Fréttablaðið - 16.03.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.03.2009, Blaðsíða 12
12 16. mars 2009 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is CHARLES DARWIN LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1882 „Hver sá sem vogar sér að sóa stundarkorni af jarð neskum tíma sínum hefur ekki enn uppgötvað hið sanna gildi lífsins.“ Charles Darwin var bresk- ur náttúrufræðingur sem er þekktastur fyrir kenningu sína um þróun lífvera vegna náttúruvals. Robert Francis Kennedy, oftast kall- aður Bobby Kennedy, var bandarísk- ur stjórnmálamaður, dómsmálaráð- herra og forsetaframbjóðandi, sem til- kynnti framboð sitt til forseta þennan dag fyrir 41 ári. Robert var einn af yngri bræðrum Johns F. Kennedy Bandaríkjaforseta og gegndi embætti dómsmálaráð- herra í ríkisstjórn hans á árunum 1961 til 1964. Hann var einn af nánustu samstarfsmönnum forsetans og einn helsti ráðgjafi hans í Kúbudeilunni. Eftir að John F. Kennedy var ráðinn af dögum 22. nóvember 1963 var Robert lýst sem gjörbreytt- um manni. Hann gegndi embætti dómsmálaráð- herra undir forsæti Lyndons B. Johnson, arftaka bróður síns í forsetastól, í níu mánuði, en lét af starfi í september 1964 og varð fulltrúi New York- fylkis í öldungaráðinu í nóvember sama ár. Þeir Johnson höfðu þá oft eldað grátt silfur saman, en þá greindi mjög á um Víetnamstríðið, sem og margt annað. Snemma árs 1968 tilkynnti Ro- bert að hann sæktist eftir tilnefningu demókrata til framboðs í forsetakosn- ingum sama ár. Hann var skotinn til bana skömmu eftir miðnætti 5. júní 1968, í eldhúsi Ambassador-hótelsins í Los Angeles, stuttu eftir að hafa til- kynnt um sigur sinn í undankosningum í Kalifor- ínu. Lyndon B. Johnson fyrirskipaði að 9. júní yrði opinber sorgardagur vegna harms almennings yfir ótímabærum og ranglátum dauða Roberts. Kennedys er minnst fyrir framlag sitt til rétt- indabaráttu afrísk-ættaðra Bandaríkjamanna á sjötta og sjöunda áratug tuttugustu aldar. ÞETTA GERÐIST: 16. MARS 1968 Robert F. Kennedy í forsetaframboð Ingólfur V. Gíslason, lekt- or í félagsfræði við Háskóla Íslands, flytur erindið „Ég vildi ekki akta á þetta“, samskipti karla og kvenna í fjölskyldum nútímans, í Norræna húsinu milli 12 og 13 í dag. Erindið er það síð- asta í fyrirlestraröð jafn- réttisnefndar Háskóla Ís- lands um fjölskyldumál og jafnrétti. „Samskipti kynjanna í sambúð og hjónabandi hafa þróast frá niðurnegl- dum hlutverkum byggðum á hefð til (takmarkaðra) samninga um verkaskipt- ingu. Mara fortíðarinn- ar sýnir sig í því að konur semja sig frá verkum en karlar til þeirra,“ segir í er- indi Ingólfs. Í því er meðal annars horft til þeirra breytinga sem átt hafa sér stað að undanförnu í efna- hags-, atvinnu- og mennta- málum og hvernig slíkar breytingar geta haft áhrif á fjölskyldulíf fólks. Að erindinu loknu mun Brynhildur G. Flóvenz, lektor í lögfræði og for- maður jafnréttisnefndar Háskóla Íslands, stýra um- ræðum. Samskipti karla og kvenna rædd NORRÆNA HÚSIÐ Í erindi Ingólfs verður horft til þeirra breytinga sem hafa átt sér stað að undanförnu og skoðað hvaða áhrif þær geta haft á fjölskyldulíf fólks. „Við sjáum til hvort sagan breytist. Kannski staðfestir hún tímatal Ara fróða, en mér er ljóst að það stendur föstum fótum í Íslandssögunni þótt engin afgerandi sönnun sé fyrir því. Það er eins og tímatal hans komi úr Biblíunni og ekki megi ræða það, en ég bíð spenntur eftir frekari umræðu. Það rekur mig áfram,“ segir eðlisfræðing- urinn Páll Theódórsson sem í liðinni viku var valinn Eldhugi ársins 2009 af Rótarýklúbbi Kópavogs. Páll á hugsanlega eftir að sýna fram á að saga Íslandsbyggðar sé 150 árum lengri en tímatal Ara fróða segir, því aldursgreiningar með kolefni-14 að- ferðinni á sýnum frá fornleifarann- sóknum í Kvosinni og á Heimaey gáfu sterka vísbendingu í þá átt. „Í tilefni 1100 ára afmælis Íslands- byggðar var grafið í Kvosinni 1974, og sama áratug var uppgröftur í Heima- ey. Þá var í fyrsta sinn aldursgreindur mikill fjöldi sýna, en niðurstöður bentu til byggðar á báðum stöðum milli ár- anna 700 og 720. Þegar forstöðumaður aldursgrein- ingarstofnunar sá þennan óþægilega háa aldur kom hún með tilgátu um hvað gæti truflað mælingar á Íslandi, aðallega til bjargar Ara fróða, en sú til- gáta var afar langsótt og hefur síðan verið hafnað af forstöðumönnum ald- ursgreiningastöðva í Kaupmanna- höfn og Þrándheimi,“ segir Páll sem fór vandlega í gegnum niðurstöðurn- ar eftir að ósamræmi tímatalsins kom í ljós og sýndi þær fyrst myndrænt í Lesbók Morgunblaðsins 1992, en við litlar undirtektir. „Þá varð mér ljóst að skoða þyrfti málið töluvert betur og kafaði alldjúpt í það næstu árin. Fann ég þá enga veilu í mælingunum heldur þvert á móti ný gögn sem styrktu áreiðanleika þeirra, og skrifaði um það grein í Skírni 1996, því þar taldi ég mig ná best til þeirra manna sem málið varðaði, sagnfræð- inga og fornleifafræðinga. Eftir stóð þá staðhæfing á móti staðhæfingu; Ari fróði á móti nýju aldursgreiningunni,“ segir Páll sem í Skírni benti á að hægt væri að komast til botns í þessu máli með því að aldursgreina fleiri sýni með aukinni nákvæmni. „Nokkrum árum seinna hannaði ég, með Guðjóni Inga Guðjónssyni eðlis- fræðingi í Svíþjóð, tæki til að mæla radon í vatni. Fljótlega sá ég að tækið mátti nota með minniháttar breyting- um við nákvæmar aldursgreiningar og síðan höfum við smíðað sams konar tæki, en með því að hanna þau sjálfur getur maður skraddarasaumað þau að verkefninu,“ segir Páll um tæki þeirra Guðjóns sem vegur aðeins 30 kíló í samanburði við 1000 kílóa sambæri- leg mælitæki og kostar miklum mun minna en erlend aldursgreiningatæki. „Og þar sem mæling þarf að taka hátt í viku til að ná ýtrustu nákvæmni hafa menn ekki efni á að mæla svo lengi, nema alveg sérstök sýni. Okkar tæki er því grundvöllur fyrir því að við getum lagst í þetta verkefni af svo miklum metnaði,“ segir Páll sem nú starfar sem frumkvöðull og verkefn- isstjóri samvinnuverkefnis Raunvís- indastofnunar Háskólans, Skógrækt- ar ríkisins og aldursgreiningarstofu í Póllandi um aldursgreiningu 200 kola- grafa frá fyrstu öldum Íslandsbyggð- ar. „Verkefnið hefur tvíþættan tilgang; að kanna elstu búsetu á Íslandi og svo eyðingu skóga. Við erum nú komn- ir með tækin í endanlegt form og ég búinn að prófa mjög ítarlega nákvæmni og stöðugleika, sem er mikilvægt því við stefnum að nákvæmni sem ger- ist best í heiminum. Fyrsta sýnið var sent utan í vikunni, en það er úr póls- kri eik þar sem teknir eru árhringir frá árunum 740 til 750, en alls er ég með tuttugu þannig sýni sem spanna tvær aldir,“ segir Páll og útskýrir frek- ar að hann byrji á þessum sýnum því í þeim séu mælingar sem grundvöllur allra aldursgreininga byggi á um heim allan síðastliðna tvo áratugi. „Nú er ég því að kvarða tækin mín, en fyrst og fremst að sannprófa ná- kvæmnina til að hafa í höndunum eitt- hvað sem enginn getur efast um að sé rétt mælt. Fljótlega mun ég svo flytja mælingarnar niður í dýpsta hluta Hval- fjarðarganga þar sem Spölur gerði lít- inn klefa fyrir mig í vegginn, en þar losna ég við truflun sem kemur á yf- irborðinu frá geimgeislum. Næstu eitt til þrjú árin vonast ég svo til að fá þær upplýsingar sem við sækjumst eftir, en eftir það verðum við að sjá hvað sagan segir.“ thordis@frettabladid.is RÓTARÝKLÚBBUR KÓPAVOGS: PÁLL THEÓDÓRSSON ER ELDHUGI ÁRSINS 2009 Ari fróði ekki heilagur maður ELDHUGI ÁRSINS Páll Theódórsson er 13. einstaklingurinn sem hlýtur viðurkenninguna Eldhugi ársins hjá Rótarýklúbbi Kópavogs. Hann lauk námi í eðlisfræði frá Hafnarháskóla 1955 með kjarneðlisfræði sem sérgrein en meginviðfangsefni hans hafa verið mælingar á geislavirkum efnum og hefur hann skipað sér í fremstu röð á því sviði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MERKISATBURÐIR 1657 Miklir jarðskjálftar ríða yfir Suðurland. Hús falla víða, einkum í Fljótshlíð. 1827 Freedom Journal, fyrsta dagblað blökkumanna, hefur útgáfu í Bandaríkj- unum. 1836 Texas-fylki fær sína eigin stjórnarskrá. 1900 Sir Arthur Evans finnur forngrísku borgina Knoss- us á Krít. 1939 Þjóðverjar hertaka Tékkó- slóvakíu. 1980 Fjórða hrina Kröfluelda hefst og var kallað skraut- gos vegna fegurðarinnar. 1983 Samningar undirritaðir um kaup Reykjavíkurborg- ar á Viðey. 1991 Sjö meðlimir í hljómsveit kántrísöngkonunnar Rebu McEntire farast í flugslysi. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Friðdóra Gísladóttir frá Arnarnesi í Dýrafirði, Bólstaðarhlíð 45, verður jarðsett frá Áskirkju þriðjudaginn 17. mars 2009 kl. 15.00. Birna Haukdal Garðarsdóttir Magnús Jóhann Óskarsson Garðar Magnússon Helle Magnússon Katrín Magnúsdóttir Þórólfur Sigurðsson Friðdóra Magnúsdóttir Rafn Magnús Jónsson og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts föður míns, stjúpföður og tengdaföður, Sæmundar Magnússonar Seljahlíð, áður til heimilis í Hátúni 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og starfsfólks Seljahlíðar fyrir mjög góða umönnun á liðnum árum. Jarðsett verður í kyrrþey. Ívar Sæmundsson Guðný Hinriksdóttir Lúðvík Andreasson og fjölskylda.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.