska utan- \ '\ rikisráðuneytisins . . . Það var ekki samið um neitt slikt í Genf og Bedell Smith hershöfðingi gerði engin skilyrði um slíkt . . . þegar hann talaði fyrir hönd Banda- rikjanna. Það átti að verða vopna- hlé. Kommúnistar höfðu samþykkt það. Það áttu að vera frjálsar kosningar 1956. Þær kosningar fóru ekki fram, af því Bandarikin bönnuðu að þær yrðu haldnar. Það er talið að við Bandaríkja- menn séum fylgjandi frjálsum kosningum. Við vorum ekki með þeim þá. Af hverju? Lesið endur- minningar Eisenhowers. Hann seg- ir að Ho Chi Minh hefði unnið, fengið 80 af hverjum hundrað at- kvæðum. Það var þessvegna sem við vorum móti kosningunum. David Schoenbrun. Verzlun Verzlun, nafnorð. Framkvæmd fólgin i þvi að A rænir frá B vör- um, sem C á, og til þess að bæta sér það upp stelur B úr vösum D peningum, sem E á. Ambrose Bierce, Orðabók kölska „Þekktu óvini þina“ Johns-Manville, New York, seldi vörur fyrir 480 miljónir dollara (42 miljarða isl. kr.) árið 1965, eignir þess voru 409 miljónir dollara (36 miljarðar isl. kr), hreinn gróði 34 miljónir dollara (3 miljarðar ísl. kr.), starfsmenn þess 20900. Gróðahlutfall miðað við það fjár- magn, sem fjárfest er (það er 324 miljónir dollara), er 10,5%. — Johns-Manville er 139. í röðinni af 500 stærstu iðnaðarfyrirtækjum Bandarikjanna. Alusuisse (Swiss Aluminium), höfuðaðsetur Sviss, seldi vörur fyrir 275 miljónir dollara 1965 (24 miljarða isl. kr.), eignir þess voru 93 miljónir dollara (8184 miljónir isl. kr.), hreinn gróði 6 miljónir dollara (528 miljónir isl. kr.), starfsmenn 20.200. Þessar tölur eiga einungis við ,,móður"-fyrir- tækið i Sviss. Alusuisse er 165. I röðinni af 200 stærstu iðnfyrir- tækjum heims utan Bandarikjanna. Fortune, þekktasta fjármála- tímarit Bandaríkjanna, okt. 1966. 1956 ,,i kerfi persónudýrkunarinnar gat flokkurinn sem heild aðeins starfað sjálfstætt, ef hann beygði sig fyrir þeim æðsta. Ef einhver reyndi að fara út fyrir þennan ramma, þá vofði yfir honum bann- færing félaga sinna. Ef heill flokk- ur ætlaði að gera slíkt, þá var hann bannfærður og útlægur gerr af hinum kommúnistaflokkun- um. Var hugsanlegt við slikar kringumstæður að láta gagnkvæmt samband flokkanna og alþýðulýð- veldanna við Kommúnistaflokk Sovétríkjanna og við Sovétríkin vera í samræmi við hugsjónir jafn- réttis? Það var auðvitað ekki hægt". Gomulka, 20. okt. 1956. 1966 „Kommúnistaflokkarnlr búa yfir mikilli reynslu i byltingarsinnuðu starfi og enginn getur betur en þeir fundið réttar lausnir við öll- um vandamálum, er upp koma. Kommúnistaflokkur Sovétrikjanna er á móti öllum tilhneigingum til forráða (hegemoni) í kommúnista- hreyfingunni, með raunverulega al- þjóðlegu, jafnréttis-sambandi allra flokka". L. Brésnef, — á 23. flokksþingi Kommúnistaflokks Sovétrikj- anna, i marz 1966. 195

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.