Réttur


Réttur - 01.11.1968, Síða 36

Réttur - 01.11.1968, Síða 36
stæðar aðgerðir þeirra til öryggis og þróunar hins sósíalistíska þjóðfélags. Sérstaklega er það okkar álit að þær stað- hæfingar séu algerlega andstæðar kenning- um marxisma og lenínisma, er komið hafa fram í sambandi við atburðina í Tékkósló- vakíu, að það hvort virða beri sem höfuð- Luigi Longo, formaður Kommún- istaflokks Italíu. stefnu sjálfstæði hvers flokks og fullveldi hvers ríkis sé komið undir mati á alþjóða- ástandinu og viðhorfi í viðkomandi landi, — mati, sem maður veit ekkert um, hver og með hvaða rétti einhver sé þar dómari og gerðardómari . . . ." „Það er sannfæring okkar, að sósíalistískt lýðræði sé forsenda sósíalismans í hinum ein- stöku löndum og í heiminum, þáttur í ein- ingu hinnar alþjóðlegu verklýðshreyfingar. Þjóðnýting aðalframleiðslutækjanna er nauðsynleg forsenda fullrar þróunar þess réttlætis og frelsis, sem sósíalismanum eru eiginleg, — en eitt út af fyrir sig ekki nægi- leg forsenda. Sú kreppa, sem olli þeirri breytingu, er varð í janúar í Tékkóslóvakíu, hefur sýnt, hve miklum skaða ófullnægjandi þróun sósí- alistísks lýðræðis getur valdið. Menn sáu, að samþjöppun hins pólitíska valds og embættismennskun (biirokratisering) þess, skortur á pólitískum umræðum í flokknum og meðal fjöldans, hafði hættuleg áhrif í efnahagslífinu og olli því að flokkurinn og fólkið fjarlægðist hvert annað. Þróun sósí- alistísks lýðræðis er jx-ssvegna höfuðvopn til að beita á réttan hátt við þær mótsetningar og þá erfiðleika, sem fram koma við upp- byggingu sósíalismans. Umræðurnar um þessi vandamál verða að halda áfram í flokknum og alþjóðahreyfingu kommúnista, til þess að yfirvinna allar hug- myndir um að gervallur kraftur hins póli- tíska valds verkalýðsins liggi í þvingunarkerfi ríkisvaldsins, en slíkar hugmyndir vanmeta hæfileika og hlutverk flokksins, til þess að byggja forystu verkalýðsins í þjóðfélaginu* fyrst og fremst á skapandi frumkvæði fjöld- ans, á yfirburðum sósíalistískra lausna, á pólitískri og hugsjónalegri baráttu." * Erlenda orðið „hegemonie<‘ er hér þýtt með „forusta í þjóðfélaginu", gæti líka verið „leiðsögn's en einmitt aðalforystumaður ítalska kommúnistaflokksins í upp- hafi, A. Gramsci, gerir í sínum merkilegu marxistísku kenningum forystu-hlutverkið 1 þjóðfélaginu að grund- vallaratriði. 200

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.