Fréttablaðið - 16.03.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.03.2009, Blaðsíða 26
18 16. mars 2009 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 19. – 22. júní 154.900kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, hótelgisting í 3 nætur með morgunverði, miði á Formúluna, íslensk fararstjórn og rútuferðir. Silverstone Verð á mann í tvíbýli: Formúla 1 F í t o n / S Í A Iceland Express karla Keflavík-Njarðvík 96-88 (43-40) Stig Keflavíkur: Jesse-Pelot Rosa 27 (12 frák), Hörður Axel Vilhjálmsson 18, Gunnar Einarsson 17, Sigurður Þorsteinsson 10, Sverrir Þór Sverris son 9, Jón N. Hafsteinsson 6, Elvar Sigurjónsson 4, Gunnar Stefánsson 3. Stig Njarðvíkur: Heath Sitton 25, Magnús Þór Gunnarsson 18, Logi Gunnarsson 18, Friðrik Stef ánsson 10, Hjörtur Einarsson 10, Fuad Memcic 5, Grétar Garðarsson 2. KR-Breiðablik 123-75 (67-33) Stig KR: Jason Dourisseau 29 (11 frák.), Helgi Már Magnússon 21, Baldur Ólafsson 15, Darri Hilmarsson 15, Fannar Ólafsson 14, Jakob Örn Sigurðarson 11, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6, Guðmundur Þór Magnússon 6, Brynjar Björnsson 4, Skarphéðinn Ingason 2. Stig Breiðabliks: Nemanja Sovic 31 (13 frák.), Kristján Sigurðsson 12, Arnar Pétusson 8, Hraunar Guðmundsson 8, Hjalti Þór Vilhjálmsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 5, Emil Jóhannsson 4, Daníel Guðmundsson 1. Grindavík-ÍR 112-78 (55-49) Stigahæstir: Páll Axel Vilbergsson 28 (10 frák.), Brenton Birmngham 16, Nick Bradford 16, Þorleifur Ólafsson 14, Páll Kristinsson 10 - Svein björn Claessen 20, Hreggviður Magnússon 19, Ómar Sævarsson 17. Snæfell-Stjarnan 93-81 (40-38) Stigahæstir: Sigurður Þorvaldsson 23, Lucious Wagner 16, Slobodan Subasic 15, Magnis Hafsteinsson 15, Jón Ólafur Jónsson 11 - Justin Shouse 22 (12 stoðs.), Jovan Zdravevski 21, Ólafur Jónas Sigurðsson 16, Fannar Helgason 10. Iceland Express kvenna Haukar-Hamar 59-55 (30-31) Stig Hauka: Slavica Dimovska 23, Kristrún Sigur jónsdóttir 12 (6 stoðs.), Moneka Knight 7, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6, Telma Björk Fjalarsdóttir 4, Helena Hólm 3, María Lind Sigurðardóttir 2, Sara Pálmadóttir 2. Stig Hamars: Lakiste Barkus 19, Julia Demirer 17 (11 frák.), Hafrún Hálfdánardóttir 8, Fanney Lind Guðmundsdóttir 5, Íris Ásgeirsdóttir 3, Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir 3. N1 deild kvenna í handb. Haukar-Valur 30-30 (17-15) Mörk Hauka: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 10, Ramune Pekarskyte 8, Nína Björk Arnfinnsdóttir 6, Nína Kristín Björnsdóttir 4, Erna Þráinsdóttir 1, Ester Óskarsdóttir 1. Mörk Vals: Eva Barna 8, Hrafnhildur Skúladóttir 8, Hildigunnur Einarsdóttir 7, Drífa Skúladóttir 2, Dagný Skúladóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Kristín Guðmundsdóttir 1. Stjarnan-Fram 27-23 (13-12) Mörk Stjörnunnar: Alina Petrache 9, Sólveig Lára Kjærnested 6, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Kristín Jóhanna Clausen 2, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 1, Unnur Ýr Viðarsdóttir 1. Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 7, Anett Köbli 7, Pavla Nevratilova 3, Hildur Knútsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1, Sara Sigurðardóttir 1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Guðrún Þóra Hálfdánar dóttir 1. Fylkir-HK 30-35 (14-20) Markahæstar: Ásdís Guðmundsdóttir 7, Hanna Rut Sigurjónsdóttir 6 - Arna Sif Pálsdóttir 13, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 8, Brynja Magnúsdóttir 6. Grótta-FH 23-30 Konungsbikarinn á Spáni Barcelona-Ciudad Real 29-26 (14-14) Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir Ciudad. ÚRSLIT UM HELGINA Enska úrvalsdeildin: CHELSEA-MANCHESTER CITY 1-0 1-0 Mickael Essien (17.) ASTON VILLA-TOTTENHAM 1-2 0-1 Jermaine Jenas (5.), 0-2 Darren Bent (50.), 1-2 John Carew (85.) ARSENAL-BLACKBURN 4-0 1-0 Andrei Arshavin (1.), 2-0 Arshavin (64.), 3-0 Emmanuel Eboue (87.), 4-0 Eboue (90.). BOLTON-FULHAM 1-3 0-1 Andy Johnson (41.), 1-1 Kevin Davies (45.), 1-2 Simon Davies (55.), 1-3 Kamara (87.). EVERTON-STOKE 3-1 1-0 Jó (17.), 2-0 Joleon Lescott (24.), 2-1 Ryan Shawcross (51.), 3-1 Marouane Fellaini (90.). HULL-NEWCASTLE 1-1 1-0 Geovanni (8.), 1-1 Steven Taylor (37.). MANCHESTER UNITED-LIVERPOOL 1-4 1-0 Cristiano Ronaldo (22.), 1-1 Fernando Torres (27.), 1-2 Steven Gerrard (43.), 1-3 Fabio Aurelio (76.), 1-4 Andrea Dossena (90.). MIDDLESBROUGH-PORTSMOUTH 1-1 0-1 Peter Crouch (29.), 1-1 Marlon King (90.). SUNDERLAND - WIGAN 1-2 0-1 Ben Watson (11.), 1-1 Grant Leadbitter (40.), 1-2 Charles N‘Zogbia (45.). STAÐA EFSTU LIÐA: Man. United 28 20 5 3 49-16 65 Chelsea 29 18 7 4 49-16 61 Liverpool 29 17 10 2 49-21 61 Arsenal 29 14 10 5 45-26 52 Aston Villa 29 15 7 7 43-31 52 Everton 29 13 9 7 39-29 48 West Ham 28 11 6 11 34-34 39 Wigan 29 10 8 11 29-28 38 Fulham 29 9 10 10 28-26 37 Man.City 29 10 5 14 45-37 35 Tottenham 29 9 8 12 35-34 35 Bolton 29 10 3 16 31-43 33 Frekari umfjöllun um ensku úrvalsddeildin um helgina má finna á Visir.is ENSKI BOLTINN Fríða Rún Einarsdóttir úr Gerplu kom aftur eftir erfið ökkla- meiðsli og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fjölþraut í fyrsta sinn um helgina. Fríða hafði betur eftir hörku- keppni við Íslandsmeistarann frá því í fyrra, Thelmu Rut Hermannsdóttur. „Það er frábært að vera komin aftur og gaman að koma sterk til baka. Það var mjótt á munum og þetta réðst í seinustu greininni,“ segir Fríða Rún sem var heppin að hennar besta grein var síðust. „Ég var mjög ánægð með gólfæfingarnar sem heppnuðust mjög vel. Það var síðasta greinin og réð eigilega úrslitunum,“ sagði Fríða sem hefur gengið í gegnum erfiða mánuði að undanförnu. „Ég var frá allt síðasta ár, 2008. Ég gat ekkert æft. Ég þurfti að fara í tvær aðgerðir á ökkla því það var einhver skemmd í beini inni í ökklanum. Þetta er búið að vera svakalega erfitt og ég er í rauninni ekki búin að ná mér alveg enn þá,“ segir Fríða sem var líka óheppin í kringum Íslandsmótið fyrir tveimur árum. „Ég var í mjög góðu formi fyrir Íslandsmótið 2007 en ég varð bara rosalega veik fyrir mótið. Ég fór og keppti samt en var alveg út úr kortinu og það gekk ekki vel. Seinheppnin hefur svolítið verið að elta mig en ég vona að ég sé búin að taka þessi vandræði öll út núna,“ segir Fríða en hún er þó ekki alveg orðin góð og gat aðeins keppt til úrslita á einu áhaldi í gær. „Ég gat ekki keppt í dag eins og ég ætlaði að gera. Ég var búin að vinna mér sæti í úrslitum á þremur greinum en gat bara keppt í einni vegna þess að ég var bara búin á því í fótunum,“ segir Fríða. Hún er að fara á Evrópumótið í Mílanó eftir tvær vikur og ákvað að spara sig. „Laugardagurinn var minn dagur og hann var alveg frábær. Ég var þá í rauninni búin að sanna mig og ég ætlaði bara að vera skynsöm. Ég ákvað þetta í sameiningu með þjálfurunum. Það verður svakalega skemmtilegt að keppa á Evrópu- mótinu,“ sagði Fríða að lokum. FRÍÐA RÚN EINARSDÓTTIR ÚR GERPLU: ÍSLANDMEISTARI Í FJÖLÞRAUT Í FYRSTA SINN Sannaði sig á ný eftir erfið og árslöng ökklameiðsli > Ásdís setti Íslandsmet og kastaði yfir 60 metrana Ásdís Hjálmsdóttir setti nýtt Íslandsmet þegar hún kastaði spjótinu 60,42 metra á níunda Vetrarkastmóti Evrópu í Los Realejos á Tenerife í gær. Ásdís sigraði í B-hópi og varð í þriðja sæti samanlagt. Ásdís bætti Íslandsmet sitt frá því í fyrra sem var 59,80 metrar en hún varð þarna fyrsta íslenska konan sem kastar nýja spjótinu yfir 60 metrana. Bergur Ingi Pétursson varð í 2. sæti í B-hópi í sleggjukasti á sama móti en hann kastaði þrisvar sinnum yfir 70 metra og lengst 72,49 metra. FIMLEIKAR Gerplan var sigursæl á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum um helgina en allir Íslandsmeist- aratitlarnir fóru í Kópavoginn. Bræðurnir Viktor og Róbert Kristmannsson úr Gerplu voru sig- ursælir á mótinu og unnu alls til 11 verðlauna, þar af voru sex gull. Viktor var maður mótsins því auk þess að tryggja sér sigur í fjöl- þrautinni sjöunda árið í röð á laug- ardaginn þá vann hann gull eða silfur á öllum áhöldunum í gær. Róbert vann tvö gull á áhöld- um auk þess að verða í öðru sæti í fjölþrautinni. Róbert vann stökkið og svifrána þar sem Róbert varð í öðru sætinu. Eina greinin sem Kristmanns- synir unnu ekki var keppni á gólfi þar sem sigurvegari var Ólafur Garðar Gunnarsson. Dýri Kristj- ánsson vann reyndar gull í hringj- um en þar voru hann og Viktor hnífjafnir og fengu báðir gull. Thelma Rut Hermannsdótt- ir vann gull á þremur af fjórum áhöldum í gær eftir að hafa þurft að horfa á eftir Íslandsmeistara- titlinum til Fríðu Rúnar Einars- dóttur daginn áður. Thelma vann gull á öllum áhöld- um nema á jafnvægisslá þar sem Tinna Óðinsdóttir tryggði sér sigur en Thelma varð í þriðja sæti. - óój Íslandsmótið í áhaldafimleikum var um helgina: Bræður með 6 gull SIGURSÆLIR BRÆÐUR Róbert og Viktor Kristmannssynir unnu alls ellefu verðlaun og fóru fjórum sinnum saman upp á pall. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Keflavík er komið í 1-0 eftir 96-88 sigur á Njarðvík í fyrsta leik einvígis liðanna í átta liða úrslitum Iceland Express- deildar karla. „Við verðum auðveld bráð ef við ætlum að spila svona aftur. Við vorum inni í leiknum í lokin en við köstuðum boltanum 26 sinnum útaf og vorum bara lélegir,“ sagði Valur Ingimundarsson, þjálfari Njarðvíkur, við Fréttablaðið eftir að hafa þurft að láta í minni pok- ann gegn bróður sínum Sigurði. Keflvíkingar mættu ákveðnir leik leiks gegn erkifjendum sínum í gær. Liðið hafði yfir 24-19 eftir fyrsta leikhluta og 43-40 forystu í hálfleik. Njarðvíkingar hittu betur úr skotunum sínum en heimamenn hirtu 16 sóknarfráköst gegn aðeins tveimur hjá gestunum í fyrri hálf- leik og það hafði mikið að segja. Keflavík hafði lengst af um og yfir 10 stiga forystu í síðari hálf- leiknum og náði mest 16 stiga for- skoti. Njarðvíkingarnir neituðu að gefast upp og náðu að hleypa smá spennu í leikinn undir lokin, en Keflavíkurliðið hélt sínu og vann verðskuldaðan sigur með gríðar- legri baráttu. Jesse Pelot Rosa var atkvæðamest- ur hjá Keflavík með 29 stig og 12 frá köst, en hann stóð sig hetju- lega ef tekið er mið af því hvern- ig hann kom inn í liðið á síðustu stundu. „Ég var bara að stíga út úr flugvélinni og spil- aði í gær, svo ég var kannski ekki ferskur í fótunum. Ég ætla að gera allt sem ég get til að leggja mig fram fyrir þetta lið og nú ætla ég heim að safna orku fyrir næsta leik,“ sagði brosmildur Rosa í leikslok. Valur Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur, var brúnaþungur í leikslok. „Við bara fórum aldrei í gang í þessum leik. Við vorum sorglegir varnar- lega, vorum of stressað- ir og þetta var einfald- lega ekki leikur sem maður á að sýna í úrslitakeppni,“ sagði Valur. baldur@365.is Svona leik spila menn ekki í úrslitakeppninni Valur Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki ánægður eftir 8 stiga tap á móti bróður sínum í Keflavík í gær. Keflavík tefldi fram nýjum Kana í leiknum. ÓSÁTTUR Valur Ingi- mundarson, þjálfari Njarðvíkur, var brúnaþungur eftir tapið í gær. 2-1 FYRIR HAUKA Slavica Dimovska lék vel í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.