Réttur


Réttur - 01.10.1978, Page 4

Réttur - 01.10.1978, Page 4
Þetta gamla Jes Zimsen-hús, var fyrsta húsið í Reykjavik, byggt með leyfi býggingarnefndar árið 1840. Olíuvaldið lét rífa það til að fá betra rúm fyrir 2 bensíntankana, sem sjást á næstu síðu. Það, sem íslensk alþýða stóð frammi fyrir 1978 var gjaldþrot stjórnleysisstefn- unnar, þessarar kenningar, sem þvingað var upp á íslendinga með Marshallsamn- ingunum 1947, að glundroðinn, braskið, skipulagsleysið skyldi fá að ríkja í at- vinnu- og viðskiptalífi landsins og opna skyldi landið fyrir innstreymi erlends auðmagns, sem gleypt hefði ísland og gert það að nýlendu á ný, efþessar kenn- ingar hefðu verið framkvæmdar til fulls. (Byrjunin var gerð með verksmiðju Alu- suisse. - Allur þjóðarauður íslendinga var 1977 metinn á ca. 1.300 milijarða ísl. kr., þar af íbúðarhús 372 milljarða, - en öll eign Aíusuisse er 1975 3000 milljarðar dollara, sem með núverandi gengi sam- svarar 900.000 milljörðum ísl. kr. - sem sé margfaldur þjóðarauður islands). Þessum auðjötnum var ætlað að gleypa ísland, gera nokkra gæðinga íhaldsins að „feitum þjónum“ sínum, og sölsa und- ir sig auðlindir íslendinga, fyrst og fremst fossana. Fyrirætlanir landráðalýðsins eru heyrum kunnar: Austurlandsvirkjunin átti að vera fyrsta salan á auðlindunum. Nú verður að gerbreyta um stefnu í efnahagsmálum íslands, til þess að tryggja þjóð vorri sjálfri um alla fram- tíð yfirráð auðlinda sinna og efnahags 204

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.